Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
Rað- og smáauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin
handavinnuhópur kl. 12-16. Boccia með Guðmundi kl. 10. Félagsvist
með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir inni-
pútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. s: 535 2700.
Boðinn Boccia kl. 10.30. Gönguhópur kl. 10.30. Félagsvist kl. 13.
Myndlist kl. 13. Sundleikfimi kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl.
8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 8.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga
með Ragnheiði kl. 11.10. Hádegismatur alla virka daga kl. 11.30-12.20
og kaffi kl. 14.30-15.30. Jóga með Ragnheiði kl. 12.05. Tálgun – opinn
hópur kl. 13-16. Frjáls spilamennska kl. 13. Liðleiki í stólum kl. 13.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Kaffi, spjall og
blöðin við hringborðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga kl.
10. Byrjendanámskeið í línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30.
Myndlistarnámskeið kl. 12.30-15.30. Félagsvist kl. 13. Handavinnu-
hornið kl. 13. Foreldrastund kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Jól í
skókassa verkefnið í gangi. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari
upplýsingar í síma 411 2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30. Núvitund kl. 10.30.
Silkimálun kl. 12.30. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30. Göngutúr
um hverfið kl. 13. Bridge kl. 13. Skák kl. 14. Handavinnuhópur hittist
kl. 15.30. Á morgun kl. 15 verður Ragna rithöfundur og skáld með
upplestur og bókaspjall á Vitatorgi. Heitt á könnunni. Verið öll hjartan-
lega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411 9450.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl.
13. Vatnsleikf. Sjál kl.7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9.30. Kvenna-
leikf Ásg. kl. 11. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Zumba salur Ísafold. kl.
16:15
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16.
Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Qigong kl. 10-11. Leikfimi Helgu Ben kl.
11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl.
13.15 Canasta-spil, kl. 16.30 kóræfing Söngvina, kl. 19.00 skapandi
skrif. Kl. 12.30 Kynning - Starfsmaður frá Heimkaupum kemur og
kennir okkur að versla á netinu og fá vörurnar sendar heim að dyrum.
Gullsmára Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30 og 17. Handavinna og
Bridge kl.13. Félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–14. Jóga kl. 10–11. Hádegismatur kl. 11.30.
Sögustund kl. 12.30-14. Prjónaklúbbur kl. 14-16.
Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl. 8-12. Myndmennt kl. 9.
Ganga í Haukahúsi kl. 10. Gaflarakórinn kl. 11. Félagsvist kl. 13.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá
Borgum og Grafarvogskirkju, mánudagsdansinn hefst kl. 11 í Borgum,
gaman að fá fleiri í dansfjörið. Skartgripagerð kl. 13 í Borgum,
félagsvist kl. 13 í Borgum, tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í
umsjón Gylfa. Kóræfing Korpusystkina í dag í umsjón Kristínar, fleiri
velkomnir í kórinn og allir áhugasamir velkomnir að hlusta.
Seltjarnarnes Gler, neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9. og 13. leir,
Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Kaffi og krossgátur í króknum
kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna á
Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20.
ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir
dömur og herra kl. 11.30. Umsjón Tanya.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
mbl.is
alltaf - allstaðar
Vantar þig
dekk?
FINNA.is
✝ GuðmundurÞorleifsson
fæddist 5. apríl
1932 í Efri-Miðbæ í
Norðfjarðarsveit.
Guðmundur lést
30. september
2019.
Foreldrar Guð-
mundar voru Þor-
leifur Árnason frá
Grænanesi í Norð-
fjarðarsveit, f. 26.
okt. 1892, d. 14. nóv. 1973, og
Guðríður Guðmundsdóttir frá
og Þórhildur Þorleifsdóttir, f.
17. apríl 1946, d. 31. ágúst
2012.
Guðmundur kvæntist Önnu
Hólm Káradóttur frá Akureyri,
f. 1. júlí 1930 á Nolli, Grýtu-
bakkahreppi, d. 21. ágúst 2007.
Guðmundur og Anna fluttu
snemma í Egilsstaði þar sem
þau bjuggu alla tíð síðan.
Börn Guðmundar og Önnu
eru Kári Hólm, f. 1954, Birna, f.
31. des. 1955, d. 30. maí 2016,
Þórleifur Hólm, f. 1957, Guð-
ríður Björg, f. 1960, og Guð-
mundur Hólm, f. 1966.
