Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019 ég á ekki að geta leikið,“ segir hann og hlær. „Eitthvað til að ögra mér. Ég get þá farið út á hættulega jaðra og þá kynnist ég sjálfum mér betur. Þegar maður fer yfir einhverja þrösk- ulda sem maður hélt að maður kæmist ekki yf- ir er það ákveðinn sigur. Þar kemur keppn- isandinn inn í þetta,“ segir Ingvar og bætir við að eftir því sem ferillinn lengist sé sífellt nauð- synlegra að ögra sér til þess að staðna ekki. Ingvar segist passa vel upp á að taka ekki að sér meira en hann ræður við. „Það er alveg hægt að brenna út og vinna yf- ir sig. Fólk hugsar stundum að það ætti að fara að snúa sér að einhverju öðru og sumir leik- arar fara út í leikstjórn eða kennslu ef þeir verða leiðir á að leika eða missa áhugann. Ég hef aldrei misst áhugann en hef reynt frekar að passa mig á að vinna ekki of mikið.“ Algjör harmonikkudellukarl Hlutverkin þar sem Ingvar hefur þurft að fara vel út fyrir þægindarammann eru orðin æði mörg en líklega var eitt af því fyrsta þegar Ingvar lék „mesta karlrembusvín í heimi“ eins og hann orðar það. „Það er orðið ansi langt síðan en ég man þegar ég lék í leikriti sem hét Sannur karl- maður. Ég lék karlrembusvín sem kúgar eig- inkonu sína. Mér fannst ég ekki vera nógu djúpt ofan í jörðinni til að takast á við þennan mann. Ég bað búningahönnuðinn um þunga skó svo ég fengi einhverja þyngd í mig; ein- hvern massa. Ég man að ég hugsaði, hvernig á ég að gera þetta? Því ég þurfti að stækka mig án þess að gera það með offorsi; hafa það áreynslulaust,“ segir hann. „Svo hef ég leikið hlutverk þar sem karakt- erinn er harmonikkuleikari, klassískur gít- arleikari eða tannlæknir,“ segir Ingvar en fyr- ir þau hlutverk þurfti hann mikinn undirbúning. „Í Ég er meistarinn, eftir Hrafnhildi Haga- lín, lék ég klassískan gítarleikara og fór því í tíma í gítarleik. Ég safnaði nöglum og pússaði þær og var endalaust að æfa mig á klassískan gítar, en fyrir kunni ég bara nokkur grip,“ seg- ir Ingvar. „Svo þegar Benni Erlings setti upp Jeppa á fjalli fannst honum alveg kjörið að Jeppi spil- aði á harmonikku, af því að hann hafði séð mig spila á harmonikku. Hann hélt auðvitað að ég væri miklu betri en ég var,“ segir Ingvar og hlær. „Þannig að ég fór á netið og lærði nýja fingrasetningu og var stöðugt að æfa mig á harmonikkuna. Nú er ég orðinn algjör harm- onikkudellukarl. Svona ýtir þetta starf manni út í hitt og þetta.“ Alltaf hræddur um að festast Eftir leiklistarskólann var Ingvar fastráðinn við Þjóðleikhúsið þar sem hann vann í áratug en segist hafa fengið að taka að sér verkefni meðfram föstu vinnunni. „Ég var alltaf hræddur um að festast og hef alltaf verið hræddur um það. Þótt það sé gott að tilheyra hópi vildi ég ekki vera bara þjóð- leikhúsleikari. Ég tók þátt í verkum hjá öðrum leikhópum og var alltaf að fá frí til að fara eitt- hvað annað. Ég var þarna samt í full tíu ár en þá fannst mér ég þurfa að finna ferskari vinda og við stofnuðum Vesturport árið 2001. En þetta var góður skóli og í Þjóðleikhúsinu sleit ég barnsskónum sem leikari og fékk magnaða reynslu í ótal hlutverkum af ýmsum toga. Ég lærði svo mikið af því að leika margar sýningar í röð, nýútskrifaður úr skóla, eins í Kæru Je- lenu og Meistaranum, sem voru svo vinsælar. Ég lék í níutíu sýningum af Meistaranum og 170 af Kæru Jelenu,“ segir Ingvar og tekur fyrir að það sé þreytandi. „Nei, það eru alltaf nýir áhorfendur og sýn- ingarnar eru aldrei eins. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem gerist á hverju kvöldi. Alltaf eitthvað óvænt.“ Ingvar segir margt geta komið fyrir á lif- andi leiksviði; fólk getur ruglast á texta, eða leikarar jafnvel hlaupið yfir stóran kafla. „Ég elska svona stundir þegar það gerist sem á ekki að gerast. Af því að áhorfandinn heldur yfirleitt að hlutirnir eigi að vera svona. Við leikararnir getum ekki dottið úr karakter eða hlaupið út af sviðinu; við verðum að finna út úr málinu,“ segir Ingvar og nefnir einnig að það hafi komið fyrir að rafmagnið hafi farið af í miðri sýningu. „Það gerðist í leikferð úti á landi að húsið réð ekki við hina máttugu kastara Þjóðleik- hússins,“ segir hann og hlær. Englarnir standa upp úr Við vendum kvæði okkar í kross og förum út í kvikmyndaleikinn. Ingvar segist telja að hann hafi komið að um áttatíu verkefnum sem kvik- mynda- og sjónvarpsleikari og er því af mörgu af taka. Í dag skiptir Ingvar vinnunni nokkuð jafnt á milli leiksviðsins og kvikmyndarinnar og segist jafnvel leika meira fyrir kvikmynda- vélina heldur en á sviðinu. Ingvar man vel eftir fyrsta kvikmynda- hlutverkinu sem var í mynd Óskars Jón- assonar, SSL-25 en þá var Ingvar enn í leiklist- arskólanum. „Við máttum ekki leika í neinu utan skólans en fengum undanþágu af því að þetta var skólaverkefni. Við Óskar erum bekkj- arbræður úr grunnskóla og það var gaman að geta gert þetta með honum. Það hafa ekki margir séð þessa mynd en hún varð algjört kult,“ segir hann og brosir að minningunni. „Fyrsta stóra, stóra hlutverkið var í Englum alheimsins en áður hafði ég leikið í Ingaló og í Djöflaeyjunni, þar sem hlutverkið var rosalega ögrandi,“ segir Ingvar og bregður sér snöggv- ast í gervi útigangsmannsins Grjóna og röddin verður djúp og hrjúf. „Það voru einhverjir sem fíluðu það og aðrir ekki,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvaða kvikmynd standi upp úr svarar Ingvar: „Englarnir standa alltaf upp úr af því að hún var svo vinsæl og er enn, hún lifir svo lengi. Eins með Mýrina, hún lifir ágætlega. Sumar myndir sofna fljótlega, það fennir yfir þær, á meðan aðrar lifa lengur.“ Blóðið flæðir út í fingurgóma Við ræðum um muninn á sviðsleik og kvik- myndaleik. „Ef ég er að leika fyrir mjög stóran sal þá gerist það næstum ósjálfrátt, og ég finn það um leið og ég fer að hugsa um það, að blóð- streymið fer alveg út í fingurgóma og út í tær. Þú verður að hafa sterkari áru þegar þú ert að leika á stóru sviði því það má ekki gera það með offorsi. Þannig að maður fer í aðeins annan gír, en samt sem áður gerist það líka fyrir framan myndavélina. Munurinn er aðallega sá að þú ert með opinn kontakt við áhorfandann þegar þú ert að leika á sviði; í beinu sambandi við þann sem skynjar. En myndavélin er alltaf á milli okkar í kvikmyndaleik, en hún er engu að síður mikilvæg og maður þarf að leika af öllum lífs og sálar kröftum fyrir þetta tæki, bæði míkrófón- inn og linsuna. Þá þarf maður að skynja hvern- ig miðillinn skynjar mann,“ segir hann. „Stundum er misskilningurinn sá að fólk heldur að leikarinn þurfi að gleyma sér full- komlega í leikgleðinni, svo hann geti verið eðli- legur. En það er alls ekki þannig; því meðvit- aðri sem hann er um allt í kringum sig, því betra,“ segir Ingvar og útskýrir að leikarinn þurfi að skynja rýmið vel, meðleikarana og öll tækin og tólin. „Ef þú ert með skynjun á þessu öllu nærðu betur að miðla leiknum til áhorfandans.