Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 58
Á SELFOSSI
Guðmundur Karl
sport@mbl.is
Það var mikið í húfi fyrir Selfyssinga
í gærkvöldi þegar liðið mætti KA í
Iðu í gærkvöldi í úrvalsdeild karla í
handbolta. Tap hefði þýtt að liðið
væri um miðja deild en með 36:34
sigri lyfta Íslandsmeistararnir sér
upp í 4. sætið og halda í við toppliðin.
Selfoss byrjaði vel í leiknum og
menn höfðu það líklega á bak við
eyrað að liðin gerðu „óvænt“ jafn-
tefli á Selfossi í fyrravetur. Selfyss-
ingar hafa séð á eftir deildarmeist-
aratitlinum tvö ár í röð á markamun
og vita að þetta eru dýr stig að tapa.
Leikurinn var ákaflega sveiflu-
kenndur. KA var ekki með í upphafi
en náði svo frábæru áhlaupi þegar
tuttugu mínútur voru liðnar. Staðan
var 19:19 í hálfleik en um miðjan
seinni hálfleikinn voru Selfyssingar
komnir með fimm marka forskot.
Þeir gulu voru ekki hættir, spiluðu
hörkuvörn í lokin og náðu að minnka
muninn í eitt mark á lokamínútunni.
Hergeir Grímsson, Haukur Þrast-
arson og Árni Steinn Steinþórsson
voru algjörlega frábærir í liði Sel-
foss í gærkvöldi. Hergeir var sterk-
ur í vörn og sókn, markahæstur Sel-
fyssinga með 11 mörk og flest stopp
í vörninni sömuleiðis. En enginn er
eyland og Hergeir var studdur af
Hauki og Árna Steini sem bjuggu til
gríðarlega mikið í sóknarleik Ís-
landsmeistaranna. Árni Steinn var
líka sá sem tók af skarið á lokakafl-
anum þegar KA-menn þjörmuðu vel
að meisturunum.
Patrekur Stefánsson lék stórt
hlutverk hjá KA í fyrri hálfleik þar
sem gestirnir skoruðu 19 mörk.
Dagur Gautason kláraði leikinn vel í
vinstra horninu og Svavar Ingi Sig-
mundsson átti nokkrar góðar
vörslur í marki KA.
FH sigraði Fjölni 28:27 í
sveiflukenndum leik í Kaplakrika
þar sem nýliðarnir úr Grafarvogi
náðu um tíma fimm marka forystu í
fyrri hálfleiknum. Þeir voru 16:13 yf-
ir í hálfleik. FH komst fimm mörk-
um yfir í seinni hálfleik en Fjölnis-
piltar minnkuðu muninn tvisvar í
eitt mark undir lokin.
Jakob Martin Ásgeirsson, Ás-
björn Friðriksson og Birgir Már
Birgisson skoruðu 6 mörk hver fyrir
FH og Ágúst Birgisson 5.
Breki Dagsson skoraði 11 mörk
fyrir Fjölni, Goði Ingvar Sveinsson 5
og Bergur Elí Rúnarsson 4.
Meistararnir
halda í við
toppliðin
Selfyssingar lögðu KA í markaleik
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ellefu Hergeir Grímsson var markahæstur Selfyssinga gegn KA.
58 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Meistaradeild kvenna
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Wolfsburg – Twente................................ 6:0
Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 75
mínúturnar með Wolfsburg.
BIIK Kazygurt – Bayern München ....... 0:5
Bröndby – Glasgow City.......................... 0:2
Slavia Prag – Arsenal .............................. 2:5
Fortuna Hjörring – Lyon ........................ 0:4
Manchester City – Atlético Madrid........ 1:1
Breiðablik – París SG............................... 0:4
Vináttulandsleikur karla
Perú – Úrúgvæ ......................................... 1:1
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Selfoss – KA.......................................... 36:34
FH – Fjölnir.......................................... 28:27
Staðan:
Haukar 6 5 1 0 155:142 11
ÍR 6 5 0 1 188:162 10
Afturelding 6 5 0 1 157:145 10
Selfoss 6 4 1 1 182:180 9
ÍBV 6 4 0 2 159:148 8
FH 6 3 1 2 160:158 7
KA 6 2 0 4 171:172 4
Fram 6 2 0 4 140:149 4
Valur 6 1 1 4 144:145 3
Fjölnir 6 1 1 4 154:171 3
Stjarnan 6 1 1 4 143:161 3
HK 6 0 0 6 145:165 0
Þýskaland
Leverkusen – Kurpfalz....................... 31:23
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2
mörk fyrir Leverkusen.
