Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 58
Á SELFOSSI Guðmundur Karl sport@mbl.is Það var mikið í húfi fyrir Selfyssinga í gærkvöldi þegar liðið mætti KA í Iðu í gærkvöldi í úrvalsdeild karla í handbolta. Tap hefði þýtt að liðið væri um miðja deild en með 36:34 sigri lyfta Íslandsmeistararnir sér upp í 4. sætið og halda í við toppliðin. Selfoss byrjaði vel í leiknum og menn höfðu það líklega á bak við eyrað að liðin gerðu „óvænt“ jafn- tefli á Selfossi í fyrravetur. Selfyss- ingar hafa séð á eftir deildarmeist- aratitlinum tvö ár í röð á markamun og vita að þetta eru dýr stig að tapa. Leikurinn var ákaflega sveiflu- kenndur. KA var ekki með í upphafi en náði svo frábæru áhlaupi þegar tuttugu mínútur voru liðnar. Staðan var 19:19 í hálfleik en um miðjan seinni hálfleikinn voru Selfyssingar komnir með fimm marka forskot. Þeir gulu voru ekki hættir, spiluðu hörkuvörn í lokin og náðu að minnka muninn í eitt mark á lokamínútunni. Hergeir Grímsson, Haukur Þrast- arson og Árni Steinn Steinþórsson voru algjörlega frábærir í liði Sel- foss í gærkvöldi. Hergeir var sterk- ur í vörn og sókn, markahæstur Sel- fyssinga með 11 mörk og flest stopp í vörninni sömuleiðis. En enginn er eyland og Hergeir var studdur af Hauki og Árna Steini sem bjuggu til gríðarlega mikið í sóknarleik Ís- landsmeistaranna. Árni Steinn var líka sá sem tók af skarið á lokakafl- anum þegar KA-menn þjörmuðu vel að meisturunum. Patrekur Stefánsson lék stórt hlutverk hjá KA í fyrri hálfleik þar sem gestirnir skoruðu 19 mörk. Dagur Gautason kláraði leikinn vel í vinstra horninu og Svavar Ingi Sig- mundsson átti nokkrar góðar vörslur í marki KA.  FH sigraði Fjölni 28:27 í sveiflukenndum leik í Kaplakrika þar sem nýliðarnir úr Grafarvogi náðu um tíma fimm marka forystu í fyrri hálfleiknum. Þeir voru 16:13 yf- ir í hálfleik. FH komst fimm mörk- um yfir í seinni hálfleik en Fjölnis- piltar minnkuðu muninn tvisvar í eitt mark undir lokin. Jakob Martin Ásgeirsson, Ás- björn Friðriksson og Birgir Már Birgisson skoruðu 6 mörk hver fyrir FH og Ágúst Birgisson 5. Breki Dagsson skoraði 11 mörk fyrir Fjölni, Goði Ingvar Sveinsson 5 og Bergur Elí Rúnarsson 4. Meistararnir halda í við toppliðin  Selfyssingar lögðu KA í markaleik Morgunblaðið/Árni Sæberg Ellefu Hergeir Grímsson var markahæstur Selfyssinga gegn KA. 58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, fyrri leikir: Wolfsburg – Twente................................ 6:0  Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 75 mínúturnar með Wolfsburg. BIIK Kazygurt – Bayern München ....... 0:5 Bröndby – Glasgow City.......................... 0:2 Slavia Prag – Arsenal .............................. 2:5 Fortuna Hjörring – Lyon ........................ 0:4 Manchester City – Atlético Madrid........ 1:1 Breiðablik – París SG............................... 0:4 Vináttulandsleikur karla Perú – Úrúgvæ ......................................... 1:1 KNATTSPYRNA HANDBOLTI Olísdeild karla Selfoss – KA.......................................... 36:34 FH – Fjölnir.......................................... 28:27 Staðan: Haukar 6 5 1 0 155:142 11 ÍR 6 5 0 1 188:162 10 Afturelding 6 5 0 1 157:145 10 Selfoss 6 4 1 1 182:180 9 ÍBV 6 4 0 2 159:148 8 FH 6 3 1 2 160:158 7 KA 6 2 0 4 171:172 4 Fram 6 2 0 4 140:149 4 Valur 6 1 1 4 144:145 3 Fjölnir 6 1 1 4 154:171 3 Stjarnan 6 1 1 4 143:161 3 HK 6 0 0 6 145:165 0 Þýskaland Leverkusen – Kurpfalz....................... 