Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 40

Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Það er óhætt að segja að nýr sam- göngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga hafi vak- ið mikla umræðu í samfélaginu, enda löngu tímabært að far- ið sé í samgöngu- úrbætur á höfuðborgarsvæðinu. Verst þykir okkur sjálfstæðismönnum í Reykjavík að sáttmál- inn, ef sáttmála skyldi kalla, er í raun algjörlega óútfærður. Þetta staðfesti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kastljósviðtali fyrir stuttu. Það er ekki ábyrgt af stjórnmála- mönnum að ana af stað í stór- framkvæmdir án þess að hnýta alla lausa enda, hvað þá að hnýta fyrir stærsta þátt sáttmálans, fjármögn- unina. Ekki liggur fyrir arðsem- ismat en oddviti okkar sjálfstæð- ismanna, Eyþór Laxdal Arnalds, hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að gert verði arðsemismódel. Nauðsynlegt að fram- kvæma arðsemismat Hann hefur sagt að mikilvægast sé að gert verði arðsemismat á fyr- irhuguðum framkvæmdum en til þess þarf að gera umferðarmódel af höfuðborgarsvæðinu. Þá sagði hann í færslu á Facebook: „Í Hollywood framleiða menn ekki gamanmynd án þess að gera arðsemismódel.“ Þessu hljóta allir skynsamir stjórnmála- menn að vera sammála. Stærsti hluti fjármögnunarinnar upp á 60 þúsund millj- ónir króna á að koma í gegnum veggjöld sem eru ekkert annað en skattlagning á höf- uðborgarbúa. Félagshyggjumað- urinn Dagur B. Eggertsson Eftir að umræðan um veggjöld komst í hámæli hef ég verið að velta fyrir mér nokkr- um staðreyndum um veggjöldin. Í fyrsta lagi munu þau íþyngja þeim mest sem búa í efri byggðum Reykjavíkur, enda þurfa íbúar þar oftar en ekki að nýta sér stofnvegi til að koma sér í og úr vinnu. Þau munu bitna minna á íbú- um sem búa miðsvæðis, enda eru langflest fyrirtæki og stofnanir stað- sett þar, sem er auðvitað hluti af vandamálinu hvað varðar umferð- aröngþveitið. Það þarf engan sér- fræðing til að sjá þennan skipulags- halla en umferðarteppurnar mynd- ast á morgnana þegar fólk ferðast í vestur og í austur síðdegis. Þetta sjá allir með berum augum þegar þeir aka í og úr vinnu. Þá má líka leiða að því líkur að þeir sem hafa minna á milli handanna og búa í efri byggð- um Reykjavíkur fari verst út úr því fyrirkomulagi sem félagshyggju- maðurinn Dagur B. Eggertsson áformar. Dagur sagði í viðtali á Sprengi- sandi á Bylgjunni inntur eftir svör- um um breytta gjaldtöku: „Mér finnst þetta einn af stóru sigrunum í þessu samkomulagi frá sjónarhóli okkar sem stýrum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að óháð þessu samkomulagi þá stefnum við í breytta gjaldtöku á umferð.“ Orkuskipti í samgöngunum munu hafa áhrif Auðvitað er það ekki svo að hægt sé að slá breytta gjaldtöku út af borðinu enda munu orkuskipti í samgöngum hafa gríðarleg áhrif á næstu árum. En það verður að vera algerlega á hreinu að gjaldtaka sem þessi má ekki íþyngja skattgreið- endum. Þess vegna er nauðsynlegt að útfærslan liggi fyrir áður en hald- ið er af stað svo skattgreiðendur í Reykjavík lendi ekki í tvísköttun. Hvað orkuskiptin varðar má jafn- framt benda á að borgaryfirvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar innviðauppbygginu til að flýta fyrir orkuskiptum. Hér er átt við að Reykjavík, sem á stærstan hlut í Orkuveitu Reykjavíkur, hefur enn ekki farið af stað með tengi í öll fjöl- býlishús svo íbúar þar geti hlaðið bifreiðir sínar. Sjálfstæðismenn hafa ítrekað lagt þetta til í borgarstjórn. Aukinheldur má nefna í samhengi samgöngusáttmálans að tækniþróun getur reynst ótrúlega hröð, sem verður enn ein breytan í þessu sam- hengi sem taka þarf tillit til. Við get- um nefnt sjálfakandi bifreiðir til að mynda. Bent hefur verið á að sjálf- akandi ökutæki gætu mögulega fækkað bílum umtalsvert en það mun skapa mikil tækifæri, m.a. verði hægt að fækka bílastæðum og gera vegi minni í stað þess að byggja stórvirki sem eiga að sinna almenningssamgöngum. Þegar öllu er á botninn hvolft er nauðsynlegt að útfæra fjármögnun áður en lengra er haldið. Veggjöld koma verst niður á þeim verst settu Eftir Björn Gíslason » Það er ekki ábyrgt af stjórnmálamönnum