Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Eru njósnir
til einskis?
Engin starfsgrein hefur í gegn-um tíðina verið jafn ótengdsögu sinni og njósnir, segir
sagnfræðingurinn Christopher And-
rew í bók sinni frá því í fyrra, The
Secret World: A
History of Intelli-
gence, er fer yfir
sögu njósna allt frá
tímum gamla
testamentisins til
21. aldarinnar.
Segir hann hægt
að líkja fáfræði
þessari við hag-
fræðing sem hefur aldrei heyrt af
iðnbyltingunni.
Að sögn Andrews var Guð fyrsta
persóna bókmenntanna sem lagði
áherslu á að njósnir og upplýsing-
arnar sem þær veita væru mikil-
vægar og hefur hann þannig fyrsta
kafla bókarinnar. Síðan þá hefur fá-
fræði njósnasamfélagsins valdið því
að starfsgreininni hefur farið lítið
fram í gegnum aldirnar.
James Bond ekki alvöru
njósnari
Fram að Kalda stríðinu var lítið um
skriflegar heimildir er gerðu grein
fyrir njósnum og söfnun upplýsinga.
Var skilningur fólks því oftast litað-
ur af skáldsögum og öðru þegar kom
að njósnum fremur en raunveruleg-
um heimildum. Fleiri þekkja þannig
notkun Trójuhestsins í Hómers-
kviðu heldur en sannsögulegt hlut-
verk flóttamanns sem fór undir
fölsku flaggi í sigri Grikkja í orrust-
unni við Salamis 480 f.Kr.
Bretar hafa í gegnum tíðina ávallt
vitað meira um hlutverk njósna í
Biblíunni heldur en í sögu síns eigin
lands. Jafnvel í dag þekkja miklu
fleiri sögurnar um njósnara hennar
hátignar í Bretlandi, James Bond,
heldur en sögur raunverulegra
njósnara, sem verður oft til þess að
raunveruleikanum er ruglað saman
við skáldskap.
Sagan endurtekin
Fáfræðin kemur bersýnilega í ljós
þegar skoðuð eru þrjú atvik þar sem
hætta var á því að óvinveittir ná-
grannar Breta myndu ráðast inn í
landið. Menn óttuðust innrás frá
skipaflota Filippusar II. Spánarkon-
ungs árið 1588, frá Napóleon í upp-
hafi 19. aldarinnar og Hitler í seinni
heimsstyrjöldinni.
Í Bletchley Park í Englandi voru
margir við vinnu við að leysa dulmál
sem fóru á milli andstæðinga banda-
manna í seinni heimsstyrjöldinni og
náðu þeir að leysa dulmál Hitlers.
Það sem þeir vissu ekki var að for-
verar þeirra höfðu leyst dulmál
Napóleons og Filippusar II. og
hefðu þeir því getað nýtt sér vinnu
þeirra sér til hags.
Hjólið fundið upp
aftur og aftur
Það virðist vera að njósnarar þurfi
sífellt að finna upp hjólið við störf
sín. Aðferðir notaðar við yfir-
heyrslur á tuttugustu öldinni voru
þeim, sem þær notuðu, óafvitandi
þær sömu og rannsóknarréttir kaþ-
ólsku kirkjunnar notuðu. Vatnspynt-
ingar Bandaríkjamanna eftir árás-
irnar 11. september 2001, sem
notaðar voru til að afla upplýsinga
um liðsmenn Al Kaída, voru fundnar
upp 500 árum fyrr af Spænska rann-
sóknarréttinum.
Evrópumenn á tímum endur-
reisnarinnar (14. til 16. öld) töldu sig
hafa fundið upp svokallaða „tíðni-
greiningu“ (e. frequency analysis)
og var það stór stund í sögu njósna.
Hins vegar hafði heimspekingurinn
og dulmálsfræðingurinn Yaqub ibn
Ishaq al-Kindi fundið upp aðferðina í
Bagdad sex öldum fyrr án þess að
nokkur hefði hugmynd um það.
