Morgunblaðið - 07.10.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.10.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019 ✝ Hrönn Garð-arsdóttir fædd- ist í Vest- mannaeyjum 25. janúar 1970. Hún lést á Landspít- alanum 24. sept- ember 2019. Foreldrar Hrannar voru Cam- illa Bjarnason, f. 8. mars 1949, d. 7. maí 1999, og Garðar Sverrisson, f. 11. janúar 1949. Seinni kona Garðars er Gerður Kristjánsdóttir, f. 16. júlí 1949. Systkini Hrannar eru Bryndís, f. 20. jan. 1974, maki Jón Einar Sverrisson, Hörður, f. 15. nóv. 1979, maki Ingibjörg Helga Skúladóttir. Hálfsystir Hrannar, samfeðra, er Júlíana, f. 16. jún. 1989, maki Hildur Baldurs- dóttir. Börn Gerðar af fyrra Menntaskólanum í Reykjavík árið 1991. Hún lauk embættis- prófi í læknisfræði vorið 2001. Á árunum 2001-2005 var Hrönn læknir bæði á Íslandi, í Frakk- landi og í Svíþjóð. Frá árinu 2005 var Hrönn læknir við Heil- brigðisstofnun Austurlands. Hún lauk sérnámi í heimilis- lækningum árið 2011 og fluttist þá ásamt eiginmanni sínum til Egilsstaða. Hún var heimilis- læknir við HSA Egilsstöðum fram til dauðadags. Frá 1. sept- ember 2016 gegndi hún stöðu yfirlæknis við stofnunina. Hrönn gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir hönd Lækna- félags Austurlands og var for- maður félagsins á árunum 2012-2018. Hrönn tók virkan þátt í starfi Oddfellowreglunnar á Íslandi frá árinu 2008. Hún var stofn- félagi í Rebekkustúku nr. 15, Bjarkar á Egilsstöðum þegar Oddfellowreglan steig sín fyrstu skref á Austurlandi árið 2010. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 7. október 2019, klukkan 13. hjónabandi eru Kristján Hreinn, f. 6. okt. 1975, maki Linda Björk Ein- arsdóttir, og Berg- lind, f. 18. sept. 1979, maki Gunnar Bjarnþórsson. Eftirlifandi eig- inmaður Hrannar er Páll Sigurjón Rúnarsson skip- stjórnarmaður, f. 23. júlí 1971. Þau gengu í hjóna- band 23. júlí 2011. Foreldrar Páls eru Rúnar Olsen, f. 17. júlí 1946, og Aðalbjörg Guðmunds- dóttir, f. 30. ágúst 1947. Systkini Páls eru Guðný Ingibjörg, f. 16. apríl 1969, maki Bjarni Ólafs- son, og Helena Rós, f. 27. maí 1978. Hrönn ólst að mestu upp í Garðabæ. Hún útskrifaðist frá Mér hefur aldrei þótt eins erf- itt og nú að setjast niður til að skrifa nokkur orð. En það er heldur ekki oft sem maður ætlar að skrifa minningargrein um dóttur sína, blessunarlega. Kannski er það það erfiðasta sem lagt er á mann, að horfa upp á barnið sitt deyja og geta ekkert gert því til bjargar. Hrönn mín, við áttum margar stundir saman og skildu þær nær undantekningarlaust eftir já- kvæðar minningar. Þú komst í heiminn í Vestmannaeyjum í byrjun þorra 1970 eftir að hafa látið bíða eftir þér í um hálfan mánuð. Fyrstu mánuðina vorum við með svolítið lausbeislaða bú- setu, ýmist í Reykjavík eða í Vestmannaeyjum. Um haustið fluttum við til Noregs, Þránd- heims nánar tiltekið, og vorum þar í rúm fjögur ár. Á þeim tíma mynduðust sterk bönd og sam- heldni meðal Íslendinga í Þránd- heimi, einkum námsmanna, en Íslendingar sem stunduðu nám í Þrándheimi á þessum árum voru allmargir og varstu aufúsugestur á mörgum heimilum