Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019 M aður tekur fúslega ofan hatt sinn fyrir hinu breska þingi vegna sögu þess og stöðu. Þing er tvennt: Umgjörðin, sagan og hefðin sem er virt, virðuleikinn og sérkennin. Salur neðri deildarinnar er einungis með sæti fyrir 2⁄3 þingmanna. Þegar hann skemmdist í loftárásum óvinanna var rætt um að nota bæri tækifærið til að breyta honum svo þar yrðu sæti fyrir alla. Hljómar skynsamlega. Manni varð spurn Hvers vegna í ósköpunum? var þá spurt. Og í þögn- inni sem varð bætti spyrjandinn sjálfur við að hug- myndin væri augljóslega fráleit. Venjulega sækti ein- ungis lítill hluti þingmanna fund, en þar sem salurinn væri svo mátulegur kæmi það ekki illa út. Í þau til- tölulega fáu skipti sem eitthvað stórt væri á seyði væri troðið og staðið í hverjum krók og kima, sem ýtti undir þá stemningu að stóratburðir lægju í lofti. Gamli salurinn var endurgerður í upprunalegri mynd. Það var ekki fyrrnefnd spurning sem réð því heldur hitt, hver það var sem spurði og fylgdi svo eft- ir með þeim hætti sem var rakið efnislega hér á und- an. Winston S. Churchill hafði sitt fram. Einhver kynni að benda á að hann hafði lengst af átt „sitt“ sæti í salnum fræga, en það er önnur saga. En hitt sem gef- ur þinginu merkingu eru þeir sem þangað koma og geta rætt og greitt atkvæði. Gangandi nafnakall Það gerist með tvennum hætti. Í stórmálum kallar forseti til atkvæða og tilkynnir talningarmenn úr röð- um stjórnar og stjórnarandstöðu. Svo er gengið úr salnum þar til að kemur að tveimur göngum. Þar fara menn í gegnum annan ganginn segi þeir já og hinn ef þeir segja nei. Hver slík kosning tekur að jafnaði aðeins 15 mín- utur þótt þingmennirnir séu á sjöunda hundrað. Stundum lætur forseti nægja að kalla til atkvæða- greiðslu og spyr salinn: „Þeir sem segja já.“ Þá heyr- ast barkahljóð sem merkja já. „Þeir sem segja nei?“ Sé munur hljóðstyrks, eins og hann mælist í eyra for- seta, afgerandi þá úrskurðar forseti, ella „losar hann um salinn“ og greidd eru atkvæði með fótunum. Það er stórundarlegt, ef marka má íslensk klaufa- spörk, að þessi aðferð hafi ekki verið margkærð til Mannréttindadómstólsins. Því Bretar eru jú bundnir af úrskurðum hans og þar með talið öllum dellum hans sem fer sífjölgandi. En Ísland, sem er ekki bundið af þessum dómi, sem betur fer, tekur sjálft ekki mark á því kristaltæra ákvæði sem kveður á um það. Ef það ákvæði væri ekki fyrir hendi hefði Ísland brotið sína eigin stjórnarskrá með aðild að dóm- stólnum. Íslenska dómsmálaráðuneytið er í forystu fyrir því að brjóta íslensku stjórnarskrána í reynd og dóm- stólar eru sumir ekki langt undan! Nú síðast ákváðu íslensk yfirvöld að taka ekki mark á réttindum lands- ins í EES-samningnum og skýringin sem blasir við er sú ein, að þau séu haldin yfirgengilegum kvíða- og hræðsluköstum eigi þau samskipti við útlendinga og þurfi í eitt skipti af þúsund að segja ekki já og amen eins og þau gera jafnan. Það vantar ekki að breska þingið er í sviðsljósinu núna. Þeir sem fylgjast með sjá að þar hefur ekki orð- ið eins mikið hæfileikafall og sums staðar, og enn er þar flutt mörg snilldarræðan, fyrir málstað viðkom- andi. Þeir sem slökktu fljótt eftir fliss og fum manna í ábyrgðarsætum hér heima sem áttu enga aðra að- göngu en fíflskap og spé reyna að fjarlægja þá mynd úr minni sínu sem fyrst. Þingmamman og -amman Mörg sögufræg augnablik eru til frá breska þinginu. Og þótt að ræðurnar séu oftast nær stuttar þá er leið- togum helstu sjónarmiða tryggður rýmri rammi svo að sameignleg grundvallarsjónarmið nái að koma fram. Enda eru það iðulega brot og innskot sem sitja lengst eftir í sögunni. Við höldum því fram að þingið okkar sé það elsta í heimi og slengjum því fram við þá sem kalla þingið sitt í Westminster „móður allra þinga“ að amma þinganna sé skammt undan norðan á. En okkar þing var óneitanlega lungann af langri sögu ekki rödd fullvalda eða sjálfstæðrar þjóðar. Og nú keppast menn við að komast í sama far aftur. Sí- fellt stærri hluti mála kemur nú að utan og allir bugta sig og næst gólfnu fer sá sem síst skyldi, þrátt fyrir nafnið. Frægustu ræðurnar úr sal neðri deildar eru víð- kunnar, og sumt er á meðal þess besta sem heyrst hefur á slíkum stað á síðari tímum. Vísir menn leita jafnvel samanburðar á blómatíma Rómar. Frá þeim mætti nefna ýmsa til en oftast staðnæmst við Cicero. Róm og Reykholt Vopn bardagamanna verða gjarnan tákn um þá sjálfa og öðlast eigið líf sem lifir með þjóðunum. Atgeir Gunnars, sá sem var heima þegar sótt var að hetj- unni. Þá var Rimmugýgur suðurundan á Bergþórs- hvoli, fjarri góðu gamni. Þegar fjandmenn höfðu náð að fella bardagamann- Morgunblaðið/Eggert Kemst Boris aftur á ról? Reykjavíkurbréf06.09.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.