Morgunblaðið - 07.10.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Rúðuþurrkur
• Passa á flestar gerðir bíla
30% afsláttur
(Gildir aðeins í verslun)
Magnús Jónsson, veðurfræð-ingur og fyrrverandi veð-
urstofustjóri, skrifaði í liðinni viku í
Kjarnann um loftslagsmál. Þar
gagnrýndi hann þau stóryrði sem
notuð væru í umræðum um þessi mál
og sagði að nú liði
„ekki sá dagur að
ekki sé rætt um að
hlýnun jarðar sé
álíka ógn við mann-
kynið og kjarnorku-
stríð hefði orðið þeg-
ar kalda stríðið stóð
sem hæst. Talað er
um hækkun á hita jarðarinnar sem
„mestu ógn mannkynsins“, „ham-
farahlýnun“ og „stórfellda lofts-
lagsvá“ og nú nýlega hefur „neyðar-
ástandi“ verið lýst yfir í nokkrum
löndum, jafnvel í Evrópu, vegna
hennar. Hlýnun sem líklega er orðin
um 1°C á síðustu 150 árum þar sem
langtímameðalhiti jarðarinnar hefur
hækkað um 0,1°C á hverjum 15 árum
að jafnaði.“
Hann segir að nú sé verið að„kyrja þennan hræðsluboð-
skap“ sem ekki sé tilefni til og bendir
á vaxandi hræðslu hjá börnum og
ungu fólki vegna þessarar yfirvof-
andi „ógnar“ sem sagt sé að við höf-
um aðeins fáein ár til að koma í veg
fyrir.
Þó að Magnús telji allt of langtgengið í umræðunni um þessi
mál styður hann viðleitni til að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda. En
um leið tekur hann fram að hann
telji mun meiri ástæðu „til að gefa
öðrum þáttum í mannlífi jarðarinnar
meiri gaum en loftslagsvánni“ og
nefnir nokkur dæmi þar um, svo sem
flóttamannavandann, vaxandi skort
á neysluvatni og reykingar.
Magnús Jónsson er öfgalausmaður sem býr yfir góðri
þekkingu á loftslagsmálum. Mik-
ilvægt er að slíkir leggi orð í belg í
umræðu sem hefur tilhneigingu til
að fara úr böndum.
Magnús
Jónsson
Öfgafull umræða
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Þetta er náttúrulega undir lág-
markslaunum og einhverjum mörk-
um sem ríkisstjórnin sjálf hefur
sagt að sé lágmarksframfærsla,“
segir Margrét Erla Maack lista-
kona, sem á að eiga barn á allra
næstu dögum.
Hún fékk þær
fréttir á fimmtu-
daginn að hún
myndi einungis fá
158.000 krónur
mánaðarlega frá
fæðingarorlofs-
sjóði í fæðing-
arorlofi sínu.
Það er vegna
þess að Margrét
er sjálfstætt starfandi listakona sem
starfar stundum sem launamaður
og stundum sjálfstætt. Hún tekur
skýrt fram að hún borgi alla þá
skatta og öll þau gjöld sem henni er
skylt að greiða. Sjóðurinn geri hins
vegar ekki ráð fyrir fólki sem „pass-
ar ekki inn í kassann“ eins og Mar-
grét orðar það.
Hún tekur fram að hún sé ekki sú
eina sem eigi erfitt með að fá al-
mennilegt fæðingarorlof út úr
sjóðnum. Margrét þekkir dæmi um
frumkvöðla sem greitt hafa sjálfum
sér takmörkuð laun til að koma á
fót fyrirtækjum en fá síðan afar
takmarkaðar greiðslur úr sjóðnum.
Sömu sögu sé að segja um konur
sem hafi bæði verið í námi og vinnu.
„Fjárhagskvíði er ekki eitthvað sem
þú vilt vera að kljást við með lítið
barn,“ segir Margrét, sem átti að
eiga í síðustu viku.
Margrét hefur safnað fyrir orlof-
inu sínu á Karolinafund, þar sem
hún býður upp á gigg gegn greiðslu.
Það hefur gengið vel og mun hún
því vera örlítið betur sett en ella.
Margrét óskaði eftir viðtali við
Ásmund Einar Daðason barna-
málaráðherra, til þess að ræða það
mikla flækjustig sem fylgir sjóðn-
um, en hefur enn ekki fengið. „Ég
myndi vilja segja frá minni stöðu og
stöðu fólks sem hefur talað við mig.
Það þarf að gera kerfið skýrara og
auðveldara fyrir þá sem eru ekki
inni í kassa. Svo er líka spurning
hvort maður ætti líka að tala við
iðnaðarráðherra. Hún segir að
frumkvöðlar séu lausnin og frum-
kvöðlaaldurinn og barneigna-
aldurinn haldast í hendur.“
Fær 158.000 krón-
ur í fæðingarorlof
Konur sem falla utan kassans fá lítið
Margrét Erla
Maack
Nú, um tveimur árum eftir að Ice-
landair hóf beint flug yfir Atlants-
hafið til Kansasborgar í Missouri-
ríki, hefur Icelandair tilkynnt að
flugi verði hætt til borgarinnar. Var
ákvörðunin tilkynnt í síðustu viku en
hún var tekin við árlega endur-
skoðun á flugáætlun félagsins fyrir
sumarið 2020. Frá þessu er greint á
mbl.is.
Var flug Icelandair fyrsta og eina
beina flugið yfir Atlantshafið til Al-
þjóðaflugvallarins í Kansas að því er
fram kemur á vef Kansas City Star.
Þar kemur jafnframt fram að
ákvörðun Icelandair hafi verið mikið
reiðarslag fyrir flugmálayfirvöld í
borginni en framkvæmdastjórn flug-
vallarins hafði unnið að því í um ára-
tug að fá beint flug þangað frá Evr-
ópu.
Á mbl.is kemur fram að Keflavík-
urflugvöllur hafi orðið einn af tíu vin-
sælustu áfangastöðum fyrir ferða-
menn Kansasborgar eftir að
Icelandair hóf flug til Kansas.
Á vef Kansas City Star er haft eft-
ir Justin Meyer, staðgengli yfir-
manns flugmála hjá alþjóðaflugvell-
inum í Kansas, að markaðurinn hafi
brugðist með jákvæðum hætti við
komu Icelandair og að flugvöllurinn
vilji opna á nýjar leiðir til Evrópu.
Telur hann reynsluna með Icelandair
bæta stöðu borgarinnar til að fá
beint flug til annarra Evrópulanda.
Harma brotthvarf Icelandair
Justin Meyer telur reynsluna með Icelandair bæta stöðu borgarinnar
Morgunblaðið/Eggert
Hættir Icelandair mun ekki fljúga
til Kansas City árið 2020.