Guðmundar og Anna eiga 14
barnabörn, 26 barnabarnabörn
og eitt barnabarnabarnabarn.
Útför Guðmundar fer fram
frá Egilsstaðakirkju í dag, 7.
október 2019.
Efri-Miðbæ í Norð-
fjarðarsveit, f. 14.
ágúst 1903, d. 2.
okt. 1982.
Fimm systur
Guðmundar kom-
ust á legg. Borg-
hildur Þorleifs-
dóttir, f. 5. maí
1926, d. 7. okt.
2000, Sigrún Jó-
hanna Þorleifs-
dóttir, f. 4. júní
1930, Sigurlaug Þorleifsdóttir,
f. 24. jan. 1935, d. 16. nóv. 1999,
Með Guðmundi Þorleifssyni er
genginn einn af gegnustu mönn-
um Fljótsdalshéraðs. Norðfirð-
ingur sem settist að á Egilsstöð-
um þaðan sem hann helgaði
starfskrafta sína því að halda
símasambandi Austfirðinga
gangandi. Á fyrstu árum loftlín-
anna kostaði það mikið þrek og
ódeigan hug að brjótast í ófærð
um fjöll og firnindi til viðgerða.
Kom sér þá vel að hafa alist upp
við útiveru og skíðamennsku.
Okkar leiðir lágu saman þegar
hann réð mig óframfærinn ung-
linginn í símavinnuflokk sinn á
Seyðisfirði. Óbeðinn tók hann það
upp hjá sér að koma mér þar í
ökukennslu í vinnutímanum og
síðan í ökupróf sem þurfti að
þreyta á Reyðarfirði. Sýndi hann
þar þá hugulsemi sem var ríkur
þáttur í fari hans. Örgeðja var
Guðmundur og kunnu því ekki
allir réttilega að meta mannkosti
hans.
Hann var félagslyndur og á efri
árum virkur í félagsskap eldri
borgara og enginn var duglegri né
úthaldsmeiri að dansa þegar tæki-
færi bauðst. Áhugi á samfélags-
málum var honum í blóð borinn og
hélst til æviloka. Lá hann ekki á
skoðunum sínum og gat sýnt
mikla málafylgju. Þegar lítilli
sundlaug var fyrst komið upp á
Egilsstöðum var hann hvatamað-
ur að morgunsundi og myndaðist
fljótlega þéttur hópur karla og
kvenna sem mætti með honum í
sund fyrir allar aldir. Guðmundur
sá um að opna fyrir hópnum og féll
helst aldrei niður tími. Þegar þessi
fyrsta sundlaug hafði verið seld
upp á Jökuldal fyrir traktor og
önnur nýtískulegri risin missti
Guðmundur að vísu lyklavöldin en
áfram mætti hann manna best og
hvatti aðra til dáða með fordæmi
sínu.
Fyrir hönd morgunsundshóps-
ins tjái ég aðstandendum hans
innilega samúð okkar og söknuð
en jafnframt þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast slíkum
öndvegismanni og Guðmundur
var. Um hann gilti orðatiltæki
gengins bónda úr Hróarstungu:
„Hann var góður maður og ágæt-
ur.“
Stefán Þórarinsson.
Þegar ég var að alast upp á Eg-
ilsstöðum var Guðmundur eitt
þessara andlita sem maður sá víða
en þekkti ekki mikið til. Það var
ekki fyrr en löngu síðar, þegar ég
tók oddvitasætið á lista Fram-
sóknarflokksins fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar 2010, sem
ég get sagt að ég hafi kynnst hon-
um að ráði. Guðmundur tók þá
einnig sæti á listanum, 40 árum
eftir að hann hafði síðast gert það,
og átti síðan eftir að taka virkan
þátt í bæjarmálastarfi Framsókn-
arflokksins á Fljótsdalshéraði allt
til dauðadags. Guðmundur var
besti liðsfélagi sem hægt er að
hugsa sér. Hann hélt manni við
efnið, var ófeiminn að koma mál-
um á framfæri og fylgja þeim eft-
ir. Hann var alltaf málefnalegur
og þó að skoðanaskipti við Guð-
mund gætu á stundum orðið hvöss
var það aldrei í illu. Alltaf vorum
við áfram vinir og samherjar þeg-
ar upp var staðið. Guðmundur tók
ekki þátt í stjórnmálum sjálfs sín
vegna og erindi hans sneru aldrei
að honum eða hans hagsmunum.