þeirra enda fjölskyldumynstrið oft svipað. Þegar heim var komið eftir að námi mínu lauk lá leið okkar í Mývatnssveitina og dvölin þar varð tæp fimm ár. Heilt ævin- týraland fyrir gáskafulla stelpu, sem nú átti orðið litla systur, sem kynna þurfti fyrir öllum ævintýr- unum og kynjaverunum sem hraunið þar bauð upp á. Garðabærinn varð síðan heimabær þinn og við tók hefð- bundin skólaganga í grunnskól- um bæjarins og síðan stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1991. Að stúd- entsprófi loknu tókstu þér góðan tíma til að velja hvað þú vildir mennta þig til. Þú gafst þér m.a. tíma til að skoða almennar skurð- lækningar bæði í Frakklandi og í Svíþjóð. Það sem réði líklega mestu um að þú lærðir heimilis- lækningar var að þú sást hve heimilislækningar eru yfirgrips- mikil og krefjandi sérgrein. Til að kynnast starfi heimilislækna sem best starfaðir þú á ýmsum heilsu- gæslustöðvum á landsbyggðinni og á bráðamóttökunni í Reykja- vík. Og minnist ég heimsókna til þín víða um landið. Lengst af varstu þó á Austurlandi, enda var námsstaðan gefin út við Heil- brigðisstofnun Austurlands. Þú kynntist eiginmanni þínum, Páli S. Rúnarssyni frá Reyðar- firði. Þið eigið sjö ára gamlan son, Garðar Pál. Ég bið þeim guðs blessunar í þeim verkefnum sem fram undan eru. Og ég minni á að dyrnar hjá afa Garðari og ömmu Gerði standa ykkur ætíð opnar. Hrönn mín, enn ert þú á far- aldsfæti, nú á slóðum sem eru okkur mannverum ókunnar. Ég trúi því að verkefnið sem bíður þín sé afar brýnt, fyrst þú ert kölluð til. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Pabbi. Elsku Hrönn systir mín er lát- in. Hún var stóra systir mín með öllu sem sá góði titill felur í sér. Hún var elst af okkur þremur systkinum og var aðalfyrirmynd- in þegar ég var lítil stúlka. Það var fátt sem hún gerði sem mér þótti ekki æðislegt. Hún var skynsöm, fyndin, klár og mjög ákveðin. Henni þótti ég aftur ekki alveg eins æðisleg eins og gengur með yngri systur! Það var gaman að vera í kring- um Hrönn. Hún sagði skemmti- lega frá og það var gaman að segja henni frá skemmtilegum atvikum. Það var alltaf tilhlökk- unarefni þegar við systkini vor- um þrjú saman komin og ekki síð- ur eftir að makar okkar komu til sögunnar. Hrönn átti til að hlæja svo dátt að tárin runnu og þá var ekki annað hægt en að hlæja með. Hrönn var líka uppáhalds- frænkan hjá dætrum mínum! Þann titil fékk hún fljótt því hún veitti dætrum mínum óskipta at- hygli þegar þær voru að spjalla við hana. Hún spurði út í hvað þær væru að gera og dáðist að því sem þær sýndu eða sögðu henni frá með stolti. Þeirra hagur var henni jafn mikilvægur sem þær væru hennar eigin. Hrönn lærði læknisfræði og starfaði sem heimilislæknir. Hún tók þá ákvörðun að mjög vel ígrunduðu máli og eftir að hafa kynnt sér starfsemi mismunandi deilda LSH auk þess að starfa á spítölum erlendis. Þegar hún kom heim til að taka sér enn betri tíma til að ákveða framtíðina lágu leiðir hennar og Palla saman. Þá tók lífið nýja stefnu. Þau bjuggu sér fallegt heimili á Egilsstöðum og eignuðust augasteininn sinn hann Garðar Pál. Hrönn og