Morgunblaðið - 07.10.2019, Page 1

Morgunblaðið - 07.10.2019, Page 1
M Á N U D A G U R 7. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  235. tölublað  107. árgangur  NETGLÆPIR ÞEKKJA ENGIN LANDAMÆRI MEÐ SKÝR FYRIRMÆLI MIKIL ÞÖRF FYRIR BRÁÐALÆKNA Á ÍSLANDI KVIKMYNDAHÁTÍÐIN RIFF 28 HRÖÐ ÞRÓUN Í FAGINU 6TÖLVUÁRÁSIR 12 Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga, eða Deildakeppninnar eins og mótið er gjarnan kallað, var haldinn um helgina í troð- fullum Rimaskóla. Á þessu umfangsmesta skákmóti landsins mætast á ári hverju mörg hundruð skákmanna á öllum aldri, frá byrjendum til stórmeistara, og voru 48 lið skráð til keppni að þessu sinni. Í efstu deild af fjórum er ríkjandi Íslandsmeistari, Víkinga- klúbburinn, í forystu að loknum fyrri hlutanum með 32 vinn- inga. Í öðru sæti er Skákfélag Selfoss og nágrennis með 30 vinninga og Huginn er í þriðja sæti með 25 vinninga. Síðari hluti mótsins verður haldinn í mars og ræðst þá hvort Vík- ingar verja Íslandsmeistaratitil sinn. Ungir sem aldnir tefldu til sigurs á Íslandsmóti Morgunblaðið/Eggert  Bílaleigur eru farnar að setja negld dekk undir bifreiðir sínar og jafnvel leigja þær út þrátt fyrir að ekki sé leyfilegt að aka um á negld- um dekkjum fyrr en 1. nóvember. Forsvarsmenn tveggja bílaleigna segja í samtali við Morgunblaðið að ómögulegt sé að skipta um dekk á öllum bílaflotanum á skömmum tíma og vilja undanþágu frá takmörk- unum á notkun nagladekkja. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hins vegar að það sé plága að allir bílaleigubílar séu á nöglum. »2 Á negldum dekkjum mánuði of snemma  Færst hefur í vöxt að dagfor- eldrar fái til sín börn sem eru óvön því að borða mat og kunni jafnvel ekki að tyggja hann. Virðist þessi þróun tengjast auknum vinsældum svokallaðra „skvísa“, maukaðs barnamatar í pokum sem hægt er að sjúga. Formaður samtaka dag- foreldra í Hafnarfirði segist stund- um kalla þessa kynslóð barna „skvísukynslóðina“. »11 Kunni bara að sjúga mat úr „skvísum“ Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Dómurinn leggur nýjar línur varð- andi áhrif og gildissvið tiltekinna reglna Evrópuréttarins út fyrir Evrópu,“ segir Halldóra Þorsteins- dóttir, lektor og sérfræðingur í fjöl- miðlarétti, um dóm Evrópudóm- stólsins sem féll í síðustu viku. Hann lýtur að því að dómstólar einstakra Evrópuríkja geti skikkað Facebook til að fjarlægja meiðandi ummæli og efni af samfélagsmiðl- inum hvar sem er í heiminum. Gæti skipað Facebook fyrir „Íslenska ríkið er bundið af þeirri tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins sem á reyndi í málinu og því er tækni- lega ekki úti- lokað að ís- lenskur dómstóll geti, með vísan til þessarar niður- stöðu, gert Fa- cebook að fjar- lægja efni um allan heim,“ segir Halldóra. „Þetta er annars ein af þeim fjölmörgu spurningum sem við stöndum frammi fyrir með tilkomu netsins, aukinni notkun samfélags- miðla og miðlun upplýsinga á milli einstaklinga. Bæði við hér heima og önnur Evrópuríki, stofnanir Evrópusambandsins og Mannrétt- indadómstóllinn þurfum í dag að kljást við flókin og áður óþekkt álitaefni sem tengjast breyttu landslagi á netinu og breyttu sam- skiptaformi.“ Halldóra segir að þótt það sé ný- lunda að dómstóll í einu landi geti haft bein áhrif á birtingu efnis í öðrum löndum hafi það tæknilega verið hægt fram að þessu. „Í sjálfu sér er ekki útilokað að dómstóll í einu landi geti haft áhrif á birtingu efnis í öðrum löndum. Þannig getur tjáning á netinu til dæmis snert mörg lönd í senn, svo sem þegar ærumeiðing er sett fram á íslenskri vefsíðu á ensku og tjón á sér stað í Bretlandi.“ Gæti gert Facebook að fjarlægja efni  Íslenskur dómstóll gæti haft áhrif á Facebook á heimsvísu Halldóra Þorsteinsdóttir MAuknar skyldur á Facebook »4 Stefnt er að því að Landhelgis- gæslan taki þrjár nýjar þyrlur í notkun árið 2022. Þyrlurnar kosta alls 14 milljarða króna, en þeim er ætlað að koma í stað þriggja núver- andi þyrlna, TF-LIF sem er í eigu Gæslunnar og tveggja annarra sem hún leigir frá Noregi. Engin áform eru því uppi um stækkun flotans að sinni. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir að til greina komi að veita Landhelgisgæslunni aukið fjármagn til fjárfestinga í nýju fjárlagafrumvarpi en það velti á því hvort Gæslan beri sjálf upp óskir um hvað þurfi að bæta. Íslensk stjórn- völd bera ábyrgð á að hefja leitar- og björgunaraðgerðir á um 1,9 milljón ferkílómetra svæði, sem nær langt út fyrir landhelgi Íslands. » 4 Frekari framlög til skoðunar  Ekki stefnt að stækkun flotans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.