Líkaði ekki tilgerðin
Við lestur bókar Andrews er jafnvel
hægt að spyrja sig hvort það borgi
sig fyrir ríki að stunda njósnir. Í sög-
unni hafa þeir sem hafa haft bestu
njósnarana og bestu upplýsingarnar
um staðsetningu og áform andstæð-
inganna oft hlotið dapurleg örlög.
Í miklum bardaga við vestur-
strönd Jótlands í fyrri heimsstyrj-
öldinni höfðu Bretar, sem börðust
gegn Þjóðverjum, grafið upp góðar
upplýsingar um hreyfingar þýsku
skipanna. Liðsforingjum breska flot-
ans líkaði hins vegar ekki tilgerð-
arlegt málfar þeirra sem komu til
þeirra upplýsingunum og ákváðu því
að virða þær ekki viðlits. Það leiddi
til þess að sigur í bardaganum rann
þeim úr greipum og endaði með
jafntefli.
Þegar Þjóðverjar hugðust ráðast
inn í Rússland í seinni heimsstyrjöld-
inni árið 1941 var rússneskur njósn-
ari að nafni Richard Sorge, í þýska
sendiráðinu í Japan, sem öðlaðist ná-
kvæmar upplýsingar um innrásina.
Stalín var viss um að bandamaður
hans, Adolf Hitler, færi nú ekki að
hætta sér í slíkar vendingar, hunsaði
upplýsingarnar og hótaði öllum sem
tóku þær alvarlega. Ákvörðun Stalíns
kostaði hundruð þúsunda lífið og
varð næstum til þess að Rússland
félli í hendur Þjóðverja.
Ná mögulega aldrei þroska
Einnig virðist skortur á trausti yfir-
valda til njósnara sinna hafa verið til
trafala. Hinir svokölluðu Cam-
bridge-njósnarar voru trúfastir
kommúnistar sem unnu fyrir sov-
éska ríkið innan Bretlands á fjórða
áratugnum og síðar í seinni heims-
styrjöldinni. Þrátt fyrir að hafa helg-
að líf sitt málstaðnum höfðu þeir
ekki traust yfirmanna sinna í
Moskvu og var sent lið njósnara til
að fylgjast með þeim. Það var ekki
fyrr en njósnararnir höfðu veitt upp-
lýsingar um innrás Breta og Banda-
ríkjamanna í Normandí sem þeir
töldust traustsins verðir.
Skortur á heimildum um njósnir
og fáfræði þeirra sem þær stunda
hefur valdið því að starfsgreinin hef-
ur lítið þróast á þeim árþúsundum
sem hún hefur verið stunduð. Sagn-
fræðingurinn Sherman Kent, braut-
ryðjandi á sviði njósna, sagði eitt
sinn: „Frá mínu sjónarhorni er þetta
mál mjög mikilvægt. Svo lengi sem
starfsgrein hefur ekki skriflegar
heimildir eiga aðferðir hennar, orða-
forði hennar, undirstöðuatriði henn-
ar og jafnvel grundvallarkenning
hennar hættu á að ná aldrei þroska.“
Franskur njósnari gripinn glóðvolgur í stríði Frakka og Prússa á árunum 1870 til 1871.
Við fyrstu sýn virðast njósnir vera ríkjum sem
eiga í átökum við önnur til mikilla bóta,
jafnvel nauðsynlegar. Það þarf þó ekki að
vera og hefur sagan sýnt að þeir sem sjá um
þessi mál þekkja ekki söguna og er því
fyrirmunað að læra af henni.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
James Bond, njósnari hennar hátignar, er ekki talinn gefa rétta mynd af störfum
njósnara. Því veldur það ruglingi að mun fleiri þekki hann en alvöru njósnara.
Ljósmynd/MGM
Christopher
Andrew