Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 14
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Það getur kostað sitt að bjóðasig fram tilforsetaembættisins íBandaríkjunum, en áætlað
hefur verið að frambjóðendur stóru
flokkanna tveggja hafi safnað samtals
um 1,7 milljörðum bandaríkjadala.
Eru þá ekki talin með þau fjár-
framlög sem aðrir frambjóðendur
söfnuðu til baráttu sinnar á meðan
forval flokkanna stóð yfir, og er heild-
arfjárhæðin fyrir kosningarnar 2016
því nær tveimur og hálfum milljarði
bandaríkjadala.
Strangar reglur gilda um fjár-
öflun frambjóðenda í Bandaríkj-
unum, og þurfa framboðin reglulega
að skila upplýsingum til stofnunar-
innar Federal Election Commission
(FEC), sem hefur eftirlit með fjár-
málum framboða í alríkiskosningum,
um það hversu mikið hafi safnast
saman á hverjum ársfjórðungi, og eru
þær upplýsingar opinberar almenn-
ingi.
Það vakti athygli fyrir helgi að af
þeim frambjóðendum demókrata sem
höfðu skilað inn tölum fyrir síðasta
ársfjórðung hafði Joe Biden, fyrrver-
andi varaforseti og sá sem talinn hef-
ur verið einna sigurstranglegastur í
forvalinu, „einungis“ safnað 15,2
milljónum bandaríkjadala, eða sem
nemur tæplega 1,9 milljörðum ís-
lenskra króna. Á sama tíma hafði
öldungadeildarþingmaðurinn Bernie
Sanders safnað 25 milljónum banda-
ríkjadala, um þremur milljörðum
króna og Pete Buttigieg, borgarstjóri
South Bend í Indiana-ríki, um 19,1
milljón dala, eða tæplega 2,4 millj-
örðum króna. Framboð öldunga-
deildarþingmannsins Elizabeth
Warren, sem velgt hefur Biden undir
uggum í síðustu skoðanakönnunum,
tilkynnti síðan á föstudaginn að þar á
bæ hefðu safnast saman 24,6 milljónir
bandaríkjadala á síðasta ársfjórð-
ungi, ögn minna en Sanders náði.
Skiptir summan máli?
Talsmenn Bidens sögðu að
milljónirnar 15,2 sem þó hefðu safn-
ast settu framboðið í sterka stöðu fyr-
ir haustið, og var sérstaklega tekið
fram að keyptar hefðu verið auglýs-
ingar fyrir sex milljónir bandaríkja-
dala á bæði samfélagsmiðlum og í
sjónvarpi í þeim ríkjum þar sem fyrst
verður kosið í forvalinu. Þá hefðu
fjármunirnir nýst til þess að ráða 200
manns til starfa fyrir framboðið.
Biden sjálfur hafði hins vegar
orð á því á fjáröflunarkvöldverði í
Kaliforníu á fimmtudaginn hversu
„lítið“ hefði safnast, og sagði megin-
ástæðuna þá að hann tilkynnti ekki
um framboð sitt fyrr en í apríl,
nokkru síðar en flestir af helstu mót-
frambjóðendum hans.
Þrátt fyrir það að hann hafi safn-
að minna en sumir af helstu keppi-
nautum sínum hefur Biden ekki þurft
að hafa áhyggjur af fylgisskorti til
þessa. Kannanir hafa að jafnaði sýnt
varaforsetann fyrrverandi með fylgi
á bilinu 26%-32% af þeim sem kjósa
munu í forvali demókrata, en Sanders
hefur einungis náð í um 15-18% fylgi.
Buttigieg, sem hafði safnað næst-
mestu af þeim sem skilað höfðu inn
fjáröflunartölum sínum fyrir helgi,
hefur síðan verið kringum fimm pró-
sentin og situr í fjórða sæti, langt á
eftir Biden, Warren og Sanders.
