Morgunblaðið - 07.10.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
Undirritaður hefur
ekki minnstu ástæðu
til að skattyrðast við
fyrrverandi stjórnanda
svæðisútvarps Vest-
fjarða. Samskipti okk-
ar hafa ekki verið með
þeim hætti. Hins veg-
ar veldur það mér von-
brigðum að hann snið-
gangi það aðalsmerki
góðs fréttamanns að
leita heimilda fyrir
staðhæfingum sem hann setur fram
opinberlega. Til dæmis er það blá-
kalt fullyrt að lykilmönnum HS
Orku, þar á meðal forstjóranum,
hafi verið sagt upp. Ég kannaði það
mál og fékk staðfest að forstjórinn,
Ásgeir Margeirsson, sagði upp af
eigin frumkvæði og var síður en svo
undir þrýstingi að taka slíka
ákvörðun. Þetta geta stjórnendur
staðfest. Enda fælust ekki mikil bú-
hyggindi í að segja upp stjórnanda
með hans þekkingu og
reynslu. Finnbogi Her-
mannsson þekkir vel
hversu marga afburða-
menn Hnífsdalskynið
hefur lagt þjóðfélagi
okkar til og hefði því
átt að kanna málið.
Sagt er í greininni
með orðunum „svo
virðist“ að nýr meiri-
hluti hafi ákveðið að
slá af vegagerð í Ár-
neshreppi og senda
verktaka heim og að á
þessu hafi engin skýr-
ing verið gefin. Sú skýring er
reyndar ekki langsótt því hana er
að finna fremst á heimasíðu Vestur-
verks. Þar eru gefnar skýringar á
hvers vegna verkinu var frestað.
Síðan hefur Samgönguráðuneytið
úrskurðað um fullan rétt Vestur-
verks og Vegagerðarinnar til
áframhaldandi framkvæmda sem
verður ráðist í að vori.
Það er rétt sem fréttamaðurinn
segir að Hvalárvirkjun hefur valdið
hörðum deilum, svo hörðum að and-
stæðingar hennar hafa sýnt tilburði
til lögbrota í þeim tilgangi að taka
völd í sveitarfélagi sem þeir búa
ekki í. Háttsemi sem yfirvöld hafa
komið í veg fyrir. Því er haldið fram
að mikil óafturkræf náttúruverð-
mæti séu í húfi. Mikill vafi leikur á
staðhæfingunni um óafturkræfni og
má í því sambandi vitna til orða
Ómars Ragnarssonar, þess ein-
staklings sem gert hefur meira en
nokkur núlifandi Íslendingur í að
færa okkur íslenska náttúru og víð-
erni heim í stofu. Hann gagnrýndi á
sínum tíma Kárahnúkavirkjun sem
hann sagði mynda 25 km langan og
180 metra djúpan dal af drullu og
vera auk þess á eldvirku svæði. Síð-
an segir Ómar orðrétt um Hvalár-
virkjun í bloggi 6.7. 2016:
„Hins vegar væri Hvalárvirkjun
svipuð norskum fjallavirkjunum þar
sem ekkert aurset settist í lónin og
hægt væri að rífa stíflur og fjar-
lægja mannvirki svo árnar með
fossum sínum kæmu aftur í ljós.“
Ég hlýt síðan að andmæla þeirri
staðhæfingu fréttamannsins að
Vestfirðingar séu mjög skeytingar-
litlir um náttúruvé sín, enda er hún
órökstudd. Sú virðing sem á Vest-
fjörðum er borin fyrir nátt-
úruperlum eins og friðlandi Horn-
stranda, Vigur, Dynjanda,
Látrabjargi og Vatnsfirði benda til
hins gagnstæða.
Hvers vegna vill mikill meirihluti
Vestfirðinga og reyndar meirihluti
Íslendinga samkvæmt Gallup-
könnun að Hvalá sé virkjuð?
Meginrökin eru þau að með ári
hverju er vaxandi þörf fyrir raforku
og því er rökrétt að beisla þá orku
úr vistvænni og endurnýjanlegri
auðlind úr okkar náttúru og draga
þannig úr brennslu jarðefna til
orkuvinnslu.
