Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 að sjálfsögðu ekkert um það hvað síð- ar kann að hafa gerst,“ segir Haukur. En viðtalið við Ólöfu gefur tilefni til að rifja upp sögu Leirfinns. Ofanritaður blaðamaður var tiltölu- lega nýbyrjaður á Morgunblaðinu þegar honum var falið að sjá um að skrifa lögreglufréttir í blaðið. Ég hafði aðeins verið viku í því starfi þeg- ar lögreglan í Keflavík hringdi fimmtudaginn 21. nóvember 1974 og bað um að auglýst væri eftir vitnum að ferðum Geirfinns Einarssonar, sem hafði horfið af heimili sínu og ekkert spurst til. Fréttin var stutt eins dálks frétt á blaðsíðu tvö daginn eftir. Hvarf Geirfinns þótti afar dul- arfullt og var fjallað um málið í frétt- um næstu daga. Reyndar næstu vikur, mánuði, ár og áratugi. Það var svo viku eftir hvarf Geir- finns að Morgunblaðið var boðað til fundar í lögreglustöðinni í Reykjavík. Þetta var þriðjudaginn 26. nóvember. Þennan fund sótti ég ásamt þeim mikla snillingi Ólafi K. Magnússyni ljósmyndara. Á fundinum var leir- styttan sýnd í fyrsta skipti. Ríkey Ingimundardóttir myndlistarkona í Keflavík gerði styttuna að beiðni lög- reglunnar. Hún átti að líkjast manni sem hringt hafði úr Hafnarbúðinni kvöldið sem Geirfinnur hvarf og talinn hafa verið sá sem hringdi heim til hans um kvöldið. Sama dag hafði verið sagt frá gerð leirstyttunnar í Morgunblaðinu og birt hnakkamynd, sem jók á spennuna. Myndir af styttunni birtust í sjónvarp- inu strax um kvöldið og í dagblöðum landsins daginn eftir. Um fátt annað var talað en þetta dularfulla manns- hvarf og Morgunblaðið birti myndina þriggja dálka á baksíðunni. Fljótlega var farið að kalla styttuna Leirfinn. Rauðglóandi símar Blaðamenn Morgunblaðsins fylgd- ust með hverju skrefi lögreglunnar næstu daga. Strax og sjónvarpið hafði sýnt leirmyndina byrjuðu símarnir að hringja á lögreglustöðvum landsins og þeir hringdu linnulítið næstu daga. Alls bárust yfir 100 símtöl og áður en varði var lögreglan í Keflavík kom- in með nöfn 70 manna, en á suma var Það er bara einn Leirfinnur  Nýleg tilgáta um að leirstyttur í Geirfinnsmálinu hafi verið tvær gefur tilefni til að rifja upp sögu þessarar frægu styttu  Þeir sem gerst þekkja til taka af öll tvímæli  Mistök að birta myndina? Morgunblaðið/Friðþjófur Frá hlið Hér má sjá vangasvip Leir- finns. Örn Höskuldsson er fjær. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Fyrsta myndin Þetta er myndin sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins 27. nóvember 1974. Margar ábendingar komu í kjölfar þess að myndin birtist. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Á fundi Á hinum sögulega blaðamannafundi þýska lögregluforingjans Karls Schütz og teymis hans hinn 2. febrúar 1977 stóð Leirfinnur á miðju borði. Morgunblaðið/Eggert Í vikunni Þetta er nýjasta myndin af Leirfinni. Hún var tekin í varðveislu- húsi Þjóðminjasafnins á mánudag. Þetta er eina litmyndin sem blaðið á. FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Frægasta leirstytta Íslandssögunnar, Leirfinnur, hefur oft ratað í fréttir fjölmiðla undanfarin 45 ár, allt frá því hún var kynnt til sögunnar haustið 1974. Nú síðast var sett fram tilgáta um að leirstytturnar væru tvær. Morgunblaðið kannaði málið og nið- urstaðan var þessi: Það er bara einn Leirfinnur. Og hann er núna varð- veittur í húsnæði Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Fyrir stuttu birtist í fréttum Ríkis- sjónvarpsins viðtal við Ólöfu Nordal myndlistarmann, sem er að undirbúa yfirlitssýningu um feril sinn. Í viðtalinu rifjaði hún meðal annars upp verk sem hún vann fyrir Kristnitökuhátíðina á Alþingi árið 2000. Ólöf ákvað að leggja Sævari Ciesielski lið með því að endurgera Leirfinn og setja á staur á Þingvöllum þar sem þingheimur þyrfti að ganga fram hjá honum og sjá hann. „Dularfullt fyrirbæri“ Hún hugðist síðan endurgera Leir- finn fyrir yfirlitssýninguna. „Niður- staðan af þessari vinnu er sú að það hafi verið gerðir tveir leirhausar,“ sagði Ólöf í viðtalinu við RÚV. „Fyrri, sem þjóðin þekkir, og svo einhver seinni sem er miklu dularfyllra fyrir- bæri. Ég hef engar kenningar, þetta er mér algjör hulin ráðgáta, ég skil ekki af hverju það hafi þurft að gera tvo. Nema þá að þessi sem var gerður fyrst hafi verið of líkur ákveðinni per- sónu og það hafi þurft að breyta hon- um.“ Ólöf hélt því líka fram að lögreglan hefði gert myndir af Leirfinni upp- tækar í ljósmyndasöfnum dagblað- anna. Þetta á alla vega ekki við um Morgunblaðið. Í möppunni „Geir- finnsmálið“, sem greinarhöfundur hef- ur varðveitt um árabil, eru til nokkrar slíkar myndir. Þær myndir og mynd sem tekin var af Leirfinni í Þjóðminja- safninu í vikunni eru birtar hér með greininni. Lesendur geta því spreytt sig á því hvort þeir sjá einhvern mun. Bara gerð ein leirmynd Morgunblaðið ræddi við Hauk Guð- mundsson, sem stjórnaði frumrann- sókninni á hvarfi Geirfinns Einars- sonar, sem fór frá heimili sínu í Keflavík að kvöldi 19. nóvember 1974 og ekkert hefur til hans spurst síðan. Hvarf Geirfinns og Guðmundar Einarssonar er án efa umtalaðasta sakamál Íslandssögunnar. „Það var bara gerð ein leirmynd í tengslum við okkar rannsókn. Ég veit  SJÁ SÍÐU 20 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.