Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 67
MENNING 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Okkur á Árnastofnun langaði til að
varpa ljósi á nýjar rannsóknir á
þjóðsögum, því það er enn verið að
skoða þennan arf, þjóðsögur al-
mennt í veröldinni, hvernig arfurinn
er nýttur, túlkaður, teygður og út-
breiddur. Þetta tímabil þjóðernis-
rómantíkur á nítjándu öldinni hefur
heilmikið verið skoðað,“ segir Rósa
Þorsteinsdóttir, rannsóknarlektor
við Stofnun Árna
Magnússonar, en
hún stendur fyrir
alþjóðlegri ráð-
stefnu um þjóð-
sagnasafnarann
Jón Árnason sem
hefst í dag,
fimmtudag. Þar
munu innlendir
og erlendir fræði-
menn fjalla um
þjóðsögur og æv-
intýri og miðlun þeirra.
„Tilefnið er að 200 ár eru liðin frá
fæðingu Jóns, en í sumar var haldið
upp á það í fæðingarbyggð hans á
Skagaströnd með veglegri dagskrá
á sjálfan afmælisdaginn 17. ágúst. Í
september var málþing um Jón í
Landsbókasafninu og þar var opnuð
sýning um hann sem enn stendur,“
segir Rósa og bætir við að fólkið
sem haldi erindi á ráðstefnunni núna
komi víða að.
„Aðalræðumaðurinn í dag er Joep
Leerssen, sagnfræðiprófessor frá
Amsterdam, en hann ætlar að fjalla
um þá hugmyndasögu að þjóðsagna-
söfnun tengist þjóðarsköpun. Hann
hefur líka áhuga á tengslanetinu
sem myndast milli fólks í mismun-
andi löndum, sem hefur þær hug-
myndir að þjóðsögur séu hluti af
þjóðararfinum sem þurfi að safna,
varðveita og geyma. Hér á Íslandi
tengist þetta sjálfstæðisbaráttunni,
við sjáum það þegar hinn þýski Kon-
rad Maurer kom hingað til lands
1858 en hann hvatti Jón Árnason og
Magnús Grímsson til að safna þjóð-
sögum, sem þeir og gerðu. Eftir frá-
fall Magnúsar hélt Jón einn áfram
að safna sögunum og Maurer hafði
milligöngu um að gefa út íslenskt
þjóðsagnasafn á bók, hann fann út-
gefanda í Þýskalandi. Maurer stakk
upp á því að Jón sendi alla böggla og
bréf til Guðbrands Vigfússonar í
Kaupmannahöfn til yfirlestrar, af
því hann var sjálfur ekki nógu góður
í íslensku, þótt hann hafi lært hana.“
Rósa segir að það sjáist á bréfum
frá Guðbrandi að hann bar efnið líka
undir sjálfan Jón Sigurðsson.
„Stundum tóku þeir völdin af Jóni
Árnasyni og þegar Guðbrandur
breytir einhverju í safninu, þá er
það í þá átt að sýna enn sterkar
fram á að þessar sögur séu sameign
þjóðarinnar. Það að við eigum þjóð-
sögurnar okkar er ein sönnun þess
að við erum þjóð,“ segir Rósa og
bætir við að þegar Sigurður málari
hafi um svipað leyti komið til Ís-
lands hafi honum og Jóni Árnasyni
strax orðið vel til vina.
„Þeir eru saman í því að benda á
nauðsyn þess að stofna þjóðminja-
safn, að ekki eigi að senda forngrip-
ina úr landi og að ekki megi senda
handritin áfram úr landi. Þetta
sama sést alls staðar, það er verið að
sýna fram á að þessi hópur fólks
sem á þessar sameiginlegu sögur sé
þjóð.“
Sjón segir frá hvernig þjóðsög-
ur hafa haft áhrif á hans skrif
Ráðstefnan stendur yfir í tvo
daga og Rósa segir að seinni daginn,
á morgun, föstudag, verði talað
meira um ævintýri og hvernig
kynjafræðilegum og hinsegin-
fræðilegum rannsóknum er beitt á
þjóðsögurnar, tengsl þeirra við nú-
tímabókmenntir og fornbókmenntir
og fleira. Aðalræðumaðurinn þá
verður Maria Tatar, prófessor við
Harvardháskóla í Bandaríkjunum.
