Morgunblaðið - 07.10.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.10.2019, Qupperneq 11
VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég get ekki talað fyrir hönd dönsku ríkisstjórnarinnar en ég held að við höfum flest orðið mjög hissa þegar kauptilboð Donalds Trumps Banda- ríkjaforseta [í Grænland] kom,“ seg- ir dr. Rasmus Dahlberg, sérfræð- ingur við Háskóla danska hersins, en hann flutti erindi á vegum Varð- bergs á fimmtudaginn um stefnu danskra stjórnvalda á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi, með sér- stakri áherslu á öryggismál Græn- lands. Dahlberg segir að þótt óvissa hafi verið um hvort tilboðið væri hugsað af einhverri alvöru eða hvort það hefði verið „síðnæturtíst“ af hálfu forsetans hefði engu að síður þurft að taka það alvarlega. Það hefði hins vegar vakið athygli hvað viðbrögð danskra stjórnmálamanna hefðu verið samstillt um að boðinu bæri að hafna. „Og mörg okkar voru glöð yfir því að tilboðið opnaði ekki á al- varlega umræðu um það hvort það ætti að selja Grænland,“ segir Dahl- berg, en hann telur að slíkt hefði getað orðið vatn á myllu þeirra Grænlendinga sem helst sækjast eftir sjálfstæði landsins. Í erindi Dahlbergs kom fram að hann liti svo á að Grænland væri ekki reiðubúið til þess að vera sjálf- stætt ríki, og nefndi sem dæmi að 88% af þjóðartekjum Grænlands kæmu frá fiskveiðum, á sama tíma og Danir stæðu straum af allri vernd grænlenskra fiskimiða. Nefndi Dahlberg sem dæmi um þau vand- kvæði sem gætu fylgt að það hefði tekið þrjá áratugi fyrir Íslendinga að tryggja landhelgi sína eftir að þeir fengu fullt sjálfstæði frá Dön- um. „Eins og ég nefndi í erindinu mun Grænland þurfa að reiða sig á ein- hvern annan til að sjá um öryggi sitt og auðvitað gætu Bandaríkjamenn gert það.“ Sagði Dahlberg að í raun skipti litlu máli hvaða þjóðfáni væri yfir þeim varðskipum sem sinntu grænlenskri efnahagslögsögu. „En að sjálfsögðu berum við Danir mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart Græn- landi auk þess sem menningartengsl landanna tveggja ná langt aftur.“ Dahlberg bætir við að það sýni ef til vill best hversu mjög mikilvægi Grænlands hefur aukist í augum Bandaríkjamanna að bandarískir ut- anríkisráðherrar hafi heimsótt Grænland oftar en Danmörku á und- anförnum árum. „Grænland hefur ekki hreyfst mikið á síðustu árum en þungamiðja alþjóðastjórnmála hefur gert það og er nú að færast aftur yfir á norðurslóðir.“ Tími á nýja yfirlýsingu? Dahlberg segir í því samhengi, að ljóst sé að samkeppni stórveldanna um áhrif og ítök á norðurslóðum sé að aukast, þar sem Bandaríkjamenn, Rússar og Kínverjar séu að seilast norður á bóginn. Í erindi sínu sagði hann mikilvægt að líta á norður- slóðir sem eitt áhrifasvæði og að samkeppnin þar yrði áfram á frið- samlegum nótum. En hver er vonin til þess? „Það er of mikið af óþekktum stærðum til þess að fullyrða að norðurslóðir haldist friðsamar en við getum í staðinn séð hvað getum við gert, höf- um við einhverjar fyrirmyndir?“ Dahlberg segir að Danir séu vanir því að hafa gagnsæjar stofnanir til þess að halda umræðu gangandi. „Kannski er kominn tími á nýja Ilul- issat-yfirlýsingu eins og árið 2008, fáum þjóðirnar í kringum borðið eins og við gerum í norðurskauts- ráðinu.“ Hann bætir við að Danir séu í lykilstöðu til þess að miðla mál- um á milli stórveldanna. Hann legg- ur þó áherslu á að slík yfirlýsing eða samkomulag gæti eingöngu náð til þeirra ríkja sem raunverulega eru norðurslóðaríki. Vísar hann þar til þess að ekki bara Kínverjar, heldur einnig Frakkar, séu að gera sig gild- andi á norðurslóðum. Þá sé ekki öruggt að slíkt samkomulag næðist. „En að minnsta kosti höfum við þá reynt.“ Þungamiðjan að færast aftur norður  Gott að sjá einhug um að selja ekki Grænland Morgunblaðið/Árni Sæberg Norður Dr. Rasmus Dahlberg flutti erindi um stefnu Dana á norðurslóðum. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019 Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk | S. 