Palli gerðu margt saman eins og gengur með sam- hent hjón. Á heimilinu má sjá ýmsa muni sem þau hafa flutt heim úr ferðum sínum um heim- inn. En ferðirnar voru ekki bara um útlönd heldur líka hér heima. Þau fóru víða með hjólhýsið og við höfum átt saman góðar og fal- legar stundir í íslenskri náttúru með fjölskyldunum okkar. Í slík- um ferðum þótti stelpunum mín- um mest gaman að sitja í bílnum hjá Hrönn og Palla að leika við Garðar Pál frænda. Elsku Hrönn mín, þessir síð- ustu mánuðir hafa tekið á okkur öll. Þegar þú varst í rannsóknum sem leiddu í ljós krabbameinið sem bar þig ofurliði, fórum við tvær saman afar góða ferð til Spánar þar sem við ræddum um alla heima og geima. Þar sagðir þú við mig að það væri margt sem sækti á hugann við svona aðstæð- ur. Eitt af því væri hvers virði líf þitt væri. Því þegar öllu væri á botninn hvolft, þá væru það eft- irlifendur sem sætu uppi með sorgina og missinn. Ég held að mér sé óhætt að segja að þitt líf hafi verið af dýrari gerðinni því missirinn er mikill og sorgin er djúp. Elsku Hrönn mín, það er óbærilega sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér. Það er gott að ylja sér við minningarnar, úr ferðalögunum okkar, öll ótelj- andi símtölin um allt og ekkert og samveruna í gegnum árin. Elsku systir mín, við pössum strákana þína, Palla og Garðar Pál, og höldum minningunni um þig lifandi. Þín Bryndís systir. Hrönn Garðarsdóttir var elsta barn Camillu systur minnar og fyrsta barn sinnar kynslóðar í okkar ættlegg. Fæðingar hennar var beðið með mikilli eftirvænt- ingu og okkar samheldna fjöl- skylda hefur alla tíð fylgst með áhuga og stolti af vegferð hennar í lífinu. Hún olli heldur engum vonbrigðum. Hún tók sér ýmis- legt fyrir hendur en skólagangan setti þó mest mark á líf hennar fyrstu árin eins og yfirleitt er með ungt fólk. Hún gekk hefð- bundna leið í menntaskóla og lauk læknaprófi þegar að því kom og sérhæfði sig í heimilislækn- ingum. Tilviljun olli því að hún réði sig tímabundið sem læknir á Kárahnjúka þegar virkjunin þar var byggð og kynni af landshlut- anum og fólkinu í héraðinu réðu því að hún ákvað að setjast að á Egilsstöðum. Þar eignaðist hún góðan mann og þau eignuðust tápmikinn, skýran og skemmti- legan dreng, keyptu sér glæsilegt hús á góðum útsýnisstað yfir þetta fallega hérað. Allt virtist eins og best verður á kosið og björt framtíðin blasti við þessari litlu hamingjusömu fjölskyldu. En þá hrundi veröldin. Krabba- meinið, hinn miskunnarlausi vá- gestur, lagði þessa heilsuhraustu frænku mína að velli á undra- skömmum tíma og eftir stöndum við ættingjar hennar og vanda- menn ráðalausir og vanmegnugir til nokkurrar hjálpar. Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að slíkum harm- leik. Við vitum að krabbamein getur verið afar skæður sjúk- dómur og baráttan tekur stund- um skamman tíma. Það er hins vegar aldrei hægt að sætta sig við að örlögin séu svona grimm við náinn ættingja og konu í blóma lífsins, En maður er ráðalaus og hjálparvana. Ég hef notið þeirrar ánægju að hafa tengst Hrönn sterkum vina- böndum til viðbótar þeim ættar- tengslum sem eru á milli okkar. Hrönn var ákveðin kona með sterkar skoðanir á viðfangsefn- um lífsins. Hún var þeirrar skap- gerðar sem best prýðir lækni enda vann hún sér mikla hylli í störfum sínum. Hún var líka bón- góð og ráðagóð og lét sér annt um fjölskyldu og vini. Húmorinn var heldur aldrei langt undan. Góðar minningar um Hrönn eru margar og gott að eiga nú þegar vegferð Hrannar meðal okkar er á enda. Ég, Herdís og dætur okkar Heiðrún og Katrín vottum eigin- manni Hrannar, Páli, og syni þeirra Páli Garðari dýpstu samúð en einnig Bryndísi og Herði systkinum Hrannar, Garðari föð- ur hennar og öðrum vandamönn- um. Minningin um okkar elsku- legu Hrönn Garðarsdóttur mun lifa. Pétur Bjarnason. Við bundumst ævilöngum vinaböndum í MR, stelpurnar sjö í saumaklúbbnum sem síðar fékk nafnið Títturnar. Við áttum það sameiginlegt að hafa valið frönsku en ekki þýsku og var skipað í bekk samkvæmt því. Hrönn og Villa vinkona hennar og skólasystir úr Garðabæ voru árinu eldri en hinar vegna skipt- ináms í Bandaríkjunum árið áð- ur. Þær tvær komu hinum fyrir sjónir sem tvíeyki fyrstu mánuð- ina og nokkuð áberandi sem slíkt. Hrönn hávaxin en hin lágvaxin. Strax kynntumst við því sem helst einkenndi Hrönn og við mátum svo mikils. Hún var mál- gefin, með leiftrandi frásagnar- gáfu, skemmtilega hreinskilin um menn og málefni og tók sjálfa sig ekki of hátíðlega. Ein okkar við- urkenndi reyndar þennan fyrsta vetur í MR að hagnýta sér stund- um málgleði Hrannar á leið í og úr strætó með því að gera sér er- indi í úlpuvasa sinn og biðja Hrönn um að halda á skólatösk- unni á meðan. Oftar en ekki lagði Hrönn nógu mikla rækt við sam- talið til þess að gleyma annarra manna tösku í hendi sér. Hrönn tók þessu glensi af stóískri ró. Ekki dró úr samveru okkar Hrannar eftir fjörug og dagleg samskipti á menntaskólaárunum. Tvær okkar hófu með henni bú- skap á Fáskrúðsfirði árið eftir þar sem Hrönn hafði tekið að sér kennslu en hinar störf í fiski. Næsta ár dvaldi Hrönn vetur- langt með einni okkar í París. Það kom þó að því að Hrönn þyrfti tímabundið að einbeita sér að læknanámi. Við létum það auðvitað yfir okkur ganga að hún mætti stopult á klúbbfundi með- an á því stóð. Við nutum þess líka ríkulega að því loknu að eiga lækni í svo traustri vinkonu sem alltaf hafði einlægan áhuga á vel- ferð okkar og fjölskyldna okkar. Hrönn var víðförul. Frásagnir hennar af dvölum erlendis eru ógleymanlegar. Hún var við jarð- arberjatínslu í Frakklandi eitt sumar, vann í sumarbúðum í Bandaríkjunum, lærði í París, Strassborg og Gautaborg og dvaldi víða hérlendis við læknis- störf. Það var þó á Egilsstöðum sem Hrönn fann sína heimahöfn. Það gladdi okkur Títtur innilega þegar hún kynnti okkur fyrir Palla og þeirra áformum, að ógleymdum Garðari Páli. Við skynjuðum hversu vel Hrönn leið fyrir austan og ánægð hún var í sínu starfi. Það sló á sárustu kvöl- ina við það að missa hana út á land. Í saumaklúbbum undanfarin ár hefur jafnan verið spurt frétta af Hrönn. Þær voru góðar, alveg fram að síðustu mánuðum. Í veik- indunum dró þó ekkert úr fé- lagslyndi Hrannar. Hún ræddi