Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
bent oftar en einu sinni. Er skemmst
frá því að segja að birting leirstytt-
unnar bar ekki þann árangur sem
menn vonuðust eftir og leiddi ekki til
þess að leysa gátuna um hvarf Geir-
finns.
Ríkey var ekki nógu ánægð með
þær teikningar sem hún gerði og því
var ráðist í að gera leirstyttu. Lög-
reglumennirnir bundu vonir við að
mynd af henni myndi leiða þá á sporið
en svo fór ekki. Eftir á að hyggja töldu
þeir að það hefðu jafnvel verið mistök
að birta þessa mynd, birtingin hrfði
aðeins ruglað fólk í ríminu. En svar
við þeirri spurningu fæst aldrei, frek-
ar en við svo fjölmörgum öðrum
spurningum í þessu dularfulla máli.
Eftir þetta var Leirfinnur settur í
geymslu og ekki sýndur opinberlega
fyrr en á blaðamannafundi þýska lög-
regluforingjans Karls Schütz og rann-
sóknarteymis hans 2. febrúar 1977.
Styttan stóð á borðinu fyrir framan
lögregluforingjann. Ekki var að sjá að
hún væri eitthvað breytt frá frumsýn-
ingunni. Allavega gat ég ekki séð
neinn mun, en ég sat fundinn fyrir
hönd blaðsins.
Margt gerðist í Geirfinnsmálinu
næstu árin sem landsmenn þekkja vel
og ekki er ástæða til að tíunda hér.
Handtaka svonefndra Klúbbmanna
haustið 1975 vakti að vonum geysilega
athygli. Þeir sátu í saklausir gæslu-
varðhaldi í 90-105 daga. Einn þeirra,
Magnús Leópoldsson, óskaði eftir því
mörgum árum síðar að rannsókn yrði
gerð á tildrögum þess að hann var
hnepptur í gæsluvarðhald. Einnig
skyldi kannað hvort rannsóknarmenn
hefðu beðið Ríkeyju að móta myndina
eftir ljósmynd af Magnúsi eins og
flogið hafði fyrir á sínum tíma.
Gerð eftir lýsingu sjónarvotta
Lára V. Júlíusdóttir hrl. var settur
saksóknari í málinu og skilaði hún
skýrslu 4. febrúar 2003. Það var nið-
urstaða Láru að umrædd leirmynd
hefði verið gerð eftir fyrirsögn sjón-
arvotta í Hafnarbúðinni.
Leirmyndin hefði m.a. verið gerð á
grundvelli teikninga sem höfundur
hennar hefði þegar gert eftir lýsingu
sjónarvotta. „Ekkert hefur komið
fram við rannsóknina sem bendir til
þess að rannsóknaraðilar í Keflavík
hafi ætlað að láta leirmyndina líkjast
Magnúsi Leópoldssyni enda enginn
sjáanlegur tilgangur með slíku. Ef
lögreglan hefur á þeim tímapunkti
grunað Magnús um að vera manninn í
Hafnarbúðinni hefði verið mun auð-
veldara fyrir lögreglu að fá úr því
skorið með löglegum og venjubundn-
um hætti,“ var niðurstaða Láru V.
Júlíusdóttur.
Mjög margt athyglisvert kemur
fram í skýrslu Láru V. Júlíusdóttur,
enda var hún 98 blaðsíður.
Ekki er dálkapláss til að rekja það
allt í þessari grein. Þó er rétt að geta
þess að Lára segir að í vinnumöppu
lögreglunnar í Keflavík hafi fundist
listi með nöfnum 73 einstaklinga sem
almenningur hafi bent á. Á suma
bentu fleiri en einn en aðeins virðist
hafa komið ein ábending um Magnús
Leópoldsson.
Lára nefndi sem dæmi að sex
ábendingar hefðu borist um Baldvin
Baldvinsson, þekktan knattspyrnu-
mann. Ekkert hefur komið fram sem
bendir til annars en hann hafi verið
alsaklaus dreginn inn í þetta mál.
Leirstyttan („Leirfinnur“) var af-
hent Þjóðminjasafninu til varðveislu í
september 2017, að tillögu lögreglu-
stjórans í Reykjavík, enda var grip-
urinn ekki talinn til málsskjala í Geir-
finnsmálinu. Hann er nú í varðveislu-
húsnæði safnsins á Tjarnarvöllum 11
í Hafnarfirði. Þetta segir Freyja Hlíð-
kvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir, sér-
fræðingur í munasafni. Aðeins þessi
eina stytta er varðveitt í safninu.
Sem stendur er hún eingöngu
skráð í aðfangabók safnsins og þá
undir heitinu „leirstytta“. Nánari og
ítarlegri skráning á henni fer fram
þegar rafræna skráningin verður
framkvæmd.