“ Harrison Ford er raunverulegur Ævintýralegur ferill Ingvars hefur leitt hann til mekka kvikmyndanna, en fyrsta Holly- wood-mynd hans var kafbátamyndin K-19. „Það var meiriháttar ævintýri; þetta var karlasamfélag en leikstjórinn var Kathryn Bigelow. Hún stjórnaði okkur með harðri hendi sem var ágætt en tökur stóðu yfir í þrjá mánuði. Harrison Ford og Liam Neeson voru stóru pólarnir þarna en ég lék vélstjórann og þeir fyrsta og annan kaptein. Þannig að ég var mikið með þeim í stjórnklefanum. Þeir eru báðir alveg frábærir og reyndust mér mjög vel. Liam var að reyna að fá mig í einhverjar myndir eftir þetta og benti gjarnan á mig. Hann hringdi einu sinni í mig þegar hann kom til Íslands en við gátum ekki hist því miður.“ Sópar maður ekki öllu til hliðar þegar Liam Neeson hringir og vill hittast í kaffi? Ingvar skellihlær. „Ég var að leika á Ísa- firði,“ segir hann og þótti það greinilega miður að missa af Liam. „Það notalega við það að kynnast leikurum úti í heimi er að sjá að þeir eru að fást við það sama og þú og hugsa svipað. Það vilja allir gera vel og það er gaman að vita að þegar allt kemur til alls erum við eins og ein fjölskylda.“ Ingvar er ósköp hógvær þegar talið berst að því hversu merkilegt það er að leika í Holly- wood. „Ég hef ekkert verið að velta þessum hlutum neitt fyrir mér. En auðvitað er fyndið að sjá stjörnur eins og Harrison Ford. Ég man að ég horfði á hann og hugsaði, já ok, hann er þá raunverulegur. En hann var strax svo þægilegur. Krakkarnir mínir komu í heimsókn og hann stakk sjálfur upp á að taka mynd af sér með þeim.“ Everest æðislegt ævintýri Af fleiri erlendum kvikmyndum sem Ingvar hefur leikið í má nefna stórmynd Baltasars, Everest. „Ég fór í prufu fyrir það því við vild- um gera þetta allt rétt. Hann var ekki að ráða mig af því ég væri gamall vinur hans. Ég var í keppni við einhverja Rússa og vann þá,“ segir hann brosandi. „Myndin var æðislegt ævintýri. Við vorum mest í tökum í Ölpunum og í stúdíói í Róm og London. Ég lærði svo mikið af þessu því þarna vorum við að segja frá raunverulegum atburð- um. Það mynduðust líka svo mikil átök við gerð myndarinnar; ég var að berjast fyrir mínum karakter, að hin sanna saga yrði sögð. Anatoli Boukreev, sem ég lék, skrifaði tvær sögur eftir atburðinn til að leiðrétta rang- færslur um hann. Þannig að ég þvílíkt barðist fyrir þennan mann. Ég tók hann virkilega í fangið,“ segir Ingvar og greinilegt er að hon- um var umhugað um þennan löngu látna fjall- göngumann. Í bræðralagi með Depp Ingvar er með umboðsmenn í Los Angeles og London og fer oft í prufur sem fara fram í gegnum netið. Umboðsmenn hans senda á ’Hún er ekki um mann sem erí krísu þó að hún sé ummann sem er í krísu. Hún er umtvenns konar ást; skilyrðislausa ást milli barns og afa og rosalega tilfinningaþrungna ást milli manns og konu sem er dáin. „Rosalega stór þáttur í myndinni er samband mitt og stelpunnar og það samband sem myndaðist á milli okkar var sent af himnum ofan og skiptir höf- uðmáli fyrir minn karakter,“ segir Ingvar um samband sitt við Ídu Mekkín Hlynsdóttur sem leikur á móti honum í myndinni Hvítur, hvítur dagur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.