Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019 Fjaðrafok frá Valkyrja Margrét Guðnadóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Helga Ragnhildur Mogensen Fagnaðu áfanganum í Hörpu Veislurými af öllum stærðum og gerðum Nánar á harpa.is/veislur Það eru eiginlega til tvær tegundir af fólki.Þeir sem segja alltaf frá öllu sem þeirgera og eru alltaf ofurspenntir yfir ein- hverju nýju sem þeir ætla að prófa og þurfa að segja öllum. Svo hinir sem koma í vinnuna eftir frí og missa það mögulega út úr sér að hafa gengið á hæstu fjöll heims, farið í hjartaaðgerð, eignast barn eða gift sig. Líf þeirra er eins og þeir séu í leyniþjónustunni og megi ekki segja frá neinu. Ég er klárlega í fyrri hópnum. Ég þarf alltaf að segja öllum hvert ég er að fara og hvernig var. Ég er varla búinn að kaupa farseðilinn þegar ég er farinn að segja fólki frá því hvert ég er að fara. Það er mögulega mis- skilningur en ég held að sumir hafi gaman af því að heyra það. Hinir geta þá bara látið mig vita. Það er líka gaman að segja frá einhverju skemmtilegu sem maður upplifir, mæla með einhverju sem kemur manni á óvart og segja hryllingssögur af misheppnuðum ævintýrum. Þess vegna fannst okkur hjónum svo gaman að segja frá því þegar við ákváðum að fara hringinn síðustu helgi á rafmagnsbíl. Okkur var semsagt boðið í frábært brúðkaup á Seyðisfirði og ákváðum að nota tækifærið og fara hringinn. Tilgangurinn var að sjá staði sem við hefðum ekki komið á lengi, sjá hversu einfalt/flókið það væri að fara þessa leið og mögulega vinna á drægiskvíða eiginkonu minnar (sem hlýtur, með nútíma tækni, að teljast raunverulegt ástand). Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk ótrúlega vel. Þetta er í stuttu máli ekkert mál og við erum reynslunni ríkari. Ástkær eig- inkona mín hélt nákvæmt bókhald og myndaði flest sem fyrir augu bar og deildi því á netinu. Viðbrögðin voru frábær, svona yfirleitt. Það sem kom mér hinsvegar á óvart voru viðbrögð nokkurra sem virtust líta á að við værum í ein- hverskonar vinnu við að segja frá ævintýrum okkar. Það er nefnilega til stétt, svokallaðir áhrifa- valdar, sem hafa það sem starf (reyndar frekar illa launað samkvæmt Tekjublaðinu) að mæla með öllu mögulegu. Þeir fá sem sagt borgað fyr- ir að segja hversu meiriháttar eitthvað er eða láta mynda sig með einhverjum frábærum vörum. Þá er jafnvel undir hælinn lagt hvort þær séu raunverulega frábærar. Stór hluti þessarar stéttar virðist vera alveg sérlega heit- fengur miðað við klæðnað í þessum myndatök- um. Það er glatað. Og tilhugsunin um að það sé ekki hægt að treysta fólki sem mælir með ein- hverju er það líka. Ég vil geta treyst fólki sem mælir með einhverju. Ég vil trúa því að það sé í raun að mæla með því en ekki í vinnu hjá ein- hverjum við að selja mér eitthvað. Til þess eru auglýsingastofur. Sennilega hefur þetta gerst þannig að mark- aðssérfræðingar hafi komist að því að fólk trúi frekar ef það heyrir eitthvað frá öðru fólki, sem það þekkir eða tengir við á einhvern hátt. Sem hljómar ekki ólíklega. En þegar þú veist að við- komandi fær borgað fyrir að mæla með ein- hverju þá fer mesti sjarminn af því. En ég mæli með því að keyra hringveginn á rafmagnsbíl. Ef þið trúið mér ekki þá getið þið bara prófað það sjálf. Og hananú. ’Það er nefnilega til stétt, svo-kallaðir áhrifavaldar, semhafa það sem starf (reyndar frek-ar illa launað samkvæmt Tekju- blaðinu) að mæla með öllu mögu- legu. Þeir fá sem sagt borgað fyrir að segja hversu meiriháttar eitt- hvað er eða láta mynda sig með einhverjum frábærum vörum. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Áhrifalaus valdur Hafi einhver haldið að stuðn-ingsmenn þriðja orkupakk-ans myndu fyllast fögnuði þegar hann var samþykktur á Al- þingi í byrjun vikunnar þá er það misskilningur. Slíkt hlýtur að vera fjarri okkur í máli sem einkenndist af töluverðu leyti af ágreiningi á meðal samherja. Við þurfum að draga lærdóm af umræðunni og hvernig hún þróaðist. Ég trúi að við höfum gert rétt í því að taka að- finnslur, spurningar og áhyggjuefni fólks alvarlega og fara okkur hægt. Jákvætt er hins vegar að málið hefur beint kastljósinu rækilega að orkumálum. Næg eru verkefnin á þeim vettvangi og gríðarmiklir hags- munir þjóðarinnar undir. Verðmæti auðlindarinnar Söluverðmæti íslenskrar raforku er eitthvað í námunda við 50 milljarða króna á ári. Þá eru flutningur, dreif- ing og skattar undanskilin og aðeins horft á söluverð sjálfrar orkunnar. Þetta er þó aðeins hluti af þeim