Hafa má í huga að fjáröflunin
segir ekki alla söguna, og Trump náði
að vinna Hvíta húsið síðast, þrátt fyr-
ir að hann næði einungis að safna
tæpum 650 milljónum dala, eða um
helmingi minna en Hillary Clinton.
Engu að síður geta tölurnar gefið vís-
bendingu um það hversu vel fram-
bjóðendum gangi að halda dampi
þegar kosningabaráttan hefst fyrir
alvöru stuttu eftir áramót.
Í ljósi þess að Elizabeth Warren
er farin að nálgast Biden, og jafnvel
komin fram úr honum í sumum skoð-
anakönnunum, gæti það reynst hon-
um dýrkeypt að vera ekki kominn
lengra með fjármögnun framboðs
síns á þessu stigi baráttunnar.
Meiri fjárframlög
ekki ávísun á fylgi
AFP
Í vanda? Joe Biden hefur safnað minna fé en helstu keppinautar hans.
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
HéraðsstjórnHong Kongákvað á
föstudaginn að
banna notkun and-
litsgríma við mót-
mæli eftir að hafa
hert aðgerðir gegn mótmæl-
endum í vikunni. Grímubannið
er hugsað sem ein leið til þess að
stemma stigu við fjöldamótmæl-
unum miklu sem skekið hafa
borgina síðan í vor og hafa orðið
ófriðlegri að undanförnu. Það
sem vakti ekki síst athygli var að
stjórnvöld í Hong Kong nýttu
sér heimild í lögum frá nýlendu-
tíma Breta, sem gefur yfir-
stjórnanda borgarinnar víðtæka
heimild til þess að gefa út til-
skipanir án þess að ráðfæra sig
við þingið þegar neyðarástand
ríkir.
Þingmenn stjórnarandstöð-
unnar í Hong Kong mótmæltu
tilskipuninni og skutu málinu til
hæstaréttar, sem í gær hafnaði
kröfu stjórnarandstæðinga og
staðfesti tilskipun stjórnvalda.
Lögunum var síðast beitt af
Bretum í óeirðum árið 1967, og
voru lögreglunni í Hong Kong þá
færðar auknar valdheimildir til
þess að handtaka óeirðaseggi,
ásamt því sem fjölmiðlar þurftu
að una ritskoðun. Að þessu sinni
var ekki gengið svo langt, en
beiting laganna er engu að síður
talin marka nokkur þáttaskil,
ekki bara í óeirðunum, heldur í
sögu Hong Kong eftir að Kín-
verjar tóku við yfirumsjón
borgarinnar.
Mótmælin héldu áfram um
helgina og mögnuðust á ný á
sunnudag og gerðu mótmæl-
endur lítið með grímubannið
þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér
allt að árs fangelsi fyrir að mót-
mæla með grímu fyrir andlitinu.
Haldi mótmælin áfram með svip-
uðum hætti þrátt
fyrir bannið er fátt
sem kemur í veg
fyrir að lögunum
verði beitt á ný, og
þá með enn meira
íþyngjandi hætti.
Víst er að stjórnvöld í Hong
Kong og í Kína eru orðin lang-
eygð eftir endalokum mótmæl-
anna og aukið ofbeldi auðveldar
þeim að grípa til harkalegri að-
gerða. Spurningin verður þá
hvort orðspor Hong Kong sem
réttarríkis, sem leitt hefur til
þess að mest af utanríkis-
viðskiptum Kínverja fer í gegn-
um héraðið, sé í hættu.
Beiting laganna og aukin
harka héraðsstjórnarinnar, sem
sýndi sig einnig í því að skot-
vopnum var beitt í síðustu viku,
bendir eindregið til þess að það
muni lenda á yfirvöldum í Hong
Kong að brjóta mótmælin á bak
aftur, þar sem Kínverjar vilja
helst forðast að óhreinka hendur
sínar. Í augum vestrænna ríkja
sem sækjast eftir viðskiptum við
Kína, og sem Kínverjar eru
orðnir mjög háðir viðskiptum
við, gætu örlög mótmælanna í
Hong Kong skipt höfuðmáli.