„Rithöfundurinn Sjón ætlar að
enda ráðstefnuna á erindi þar sem
hann segir frá hvernig þjóðsögur
hafa haft áhrif á hans skáldsagna-
skrif,“ segir Rósa sem sjálf verður
með erindi þar sem hún segir frá
sagnafólki og þeirra sögum, en auk
þess ætlar hún að skemmta gestum
ráðstefnunnar með því að segja eitt
ævintýr, söguna af Orðabelg.
Ráðstefnan, sem haldin er í tilefni
af 200 ára afmæli Jóns Árnasonar,
fer fram í Norræna húsinu í Reykja-
vík og hefst kl. 11 í dag, fimmtudag,
og heldur áfram á morgun, föstu-
dag. Dagskráin fer fram á ensku.
Nánar á arnastofnun.is og á
Facebook/Ráðstefna í tilefni af 200
ára afmæli Jóns Árnasonar.
Ljósmynd/Þjóðminjasafnið
Þjóðsagnasafnari Flestir Íslendingar þekkja sögurnar sem Jón safnaði.
Þessar sögur eru
sameign þjóðar
Rósa
Þorsteinsdóttir
Ráðstefna til heiðurs Jóni Árnasyni
Togstreitan á milli raunveru-legs sannleiks og tilbúinssannleiks er áþreifanleg íLeðurjakkaveðri. Við lifum
á undarlegum tímum í heimi þar
sem allir eiga að geta sagt öllum allt
um sitt sjálf. Stundum er staðreynd-
in einfaldlega sú að sannleikurinn er
ekki heillandi og þá er ekkert annað
í stöðunni en að mála upp nýjan
sannleik, fallegri, sóðalegri eða
áhugaverðari.
Manneskjan er sultukrukka og ef
hún opnast ekki þá er hún óörugg,
hrokafull eða hvort tveggja, eins og
Fríða lýsir því
sjálf.
Einstakling-
urinn er farinn að
víkka út í sam-
tímanum. Hann
lifir á fleiri stöð-
um en í raunveru-
leikanum, stór
hluti einstakl-
ingsins er sá sem
hvílir í sýndar-
heimi samfélagsmiðla. Fríðu tekst
listilega vel að greina frá þessari út-
víkkun sem er ekki endilega
framþróun:
manneskjan vex
ekki eins og tré
heldur tún
Ljóðin flæða áfram líkt og vatn úr
krana án þess að verða kaótísk. Orð-
in raðast upp áreynslulaust rétt eins
og örlög þeirra hafi verið að lenda
saman í ljóðum Fríðu. Hinn þjáli tit-
ill bókarinnar, Leðurjakkaveður,
gefur góða vísbendingu um það sem
innan kápunnar er að finna en orð-
hlutarnir þrír passa einstaklega vel
saman og mynda örlítið listaverk.
Umfjöllunarefni og
stíll renna saman
Niðurstaða bókarinnar virðist vera
sú að manneskjan sé ekki órjúfan-
legt atóm heldur fremur einhvers
konar vatnsfall og þannig kallast
flæðandi stíllinn og umfjöllunarefnið
á.
Leðurjakkinn er mikilvægt tákn í
bókinni. Hann tengir umfjöllunar-
efni bókarinnar, einstaklingshyggj-
una, sannleikann og sjálfsmynd nú-
tímamanneskjunnar, saman með því
að standa fyrir föður ljóðmæland-
ans, eitthvað til að fela sig í, vörn í
formi aukalags af húð og leið til að
berskjalda sig ekki fullkomlega.
Verkið er því heildstætt þótt
Fríða leyfi sér að fara út um víðan
völl í skáldskapnum og það er hægt
að lesa bókina ótal sinnum og alltaf
komast að einhverju nýju, einhverju
sem vekur fleiri heilasellur úr dvala.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vatnsfall Niðurstaða bókarinnar virðist vera sú að manneskjan sé ekki órjúfanlegt atóm heldur fremur einhvers
konar vatnsfall og þannig kallast flæðandi stíllinn og umfjöllunarefnið á, skrifar gagnrýnandi um bók Fríðu Ísberg.
Örlög orða að enda
í Leðurjakkaveðri
Ljóð
Leðurjakkaveður
bbbbb
Eftir Fríðu Ísberg.
Mál og menning. Kilja, 46 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR