Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 2

Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 2
Tölvuteikning/Rakel Karls Vogabyggð Þar er að rísa nýtt íbúðahverfi og framkvæmdir þegar hafnar. Borginni stefnt vegna innviðagjalds  Byggingarverktaki segir að álagning innviðagjalds sé ólögmæt  Krefur borgina um endurgreiðslu Stefna byggingarverktakans Sér- verks ehf. á hendur Reykjavíkur- borg vegna innviðagjalda verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Borginni er aðallega stefnt til endurgreiðslu oftekinna gjalda en til vara að ólögmæti innviðagjalds verði viðurkennt. Sérverk segir að álagn- ing innviðagjaldsins sé ólögmæt. Tekjuöflun sveitarfélaga verði að byggjast á heimild í lögum, óháð því hvort um er að ræða skattheimtu eða gjald fyrir þjónustu. Sérverk keypti Kuggavog 5 af Vogabyggð ehf. og tók m.a. yfir skuldabréf vegna innviðagjalda. Uppgreiðsluverð þess í október 2018 var rúmlega 120 milljónir króna. Sérverk skrifaði borginni 11. sept- ember 2018 og sagði að álagning inn- viðagjaldsins stæðist ekki því ekki væru heimildir í lögum til innheimtu þess. Því síður rúmaðist innviða- gjaldið innan tekjuöflunarheimilda sem borgin hefði á einkaréttarlegum grunni. Fyrirtækið krafðist þess að fá innviðagjaldið endurgreitt. Borgin hafnaði því alfarið. Í stefnunni er m.a. vitnað í minnis- blað til borgarstjóra þar sem kemur fram að áformaðar séu framkvæmd- ir í hverfinu við gerð gatna, torga, stíga, nýrra stofnlagna, strandstíga, útsýnis- og göngupalla, landfyllinga og grjótvarna. Einnig göngubrú og stíflu við Háubakkatjörn, brú yfir Naustavog, færslu á Kleppsmýrar- vegi og færslu skolpdælustöðvar. Innviðakostnaður þessi er metinn tæpir fimm milljarðar króna í frum- kostnaðaráætlun. Samtök iðnaðarins rituðu borginni 3. janúar 2017 og spurðust m.a. fyrir um heimild til að leggja á innviðagjöld. Borgarlög- maður taldi að borgin þyrfti ekki lagaheimild til töku innviðagjalda þar sem um væri að ræða einkarétt- arlegan samning við lóðarhafa um samstarf við uppbyggingu hverfa í borginni. Þess er getið í stefnunni að emb- ætti borgarlögmanns hafi lagt fram tillögur í nóvember 2018 um gjald- tökuheimildir vegna uppbyggingar almenningssamgangna. Þar sé lagt til að annaðhvort verði skipulagslög- um breytt til að leyfa innheimtu inn- viðagjalds eða sett verði ákvæði um nýjan gjaldstofn í lög um gatnagerð- argjald. gudni@mbl.is 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ð b á f i 595 1000 Verð frá kr. 89.995 7 nætur á 3, 6 eða 13. nóvemberðverð ge tur br ey st án fyr ir . g Tenerife VIÐTALMargrét Þóra ÞórsdóttirAkureyri Stefán Sigurðsson á Akureyri fagnaði hundrað ára afmæli sínu í gær, 16. október, og þótti helst til of mikið umstang í kringum kaffitímann. „Það er bara eins og maður sé eitt- hvert stórmenni“, sagði hann. Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, heiðraði Stefán með nærveru sinni og fékk sér afmæliskaffi með honum og gestum hans. Þá barst honum kort frá forseta Íslands sem honum þótti mikið til koma. Flutti 14 ára til Akureyrar Stefán fæddist í Stóradal í Djúpadal í Eyjafirði. Hann er sonur Sigurðar Stefánsson, bónda í Kambfelli og Mel- gerði í Eyjafjarðarsýslu, síðar á Akureyri, og Lilju Jó- hönnu Stefánsdóttur. Hann fæddist í torfbæ en þegar hann var um eins árs aldur flutti fjölskyldan í timburhús sem