Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Síða 30
Amanda Bynes hóf leiklist-arferil sinn ung. Hún var ein-ungis sjö ára gömul komin með umboðsmann og varð fljótlega þekkt andlit fyrir leik í fjölda auglýs- inga fyrir fyrirtæki á borð við Barbie og Nestlé og síðast en ekki síst fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni All That á barnarásinni Nickelodeon. Amanda naut mikilla vinsælda í þáttunum og ekki leið á löngu þar til barnastjarnan var komin með sinn eigin sjónvarps- þátt, The Amanda Show. Þátturinn sló í gegn og urðu seríurnar þrjár talsins. Þegar Bynes var 15 ára lék hún aðalhlutverk í kvikmyndinni Big Fat Liar og fékk í kjölfarið hlutverk í þáttunum What I Like About You sem meðal annars voru sýndir hér á landi. Hún fór að landa aðalhlutverkum í Hollywood-myndum á borð við What a Girl Wants, She’s the Man og Hair- spray og varð gríðarlega vinsæl ung- lingastjara. Byrjaði ung í neyslu Amanda Bynes var einungis 16 ára þegar hún prófaði að reykja marí- júana í fyrsta sinn. Bynes segir í við- tali við tímaritið Paper sem kom út í nóvember 2018 að hún hafi ekki orðið háð maríjúana en það hafi hins vegar haft þau áhrif að hana langaði að prófa fleiri og sterkari eiturlyf. Svo fór að Bynes prófaði molly, e-pillur og kókaín en hún segist þó einungis hafa ánetjast lyfinu adderall sem hún hafi upphaflega tekið í þeim tilgangi að grennast. Segja má að neyslan hafi farið al- gerlega úr böndunum vorið 2010 við tökur á kvikmyndinni Hall Pass. Byn- es var svo lyfjuð á setti að hún átti erfitt með að lesa handritið og gat ekki með nokkru móti munað lín- urnar sínar. Síðasta mynd Bynes var kvik- myndin Easy A með Emmu Stone frá árinu 2010. Segist Bynes hafa fengið hálfgert áfall á forsýningu kvikmynd- arinnar. Henni fannst hún leika illa og líta illa út og var sannfærð um að þetta yrði sitt síðasta hlutverk. Þess má geta að Bynes var undir miklum lyfjaáhrifum á forsýningunni og í kjölfarið tísti hún um það að hún væri hætt að leika. Ákvörðun sem hún sér eftir að hafa tekið í dag en hún segir í viðtali að hún hefði frekar átt að gefa út formlega yfirlýsingu en tísta þess- ari stóru ákvörðun. Hún hafi hins vegar verið svo dópuð að sér hafi ver- ið alveg sama á þeim tíma. Rústaði ferlinum á Twitter Í kjölfarið fór Bynes mjög hratt niður í neyslu og þunglyndi og segir hún líf- ið hafa að miklu leyti snúist um að hanga heima, dópa, horfa á sjón- varpið og tísta. Tíst leikkonunnar vöktu fljótlega athygli þar sem hún fór að úthúða öðru frægu fólki og fjöl- skyldumeðlimum og viðurkennir leik- konan í dag að tístin hennar hafi með- al annars rústað leiklistarferlinum. Amanda var handtekin fyrir akstur undir áhrifum og lögð inn á geðspít- ala á tímabili. Slúðurblöðin vestan- hafs fjölluðu mikið um ástand leik- konunnar á sínum tíma en hún var jafnframt dugleg að birta furðulegar myndir af sér á Instagram sem vöktu vissulega forvitni pressunnar. Nýútskrifuð og edrú Leikkonan segist núna hafa verið edrú í fimm ár og útskrifaðist nýlega úr fatahönnunarnámi úr skólanum FIDM í Los Angeles. Hún hefur einnig greint frá því í viðtölum að hún ætli sér að fara að leika aftur. Hún hefur einnig í hyggju að framleiða eigin fatalínu. Amanda Bynes hefur enn ekki fengið nein hlutverk síðan 2010. Amanda Bynes var vinsæl barna- og ung- lingastjarna. Hún ánetjaðist snemma eiturlyfjum en er edrú í dag. HVAÐ VARÐ UM AMÖNDU BYNES Rústaði ferlin- um á Twitter Amanda mætti í dómshúsið með græna hárkollu þegar réttað var yfir henni fyrir að keyra undir áhrifum. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019 07.00 Strumparnir 07.25 Tindur 07.40 Blíða og Blær 08.05 Dagur Diðrik 08.30 Lukku láki 08.55 Latibær 09.20 Dóra og vinir 09.45 Skoppa og Skrítla í Afríku 10.05 Ninja-skjaldbökurnar 10.30 Ævintýri Tinna 10.55 Friends 11.20 Ellen 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 Planet Child 14.35 Masterchef USA 15.15 The Truth About Carbs 16.15 Ísskápastríð 16.55 60 Minutes 17.40 Víglínan 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Framkoma 19.45 Leitin að upprunanum 20.25 War on Plastic with Hugh and Anita 21.20 Deep Water 22.10 Beforeigners 23.00 A Black Lady Sketch Show 23.35 The Righteous Gem- stones ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Að austan (e) 20.30 Eitt og annað frá Austur- landi 21.00 Nágrannar á Norður- slóðum (e) 21.30 Eitt og annað frá Vestur- landi (e) endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta 20.30 Skrefinu lengra 21.00 Saga flugsins í 100 ár endurt. allan sólarhr. 15.00 Gordon Ramsay’s 24 Hours to Hell and Back 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 Happy Together (2018) 17.50 Top Gear 18.40 Ný sýn 19.10 Ást 19.45 Speechless 20.10 Madam Secretary 21.00 Billions 22.00 The Handmaid’s Tale 22.55 Kidding 23.25 SMILF 23.55 Heathers 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Ljóðabókin syngur II. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Kefla- víkurkirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Skyndibitinn. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Sönghátíð í Hafnar- borg 2019. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Listin að brenna bækur. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Lalli 07.36 Tulipop 07.40 Sara og Önd 07.47 Minnsti maður í heimi 07.48 Hæ Sámur 07.55 Söguhúsið 08.02 Letibjörn og læmingj- arnir 08.09 Stuðboltarnir 08.20 Alvin og íkornarnir 08.31 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.18 Sígildar teiknimyndir 09.25 Líló og Stitch 09.45 Krakkavikan 10.05 Hæfileikarnir 11.00 Silfrið 12.10 Lestarklefinn 13.05 Menningin – samantekt 13.35 Heilsa og lífsstíll 14.05 Jóhanna 15.25 Sinfónían og Ashke- nazy-feðgar 16.55 Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur 17.40 Fisk í dag 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Orlofshús arkitekta 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Veröld sem var 20.15 Landinn 21.15 Frú Wilson 22.15 Æska 00.15 Dagur í lífi landans 14 til 16 Tónlistinn Topp40 Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40 vinsælustu lög landsins. 16 til 19 Pétur Guðjóns Góð tónlist og spjall á sunnudags síðdegi. Pétur fylgir hlustendum heim úr fríinu á sunnudögum, nú eða skemmtir þeim sem eru svo heppnir að geta verið lengur í fríi. Í tilefni af stillanlegum heilsudögum Ergomotion í Vogue ætlar K100 að gefa eitt stykki stillanlegt Er- gomotion 330-heilsurúm með öllu. Það eina sem þarf að gera til að eiga möguleika er að senda upptöku af hrotunum þínum, makans eða einhvers sem þú þekkir á hrota@k100.is. Besti „hrjótarinn“ vinnur stillanlegt Ergomotion-heilsurúm með öllu; sængum, koddum, sængurverum, lökum og hlífðarlökum. Ísland vaknar liggur svo uppi í rúmi í beinni útsendingu frá Vogue- búðinni fimmtudaginn 3. október þar sem vinnings- hafinn verður kynntur. Nánar á k100.is. Hrjótarinn 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Nýttu þér 20% kynningara fslátt af meðferði nni Loksins! Augnlyfting Við kynnumnýja meðferð fyrir línur og slappa húð á augnsvæði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.