31:23  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Leverkusen. Danmörk Aalborg – Fredericia .......................... 29:24  Janus Daði Smárason skoraði ekki fyrir Aalborg. Ómar Ingi Magnússon er meidd- ur. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðs- ins. GOG – SönderjyskE ............................ 24:30  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 4 mörk fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson ekk- ert. Viktor Gísli Hallgrímsson varði eitt skot í marki liðsins.  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mörk fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó- hannsson eitt. Viborg – Esbjerg ................................. 24:39  Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es- bjerg. Frakkland Ivry – París SG..................................... 24:30  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki fyrir PSG. Noregur Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Elverum – Kristiansand ..................... 29:25  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Elverum. Svíþjóð Malmö – Sävehof ................................. 28:24  Ágúst Elí Björgvinsson varði 6 skot í marki Sävehof, þar af eitt vítakast. Ungverjaland Pick Szeged – Balatonfüredi ............. 41:22  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 4 mörk fyrir Pick Szeged. Dominos-deild kvenna Snæfell – Skallagrímur........................ 54:68 KR – Valur ............................................ 74:76 Keflavík – Breiðablik ........................... 89:56 Grindavík – Haukar ........................... 56:100 Staðan: Valur 3 3 0 282:198 6 Keflavík 3 2 1 233:190 4 KR 3 2 1 232:224 4 Haukar 3 2 1 226:187 4 Skallagrímur 3 2 1 208:185 4 Snæfell 3 1 2 205:226 2 Breiðablik 3 0 3 173:243 0 Grindavík 3 0 3 164:270 0 Evrópubikarinn C-riðill: Nanterre – Unics Kazan..................... 92:94  Haukur Helgi Pálsson lék ekki með Un- ics Kazan á sínum gamla heimavelli.  Darussafaka 4, Joventut Badalona 4, Un- ics Kazan 4, Brescia 4, Nanterre 2, Cede- vita Olimpija 0. Meistaradeild Evrópu D-riðill: Bonn – Zaragoza ................................. 85:71  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig fyrir Zaragoza og tók 2 fráköst á 12 mín- útum.  Dijon 2, Bonn 2, Neptunas 2, Besiktas 2, PAOK Saloniki 0, Brindisi 0, Zaragoza 0, Szombathely 0. Svíþjóð Borås – Jämtland................................. 94:79  Elvar Már Friðriksson skoraði 23 stig fyrir Borås, átti 10 stoðsendingar og tók 4 fráköst á 29 mínútum. KÖRFUBOLTI Í KÓPAVOGI Kristján Jónsson kris@mbl.is Breiðablik lenti í rúmlega 90 mín- útna eltingarleik við firnasterkt lið PSG frá Frakklandi í fyrri leik lið- anna í 16-liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu kvenna í knatt- spyrnu á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. PSG vann sanngjarnan 4:0 sigur og hafði liðið fullkomna stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. PSG er því komið með annan fótinn hið minnsta í 8-liða úrslitin en liðin eiga eftir að mætast á ný í París. Ljóst var strax í upphafi