afi hans, Stefán Jóhannesson, reisti á jörðinni. Lífið lék ekki beint við fjölskylduna, móðir hans lést ung að ár- um, Stefán var þá á tólfta ári en hann missti einnig systur sínar tvær. Stefán flutti til Akureyrar 14 ára gamall með föður sínum, móðurafa og móðursystur og settist fjöl- skyldan að í Innbænum, í húsi í Aðalstræti 17. Þar bjó Stefán þar til hann festi ráð sitt og flutti í Þórunnarstræti 118 þar sem hann bjó í 60 ár, allar götur þar til hann flutti á Dvalarheimilið Hlíð í maí árið 2016. Kona hans var Annalísa Helga Sigurðardóttir, Anelise Helga Holm, sem fædd var í Danmörku en kom til Akureyrar um tvítugt. Hún lést árið 2000. Annalísa og Stefán eignuðust þrjár dætur, tvíburana Lilju og Helgu og Sóldísi. Helga lést fyrr á þessu ári. Afkomendur Stefáns eru 10 talsins. Langlífi er í ætt Stefáns, en faðir hans varð 94 ára gam- all og amma hans í föðurætt náði 97 ára aldri. Eitt af móð- ursystkinunum hans varð 95 ára. Í meira en hálfa öld í verksmiðjunum Ævistarf Stefáns var í verksmiðjunum á Gleráreyrum á Akureyri, lengst starfaði hann í Skógerð Iðunnar, var verkstjóri í sníðadeild. Lilja dóttir hans segir að starfið í skódeildinni hafi verið hans ær og kýr. „Hann var mættur fyrir allar aldir á morgnana, um 6, og var þarna meira og minna allan daginn alla daga, hann lifði og hrærðist í vinnunni.“ Lilja starfaði sjálf í skódeildinni um tíma og undir hans stjórn. Stefán vann í verksmiðjunum í ríflega hálf öld, eða 52 ár. Stefán var fjölskyldumaður og hafði ánægju af bók- lestri, átti hann mikið bókasafn. Hann tók þátt í starfsemi Ferðafélags Akureyrar og hafði unun af því að ganga á fjöll, einkum kringum Akureyri. Hann var einnig í Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga og tók þátt í gróðursetningu með félaginu hér og hvar um Eyjafjörð, m.a. í Vaðlareit hand- an Akureyrar. Stefán hefur lengst af dvöl sinni á Hlíð verið við þokka- lega líkamlega heilsu en er aðeins farinn að gefa eftir í seinni tíð. „Eins og maður sé eitthvert stórmenni“ Morgunblaðið/Margrét Þóra 100 ára Stefán Sigurðsson ásamt dætrum sínum, Lilju og Sólrúnu, og Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra.  Stefán Sigurðsson á Akureyri fagnaði 100 ára afmæli Ófögur sjón blasti við augum við Rauðavatnið, en í kringum það er mikil náttúrufegurð og vinsælt úti- vistarsvæði fyrir göngufólk og hestamenn. Einhver hafði farið þangað og losað sig við alls konar drasl. Bjarni Brynjólfsson, upplýs- ingastjóri Reykjavíkurborgar, seg- ir að rekist fólk á drasl á víðavangi í borgarlandinu eigi það að senda ábendingu um það á heimasíðu borgarinnar. Starfsmenn borg- arinnar muni þá hreinsa til. Hann segir nokkuð algengt að tilkynn- ingar berist um að drasli sé hent á víðavangi. Bjarni hafði heyrt að á sam- félagsmiðlum væri boðið upp á að losa fólk við drasl gegn vægu gjaldi. Í stað þess að fara með það í Sorpu hefði því verið hent úti í náttúrunni. „Það er algjörlega forkastanlegt að á 21. öldinni sé fólk enn að fleygja svona á víðavangi,“ sagði Bjarni. gudni@mbl.is Alls konar rusli er hent úti á víðavangi  Algengt að tilkynningar berist Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Rauðavatn Fólk vill líklega ekki sjá svona sóðalega umgengni þegar það fer í heilsubótargöngu eða reiðtúr sér til ánægju úti í náttúrunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.