Hvorki undirritaður né Finnbogi
Hermannsson hafa sérþekkingu á
raforkumálum en við getum leitað í
smiðju þeirra sem búa yfir þeirri
þekkingu. Einn af þeim er Bjarni
Jónsson rafmagnsverkfræðingur.
Hann segir í bloggi 21.4. 2018:
„Það stefnir í óefni með raforku-
kerfi landsins, því að þröngsýni og
einstrengingsháttur veldur því að
enginn meginþáttanna þriggja, raf-
orkuvinnsla, flutningur og dreifing
heldur í við þróun raforkuþarfar
þjóðfélagsins, heimila, fyrirtækja og
opinberra stofnanna. Verst hafa
Vestfirðingar, Eyfirðingar og íbúar
á norðausturhorninu orðið fyrir
barðinu á þessu.“
Undir þetta tekur Guðni T. Jó-
hannesson orkumálastjóri og vitnar
í niðurstöðu skýrslu sem unnin var
af sérfræðingum frá háskólastofn-
unum MIT í Bandaríkjunum og IIT
Cornillas á Spáni fyrir Orkustofn-
un, Landsvirkjun og Landsnet.
Í ljósi alls þessa vil ég skora á
andstæðinga Hvalárvirkjunar að
snúa sér að þarfari verkefnum í
þágu náttúruverndar en ráðast
gegn duglegum frumkvöðlum sem
vinna samkvæmt þeirri sátt sem
gerð var með Rammaáætlun sam-
þykktri á Alþingi hinn 14. janúar
2013. Þessir frumkvöðlar hafa fylgt
í hvívetna gildandi lögum og
reglum.
Er ekki kominn tími til að
virða sátt um Rammaáætlun?
Eftir Ólaf Bjarna
Halldórsson »Hins vegar væri
Hvalárvirkjun svip-
uð norskum fjallavirkj-
unum þar sem ekkert
aurset settist í lónin og
hægt væri að rífa stíflur
og fjarlægja mannvirki.
Ólafur Bjarni
Halldórsson
Höfundur er náttúruunnandi sem
stundar hjólreiðar og göngur.
Jón Baldvin Hanni-
balsson, fyrrverandi
formaður Alþýðu-
flokksins, þingmaður
og ráðherra, hefur
skrifað og gefið út
600 blaðsíðna bók,
sem hann nefnir:
„Tæpitungulaust:
Lífsskoðun jafn-
aðarmanns“. Bókina
helgar hann konu
sinni, Bryndísi Schram, og 60 ára
brúðkaupsafmæli þeirra hjóna.
Bókin er í sex köflum og kemur
Jón víða við. Hin pólitíska yfirsýn
hans er með nokkrum ólíkindum
og má fullyrða að bókin sé eitt
merkasta stjórnmálarit sem út
hefur komið á Íslandi um langt
skeið. Framsetning hans á þeim
málaflokkum, sem hann fjallar um,
er svo skýr og skilmerkileg að
hver maður getur haft gagn af.
Það hefur lengi á það skort að
stjórnmálaumræðan hér á landi sé
í raun byggð á þeim grunngildum
sem stjórnmálaflokkarnir styðjast
við. Umræðan snýst meira um
dagleg ágreiningsmál og reynt að
móta stefnumið með almennt orð-
uðum ályktunum. Í þessari bók
dregur Jón Baldvin m.a. fram lífs-
skoðun jafnaðarmanns og ber
hana saman við þann kommúnisma
sem nú hefur runnið sitt skeið og
frjálshyggju kapítalismans sem
síðustu árin hefur verið á framfæri
ríkisins og skattgreiðenda. Hjá
Jóni þurfa lesendur ekki að velkj-
ast í vafa um skilgreiningu og
mikilvægi jafnaðarstefnunnar.
Yfirburðaþekking Jóns Baldvins
á utanríkismálum kemur fram í
mörgum köflum bókarinnar. Þar
er hann hinn framsýni, pólitíski
hugsuður sem hefur verið óragur
að tala fyrir áherslum sínum og
málstað sem oftar en ekki byggist
á grunni norræna módelsins sem
leitar uppruna síns í stefnu jafn-
aðarmanna. Norðurlöndin eru
hans fyrirmyndarríki í öllum
samanburði við aðrar þjóðir. Hann
fellir Eystrasaltsþjóðirnar að
módelinu svo og náið samstarf við
Evrópusambandið. Það er sú
heimsmynd sem er honum að
skapi.