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Viðreisn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem gerir ráð fyrir því að erfðafjárskattur verði miðaður við arf hvers einstaklings en ekki tekinn af dánarbúi eins og nú er. „Það þýðir þá að það getur farið eftir fjölda erfingja hver verð- ur skatturinn sem rennur til rík- isins,“ segir Jón Steindór Valdi- marsson, þingmaður Viðreisnar og einn af flutningsmönnum frum- varpsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir þremur skattþrepum, 10%, 20% og 30%, og sömuleiðis því að enginn erfðafjárskattur verði af arfi upp á allt að 6,5 milljónir hjá hverjum erf- ingja. Samkvæmt frumvarpinu ætti að greiða 10% erfðafjárskatt af fyrstu 15 milljónum króna arfs hvers erf- ingja, af næstu 15 milljónum ætti að greiða 15% erfðafjárskatt og af þeim hluta arfs sem er umfram 30 milljónir króna ætti að greiða 20% erfðafjárskatt. Í núverandi kerfi er einungis eitt skattþrep, sem er 10%. Fjármála- ráðherra setti nýverið fram frum- varp um breytingar á sömu lögum. Þar er gert ráð fyrir lækkun erfða- fjárskatts, að hann verði 5% á fjár- hæð að 75 milljónum króna en 10% á arf sem er hærri en það. Jón segir að frumvarp Viðreisnar sé hugsað sem jöfnunartól. „Með breytingunum sem tiltekn- ar eru í frumvarpinu væri skatt- byrði létt af mörgum. Hún yrði svipuð hjá öðrum en hærri hjá þeim sem mest fá í arf svo það er meiri jöfnun í þessu en í núverandi kerfi og í því kerfi sem fjármálaráðherra hefur boðað.“ ragnhildur@mbl.is Leggja til þrjú skattþrep fyrir arf  Skattur reiknaður á hvern erfingja  6,5 milljónir skattfrjálsar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Frumvarp „Við teljum að þetta sé sanngjarnara kerfi,“ segir Jón. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Færst hefur í vöxt að börn í kringum eins árs séu óvön því að borða ómauk- aðan mat og kunni jafnvel ekki að tyggja ef marka má umræðu dagfor- eldra í Hafnarfirði á starfsfundi þeirra sl. föstudag. Ásdís Jóhann- esdóttir, formaður samtaka dagfor- eldra í Hafnarfirði, sem sótti fundinn, staðfestir að margir dagforeldrar hafi áhyggjur af þessari þróun sem talin er tengjast vinsældum svokallaðra „skvísa“, þ.e. ungbarnamatar í pok- um sem börn geta sogið. Segir hún að sum börn venjist því að fá nánast ein- göngu mat úr skvísum og kunni þar af leiðandi ekki að borða mat í bitum og tyggja hann. Þetta sé skvísukynslóðin „Ég hef stundum sagt meira í gríni en eitthvað annað að þetta sé svona skvísukynslóðin,“ segir Ásdís. „Auðvitað er þægilegt að nota þetta. Í ferðalögum er frábært að geta gripið í þetta. Þetta er ekkert slæmt einstaka sinnum. En ef þau fá eingöngu svona læra börnin ekki að tyggja og kyngja,“ segir hún. Steinþóra Þorsteinsdóttir, dagfor- eldri í Hafnarfirði, sem einnig sótti fundinn, segist hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Ekki síst segist hún hafa áhyggjur af því að börn fái ekki næga næringu úr skvísunum, en inni- haldið sé oft á tíðum næringarlítið og framleitt úr unninni matvöru. „Ég var ekki ein um að tala um hvað það er orðið algengt að börn um eins árs vilji ekki mat en séu alltaf til í skvísuna,“ segir hún. Sjálf hefur Steinþóra verið dagfor- eldri í átta ár og segir matarvenjur barna hafa breyst mikið frá því hún byrjaði í starfinu. Segist hún fyrst hafa tekið eftir því að börn vildu frek- ar skvísur en mat fyrir þremur til fjórum árum. Skvísan auðveld lausn Steinþóra segir algengt að for- eldrar gefi börnum skvísur vegna þess hve auðvelt það er. „Þetta er auðveldasta lausnin til að grípa í ef barnið vill ekki borða. En ef barnið fær ekki skvísu endar það með því að það borðar því að það sveltir sig ekki. Þetta er bara svona, að tak- ast á við þetta,“ segir Steinþóra. Hún segir þó að sem betur fer venji ekki allir foreldrar börn sín við að borða úr skvísum. „En við [dagmæður] erum alltaf að lenda í einu og einu barni. Meira en áður. Við erum allar að glíma við hvað þetta er orðið algengt,“ segir hún. Ljósmynd/Wikipeda Þægilegt „Skvísur“ hafa notið mikilla vinsælda síðastliðin ár. Samhliða virðast æ fleiri börn sem koma til dagforeldra ekki kunna að tyggja mat. Kunna ekki að tyggja mat  Færst hefur í vöxt að börn venjist því að sjúga mat úr „skvísum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.