Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 29
fjölbreyttar. „Það eru bæði mjög stressandi og hraðar einstaklings- keppnir og hægari grúskþrautir.“ Keppendur þáttarins mynda fjöl- breyttan hóp en eiga það flestir sam- eiginlegt að vinna beint með íslensk- una. „Það eru tónlistarmenn, rithöf- undar, dagskrárgerðarfólk, ljóðskáld og blaðamenn,“ segir Björg en aldurs- dreifing keppenda er auk þess nokkur. „Ekkert verra“ að hafa Braga Björg og Bragi semja allar þrautir og spurningar sem bornar eru fram í þættinum. Björg hefur starfað í um 15 ár í fjölmiðlum, gefið út tvær bækur og því þrifist í íslenskunni lengi. „Svo er maður er náttúrulega með mann eins og Braga sér við hlið sem er með doktorspróf í öllu sem viðkemur ís- lenskunni. Við getum sagt að það sé ekkert verra,“ segir Björg sposk. Þættirnir voru teknir upp í vor og segir Björg að það verði að ráðast hvort fleiri verði gerðir. „Við erum mjög spennt fyrir því að þróa þátt- inn áfram því við höfum mjög mikla trú á honum.“ Björg segist hlakka til að þáttur- inn fari af stað en geti lítið gert í því hvernig fólk taki honum. „Maður býr sig undir það versta en vonar það besta.“ Handritshöfundur Ráðherrans Björg situr ekki auðum höndum og er nóg um að vera hjá henni fyrir utan Kappsmál. Hún er einn hand- ritshöfunda að þáttaröðinni Ráð- herranum, sem Saga Film fram- leiðir fyrir RÚV, en tökum á henni lauk í sumar. Þá vinnur hún að handriti að annarri þáttaröð fyrir Saga Film um þessar mundir en ráðgert er að farið verði í tökur á henni næsta vor. „Ég er mikill aðdáandi stjórnmálasjónvarpsþátta eins og Borgen og West Wing og mér fannst fullt tilefni að gera atlögu að því að skrifa þætti um íslensk stjórnmál og nota þannig okkar þjóð, menningu og sögu sem efnivið,“ segir Björg um aðdraganda þess að hún fór í hand- ritsskrif að þáttaröðinni. „Við vorum nokkur í þessu teymi, þar sem maður gerir ekkert einn þegar kemur að sjónvarpi. Þetta tók svolítinn tíma en það er mjög ánægjulegt að nú sé tökum lokið. Þetta fer svo á skjáinn eftir um það bil ár,“ segir Björg, en í heild sinni tóku skrifin um það bil fimm ár svo að mikil þolinmæði er nauðsynleg í þessu fagi. Besti samstarfsmaður í heimi Björg sér einnig um útvarpsþátt á laugardagsmorgnum á Rás 2 ásamt Gísla Marteini Baldurssyni. Er Gísli ausinn lofi af Björgu. „Gísli er besti samstarfsmaður í heimi. Ég get ekki ímyndað mér betri mann til þess að vakna með á laugardags- morgni.“ Björg Magnúsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason stýra nýj- um leikjaþætti sem hóf göngu sína á föstudagskvöld. Morgunblaðið/Eggert 8.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Rjóminnaf ísnum ÞRETTÁN Leikkonan Grace Saif, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri þáttaröð 13 Reasons Why, hef- ur neyðst til að hætta á Instagram, eða svo virðist að minnsta kosti vera. Aðdáendur þáttanna eru ekki ánægðir með hve stórt hlutverk Ani, sem Saif leikur, fær í þáttaröðinni, sem er sú þriðja í röðinni. Telja þeir fáranlegt að hún sé ein stærsta per- sóna þáttaraðarinnar og hafa látið Saif heyra það á samfélagsmiðlum. Hefur hún eytt öllum myndum sín- um af áðurnefndum samfélagsmiðli. Hætt