Jón Baldvin á að baki marga
merkilega pólitískra sigra sem
hann fjallar m.a. um í bók sinni.
Þar má nefna undirbúning hans og
aðstoðarmanna við
gerð EES-samnings-
ins sem fært hefur
Íslendingum meiri
hagsæld en aðrir
samningar af svip-
uðum toga. Hin síðari
misseri hefur hann
þó látið í ljós nokkrar
efasemdir um þennan
samning sem hann
kveðst útskýra í bók-
inni.
Stærsta málið á
ferli Jóns var stuðningur hans við
frelsisbaráttu Eystrasaltsríkj-
anna sem hann fjallar ítarlega
um. Þá stóð hann nánast einn
vestrænna leiðtoga og þurfti jafn-
vel að takast á við leiðtoga vina-
þjóða sem töldu hann veikja stöðu
Gorbatsjovs í baráttu hans við
harðlínumennina í Moskvu. Jafn-
vel norrænir stjórnmálaforingjar
voru honum andsnúnir. Sigur
Jóns Baldvins í þessu máli er
einn af hyrningarsteinum hans
pólitíska lífs.
Af öðrum köflum bókarinnar
má nefna umfjöllun um orsakir og
afleiðingar hrunsins, spurninguna
um stöðu Íslendinga í samfélagi
þjóðanna, norræna módelið gegn
ögrun nýfrjálshyggjunnar og
endatafl kalda stríðsins og fall
Sovétríkjanna. Síðasti kaflinn er
á persónulegum nótum; lífs-
reynslusögur og hugleiðingar
hans og Bryndísar um vegferð
þeirra; til baka litið.
Þessi bók Jóns Baldvins hlýtur
að flokkast undir talsverð tíðindi í
ritun stjórnmálasögu á Íslandi og
þróun stjórnmálanna síðustu ára-
tugi. Bókin er ekki hin sígilda við-
tals- eða minningabók stjórn-
málamanns. Jón grefur nokkuð
djúpt í sinn pólitíska akur og
dregur afgerandi ályktanir sem
hann skilur öðrum eftir til um-
hugsunar og umfjöllunar.
Jón Baldvin talar
tæpitungulaust
Eftir Árna
Gunnarsson
Árni Gunnarsson
» Það hefur lengi á það
skort að stjórnmála-
umræðan hér á landi sé
byggð á þeim grunn-
gildum sem stjórn-
málaflokkarnir styðjast
við.
Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
gunnsa@simnet.is
Fyrir 16 árum
ákváðum við hjónin að
flytja úr miðbæ
Reykjavíkur upp í
Engjahverfi í Grafar-
vogi. Vorum við þá búin
að skoða ýmis hverfi
borgarinnar en það
sem heillaði okkur við
Grafarvoginn var að
hann er samansettur úr
litlum hverfum með
grunnskóla í hjarta hvers hverfis.
Þarna sáum við að börnin okkar
þyrftu ekki að fara yfir götu á leið í
skólann og þótti okkur það stór
kostur. Þess vegna völdum við
Grafarvoginn. Á þessum 16 árum
höfum við því miður ekki fengið að
hafa skólann okkar í þeirri mynd sem
hann var. Það nýjasta sem stendur
nú til er sú hugmynd meirihlutans í
borginni að leggja niður skólann í
Staðahverfi og gera Víkurskóla að
safnskóla fyrir unglinga í norðan-
verðum Grafarvoginum. Sem íbúi og
foreldri tveggja barna hef ég reynt að
fylgjast með því sem er að gerast í
nærumhverfi mínu. Margur gæti nú
spurt hvað ég sé að hafa áhyggjur af
því sem er að gerast í öðrum hlutum
Grafarvogs en raunin er að þetta
kemur mér allt við. Ég lít á Grafar-
voginn í heild sem mitt
hverfi og þótt ekki
standi til lokun á skól-
anum næst mér gæti
hann alveg eins lent
undir öxinni næst. Með
þessum breytingum
núna er fyrirhugað að
senda börnin úr Engja-
hverfi í Víkurhverfi í
gagnfræðaskóla. Þýðir
það að dóttir mín myndi
þá fara í þriðja skólann
á grunnskólagöngu
sinni þrátt fyrir að hafa
alla ævi búið á sama stað með grunn-
skóla innst í götunni. Áður en kom að
þessum nýjustu hugmyndum var bú-
ið að sameina Engjaskóla og Borga-
skóla og þurftu börn í 6. og 7. bekk í
Engjahverfi að ganga þvert yfir
Grafarvoginn í Borgaskóla í öllum
veðrum.