Hann var alltaf að hugsa um aðra,
samfélagið sitt og þá ekki síst eldri
borgara og þrautseigja hans í mál-
flutningi kom mörgu góðu til leið-
ar. Ég minnist með mikilli hlýju
ferða okkar saman um sveitir fyrir
þrennar sveitarstjórnarkosning-
ar. Guðmundur keyrði og réði
ferðinni, fræddi mig um ábúendur
og helstu mál sem máli skiptu,
kom á fyrstu kynnum þegar kom-
ið var á bæi og leyfði mér svo að
reyna að tryggja atkvæðin eftir
bestu getu. Ég óttast að Guð-
mundur hafi reynst mér betri liðs-
félagi en ég honum. Að minnsta
kosti man ég eftir fleiri en einu
máli sem hann reglulega brýndi
mig til að koma í framkvæmd sem
ekki er lokið enn. Ég ætla að
reyna að standa mig en það verður
sannarlega söknuður að hafa Guð-
mund ekki á svæðinu til að halda
sér við efnið. Ég sendi fjölskyldu
hans og vinum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Stefán Bogi Sveinsson.
Guðmundur
Þorleifsson
✝ Pálína MargrétStefánsdóttir
fæddist 12. febrúar
1925 á Hvalskeri í
Rauðasandshreppi.
Hún lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 20. september
2019 eftir stutt
veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru Valborg
Pétursdóttir, f. 8.
janúar 1893, d. 17. júlí 1975, og
Stefán Ólafsson, f. 10. janúar
1891, d. 3. maí 1942.
Pálína var þriðja í röð fimm
systkina sem voru Þórir, d. 1999,
Guðbjörg (Stella), d. 1984, Pétur
Eysteinn, d. 2010, Arnfríður
Ásta lifir systkini sín.
Pálína giftist 29. maí 1952
Guðný Kristín, f. 12. febrúar
1955, maki Bjarni Hermann
Halldórsson, f. 28. júní 1955,
börn þeirra eru Heiða Björg,
maki Eiríkur Aðalsteinsson, eiga
þau þrjá syni, Hörður Sigurjón,
maki Emilía Gísladóttir, eiga
þau einn son. Vignir Ingi, maki
Rebekka Rúnarsdóttir, saman
eiga þau fjórar dætur.
Pálína fór ung í Söngskóla
þjóðkirkjunnar og menntaði sig í
orgelleik. Hún spilaði í kirkjum
fyrir vestan og einnig við sérstök
tilefni svo sem afmæli. Hún var
ein af stofnendum Samkórs
Kópavogs. Einnig var hún félagi
í Freyju, félagi framsóknar-
kvenna í Kópavogi. Eftir að dæt-
ur hennar stálpuðust fór hún að
vinna utan heimilis. Vann hún
lengst af við verslunarstörf, hjá
Mjólkursamsölunni, Hannyrða-
versluninni Storkinum og mötu-
neyti Seðlabanka Íslands til
starfsloka.
Útför Pálínu fór fram í kyrr-
þey að hennar ósk frá Kópavogs-
kirkju 4. október 2019.
Herði Sigurjóni
Kristóferssyni bif-
vélavirkjameistara,
f. 9. október 1917,
d. 21. september
2006. Foreldrar
hans voru Kristófer
Bjarni Jónsson, d.
1923, og Guðjónía
Stígsdóttir, d. 1963.
Dætur Pálínu og
Harðar eru Valborg
Stella, f. 4. sept-
ember 1953, d. 24. október 2016.
Hennar maki var Eggert Þór Jó-
hannsson, f. 21. október 1952,
synir þeirra eru Hörður Páll,
maki Karen Ómarsdóttir, saman
eiga þau fimm börn, Anton Ingi,
unnusta Nicola Willis, Stefán Jó-
hann, maki Jóhanna Brynjólfs-
dóttir, þau eiga tvær dætur.
Hún Pálína frænka er farin.