að ana af stað í stór- framkvæmdir án þess að hnýta alla lausa enda Björn Gíslason Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að álitsgerðir prófessors Carls Bau- denbacher, fyrrverandi dómsforseta EFTA- dómstólsins í Lúx- emborg og Skúla Magnússonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, fyrrver- andi ritara EFTA- dómstólsins, hafi tagl- hnýtt Alþingi við orku- pakkann. – Prófessorinn hefur haldið hér fjölda fyrirlestra. Í álitsgerð prófessors CB er virðu- leg grímulaus ógnun um að Íslend- ingar eiga að lúta yfirvaldinu; Evr- ópuvaldinu (m.a. Surveillance Authority (ESA)). Ekki skortir að prófessorinn fullvissar lesanda um að landsmenn þurfi ekkert að óttast nema skömmina að hafa trassað að gera athugasemdir í tæka tíð. Prófessor CB bendir á að ótækt sé að draga lengur eðlileg samskipti Noregs og Lichtensteins við ESB. Á þessu hamrar hann. Þá nefnir pró- fessorinn fyrrverandi ritara sinn, Skúla, ítrekað til vitnis, um að stjórnarskrá Íslands megi teygja, svo hægt sé að samþykkja orkupakk- ann. Hæst stiguð íslensk, vegna lær- dóms og reynslu, var álitsgerð Stef- áns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, en dugði ekki til, því þeir vöruðu ítrekað við samþykki orkupakkans: „Með vísan til framanritaðs er það álit höfunda að ekki séu að óbreyttu forsendur til þess að Ísland aflétti stjórnskipulegum fyrirvara við um- rædda ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar.“ (S. 36) Meirihluti Alþingis var ósáttur með álits- gerðina. Þá var gripið til tveggja ráða: pípu- hatts utanrík- isráðherra og að vitna í álitsgerð Skúla. Í umfjöllun um orku- pakkann hefur Skúli réttilega titlað sig dós- ent við HÍ, en í hans eigin ferilskrá er hann, réttilega, titlaður dóm- ari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Álitsgerð Skúla er ámælisverð vegna þess að:  Einbeitt atlaga er gerð að stjórnarskrá Íslands.  Framsal á stjórn orkumála og þá orkulindum Íslands er metið ámóta eða minna fullveldisafsal, en framsal á fjármálaeftirliti.  Ekki er gagnrýnt að ESB hefur undanfarinn aldarfjórðung tekið sér aukið vald innan EES-samningsins. Er Skúli ekki meðvitaður um að hon- um beri að gæta hagsmuna Íslands?  Tillögur fyrir Alþingi innihalda mótsagnir.  Mótsagnir í tillögum flækja lög og rétt landsins.  Í gerðinni er fjallað um laga- tæknileg atriði en sjónum ekki beint að afleiðingum ákvarðana. Skúli heldur til skila að í stjórn- arskránni eru engin ákvæði, um framsal á ríkisvaldi. Að því gerðu tekur hann að gæla við þá „fræði- mennsku“ að löglaust framsal verði löglegt ef það stendur lengi óátalið og ítrekað. Er svo að skilja að við það breytist stjórnarskráin. Þá kemur í huga lesara hvort þjófnaður verði löglegur ef lögleys- Fráleitur samanburð Eftir Tómas Ísleifsson Tómas Ísleifsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Það er ég viss um að margur lesandi myndi taka undir þessa fyrirsögn, sannfærður um að tilheyra hópi út- valinna sem fordómalausastir væru í veröldinni. En er það endilega svo? Er nóg að berja sér á brjóst og segj- ast fordómalaus gagnvart öllu mögulegu, en gleyma öðru sem ekki er eins áberandi og litaraft? Hversu oft sér maður ekki á sam- félagsmiðlum að þessi eða hinn ætti að halda sig á mottunni því sá sé gamall og úreltur? Eins sést oft, þegar sagt er frá skoðanakönnunum, að sjónarmið þeirra sem „hafa meiri menntun“ og „hærri tekjur“ séu einhvern veginn rétthærri en hinna minna megandi. Þó er lýðræði og jafn kosninga- réttur, en ekki eru allir jafnir gagn- vart tjáningarfrelsinu. Kveikjan að þessum línum er fyr- irsögn í blaði um mann sem átti merkisafmæli í sumar leið. „Er enn aktívur í umræðunni“. Því skyldi hann ekki vera það, maður sem hafði fundið til í stormum sinna tíða og látið um sig muna? Greinin hefði allt eins getað heitið: „Er enn með réttu ráði“. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Fordómalausa þjóð Fordómar Eru allir jafnfordóma- lausir og þeir halda að þeir séu. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Sjóðheit steypujárnssending Lodge járnpanna, 26 cm Verð 9.500 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.