Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Side 28
með Scorsese. Einnig má nefna leik- arana Ray Romano, Bobby Canna- vale, Önnu Paquin og Stephen Gra- ham. Sagan nær yfir nokkra áratugi og hefur komið fram í fréttum að rán- dýr tækni hafi verið notuð til að láta De Niro og Pacino líta út fyrir að vera yngri en þeir eru svo munar nokkrum áratugum. Scorsese hafði sínar efasemdir um tæknina og ákvað ekki að nota hana fyrr en hann hafði prófað hana. Það gerði hann með því að fá De Niro til að leika nokkur atriði úr myndinni Go- od Fellas og beita tækninni á þau. Niðurstaðan var greinilega það sannfærandi að hann ákvað að taka þessa tækni í sína þjónustu. Myndin þykir í dýrari kantinum Leikararnir Robert De Niro ogAl Pacino leiða saman hestasína í nýjustu kvikmynd leik- stjórans Martins Scorseses, sem fjallar um leigumorðingjann Frank Sheeran og morðið á stéttarfélags- leiðtoganum Jimmy Hoffa, sem hvarf sporlaust árið 1975. Myndin heitir Írinn (The Irishman), sem var viðurnefni Sheerans. Myndin verður frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í New York 27. sept- ember og verður því næst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm 21. októ- ber að viðstöddum helstu leikurum í henni. Pacino leikur Hoffa og De Niro Sheeran. Að auki koma fram í mynd- inni Joe Pesci og Harvey Keitel og hafa þessir fjórir leikarar oft unnið og hafa verið nefndar tölur allt frá 160 til 200 milljónir dollara, upp- hæðir, sem oftast heyra nefndar í sömu andrá og ofurhetjumyndir. Efnisveitan Netflix framleiðir myndina og verður hún aðeins sýnd í kvikmyndahúsum í nokkrar vikur í nóvember áður en farið verður að bjóða upp á hana á veitunni 27. nóv- ember. Þegar er farið að orða myndina við Óskarsverðlaun. Scorsese er einn þekktasti leikstjóri Bandaríkj- anna og hefur átta sinnum verið til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn. Í fyrra framleiddi Netflix myndina Roma í leikstjórn Alfonsos Cuaróns, sem var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna og vann þrenn, þar á meðal fyrir leikstjórn. Aðalleikararnir yngdir um áratugi Kvikmynd Martins Scorsese um morðið á Jimmy Hoffa með Robert De Niro og Al Pacino verður frumsýnd á næstunni. Þar verða nokkrir áratugir flysjaðir af aðalleikurunum með sérstakri brellutækni. Karl Blöndal kbl@mbl.is Robert De Niro og Martin Scorsese glaðhlakkalegir á kvikmyndahátíð í Marrakesh í Marokkó í desember. Þeir hafa enn á ný blásið til samstarfs. AFP GEIMURINN Ný og spennandi geimmynd, sem ber nafnið Ad astra, fer að detta í kvikmyndahús um allan heim nú í lok september. Hún skartar eðalleikurum á borð við Brad Pitt, Liv Tay- lor, Donald Sutherland, Tommy Lee Jones og John Ortiz. Leikstjóri er James Gray. Í myndinni segir af geimfaranum Roy McBride, leikinn af Brad Pitt, sem leitar um allt stjörnukerfið að sannleikanum um týndan föður sinn sem fór í geim- ferð þrjátíu árum áður. Ferð sú ógn- ar nú alheiminum. Myndin er sýnd í Sambíóunum frá 27. sept. Út í geim með Ad astra AFP 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019 LESBÓK Í blaðinu verður fjallað um tísku, förðun, snyrtingu, heilsu, fatnað, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 30. sept. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ SMARTLAND BLAÐ Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 4. október Robbie Robertson semur og flytur ásamt Van Morrison tit- illag myndarinnar Írinn. Lagið heitir „I Heard You Paint Hou- ses“ eins og bókin sem myndin er gerð eftir og er af nýrri plötu Robertsons, Sinematic, sem kom út á föstudag. Robertson segir að hann hafi beðið Morrison að syngja lagið með sér og spurt hvort það myndi standa í honum að titillinn vísaði til leigumorðingja sem bíaði allt út í blóði þegar hann gengi til verka. Morrison sagði að hann léti sér það í léttu rúmi liggja. Scorsese og Robertson þekkja vel hvor til annars. Scorsese leik- stýrði á sínum tíma myndinni Síðasti valsinn um síðustu tónleika hljómsveitarinnar The Band þar sem Robertson var fremstur með- al jafningja. Meðal þeirra sem fram komu í þeirri mynd var einmitt Van Morrison. Á kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, fyrr í mán- uðinum var frumsýnd heimildamyndin Once Were Brothers: Rob- bie Robertson and The Band. Söngur um leigumorð Van MorrisonRobbie Robertson HEIMILDAÞÆTTIR Leikkonan Selena Gomez tilkynnti í vikunni að hún hefði lengi unnið leynilega að framleiðslu hápólitískrar heimildaseríu: Living Undocumented. Í þátt- unum er átta fjölskyldum, sem eiga á hættu að vera vísað úr landi, fylgt eftir en fólkið býr við ótta alla daga. Með því að segja sögur þeirra er það von Gomez að sýna mannlegu hliðina á innflytjendalögum Bandaríkjanna og sýna veruleika þessara fjölskyldna. Á Instagram-reikningi Gomez má sjá stiklu úr seríunni. Gomez skrifar þar að hún sé þakklát og auðmjúk að fá að taka þátt í gerð þessarar Netflix-seríu. „Þetta er alvöru- fólk í þínu hverfi, nágrannar þínir og vinir og þau eru öll hluti af þessu landi sem við köllum heima.“ Serían fer í loftið 2. október. Án skilríkja Gomez ljóstrar upp leyndarmáli um nýja seríu á Netflix. Brad Pitt leik- ur geimfara í nýrri mynd.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.