Danmörk
Aalborg – Fredericia .......................... 29:24
Janus Daði Smárason skoraði ekki fyrir
Aalborg. Ómar Ingi Magnússon er meidd-
ur. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðs-
ins.
GOG – SönderjyskE ............................ 24:30
Arnar Freyr Arnarsson skoraði 4 mörk
fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson ekk-
ert. Viktor Gísli Hallgrímsson varði eitt
skot í marki liðsins.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt
mörk fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó-
hannsson eitt.
Viborg – Esbjerg ................................. 24:39
Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es-
bjerg.
Frakkland
Ivry – París SG..................................... 24:30
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki
fyrir PSG.
Noregur
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Elverum – Kristiansand ..................... 29:25
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5
mörk fyrir Elverum.
Svíþjóð
Malmö – Sävehof ................................. 28:24
Ágúst Elí Björgvinsson varði 6 skot í
marki Sävehof, þar af eitt vítakast.
Ungverjaland
Pick Szeged – Balatonfüredi ............. 41:22
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 4
mörk fyrir Pick Szeged.
Dominos-deild kvenna
Snæfell – Skallagrímur........................ 54:68
KR – Valur ............................................ 74:76
Keflavík – Breiðablik ........................... 89:56
Grindavík – Haukar ........................... 56:100
Staðan:
Valur 3 3 0 282:198 6
Keflavík 3 2 1 233:190 4
KR 3 2 1 232:224 4
Haukar 3 2 1 226:187 4
Skallagrímur 3 2 1 208:185 4
Snæfell 3 1 2 205:226 2
Breiðablik 3 0 3 173:243 0
Grindavík 3 0 3 164:270 0
Evrópubikarinn
C-riðill:
Nanterre – Unics Kazan..................... 92:94
Haukur Helgi Pálsson lék ekki með Un-
ics Kazan á sínum gamla heimavelli.
Darussafaka 4, Joventut Badalona 4, Un-
ics Kazan 4, Brescia 4, Nanterre 2, Cede-
vita Olimpija 0.
Meistaradeild Evrópu
D-riðill:
Bonn – Zaragoza ................................. 85:71
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig
fyrir Zaragoza og tók 2 fráköst á 12 mín-
útum.
Dijon 2, Bonn 2, Neptunas 2, Besiktas 2,
PAOK Saloniki 0, Brindisi 0, Zaragoza 0,
Szombathely 0.
Svíþjóð
Borås – Jämtland................................. 94:79
Elvar Már Friðriksson skoraði 23 stig
fyrir Borås, átti 10 stoðsendingar og tók 4
fráköst á 29 mínútum.
KÖRFUBOLTI
Í KÓPAVOGI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Breiðablik lenti í rúmlega 90 mín-
útna eltingarleik við firnasterkt lið
PSG frá Frakklandi í fyrri leik lið-
anna í 16-liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu kvenna í knatt-
spyrnu á Kópavogsvellinum í
gærkvöldi. PSG vann sanngjarnan
4:0 sigur og hafði liðið fullkomna
stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu til
þeirrar síðustu. PSG er því komið
með annan fótinn hið minnsta í 8-liða
úrslitin en liðin eiga eftir að mætast
á ný í París.
Ljóst var strax í upphafi leiks að
leikmenn franska liðsins tóku ekki
verkefninu gegn íslensku bikar-
meisturunum af neinni léttúð. Engin
byrjendamistök gerð eins og að van-
meta andstæðinginn heldur allt sett í
botn. Spennustigið var hátt fyrir
leikmenn Blika sem margir eru í
yngri kantinum.
Stressið hafði áhrif á leikmenn
Blika þótt það hafi ekki ráðið úrslit-
um.
Leikurinn varð aldrei óþægilegur
fyrir PSG því liðið náði að skora á 10.
mínútu og koma sér í þægilega
stöðu. Var því fylgt eftir með tveim-
ur mörkum til viðbótar á fyrsta hálf-
tímanum. Var þá staðan orðin 3:0 og
hélst hún þannig þar til í uppbótar-
tímanum þegar fjórða markið kom
eftir hornspyrnu.
Tvö marka PSG komu eftir horn-
spyrnur. Ef maður á að gagnrýna
Blikana fyrir eitthvað þá mætti
einna helst nefna þá staðreynd.
Breiðablik er það gott lið að það er
óþarfi að fá á sig tvö mörk eftir föst
leikatriði þótt andstæðingurinn sé
sterkur. Nógu erfitt er að verjast
heimsklassa leikmönnum PSG í opnu
spili úti á vellinum án þess að mörk
eftir hornspyrnur bætist ofan á.
Ef leikurinn er skoðaður út frá
varnarleik Breiðabliks þá var hann
ekki slæmur. Þótt liðið hafi fengið á
sig fjögur mörk þá þarf að horfa til
þess að leikurinn fór nánast fram á
vallarhelmingi Blika. Þær íslensku
þurftu stöðugt að glíma við send-
Eltingarleikur
í 90 mínútur á
Kópavogsvelli
Ekkert vanmat hjá stjörnum prýddu liði París SG sem
skoraði þrisvar á fyrsta hálftímanum og vann Breiðablik 4:0
0:1 Karina Sævik 10.
0:2 Formiga 18.
0:3 Marie-Antoinette Katoto 29.
0:4 Paulina Dudek 90.
I Gul spjöldBaltimore 50.
I Rauð spjöldEngin.
Breiðablik: (4-3-3) Mark: Ásta Vig-
dís Guðlaugsdóttir. Vörn: Ásta Eir
Árnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir,
Heiðdís Lillýjardóttir, Áslaug Munda
Gunnlaugsdóttir. Miðja: Hildur
Antonsdóttir (Isabella Eva Aradóttir
BREIÐABLIK – PARÍS SG 0:4
82), Fjolla Shala, Alexandra Jó-
hannsdóttir. Sókn: Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir (Bergþóra Sól Ás-
mundsdóttir 90), Berglind Björg
Þorvaldsdóttir (Þórhildur Þórhalls-
dóttir 88), Agla María Albertsdóttir.
París SG: (3-5-2) Mark: Christiane
Endler. Vörn: Hanna Glas, Alana Co-
ok, Paulina Dudek. Miðja: Karina
Sævik, Aminata Diallo, Formiga,
Sandy Baltimore (Lea Khelifi 76), As-
hley Lawrence. Sókn: Nadia Nadim
(Lina Boussaha 69), Marie-
Antoinette Katoto (Jordyn Huitema
46).
Dómari: Olga Zadinová, Tékklandi.
Áhorfendur: 1.312.
Hleðsluhöllin, Olísdeild karla, mið-
vikudag 16. október 2019.
Gangur leiksins: 3:1, 7:4, 11:7, 13:13,
16:16, 19:19, 21:21, 25:23, 29:24,
30:27, 33:29, 34:31, 35:34, 36:34.
Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson
11/3, Haukur Þrastarson 9/1, Árni
Steinn Steinþórsson 9, Atli Ævar
Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3,
Guðjón Baldur Ómarsson 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 11/1, Einar
Baldvin Baldvinsson 3/1.
SELFOSS – KA 36:34
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk KA: Patrekur Stefánsson 8, Ta-
rik Kasumovic 7, Dagur Gautason
7/2, Áki Egilsnes 5, Jón Heiðar Sig-
urðsson 2, Daníel Griffin 2, Andri
Snær Stefánsson 1/1, Einar Birgir
Stefánsson 1, Daði Jónsson 1.
Varin skot: Svavar Ingi Sigmunds-
son 11, Jovan Kukobat 2.
Utan vallar: 16 mínútur.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Sig-
urjón Þórðarson.