á gramminu Saif í hlutverki sínu sem Ani. Ljósmynd/Netflix BÓKSALA Í ÁGÚST Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Sapien Yuval Noah Harari 2 Feilspor Maria Adolfsson 3 Svört perla Liza Marklund 4 Annabelle Lina Bengtsdotter 5 Keto Gunnar Már Sigfússon 6 Verstu börn í heimi 3 David Walliams 7 Blóðbönd Roslund & Thunberg 8 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 9 Qaanaaq Mo Maloø 10 Óvænt endalok – bernskubrek Ævar Þór Benediktsson 11 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan 12 Til í að vera til Þórarinn Eldjárn 13 Allt hold er hey Þorgrímur Þráinsson 14 Konungur ljónanna – þrautabók Walt Disney 15 Í alvöru ekki opna þessa bók Andy Lee 16 Ég elska einhyrninga 17 Blesa og leitin að grænna grasi Lára Garðarsdóttir 18 Sara Árelía Eydís Guðmundsdóttir 19 Fleiri Korkusögur Ásrún Magnúsdóttir 20 Risastóri krókódíllinn Roald Dahl Allar bækur Fashionopolis: The Price of Fast Fashion and the Future of Clothes er ný bók eftir blaðamanninn og rithöfundinn Dana Thomas. Hún hefur ferðast um heiminn til að kynna sér tækninýjungar sem geta snúið við þeirri þróun sem hefur átt sér stað í fata- framleiðslu. Fataiðnaðurinn framleiðir 80 milljarða flíka á hverju ári enda er pressan mikil á fólki að kaupa sér sífellt eitthvað nýtt til að klæðast. Auk þess fer framleiðslan illa með starfsmenn og umhverfið og því ekki seinna vænna að eitthvað sé gert í málinu. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Ég er nýflutt til Kaupmannahafnar og hef því aðeins reynt að dusta rykið af mennta- skóladönskunni í sumar. Ég las þess vegna smásagna- safnið Velsignelser eftir unga danska skáldkonu, Caroline Albertine Minor. Sögurnar fjalla allar um sorg, á einn eða annan hátt, og lýsir Mi- nor erfiðum aðstæðum afar vel. Hún slengir framan í mann óþægi- legum sannleiknum en gerir það í senn af mikilli nærgætni. Frásögn- in verður þannig bæði hrá og fal- leg. Nýverið lauk ég einnig við skáldsöguna Út að stela hestum eftir Norðmanninn Per Petterson sem sló í gegn fyrir um 15 ár- um. Ástæðan fyrir því að ég las hana núna er sú að út var að koma kvikmynd gerð eftir bók- inni sem mig langar mikið að sjá og ég er ein af þeim sem vilja gjarnan lesa bókina áður en þeir sjá myndina. Yfir verkinu ríkir full- komin blanda af spennu og kyrrð; sögusviðið er þéttur skógur sem geymir ótal leyndarmál. Ég var of- boðslega hrifin af skáldsögunni og mæli heilshugar með henni. Á náttborðinu liggur svo Etýður í snjó eftir hina japönsku Yoko Ta- wada sem ég fékk að gjöf fyrir nokkru en hef ekki enn gefið mér tíma til að glugga í. Ég er græn- keri af lífi og sál og því hefur gefand- anum líklega þótt við hæfi að fela mér bók sem sögð er frá sjónarhóli dýra. Í henni segja þrjár kynslóðir ísbjarna sögu sína. Á tímum sem þessum þykir mér vel við hæfi að velta upp spurn- ingum um það hvernig við kom- um fram við dýrin sem deila jörð- inni með okkur og ég hlakka þess vegna mikið til þess að kynnast aðalpersónum bókarinnar og þeirra hlið á málum. RAGNHEIÐUR ER AÐ LESA Sannleiknum slengt framan í mann Ragnheiður Birgisdóttir er meistaranemi í bókmennta- fræði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.