Ég sat um daginn opinn fund
stjórnar Íbúasamtakanna í Grafar-
vogi þar sem ræddar voru áhyggjur
íbúa af skóla- og samgöngumálum
svo fátt eitt sé nefnt. Á fundinn voru
mættir foreldrar skólabarna og aðrir
íbúar í hverfinu. Fundarmenn höfðu
miklar áhyggjur af hótunum um lok-
anir á skólum og sameiningu. Sam-
göngubætur hafa ekki fylgt þeim
sameiningum skólanna sem hingað til
hafa verið gerðar og því er oft á tíðum
erfitt fyrir börnin að komast örugg á
milli hverfa. Þau eru því keyrð, sem
eykur á umferð og er allt annað en
umhverfisvænt. Ekki hefur heldur
verið hægt að sýna fram á að samein-
ingar skólanna skili sparnaði. Skól-
arnir eru hjarta hverfisins og eru
hluti af lögbundinni grunnþjónustu
Reykjavíkurborgar. Þá eru skólarnir
jafnframt skilgreindir í deiliskipulagi.
Því er verið að ganga á rétt okkar
íbúa sem borgum lóðarleigu þegar
skólum er lokað eða þeim er breytt.
Ég er alveg búin að fá nóg og er
einfaldlega að gefast upp.
Mín spurning að lokum til borgar-
yfirvalda er einföld: Hvernig stendur
á því að ekki er hægt að spara í gælu-
verkefnum í stað þess að ráðast á
grunnþjónustu okkar hér í úthverf-
unum?
Sameining og lokanir skóla í
norðanverðum Grafarvogi
Eftir Þóru
Þórsdóttur »Hvernig stendur á
því að ekki er hægt
að spara í gæluverk-
efnum í stað þess að
ráðast á grunnþjónustu
okkar hér í úthverf-
unum?
Þóra Þórsdóttir
Höfundur er sérfræðingur í hjúkrun,
foreldri og íbúi i Engjahverfi í Grafar-
vogi.
starengi106@gmail.com
Eftir að hafa hlust-
að á sjónvarpsþátt um
málefni eldri borgara í
sjónvarpinu 1. októ-
ber, sem var góður,
kom mér á óvart að
ekkert hefði verið
minnst á virðisauka-
skatt á lyfseðilsskyld
lyf hér á landi. Við höf-
um verið með hæsta
vsk. í Evrópu mörg undanfarin ár.
Vsk. skiptir að sjálfsögðu miklu máli
fyrir eldri borgara, sem eru að mínu
mati aðalviðskiptavinir lyfseðils-
skyldra lyfja hér á
landi. Hvernig stendur
á því að ýmsir aðilar
hafa fengið lækkaðan
vsk. á sínar afurðir?
Eru eldri borgarar svo
máttlitlir í baráttu sinni
fyrir réttindum sínum?
Þess skal getið að síðast
er ég vissi voru þrjú ríki
í Evrópu með engan
vsk. á lyfseðilsskyld lyf:
Malta, England og Sví-
þjóð. Ég tek undir hug-
mynd sem kom þarna
fram að rétt sé orðið fyrir eldri borg-
ara að bjóða sjálfir fram til alþingis-
kosninga er kosið verður til hins háa
Alþingis hér á landi næst. Það er
spurning hvort nokkurt vit sé í öðru?
Eftir Jón Kr.
Óskarsson
Jón Kr. Óskarsson
» Við höfum verið með
hæsta vsk. í Evrópu
mörg undanfarin ár.
Höfundur er fv. formaður eldri borg-
ara í Hafnarfirði.
etrade@simnet.is
Málefni eldri borgara