Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 56

Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 DLÚX Vítamínúði Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna „DLúx úðinn er ekki vondur á bragðið, ekki sterkur og létt að taka hann, bara eitt sprey á dag undir tunguna. Mér líður miklu betur eftir að ég byrjaði að taka úðann þannig að ég mæli með honum“ Rakel Ósk 10 ára *DLúx 1000 á að duga til að viðhalda gildunum. Rakel Ósk þurfti að taka sterkan D-vítamínskammt samkvæmt læknisráði til að ná upp gildunum ogmælti læknirinn með 3000 einingum á dag. Fjórum vikum síðar voru gildin voru komin í 98 nmól/l og taldi hann þetta örugglega vera met í bætingu. Hann hvatti jafnframt til áframhaldandi inntöku til að viðhalda gildunum* Færðu nóg D? DLÚX vítamínmunnúði tryggir hámarksupptöku Sykurlaustog ángerviefna Öllum er ráðlagt að gefa börnum sínum D-vítamín, nánast frá fæðingu en skortur getur haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar og telja sumir að of lítil inntaka á D-vítamíni sé orðið eitt alvarlegasta og útbreiddasta heilsufarsvandamálið í heiminum í dag. 60 ára Guðrún er úr Vesturbænum í Kópa- vogi og býr þar. Hún er framkvæmdastjóri Tré- smiðju HM, fyrirtækis þeirra hjóna. Hún er mikill stuðningsmaður Breiðabliks. Maki: Hallmundur Marvinsson, f. 1957, húsasmíðameistari. Börn: María, f. 1977, Auður Ósk, f. 1983, og Steinunn, f. 1987. Barnabörn eru Berglind Rán, Arnheiður og Þorgerður Freyja Maríubörn; Hallmundur, sonur Steinunnar, og Emil Þór, sonur Auðar. Þau eru öll búsett í Vesturbæ Kópavogs. Foreldrar: Jón Björnsson, f. 1937, flug- umferðarstjóri, og Þorgerður Aðalsteins- dóttir, f. 1940, fv. framkvæmdastjóri. Þau eru búsett í Vesturbænum í Kópavogi. Guðrún Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óþarfi að bugast þótt allir hlutir gangi ekki upp. Sýndu dirfsku og skelltu þér á námskeið í einhverju sem þú hefur aldrei gert. 20. apríl - 20. maí  Naut Hafðu í huga á næstunni að þú ert ekki hér til að þóknast öðrum, einungis sjálfri/sjálfum þér. Hógværð þín er efni í heila bók. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú eru menn einhuga um að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Sýndu þolinmæði, æsingur flýtir ekki fyrir neinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að leiða jólaauglýsingar hjá þér. Jólaandinn kemur bara þegar þér hentar. Ekki láta vonbrigði annarra slá þig út af laginu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Heimili og fjölskylda eru þitt eina áhugamál um þessar mundir, það er óumdeilt. Þú færð óvæntar fréttir af fjölgun í fjölskyldunni í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þig langi til þess að breyta til þá er ekki rétti tíminn til þess núna. Slepptu tökum á fortíðinni, hún er liðin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er sannleikskorn í því að hálfn- að er verk þá hafið er. Leitastu við að vera börnunum góð fyrirmynd. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu óhrædd/ur við að leita þér aðstoðar svo þú getir skilað af þér verkefnum í tæka tíð. Daður er ekki þín sterkasta hlið, en það er í lagi að reyna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leitaðu ráða hjá sérfræðingi um lagaleg atriði. Ekki trúa öllu sem þér er sagt og ráðlagt að gera. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur óaðfinnanlegan smekk og vilt endilega veita þeim sem biðja ráð. Þú ert góður vinur og vinahóp- urinn er stór. Félagslífið tekur kipp næstu vikur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst erfitt að standa í sviðsljósinu og forðast það af fremsta megni. Að komast til botns í vissu máli færir þér hugarró. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú kynnist vissum nýjungum, og það reynir á huga þinn. Þér finnst þér allir vegir færir. honum líkjast eru fáir.“ Þórir stjórnaði Geysisgosum um árabil fyrir Geysisnefndina svoköll- uðu eða yfirvöld hverju sinni, jafnt fyrir innlenda sem erlenda gesti. Ekki var nú allt óumdeilt sem hann gerði þar, eins og þegar hann gerði raufina í skálina um Geysi um árið. Það var gert til að lækka vatns- yfirborð hversins og létta á honum. Færa má rök fyrir því að þessi Tungunum til Reykjavíkur og hin- ar ýmsu vörur til baka. Glaðbeittur og greiðvikinn leysti hann og út- vegaði það sem vantaði, hvað sem það nú var, t.d. voru guðaveigar úr ákveðinni búð í Reykjavík vel þegnar þyrstum Tungnamönnum. Eins og stendur í gamanbrag sem ortur var honum til heiðurs í 50 ára afmæli hans: „Já, góðmennskan er það sem honum háir/Og þeir sem Þ órir Sigurðsson er fæddur 17. október 1939 að Geysi í Hauka- dal og ólst upp á heim- ili foreldra sinna á Íþróttaskólanum í Haukadal. Þórir fór til náms í Sönderborg í Danmörku þar sem hann útskrif- aðist sem íþróttakennari árið 1961. Hann stundaði nám í Garðyrkju- skólanum Reykjum í Ölfusi og lauk þaðan garðyrkjuprófi vorið 1963. Þórir stundaði margar íþróttir með góðum árangri, enda bæði fimur, sterkur og snarpur. Hann var afreksmaður í sundi og glímu. Síðast en ekki síst afburðafim- leikamaður en tilþrif hans á boga- hestinum þóttu jafnast á við stór- stjörnur nútímans, eins og því var lýst í riti um sögu HSK. Hann var góður glímumaður og sigraði sex sinnum í bikarglímu HSK sem byggðist á bragðfimi, kunnáttu og drengskap. Þórir var mikill frísk- leikamaður og lék sér að því að stökkva öfugt heljarstökk þegar hann var nær sextugu. Og enn eru sagðar sögur í sveitinni af honum þegar hann gekk á höndum niður af sviði félagsheimilisins Aratungu, út salinn og út á bílaplanið. Það voru mörg sjálfboðaliða- störfin sem unnin voru hér áður fyrr og var Þórir engin undantekn- ing þar. Þórir kom ungur til starfa í Ungmennafélagi Biskupstungna og setti mikinn svip á íþróttalífið í Biskupstungum. Þórir var gjald- keri Ungmennafélags Biskups- tungna um árabil og stýrði fjár- málum félagsins með styrkri hendi. Störfin voru margbreytileg. Veitingasala í Aratungu, að stýra árshátíðum, kvöldvökum eða íþróttakvöldum. Á sinn hógværa en gamansama hátt tókst honum að virkja félagsmenn og sveitung- ana til dáða. Þórir var gerður að heiðursfélaga Ungmennafélags Biskupstungna á 90 ára afmæli fé- lagsins árið 1988. Þórir var íþróttakennari í Reyk- holtsskóla í 20 ár. Hann stundaði skólaakstur í 40 ár, ásamt því að reka vöruflutningafyrirtæki, þar sem hann keyrði grænmeti úr gjörningur hafi lengt þann tíma sem hverinn var fær um að gjósa um áratugi. Þórir sem nú dvelur í góðu yfir- læti á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði, langt leiddur af Parkinsonsjúkdómnum, sem hann greindist með 1995, hefur enn sterkar skoðanir á flestu, m.a. á því hvernig hjálpa mætti Geysi að gjósa á ný, okkur öllum til ánægju og yndisauka. En eins og áður er ekki víst að þær hugmyndir falli að nútímanáttúruvernd, eins og kallað er.“ Fjölskylda Eiginkona Þóris er Þórey Jón- asdóttir, f. 23.11. 1946, frá Kjóa- Þórir Sigurðsson, Geysi í Haukadal – 80 ára Ásamt barnabörnunum Þórir, Ólafur Aron, Þórey, Atli Þór, Marey, Karl Jóhann og Sölvi Freyr árið 2015. Gekk á höndum út á bílaplan Morgunblaðið/Golli Geysisgos Þórir setur sápu í Geysi og hann látinn gjósa 8. júní 2000. Feðgar Þórir tekur við bikar úr hendi föður síns. 40 ára Jóhann fæddist á Húsavík en flutti sex ára til Reykjavíkur. Hann er framreiðslumaður að mennt og vinnur á veitingastaðnum Moss í Bláa lóninu. Hann hefur ástríðu fyrir vínum og Liv- erpool, og hefur verið vínskólakennari. Maki: Elísabet Jónsdóttir, f. 1985, kennari og verðandi matvælafræð- ingur. Börn: Viðar Marel, f. 2000, Thelma Berglind, f. 2006, Hrafnhildur, f. 2011, og Bjartey Bára, f. 2014. Foreldrar: Viðar Marel Jóhannsson, f. 1951, heildsali, og Bára Snorradóttir, f. 1950, fyrrverandi matráður. Þau eru búsett í Reykjavík. Jóhann Marel Viðarsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.