Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Síða 15
Hinn almáttugi Q gat brugðið sér í ýmis hlutverk úr mannkynssögunni. Q birtist aðeins í níu þáttum á tíu árum en varð afar vinsæl persóna. Það hlýtur að vera skemmtilegt að vera hluti af einhverju svona stóru? „Já, algjörlega. Og það hefur veitt mér svo mörg tækifæri; opnað dyr. Ferill minn hófst þarna fyrir alvöru og fór á flug. Í mínum bransa verður maður að vera þekktur fyrir eitthvað. Oftast er það þannig með þætti að þeir hafa kannski í mesta lagi tólf ára líftíma, en þessi þáttur bara heldur áfram. Og áfram og áfram og áfram.“ Dulúð og orka á Íslandi Eftir að hafa leikið hinn almáttuga Q fékk John hlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum, eins og Breaking Bad svo eitthvað sé nefnt. John hefur leikið í ótal bíómyndum en hann tekur fram að hann hafi líka leikið mjög mikið á sviði. Einnig hefur hann tekið þátt í ýmsum upp- færslum af óperum og unnið náið með sinfón- íuhljómsveitum. „Og ekki gleyma siglingum!“ segir John sem elskar að sigla. John, sem er rúmlegur sjötugur, segist ekki vera kominn á eftirlaun en sé farinn að slaka meira á. „Ég er ekki að leita mér að verkefnum en ef eitthvað kemur upp í hendurnar á mér skoða ég það. Sumt langar mig ekki að gera aftur,“ segir hann. „Í dag heillar það mig ekki að standa á sviði í leikriti í kannski ár. Ég er orð- inn 71 árs og lífið er stutt. Það er ýmislegt ann- að sem mig langar að gera. Það verður líka erf- iðara með aldrinum að læra mikla texta,“ segir hann og segist aðallega vilja núna ferðast um og tala um sín hjartans mál. Hvað um frægðina? Þekkir fólk þig úti á götu? „Já, en ég tek því með hógværð því ég hef ekki átt það stóran feril eins og margar aðrar stjörnur. En þessi ferill hentar mér vel; hann hefur verið fjölbreyttur,“ segir hann. Talið berst að Íslandsferðinni en John segir sig alltaf hafa dreymt um að koma til Íslands. „Ég er mjög spenntur að vera hér á landi og ég vona að erindi mínu verði vel tekið. Svo að því loknu fer ég til Skotlands á vísindaskáld- skapsráðstefnu. Þaðan fer ég til Kaup- mannahafnar og svo enda ég í Frakklandi í litlum bæ þar sem ég dvaldi mikið sem barn,“ segir John en þess má geta að móðir hans var frönsk. Ekki er hægt að sleppa þessum geðþekka leikara og húmanista án þess að spyrja hvað honum finnist um Ísland. „Stórkostlegt! Við fórum í dagsferð í gær út á land. Og þegar við komum í gær akandi aftur til Reykjavíkur sagði ég að mér fyndist ég vera að koma úr forneskjulegum heimi. Það er ein- hver orka og dulúð hér. Við konan mín ætlum svo hringinn í kringum landið. Okkur var sagt að það yrði tæplega sólríkt en ég sagði bara að því klikkaðra sem veðrið yrði, því betra,“ segir hann og hlær. Við sláum botninn í viðtalið en áður en við höldum út í rigninguna þarf blaðamaður að spyrja að einu að lokum, svona í ljósi þess að John er þekktur fyrir leik sinn um borð í geim- skipum. Myndir þú vilja fara út í geiminn? Hann brosir. „Nei, ég held að ég hafi ekki áhuga á því; ég vil frekar sigla út á opið haf.“ John de Lancie segir það hafa ver- ið ævintýri að leika Q í Star Trek en ferill hans fór á flug eftir það hlutverk. Í dag vill hann ferðast um og ræða trú og efahyggju við ungt fólk í Bandaríkjunum og víðar. Morgunblaðið/Ásdís John de Lancie lék á móti Patrick Stewart í Star Trek en Stewart lék Jean-Luc Picard, sem stjórnaði geimskipinu USS Enterprise. ’ Ég hef engin völd en talaút frá persónulegum hug-myndum. Pence hefur áhrif ástjórnvöld og það eru alls kyns tilraunir í gangi. Hann vill klárlega koma trú enn frekar inn í samfélagið. Siðmennt bauð John de Lancie til landsins og talaði hann við íslenska áhorfendur um efahyggjumál en John segist alltaf hafa viljað koma til Íslands. Morgunblaðið/Hari 22.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.