Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 DLÚX Vítamínúði Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna „DLúx úðinn er ekki vondur á bragðið, ekki sterkur og létt að taka hann, bara eitt sprey á dag undir tunguna. Mér líður miklu betur eftir að ég byrjaði að taka úðann þannig að ég mæli með honum“ Rakel Ósk 10 ára *DLúx 1000 á að duga til að viðhalda gildunum. Rakel Ósk þurfti að taka sterkan D-vítamínskammt samkvæmt læknisráði til að ná upp gildunum ogmælti læknirinn með 3000 einingum á dag. Fjórum vikum síðar voru gildin voru komin í 98 nmól/l og taldi hann þetta örugglega vera met í bætingu. Hann hvatti jafnframt til áframhaldandi inntöku til að viðhalda gildunum* Færðu nóg D? DLÚX vítamínmunnúði tryggir hámarksupptöku Sykurlaustog ángerviefna Öllum er ráðlagt að gefa börnum sínum D-vítamín, nánast frá fæðingu en skortur getur haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar og telja sumir að of lítil inntaka á D-vítamíni sé orðið eitt alvarlegasta og útbreiddasta heilsufarsvandamálið í heiminum í dag. 60 ára Guðrún er úr Vesturbænum í Kópa- vogi og býr þar. Hún er framkvæmdastjóri Tré- smiðju HM, fyrirtækis þeirra hjóna. Hún er mikill stuðningsmaður Breiðabliks. Maki: Hallmundur Marvinsson, f. 1957, húsasmíðameistari. Börn: María, f. 1977, Auður Ósk, f. 1983, og Steinunn, f. 1987. Barnabörn eru Berglind Rán, Arnheiður og Þorgerður Freyja Maríubörn; Hallmundur, sonur Steinunnar, og Emil Þór, sonur Auðar. Þau eru öll búsett í Vesturbæ Kópavogs. Foreldrar: Jón Björnsson, f. 1937, flug- umferðarstjóri, og Þorgerður Aðalsteins- dóttir, f. 1940, fv. framkvæmdastjóri. Þau eru búsett í Vesturbænum í Kópavogi. Guðrún Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óþarfi að bugast þótt allir hlutir gangi ekki upp. Sýndu dirfsku og skelltu þér á námskeið í einhverju sem þú hefur aldrei gert. 20. apríl - 20. maí  Naut Hafðu í huga á næstunni að þú ert ekki hér til að þóknast öðrum, einungis sjálfri/sjálfum þér. Hógværð þín er efni í heila bók. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú eru menn einhuga um að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Sýndu þolinmæði, æsingur flýtir ekki fyrir neinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að leiða jólaauglýsingar hjá þér. Jólaandinn kemur bara þegar þér hentar. Ekki láta vonbrigði annarra slá þig út af laginu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Heimili og fjölskylda eru þitt eina áhugamál um þessar mundir, það er óumdeilt. Þú færð óvæntar fréttir af fjölgun í fjölskyldunni í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þig langi til þess að breyta til þá er ekki rétti tíminn til þess núna. Slepptu tökum á fortíðinni, hún er liðin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er sannleikskorn í því að hálfn- að er verk þá hafið er. Leitastu við að vera börnunum góð fyrirmynd. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu óhrædd/ur við að leita þér aðstoðar svo þú getir skilað af þér verkefnum í tæka tíð. Daður er ekki þín sterkasta hlið, en það er í lagi að reyna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leitaðu ráða hjá sérfræðingi um lagaleg atriði. Ekki trúa öllu sem þér er sagt og ráðlagt að gera. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur óaðfinnanlegan smekk og vilt endilega veita þeim sem biðja ráð. Þú ert góður vinur og vinahóp- urinn er stór. Félagslífið tekur kipp næstu vikur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst erfitt að standa í sviðsljósinu og forðast það af fremsta megni. Að komast til botns í vissu máli færir þér hugarró. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú kynnist vissum nýjungum, og það reynir á huga þinn. Þér finnst þér allir vegir færir. honum líkjast eru fáir.