Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019 LÍFSSTÍLL Colorbox Uppskera haustsins Margir hafa notað sæta síðsumarsdaga til þess að fara í berjamó. Nú er uppskeran komin í hús og tími til að sulta og baka. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is BÖKUBOTN 5 dl möndlur 1 dl kakóduft 2 dl döðlur, smátt saxaðar 1 dl apríkósur 1 tsk. vanilluduft 1/8 tsk. sjávarsalt VANILLUFYLLING 2¼ dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst. ¾ dl hlynsíróp 2 msk. kókosolía 1 tsk. vanilluduft salt af hnífsoddi KRÆKIBERJAÞEKJA 4 dl krækiber 2-3 msk. hlynsíróp Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið. Deigið er tilbúið þegar það loðir saman. Skiptið deiginu í fernt. Notið fjögur 10-12 cm bökuform með lausum botni. Þrýstið deiginu niður í formin og setjið inn í frysti á meðan verið er að búa til fyllinguna. Athugið að hægt er að nota eitt 23-26 cm bökuform í staðinn fyrir fjögur lít- il. Setjið allt hráefnið í blandara og látið ganga þar til maukið er alveg silkimjúkt og kekkjalaust. Það er líka hægt að nota mat- vinnsluvél. Blandið berjum og sírópi saman og setjið ofan á vanillufyllinguna. Frá himneskt.is Krækiberjabaka Dásamlegir bláberjabitar 3 bollar hveiti eða fínmalað spelt 1 bolli sykur 1 tsk. lyftiduft 225 g kalt smjör, skorið í bita 1 egg ¼ tsk. salt fínrifinn börkur og safi úr einni sítrónu 4 bollar bláber (mega vera frosin) ¼ bolli sykur (meira ef berin eru mjög súr) 3 tsk. maíssterkja eða kartöflumjöl Hitið ofn í 160°C með blæstri, annars 180°C. Smyrjið skúffukökuform. Hrærið saman einum bolla af sykri, þremur bollum af hveiti, lyftidufti, salti og sítrónuberki. Blandið köldu smjörinu og egginu saman við þar til blandan líkist blautum sandi. Hellið helmingnum af deiginu í formið og þrýstið niður með fingrunum. Blandið þá saman berjunum, sykrinum, sterkjunni og sítrónusafanum. Hellið berja- blöndunni yfir botninn. Myljið restina af deiginu yfir berin. Bakið í um 40-50 mínútur eða þar til það er bakað í gegn og gullinbrúnt. Kælið alveg og skerið svo í litla bita. Frá eldhusperlur.com 600 g krækiber 1 rauðlaukur, saxaður 2½ cm bútur af engiferrót, rifinn 1 hvítlauksgeiri, saxaður 1-2 epli, afhýdd og söxuð 1 dl vínedik 2½ dl púðursykur 1 tsk. sinnepsfræ ½ tsk. salt 1 dl rúsínur Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20-25 mín. Hrærið í af og til. Hellið í hreinar krukkur. Frá krom.is Krækiberja-chutney 1 kg bláber 550-600 g sykur örlítið vatn 1/3 tsk. salt 1 tsk. sítrónusafi Setjið allt í pott og sjóðið í um 15 mínútur, án loks. Merjið með kart- öflupressu og sjóðið áfram í um 5 mínútur. Setjið í tandurhreinar krukkur og lokið þeim strax. Kælið. Það er algjör óþarfi að setja hleypi í bláberjasultu. Með því að tína með óþroskuð ber (samt ekki of mikið af þeim) og sjóða með hleypur sultan betur. Svo má alltaf krydda lítið eitt, t.d. með kanil, vanillu, negul, chili eða engifer. Frá alberteldar.com Bláberjasulta Alberts Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ———

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.