Kínverjar hafa enda eytt
miklu púðri síðustu áratugina í
að byggja upp land sitt sem
áhugaverðan viðskiptakost,
þrátt fyrir að stjórnkerfi lands-
ins sé enn bundið á klafa kín-
verska kommúnistaflokksins og
réttindi almennings afar ólík því
sem þekkist á Vesturlöndum.
Allt sem varpar skugga á Kína
gæti skaðað mjög viðskipti við
landið og þar með efnahag þess.
Það er nokkuð sem kommún-
istastjórnin vill forðast í lengstu
lög, þó að enginn skyldi reikna
með að hún láti það verða til þess
að hún sætti sig við að missa tök-
in á Hong Kong.
Stjórnin í Hong
Kong sýnir sitt rétta
andlit sem útvörður
Pekingstjórnar}
Gríman felld
Framkvæmda-stjóri Samtaka
atvinnulífsins vakti
athygli á því í að-
sendri grein hér í
blaðinu um helgina
hve ólíkt hið opinbera og at-
vinnulífið hefðust að. Hann benti
á að fjöldi fyrirtækja hefði
„brugðist við breyttum að-
stæðum með hagræðingu í
rekstri og uppsögnum starfs-
fólks“. Hið opinbera héldi hins
vegar áfram „að þenjast út eins
og ekkert hefði í skorist“.
Í fjárlagafrumvarpinu væri
gert ráð fyrir að auka ríkis-
útgjöld á næsta ári um 73 millj-
arða króna, eða 600 þúsund krón-
ur á meðalheimili. Ríkið væri
fyrir mjög umsvifamikið og
sveitarfélögin einnig, sem yrði til
þess að skatttekjur hins opinbera
væru um 34% af landsfram-
leiðslu. Aðeins Svíar byggju við
þyngri byrðar, en við blasti að
með sama áframhaldi hér á landi
styttist í íslenskt heimsmet.
Framkvæmda-
stjóri Samtaka at-
vinnulífsins benti
einnig á að nú stæðu
yfir viðræður um
kjarasamninga við
opinbera starfsmenn sem teldu
sig geta sótt meiri kjarabætur en
gert hefði verið á almennum
markaði. Engum á almennum
markaði dytti í hug að hægt væri
að ganga lengra en gert hefði
verið í lífskjarasamningunum
svokölluðu. Þar var teflt á tæp-
asta vað eftir miklar hækkanir
síðustu ára. Gengi hið opinbera
lengra myndi almenni markaður-
inn elta, rétt eins og fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins benti á.
Þar sem ekkert svigrúm er til
launahækkana yrðu fyrirtækin í
landinu, ólíkt hinu opinbera, að
ráðast í enn frekari uppsagnir.
Að auki færi verðbólgan af stað.
Ólíkt ríkinu geta fyrirtækin í
landinu ekki leyst óábyrga kjara-
samninga með skattahækkunum.
Ljúka þarf kjara-
samningum með
ábyrgum hætti}
Opinber útþensla og kjaramál
E
r þetta nú forgangsmál?“ Þetta er
spurning sem sumir spyrja þeg-
ar fram koma mál sem lúta að
því að auka frelsi einstaklinga. Í
hvert einasta skipti sem rætt er
um breytingar á áfengislöggjöfinni er spurt
hvort það sé forgangsmál og hvort það séu ekki
mikilvægari mál sem hægt sé að sinna. Hvern-
ig dettur nokkrum stjórnmálamanni í hug að
einbeita sér að þannig máli á meðan fjölmörg
önnur og alvarlegri mál kunna að bíða af-
greiðslu? Þetta viðhorf einskorðast alls ekki við
áfengislöggjöfina og á í raun við um flest frels-
ismál.