“ Þórir stjórnaði Geysisgosum um árabil fyrir Geysisnefndina svoköll- uðu eða yfirvöld hverju sinni, jafnt fyrir innlenda sem erlenda gesti. Ekki var nú allt óumdeilt sem hann gerði þar, eins og þegar hann gerði raufina í skálina um Geysi um árið. Það var gert til að lækka vatns- yfirborð hversins og létta á honum. Færa má rök fyrir því að þessi Tungunum til Reykjavíkur og hin- ar ýmsu vörur til baka. Glaðbeittur og greiðvikinn leysti hann og út- vegaði það sem vantaði, hvað sem það nú var, t.d. voru guðaveigar úr ákveðinni búð í Reykjavík vel þegnar þyrstum Tungnamönnum. Eins og stendur í gamanbrag sem ortur var honum til heiðurs í 50 ára afmæli hans: „Já, góðmennskan er það sem honum háir/Og þeir sem Þ órir Sigurðsson er fæddur 17. október 1939 að Geysi í Hauka- dal og ólst upp á heim- ili foreldra sinna á Íþróttaskólanum í Haukadal. Þórir fór til náms í Sönderborg í Danmörku þar sem hann útskrif- aðist sem íþróttakennari árið 1961. Hann stundaði nám í Garðyrkju- skólanum Reykjum í Ölfusi og lauk þaðan garðyrkjuprófi vorið 1963. Þórir stundaði margar íþróttir með góðum árangri, enda bæði fimur, sterkur og snarpur. Hann var afreksmaður í sundi og glímu. Síðast en ekki síst afburðafim- leikamaður en tilþrif hans á boga- hestinum þóttu jafnast á við stór- stjörnur nútímans, eins og því var lýst í riti um sögu HSK. Hann var góður glímumaður og sigraði sex sinnum í bikarglímu HSK sem byggðist á bragðfimi, kunnáttu og drengskap. Þórir var mikill frísk- leikamaður og lék sér að því að stökkva öfugt heljarstökk þegar hann var nær sextugu. Og enn eru sagðar sögur í sveitinni af honum þegar hann gekk á höndum niður af sviði félagsheimilisins Aratungu, út salinn og út á bílaplanið. Það voru mörg sjálfboðaliða- störfin sem unnin voru hér áður fyrr og var Þórir engin undantekn- ing þar. Þórir kom ungur til starfa í Ungmennafélagi Biskupstungna og setti mikinn svip á íþróttalífið í Biskupstungum. Þórir var gjald- keri Ungmennafélags Biskups- tungna um árabil og stýrði fjár- málum félagsins með styrkri hendi. Störfin voru margbreytileg. Veitingasala í Aratungu, að stýra árshátíðum, kvöldvökum eða íþróttakvöldum. Á sinn hógværa en gamansama hátt tókst honum að virkja félagsmenn og sveitung- ana til dáða. Þórir var gerður að heiðursfélaga Ungmennafélags Biskupstungna á 90 ára afmæli fé- lagsins árið 1988. Þórir var íþróttakennari í Reyk- holtsskóla í 20 ár. Hann stundaði skólaakstur í 40 ár, ásamt því að reka vöruflutningafyrirtæki, þar sem hann keyrði grænmeti úr gjörningur hafi lengt þann tíma sem hverinn var fær um að gjósa um áratugi. Þórir sem nú dvelur í góðu yfir- læti á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði, langt leiddur af Parkinsonsjúkdómnum, sem hann greindist með 1995, hefur enn sterkar skoðanir á flestu, m.a. á því hvernig hjálpa mætti Geysi að gjósa á ný, okkur öllum til ánægju og yndisauka. En eins og áður er ekki víst að þær hugmyndir falli að nútímanáttúruvernd, eins og kallað er.“ Fjölskylda Eiginkona Þóris er Þórey Jón- asdóttir, f. 23.11. 1946, frá Kjóa- Þórir Sigurðsson, Geysi í Haukadal – 80 ára Ásamt barnabörnunum Þórir, Ólafur Aron, Þórey, Atli Þór, Marey, Karl Jóhann og Sölvi Freyr árið 2015. Gekk á höndum út á bílaplan Morgunblaðið/Golli Geysisgos Þórir setur sápu í Geysi og hann látinn gjósa 8. júní 2000. Feðgar Þórir tekur við bikar úr hendi föður síns. 40 ára Jóhann fæddist á Húsavík en flutti sex ára til Reykjavíkur. Hann er framreiðslumaður að mennt og vinnur á veitingastaðnum Moss í Bláa lóninu. Hann hefur ástríðu fyrir vínum og Liv- erpool, og hefur verið vínskólakennari. Maki: Elísabet Jónsdóttir, f. 1985, kennari og verðandi matvælafræð- ingur. Börn: Viðar Marel, f. 2000, Thelma Berglind, f. 2006, Hrafnhildur, f. 2011, og Bjartey Bára, f. 2014. Foreldrar: Viðar Marel Jóhannsson, f. 1951, heildsali, og Bára Snorradóttir, f. 1950, fyrrverandi matráður. Þau eru búsett í Reykjavík. Jóhann Marel Viðarsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.