Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Side 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019
Stundum eru breytingar svo hægar ogátakalitlar að við tökum ekki eftir þeimfyrr en allt í einu, að við áttum okkur á
því að við lifum nánast í öðru samfélagi en því
sem við ólumst upp í. Þróun getur tekið lang-
an tíma eins og jökuláin sem mótar dal eða
sjórinn sem slípar stein.
Það gerðist nefnilega í vikunni að tveimur
helstu titlum í knattspyrnu karla var út-
hlutað. Mínir menn í Víkingi urðu bikarmeist-
arar og KR-ingar Íslandsmeistarar. Við mik-
inn fögnuð stuðningsmanna liðanna.
Nú liggur kannski ekki ljóst fyrir hvernig
þetta tengist þróun, þótt vissulega sé það góð
þróun að uppeldisfélag mitt vinni og líka
íþróttafélag dætra minna. Það snýr svona
meira að því hvernig þessu var tekið.
Það var merkilegt að sjá viðtal við Rúnar
Kristinsson, grátklökkan, eftir sigurinn á Val.
Sú var tíð að þetta hefði þótt ótrúlegt og
sumum hefði jafnvel fundist þetta óþægilegt
og hugsanlega blátt áfram óviðeigandi.
Rúnar, fyrir þá sem ekki muna, var grjót-
harður leikmaður og ekki manna líklegastur
til að fella tár. En þarna stóð hann eftir leik
og barðist við tárin. Sem er bæði fallegt og
gott.
Reyndar voru öll viðtölin á svipuðum nót-
um. Menn voru ýmist hálfgrátandi, nýlega
grátnir eða gerðu ráð fyrir að gera það í klef-
anum eftir leik. Og okkur finnst þetta fallegt
og í fína lagi.
Ekki það, auðvitað þekkjum við dæmi um
knattspyrnumenn sem hafa grátið. Paul
Gascoigne er sennilega þeirra frægastur og
tárin sem féllu í Tórínó á HM 1990. Eða
Samuel Kuffour sem hágrét eftir að Bayern
München hafði misst af meistaradeildartitl-
inum eftir tvö mörk í uppbótartíma.
Við eigum líka okkar dæmi. Eiður Smári
barðist við tilfinningarnar þegar honum þótti
ljóst að hann fengi aldrei að taka þátt í stór-
móti með íslenska landsliðinu eftir tap gegn
Króatíu.
Þessi mynd-
skeið eru fræg,
ekki síst fyrir
hvað þau voru
óvenjuleg.
Sú var nefni-
lega tíð að knatt-
spyrnumenn voru
ekkert mikið að
tala um tilfinn-
ingar eða sýna einhverjar mýkri hliðar. Það
var litið á það sem veikleika. Og ef menn
felldu tár þá reyndu þeir að gera það í ein-
rúmi og láta lítið fyrir því fara.
Nú gráta allir og það er fullkomlega eðli-
legt. Margir vinir mínir felldu tár þegar 48
ára bið eftir bikarnum lauk. Það hafa senni-
lega margir KR-ingar líka gert á mánudags-
kvöld, þótt bið þeirra hafi ekki verið jafnlöng.
Það er eitthvað fallegt við að sjá fólk sem
er í tengslum við tilfinningar sínar og sér-
staklega grátandi íþróttamenn. Það segir
okkur að þeir hafi lagt allt í það sem þeir
gera, spili með hjartanu og sé ekki sama um
liðið sitt. Það segir okkur líka að eitt og ann-
að hefur breyst í samfélagi okkar. Sem er
gott.
’Menn voru ýmist hálf-grátandi, nýlega grátn-ir eða gerðu ráð fyrir aðgera það í klefanum eftir
leik. Og okkur finnst þetta
fallegt og í fína lagi.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Grátandi karlmenn
Áslaug er mjög
gömul sál og var í
raun bara eins og
gömul kona strax
þegar hún var lítil
stelpa, svo þroskuð var hún. Hún
virðist þó yngjast með hverju árinu
sem líður og hún tekur lífinu léttar
en áður þó svo að hún taki að sér
ábyrgðarmeiri störf í dag en í gær.
Mig grunar að foreldrar hennar
hafi jafnvel haldið að þau ættu von
á dreng þegar
prinsessan kom í
heiminn, því í
henni býr mikið
strákslegt eðli og
þar af leiðandi á
hún oft betra með
að vinna með karl-
mönnum en konum. Þeir treysta
henni fullkomlega enda traustsins
verð og svo slúðrar hún aldrei um
náungann, sem er fallegur eigin-
leiki. Hún hefur sterkari réttlætis-
kennd en flestir og stendur alltaf
við það sem hún segir svo hún gæti
farið í fyrstu varlega með orðaval
sitt í nýja embættinu. En þar sem
hún hefur aldrei ætlað sér að verða
nein puntudúkka og enginn getur
sagt að svo sé þá á hún eftir að
koma á óvart bæði í orði og á
borði.
Hún á marga góða vini, sérstak-
lega frá sínum yngri árum, en það
er erfitt að komast að hjarta henn-
ar vegna þess að þó svo að við
treystum henni þá treystir hún
ekki öllum. Að eðlisfari er hún ekki
mikil kannski-manneskja, það er
annaðhvort já eða nei, svart eða
hvítt. Í öllu sínu réttlætiseðli fer
hún samt eftir lögum og reglum og
það verður ekki hægt að klína á
hana neins konar vitleysu.
Þar sem hún fæddist svona full-
orðin getum við sagt að hún gæti
vart hafa verið eldri að taka við
þessu embætti því að hún nýtir
tímann sinn tvöfalt á við meðal-
manneskju.
Það er ekki hægt
að segja að þolin-
mæði sé hennar
helsta dyggð en í
uppvextinum lærði
hún að tileinka sér
þolinmæði þar sem
þörf er á. Þetta ár sem hún er að
fara í gegnum núna gerist eins og á
ofsahraða og mörg tækifæri hafa
orðið á vegi hennar eins og við vit-
um en hún hefur gripið þau og þor-
að að segja já. Það koma tækifæri
hjá okkur öllum en þau stoppa yfir-
leitt stutt við svo við þurfum að
vera snögg að hugsa.
Og þar sem Áslaug er keppnis-
maðurinn sem ætlar sér að komast
í mark á réttum tíma sýnir hún
sjaldan á sér hik. Hún hefur innst
inni allt sitt líf verið að búa sig
undir þau verkefni sem nú taka við.
Ég segi því við þjóðina: Gefum
henni tíma, sýnum henni þolinmæði
og styðjum hana.
Merki Áslaugar er Bogmaður
Morgunblaðið/Hari
Stendur við
það sem
hún segir
ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
FÆDD: 30. NÓVEMBER 1990
’Hún hefur innstinni allt sitt lífverið að búa sig und-ir þau verkefni sem
nú taka við.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6