opinskátt um veikindi sín en hafði áfram húmorinn og áhuga á lífinu fram á síðasta dag. Við Títtur er- um ósegjanlega þakklátar fyrir að hafa fengið að fylgja henni í veikindunum með þeim hætti sem við gerðum. Nú er skarð fyrir skildi. Við fáum ekki framar fréttir af Hrönn á klúbbfundum. Garðar Páll litli má þó vita að í okkur á hann vinkonur sem munu ævi- langt minnast mömmu hans með hlýju og bros á vör og biðja henni Guðs blessunar. Fjölskyldu Hrannar vottum við okkar inni- legustu samúð. Bryndís Lára Torfadóttir, Eydís Dóra Sverrisdóttir, María Rúnarsdóttir, Olga Sigurðardóttir, Sigríður Ásthildur Andersen. Unglingsstúlkur fastar saman á mjöðminni. Þannig vorum við Hrönn í nokkur ár á þeim aldri þegar frelsi okkar jókst en ábyrgðin var engin. Við féllum hvor að annarri eins og flís við rass en vorum undarlegur dúett ásýndum, önnur í kringum einn og áttatíu á hæð en hin þó nokkuð undir einum og sextíu. Við vorum gjarnan kallaðar litla og stóra. Vinskapur okkar einkenndist af hlátri, gleði og kátínu. Við vorum saman öllum stundum, tókum okkur til að mynda síðdegislúra saman, og þegar heim var komið eftir samveru þá hringdumst við á. Hrönn var einstakur persónu- leiki, mikil félagsvera og sagna- meistari mikill. Það gat verið hrein unun að hlusta á hana segja frá. Í útilegu verslunarmanna- helgina 1987 sagði hún mér t.d. sama brandarann um það bil 100 sinnum, af því ég bað hana um það, og ég hló jafn mikið í hvert skipti. Hrönn var fylgin sér og lét ekkert standa í vegi sínum, hörkudugleg og vinnusöm, og ég man ekki eftir henni öðruvísi en í vinnu með skóla. Ég kveð vin- konu mína með sorg í hjarta og votta fjölskyldu hennar, eigin- manni og syni mína innilegustu samúð. Vilborg Ólafsdóttir. Við kveðjum í dag kollega okk- ar Hrönn Garðarsdóttur, heimil- islækni á Egilsstöðum. Hún var samstarfskona okkar í nefnd um skipulag kandídatsárs, fulltrúi heilbrigðisstofnana á lands- byggðinni. Hrönn kom sem stormsveipur inn í nefndina árið 2016, var virkur þátttakandi í nefndarstarfinu og lét sig mjög varða hag og tækifæri lækna- kandídatanna. Saman fórum við m.a. í ferð til Ungverjalands og Slóvakíu til að hitta læknanema sem þar voru í námi og kynna þeim starfsnám lækna á Íslandi. Þar ytra var hún frábær ferða- félagi og kynnti heilsugæsluna á landsbyggðinni svo að allir vildu þangað fara. Einnig tók hún þátt í fræðsludagskrá við móttöku læknakandídata og skipulagi öllu. Hrönn var mjög annt um að vel væri tekið á móti læknakandí- dötum og stutt við þau í starfs- náminu. Hún tók afar vel á móti því unga fólki sem kom til starfa undir hennar umsjá á Egilsstöð- um og reyndist því vel. Sjálf var hún afskaplega hlý manneskja, jákvæð og glaðlynd og sá tæki- færi og lausnir í öllum verk- efnum. Okkur samstarfsfólki hennar var mjög brugðið þegar við frétt- um af alvarlegum veikindum hennar. Hrönn bar sig þó vel og vildi gjarnan halda áfram að taka þátt í menntun læknakandídata á meðan heilsan leyfði. Hrönn var yfirlæknir heilsu- gæslunnar á Egilsstöðum, vel lið- in og dugleg. Stórt skarð er höggvið í hóp heimilislækna á landsbyggðinni og læknastéttar- innar allrar við fráfall hennar. Við kveðjum Hrönn í dag með virðingu og þökk fyrir samstarfið og vináttuna sem varð til í sam- skiptum við hana. Hennar verður sárt saknað. Fjölskyldu hennar færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd nefndar um skipu- lag kandídatsárs, Inga Sif Ólafsdóttir og Gerður Aagot Árnadóttir. Það hefur auðgað líf mitt að eiga Hrönn að nánum samstarfs- manni og félaga, allt frá því að hún kom til Egilsstaða 2007. Hún varð fyrst lækna til að ljúka sér- fræðinámi í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Austur- lands (HSA). Að þau Hrönn og Páll maður hennar völdu Austur- land til búsetu og sem starfsvett- vang er nokkuð sem samfélagið hér hefur notið ávaxtanna af. Sjálf hefur Hrönn af auðmýkt og virðingu axlað fleiri og stærri hlutverk í þjónustu og stjórnun í HSA og sinnt þeim af öryggi og fagmennsku. Fyrrnefndir eigin- leikar einkenndu líka viðbrögð hennar þegar hún fyrir tæpu ári greindist með alvarlegt krabba- mein. Þá boðaði hún okkur sam- starfsfólkið til fundar við sig, deildi með okkur hinni slæmu frétt og sagði að framundan væri erfitt verkefni sem henni hefði verið fært í fang. Hún tókst á við það eins og önnur verk með öllum sínum góðu eiginleikum og þáði kröftuga meðferð en veikindin létu ekki undan. Með fráfalli Hrannar er höggvið ótímabært og stórt skarð í samfélagið okkar. Sjálfur hafði ég með árunum eignast í henni traustan vin sem ég gat leitað til með svo margt. Missir feðganna Páls og Garðars Páls sonarins unga er stærstur og sárastur og hjá þeim og öðrum nánum ástvin- um er hugur minn og samkennd. Guð blessi minningu Hrannar og megi hún hvíla í friði. Pétur Heimisson. Í Y-bekknum mættust tveir menningarheimar. Einbeittir þýskunemar og rómantískir frönskunemar. Kennsla fór fram undir háreistu risi í Þrúðvangi nokkurn spöl frá skólalóð MR. Það leið furðu skammur tími þangað til bekkjarbragur var kominn á hópinn og þar lék Hrönn stórt hlutverk. Aftast sátu þýskunemar, flest- ir strákar, en framar frönsk- unemar, flestir stelpur. Tekist var á um málefni líðandi stundar, hetjur fortíðarinnar, þróunar- kenninguna og ótal margt fleira, í rökræðum sem seint tóku enda. Og ef þeim lauk hófst umræðan um gluggann, átti ferskt loft að leika um rýmið og efla einbeit- ingu og dáð eða notalega heitur andvari fransks sumarkvölds? Hrönn tók þátt í rökræðunum af krafti og var fljót að svara fyrir sig. Við hlustuðum þegar hún tal- aði. Hrönn sat alltaf á fremsta bekk, sú elsta í bekknum, á milli okkar og kennarans. Hún var traust og góð vinkona sem var gott að tala við og hrókur alls fagnaðar þegar við komum sam- an í ótal bekkjarpartíum og sum- arbústaðaferðum. Sameiginlegur skilningur okk- ar í Y-bekknum, að við værum skemmtilegasti bekkurinn, hefur verið staðfestur margoft síðan við útskrifuðumst. Haustið 2015 Hrönn Garðarsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég þakka dýrmæt kynni af heilsteyptum nemanda og farsælli konu. Blessuð sé minning Hrannar. Ragnheiður Friðjónsdóttir. Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.