leiks að leikmenn franska liðsins tóku ekki verkefninu gegn íslensku bikar- meisturunum af neinni léttúð. Engin byrjendamistök gerð eins og að van- meta andstæðinginn heldur allt sett í botn. Spennustigið var hátt fyrir leikmenn Blika sem margir eru í yngri kantinum. Stressið hafði áhrif á leikmenn Blika þótt það hafi ekki ráðið úrslit- um. Leikurinn varð aldrei óþægilegur fyrir PSG því liðið náði að skora á 10. mínútu og koma sér í þægilega stöðu. Var því fylgt eftir með tveim- ur mörkum til viðbótar á fyrsta hálf- tímanum. Var þá staðan orðin 3:0 og hélst hún þannig þar til í uppbótar- tímanum þegar fjórða markið kom eftir hornspyrnu. Tvö marka PSG komu eftir horn- spyrnur. Ef maður á að gagnrýna Blikana fyrir eitthvað þá mætti einna helst nefna þá staðreynd. Breiðablik er það gott lið að það er óþarfi að fá á sig tvö mörk eftir föst leikatriði þótt andstæðingurinn sé sterkur. Nógu erfitt er að verjast heimsklassa leikmönnum PSG í opnu spili úti á vellinum án þess að mörk eftir hornspyrnur bætist ofan á. Ef leikurinn er skoðaður út frá varnarleik Breiðabliks þá var hann ekki slæmur. Þótt liðið hafi fengið á sig fjögur mörk þá þarf að horfa til þess að leikurinn fór nánast fram á vallarhelmingi Blika. Þær íslensku þurftu stöðugt að glíma við send- Eltingarleikur í 90 mínútur á Kópavogsvelli  Ekkert vanmat hjá stjörnum prýddu liði París SG sem skoraði þrisvar á fyrsta hálftímanum og vann Breiðablik 4:0 0:1 Karina Sævik 10. 0:2 Formiga 18. 0:3 Marie-Antoinette Katoto 29. 0:4 Paulina Dudek 90. I Gul spjöldBaltimore 50. I Rauð spjöldEngin. Breiðablik: (4-3-3) Mark: Ásta Vig- dís Guðlaugsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Heiðdís Lillýjardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Hildur Antonsdóttir (Isabella Eva Aradóttir BREIÐABLIK – PARÍS SG 0:4 82), Fjolla Shala, Alexandra Jó- hannsdóttir. Sókn: Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir (Bergþóra Sól Ás- mundsdóttir 90), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Þórhildur Þórhalls- dóttir 88), Agla María Albertsdóttir. París SG: (3-5-2) Mark: Christiane Endler. Vörn: Hanna Glas, Alana Co- ok, Paulina Dudek. Miðja: Karina Sævik, Aminata Diallo, Formiga, Sandy Baltimore (Lea Khelifi 76), As- hley Lawrence. Sókn: Nadia Nadim (Lina Boussaha 69), Marie- Antoinette Katoto (Jordyn Huitema 46). Dómari: Olga Zadinová, Tékklandi. Áhorfendur: 1.312. Hleðsluhöllin, Olísdeild karla, mið- vikudag 16. október 2019. Gangur leiksins: 3:1, 7:4, 11:7, 13:13, 16:16, 19:19, 21:21, 25:23, 29:24, 30:27, 33:29, 34:31, 35:34, 36:34. Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 11/3, Haukur Þrastarson 9/1, Árni Steinn Steinþórsson 9, Atli Ævar Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Guðjón Baldur Ómarsson 1. Varin skot: Sölvi Ólafsson 11/1, Einar Baldvin Baldvinsson 3/1. SELFOSS – KA 36:34 Utan vallar: 8 mínútur. Mörk KA: Patrekur Stefánsson 8, Ta- rik Kasumovic 7, Dagur Gautason 7/2, Áki Egilsnes 5, Jón Heiðar Sig- urðsson 2, Daníel Griffin 2, Andri Snær Stefánsson 1/1, Einar Birgir Stefánsson 1, Daði Jónsson 1. Varin skot: Svavar Ingi Sigmunds- son 11, Jovan Kukobat 2. Utan vallar: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Sig- urjón Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.