Það er skrítin tilhugsun að eiga
ekki eftir að koma við í kaffi til
hennar og spjalla. Við ættingjarn-
ir að vestan áttum alltaf athvarf
hjá þeim heiðurshjónum Pálu og
Herði á Digranesvegi 112, hvort
sem það var í stuttri bæjarferð
eða lengri dvöl. Iðulega höfðu þau
einn ungling úr fjölskyldunni í
kjallaranum hjá sér sem stundaði
nám eða starf í höfuðborginni.
Það lýsir vel Pálu að hún var góð
við alla, ekki bara menn heldur
líka málleysingja. Hún létti undir
með svöngum, einstæðum villi-
kattamæðrum sem áttu heima í
holtinu við Digranesveginn og
hún átti margar sögur af þeim.
Einnig áttu fuglarnir við Kópa-
vogsbrautina sinn stein sem þeim
var gefið á.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
þegar þau hjónin komu vestur á
sumrin fyrir okkur krakkana í
sveitinni. Hún fylgdist alltaf með
sinni æskusveit og í samtölum
vestur sagði hún iðulega: „En
hvað er að frétta af Rauðasandi?“
Það er einstakt hve Pála virtist
lítið þurfa að sofa, því auk þess að
stunda vinnu og sinna matseld og
heimilisstörfum, sat hún við að
prjóna fram á rauða nætur. Hún
prjónaði barnateppi fyrir litlu
börnin sem fæddust ættingjum og
vinum, ógrynni af barnafötum og í
seinni tíð prjónaði hún fyrir fátæk
börn í öðrum löndum.
Pála hafði gaman af að eiga fal-
legt heimili. Þegar hún endurnýj-
aði hjá sér, sem gerðist endrum
og sinnum, fengu við unga fólkið
að njóta þess og sófasettin hófu
hringferð sína milli okkar.
Það er margt sem við eigum
Pálínu að þakka, hún var alltaf
boðin og búin að leggja öllum lið
og við þökkum fyrir það.
Þau Pála og Haddi eiga stóran
afkomendahóp og vottum við
þeim samúð.
Systkinin frá Skeri,
Margrét.
Pálína Margrét
Stefánsdóttir
Amma var þvílíkt
gull af konu. Hún
var svo kærleiksrík
og hafði svo mikið að gefa. Hún
vildi ekki einu sinni gera skor-
dýrum mein. Stundum benti
maður á húsflugu sem maður sá
inni: „amma, fluga!“ þá svaraði
hún alltaf „já sjáðu, þetta er vin-
kona okkar“. Amma kenndi mér
nokkur töfrabrögð með spilum og
Guðrún Pálsdóttir
✝ Guðrún Páls-dóttir (Gugga)
fæddist 15. sept-
ember 1943. Hún
lést 14. september
2019.
Útför Guðrúnar
fór fram 28. sept-
ember 2019.
í mínum augum var
amma galdrakona.
Hún var best í að
baka, best í að
prjóna, best í að
gera bútasaum, hún
var best í öllu og
gerði allt svo vel og
vandvirkt. Hún var
„húkt“ á prjónunum
og leið hálfilla án
þeirra. Ég hef alltaf
verið gikkur á mat
en sama hvað amma eldaði eða
bakaði þá gat ég borðað það, hún
meira að segja gat látið mig
borða grænmeti! Svo var hún líka
svo fyndin, mikill húmoristi og
var svo góð í að segja sögur. Allir
sem þekktu ömmu elskuðu hana
og dýrkuðu því hún einhvern veg-
inn náði til allra. Það er gaman að
rifja upp minningar um ömmu
því þær eru svo margar og allar
svo góðar að það fær mig alltaf til
að brosa eða jafnvel hlæja. Þegar
ég var yngri spurði amma mig
hvort ég vissi hvers vegna það
rigndi. Hún sagði: „Það er vegna
þess að englarnir á himnum eru
að gráta.“ Svo spurði hún hvort
ég vissi hvers vegna það kæmi
regnbogi, svarið hennar var:
„Regnboginn er brú fyrir fólk
sem er á leiðinni til himna.“
Það er sárt að hún sé farin frá
okkur en minning hennar lifir
áfram í hjörtum okkar allra.
Elsku amma mín, ég sakna þín
svo mikið. Ég trúi því að þú sért
nú komin á betri stað í sumar-
landinu. Þú ert fallegasta sálin á
himnum.
Ég elska þig.
Þín ömmustelpa,
Rakel Marín.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar