Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019
LESBÓK
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
HOLLRÁÐ Kristen Stewart leikur eitt aðalhlutverk-
anna í nýrri Charlie’s Angels-mynd sem kemur út
seinna á árinu. Hún hefur sagst vilja leika í ofur-
hetjumynd einhvern tímann á ferlinum en fékk eitt sinn
heldur sérkennilegt ráð varðandi þá draumóra. Stewart
var sagt að „ef hún gerði sjálfri sér greiða og færi ekki
út og leiddi kærustuna sína fengi hún kannski hlutverk í
Marvel-kvikmynd“. Þetta segir hún í viðtali við
Harper’s Bazaar á dögunum.
Stewart hefur verið mikið á milli tannanna á fólki
vegna einkalífs síns, sérstaklega sambands síns við leik-
arann Robert Pattinson. Þá hefur hún ekki viljað skil-
greina kynhneigð sína, sem af hollráðinu hér að ofan að
dæma fer misvel í fólk.
„Ekki leiða kærustuna“
Kristen Stew-
art fer sínar
eigin leiðir.
AFP
LEÐURBLAKA Robert Pattinson segist í
viðtali við Variety hafa orðið brjálaður þegar
hann heyrði sögusagnir þess efnis að hann
myndi leika Leðurblökumanninn í nýrri
mynd um munaðarleysingjann Bruce Wayne.
Það var í maí síðastliðnum þegar gróusagan
fór á kreik og hann á leið á kvikmyndahátíð-
ina í Cannes. Vandamálið var að hann hafði
ekki einu sinni farið í áheyrnarprufur fyrir
hlutverkið og varð því dauðhræddur að leik-
stjórinn Matt Reeves myndi hætta við að hitta
hann, hvað þá ráða hann. Allt fór þó vel og
mun Pattinson árið 2021 bætast í fríðan hóp
þeirra sem leikið hafa Leðurblökumanninn.
Í stresskasti á leið til Cannes
Pattinson verður næsti Leðurblökumaður.
AFP
Fraser er til í tuskið á ný.
Snýr Múmían
aftur, aftur?
MÚMÍAN Brendan Fraser, sem fór
með stórleik í þríleiknum um
Múmíuna, The Mummy, segist vera
til í að taka þráðinn upp að nýju.
Síðasta myndin kom út árið 2008 en
Tom Cruise reyndi að feta í fótspor
Fraser með afleitum árangri að
mati gagnrýnenda árið 2017.
Fraser, sem má muna sinn fífil feg-
urri sem leikari í Hollywood, sat
fyrir svörum á Fan Expo Canada á
dögunum. Spurður hvort ný mynd
um Múmíuna væri í bígerð sagði
hann: „Fyrir mig? Viltu aðra?“
Hann bætti svo við að hann væri
„algjörlega“ til í endurgerð af
myndinni.
Þetta er skemmti- og leikjaþátturum íslenskt mál. Við Bragi[Valdimar Skúlason] erum
þáttastjórnendur og í hverjum einasta
þætti eru tvö lið þar sem tveir eru sam-
an í liði. Við leggjum ýmsar þrautir og
leiki fyrir liðin sem etja þarna kappi,“
segir Björg Magnúsdóttir, annar
stjórnenda skemmtiþáttarins Kapps-
mál, sem hóf göngu sína á RÚV síðast-
liðinn föstudag og verður sýndur á
föstudagskvöldum til jóla hið minnsta.
Fólk sé minnt á ríkidæmið
Hugmyndina að þættinum eiga
Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdi-
mar Skúlason og Samúel Bjarki Pét-
ursson, sem leikstýrir þáttunum
ásamt Gunnari Páli Ólafssyni.
Þau Brynja og Bragi stýrðu þætt-
inum Orðbragð, sem var fræðslu- og
skemmtiþáttur um íslenska tungu
og sýndur á RÚV. „Svo fór Brynja
til Cambridge í doktorsnám og ég
kom inn í ferlið,“ segir Björg, sem
lýsir því að Kappsmál sé í svipuðum
stíl og Orðbragð en þrátt fyrir það
allt öðruvísi þó að báðir hafi fjallað
um íslenskuna í skemmtilegu ljósi.
„Það hefur verið unnin talsverð
rannsóknarvinna,“ segir Björg, en
þau Bragi, ásamt öðrum sem koma
að framleiðslunni hjá Skot og RÚV,
hafa legið yfir hinum ýmsu borð-
spilum í undirbúningnum.
„Þessir leikjaþættir eru auðvitað
mjög þekkt fyrirbrigði. Við vorum
öll sammála um að það væri kominn
tími á svona íslenskan þátt og það er
mjög gaman að geta slegið tvær
flugur í einu höggi með því að gera
það og upphefja íslenskuna í leið-
inni,“ segir Björg og bætir við að
hún hafi fundið í gegnum framleiðslu
þáttanna hvað íslenskan sé
skemmtilegt tungumál. „Markmiðið
er því ekki bara að gera skemmti-
lega dagskrá heldur einnig að fólk sé
minnt á hvað við erum rík að eiga
þetta tungumál.“
Ekki bara fyrir nörda
Spurð hvort fólk þurfi að hafa brenn-
andi áhuga á íslensku til að hafa gam-
an af þættinum svarar Björg neitandi.
„Þetta er ekki bara fyrir íslensku-
nörda. Þetta er fyrir alla og er þáttur
sem tekur sig alls ekki alvarlega,“
segir hún. „Við vorum í hláturskasti
allt í gegnum upptökurnar og kepp-
endur skemmtu sér konunglega.“
Björg segir glens og húmor við
völd í þættinum en einnig að hún
hafi lært margt nýtt við tökur á hon-
um. „Mér finnst mjög gaman þegar
skemmtiefni og fræðsla fara saman.
Maður er að læra ný íslensk orð og
svo eru liðin oft að búa til ný orð yfir
alls konar fyrirbæri.“ Þrautirnar eru
Óður til
íslenskunnar
Nýir leikjaþættir hófu göngu sína á föstudaginn
var. Þeir snúast um íslenskt mál en eru alls ekki
einungis fyrir íslenskunörda og eiga allir að geta
haft gaman af, að sögn Bjargar Magnúsdóttur, sem
stýrir þættinum ásamt Braga Valdimar Skúlasyni.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Glens og grín verður við völd í þættinum Kappsmál sem RÚV sýnir.