Stutta svarið er: Nei, þetta er ekki forgangs-
mál, því miður. Það eru óteljandi mál sem
ávallt bíða þess að hljóta athygli og afgreiðslu
stjórnmálamanna. Vandamálin, bæði raun-
veruleg og upptöluð, sem bíða þess að ríkið
leysi þau eru og verða alltaf til staðar. Það má alltaf bæta
hag einhverra hópa í samfélaginu, það þarf að afgreiða
fjárlög, það þarf að uppfæra lög um hitt og þetta og það
þarf að bregðast við þeim fjölmörgu málum sem koma upp
hverju sinni. Allt eru það forgangsatriði hverju sinni.
Það er ekki til það vandamál sem hið opinbera telur sig
ekki geta leyst með fjármagni, lagasetningu eða reglu-
gerð. Það má á sama tíma færa rök fyrir því að flest sem
þingmenn og ráðherrar senda frá sér felur í sér aukin fjár-
útlát af hálfu hins opinbera (sem sótt eru í vasa skattgreið-
enda) eða einhvers konar form af þvingunum eða tak-
mörkun á því sem einstaklingar og fyrirtæki
geta tekið sér fyrir hendur. Lögum og reglu-
gerðum er ætlað að leysa vandamál nútímans
og ekki síður möguleg vandamál framtíðar-
innar. Með einum eða öðrum hætti rammar
ríkið reglulega inn það hvernig við lifum lífi
okkar, stundum í þeim tilgangi að verja okkur
fyrir okkur sjálfum.
Í öllu þessu gefst sjaldan tími til að velta því
fyrir sér hvort hægt sé að minnka ríkisvaldið,
t.d. í formi þess að fækka eða afnema lög og
reglugerðir. Og þá sjaldan sem það er gert er
alltaf hægt að færa rök gegn því að afnema
lög, því einhver gæti gert eitthvað sem gengur
gegn hugmyndum um móðurhlutverk hins op-
inbera. Á sama tíma er líka alltaf hægt að
benda á eitthvað annað sem mögulega ætti að
vera í forgangi.
Frelsismál ættu að vera forgangsmál. Það
að lækka skatta, minnka ríkisvaldið eða einfalda líf al-
mennings, með einum eða öðrum hætti, er ekki síður mik-
ilvægur hluti af starfi stjórnmálamannsins. Það eru fjöl-
margir málaflokkar sem einstaklingar og fyrirtæki eru
betur til þess fallin að sinna og það eru til lög og reglu-
gerðir sem eru úr sér gengin. Það að vilja breyta lögum í
frelsisátt og treysta almenningi fyrir eigin lífi er mikil-
vægt viðhorf að hafa. Þær raddir eiga að heyrast og það
hátt. Það er forgangsmál.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Er þetta forgangsmál?
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Áætlað er að kostnaður við for-
setaframboð í Bandaríkjunum
hafi margfaldast um 250 sinn-
um frá því að Abraham Lincoln
vann kosningarnar árið 1860,
þegar leiðrétt hefur verið fyrir
verðbólgu. Þá hefur kostnaður-
inn ekki síst aukist hin síðari ár.
Þannig vörðu George Bush
eldri, Bill Clinton og Ross Perot
um 190 milljónum bandaríkja-
dala samanlagt í baráttu sína
árið 1992, eða svipað og bæði Al
Gore og George W. Bush eyddu
hvor í sínu lagi árið 2000.
Árið 2004 vann Bush yngri
Hvíta húsið á ný og eyddi um
leið 345 milljónum dala, sem þá
var dýrasta kosningabarátta
sögunnar. Barack Obama sló
það met hins vegar rækilega ár-
ið 2008, en hann eyddi um 730
milljónum. Á síðustu fimmtíu
árum hefur einungis gerst tvisv-
ar að sá sem eyðir meiru vinni
ekki kosningarnar, en Trump
vann Hillary Clinton 2016 þrátt
fyrir að hafa einungis haft um
helminginn af því fé sem hún
hafði til umráða, og Jimmy
Carter vann Gerald Ford árið
1976, þrátt fyrir að hafa safnað
ögn minna en hann.
Margfaldast
frá 1860
KOSTNAÐURINN