verðmætum sem um er að tefla. Við bætast störfin, afurðirnar og virðis- aukinn sem verður til hjá þeirri at- vinnustarfsemi sem nýtir orkuna. Einnig sú sérþekking sem til verður í landinu í tengslum við rannsóknir, virkjanir og orkufrekan iðnað og við- skiptatækifærin sem þekkingin ber í skauti sér. Ávinningurinn fyrir loftslagsmál jarðar er einnig gríðarlegur. Kannski er hann meira að segja stærsti ávinningurinn á mælikvarða þeirra sem setja loftslagsmál efst á lista yfir forgangsmál mannkyns. Forysta sjálfstæðismanna Við sjálfstæðismenn tókum forystu í orkumálum með því að beita okkur fyrir því að eitt af lykilverkefnum þessarar ríkisstjórnar yrði að marka orkustefnu fyrir Ísland. Ég setti þá vinnu af stað á þverpólitískum grunni með aðkomu allra þing- flokka, í samræmi við stjórnarsátt- málann, enda er mikilvægt að ná langlífri sátt um hvert við viljum stefna með þessa mikilvægu grund- vallarauðlind okkar. Í stjórnarsáttmálanum er einnig kveðið á um einstök verkefni, til að mynda styrkingu flutningskerfis raforku og mótun regluverks um vindorku. Útrýmum orkufátækt Ég hef einnig lagt sérstaka áherslu á að útfæra leiðir til að tryggja að ávallt sé til staðar orka fyrir almenn- an markað. Í dag er engin trygging fyrir því. Landsvirkjun hafði það hlutverk í gamla daga en þeirri kvöð var létt af fyrirtækinu fyrir löngu. Ég tel þetta með öllu óviðunandi ástand. Afleiðingin er að orkuskort- ur heimila, eða það sem kallað hefur verið „orkufátækt“, er raunveruleg- ur möguleiki og hefur verið um ára- bil. Því ætlum við að breyta og þegar er unnið að tillögum þar að lútandi. Orkubændur í þjóðareign? Það heyrist oftar og oftar að auð- lindir eigi að vera í þjóðareign. Ég tel nokkuð skorta á dýpri umræðu um hvað það þýðir. Yfirgnæfandi meirihluti orkuauð- linda Íslands er í eigu hins opinbera, þ.e. ríkis eða sveitarfélaga, eða fyrir- tækja í eigu þeirra. Með lögum hefur verið tryggt að svo verður áfram. Ríki og sveitarfélögum, og fyrir- tækjum í eigu þeirra, er bannað með lögum að selja frá sér auðlindir. Þó að yfirgnæfandi meirihluta orkuauðlinda hafi þannig verið skip- að í opinbera eigu um aldur og ævi, með lögum, stendur engu að síður eftir þó nokkuð af orkuauðlindum sem eru einkaeign landeigenda. Allmargar smávirkjanir eða bændavirkjanir eru í landinu og þeim gæti hæglega fjölgað. Á Húsa- felli hafa þannig nokkrar kynslóðir landeigenda byggt upp alls fjórar litlar virkjanir á undanförnum ára- tugum. Sú nýjasta, Urðarfells- virkjun frá 2018, er með uppsett afl upp á rúmlega 1 megawatt, sem dugar um það bil tvö þúsund heim- ilum. Er tillagan sú að þessi réttindi verði tekin af fólki eins og orku- og ferðaþjónustubændunum á Húsa- felli? Ég hef ekki heyrt góð rök fyrir því – og raunar varla neina umræðu. Eigendur eða viðskiptavinir? Íslenskur almenningur notar aðeins um 5% af orkuframleiðslu landsins. Íslenskur almenningur á hins vegar hundrað prósent í Landsvirkjun. Hagsmunir okkar sem viðskipta- vina og eigenda eru ekki hinir sömu. Sem viðskiptavinir viljum við lágt orkuverð. Sem eigendur viljum við góðan arð og skynsamlega stefnu sem skapar samfélaginu sem mest verðmæti og ávinning. Hvort tveggja er mjög mikilvægt. Í því sambandi er gagnlegt að hugleiða að við erum í raun fimm prósent við- skiptavinir en hundrað prósent eig- endur. Verum upplitsdjörf Orkugeirinn er eitt þeirra sviða þar sem Íslendingar eiga án nokkurs vafa að vera í fremstu röð í heim- inum. Við eigum að vera stoltari og upplitsdjarfari hvað þetta varðar. Það er dapurlegt þegar reynt er að tala niður umhverfislegan ávinning af okkar grænu orku. Það er líka of mikið gert úr því að orkuvinnsla og ferðaþjónusta séu andstæður; þetta tvennt getur farið fullkomlega sam- an eins og mörg dæmi sanna – til dæmis Húsafell. Við stöndum frammi fyrir ýmsum grundvallarspurningum í orku- málum, til að mynda um ramma- áætlun, vindorku, samspil orku- vinnslu og ferðaþjónustu, eignarhald auðlinda og fleira. Það er enginn vafi á því í mínum huga að við munum tryggja að orkan eflist og styrkist sem ein helsta undirstaða lífskjara okkar og grænnar framtíðar. Höldum orku í umræðunni Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gyldadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Orkugeirinn er eittþeirra sviða þar semÍslendingar eiga án nokk-urs vafa að vera í fremstu röð í heiminum.“ Hrefna Sigmarsdóttir, orku- og ferðaþjónustubóndi á Húsafelli, við stöðvarhús Urðarfellsvirkjunar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.