„Ástæða þess að sú ítarskráning
hefur ekki enn átt sér stað er sú að
við stöndum þessi misserin í flutningi
á safnkosti munasafns Þjóðminja-
safnsins í hið nýja varðveisluhúsnæði
á Tjarnarvöllum og því hafa ýmis
hefðbundin störf munasafnsins þurft
að bíða eilítið,“ segir Freyja.
Geirfinnsmálið hefur fylgt þjóðinni
í nær hálfa öld. Greinarhöfundur hef-
ur fylgst með því frá upphafi og rifjað
það upp í allmörgum greinum hér í
blaðinu. Blaðamenn eru sagnaritarar
samtímans og því sit ég við tölvuna og
skrifa enn eina greinina um málið. Og
mögulega ekki þá síðustu.
Morgunblaðið/Árni Johnsen
Frumrannsóknin Valtýr Sigurðsson, John Hill og Haukur Guðmundsson önnum kafnir við vinnu sína við Geirfinns-
málið á lögreglustöðinni í Keflavík. Í gluggakistunni geymdu þeir leirstyttuna, hinn svokallaða Leirfinn.
Lítil frétt Fyrsta fréttin um hvarf
Geirfinns lét lítið yfir sér. Engan
gat grunað að þetta væri upphafið
að frægasta sakamáli samtímans.
Morgunblaðið/Friðþjófur
Hnakkamynd Þessi mynd birtist í
Morgunblaðinu og jók á spennuna.
„Þessi tilgáta listakonunnar
stenst ekki. Það var bara gerð ein
leirstytta vegna rannsóknar Geir-
finnsmálsins,“
segir Sævar Þ.
Jóhannesson,
fyrrverandi rann-
sóknarlög-
reglumaður.
Sævar starfaði
við tæknideild
sakadóms
Reykjavíkur þeg-
ar rannsókn
Geirfinnsmálsins
hófst haustið 1974. Frumrann-
sóknin var gerð í Keflavík en síðar
færðist hún til sakadóms og
tæknideildin varðveitti leirstytt-
una. Tæknideildin var mjög öflug
stoðdeild við rannsóknir saka-
mála á sinni tíð.
„Leirstyttan var gagn í saka-
máli og geymd sem slík,“ segir
Sævar. „Þegar sakadómur var
leystur upp árið 1992 bað Gunn-
laugur Briem yfirsakadómari mig
að varðveita styttuna sem ég
gerði í fjöldamörg ár. Ég geymdi
hana í læstum skáp á heimili
mínu. Síðar lánaði ég hana sem
sýningargrip til rannsóknar-
deildar lögreglunnar í Vínlands-
leið, þar sem hún var sýnd í gler-
skáp. Styttan var síðan lánuð á
sýningu í ljósmyndasafni Reykja-
víkur að mér forspurðum. Það
síðasta sem ég frétti var að lög-
reglustjórinn í Reykjavík hefði af-
hent Þjóðminjasafninu leirstytt-
una til varðveislu. Ég var ekki
spurður um þessa ráðstöfun
heldur,“ segir Sævar.
Hann segir það sína skoðun að
framtíðarheimili Leirfinns eigi að
vera í lögregluminjasafni sem nú
er verið að setja á stofn. Þar
verða margir merkir munir sem
tengjast lögreglu og rannsóknum
sakamála. Sævar hefur verið öfl-
ugur safnari og mun leggja safn-
inu til ófáa muni.
Geymdi Leirfinn í læstum skáp
heima hjá sér í fjöldamörg ár
SÆVARI Þ. JÓHANNESSYNI FALIN VARÐVEISLA STYTTUNNAR
Sævar Þ.
Jóhannesson
Ráðstefna um breska rithöfundinn
C.S. Lewis og tengsl hans við Ísland
verður haldin í Háskólabíói og ná-
lægum húsum á morgun og laugar-
dag, 18.-19. október. Í kvöld kl. 18:30
verður sérstakur fundur undir heit-
inu „Tea with
Tumnus“ í sal
HT-105 á há-
skólatorgi Há-
skóla Íslands.
Léttar veitingar.
Fundurinn er
ókeypis og öllum
opinn.
Lewis skrifaði
m.a. Narníu-bæk-
urnar, sem komu
út á íslensku í
þýðingu Kristínar Thorlacius, og fjöl-
margir þekkja. Einnig komu út á ís-
lensku bækurnar Rétt og rangt, og
Guð og menn, sem Andrés Björnsson
þýddi og Með kveðju frá Kölska í
þýðingu Gunnars Björnssonar svo
dæmi séu tekin.
Ráðstefnan fjallar um ævi og verk
C.S. Lewis og tengsl hans við Ísland.
Á dagskrá eru erindi, kvikmyndasýn-
ingar, umræður, fjölskyldudagskrá
og fleiri viðburðir. Nánari upplýsing-
ar og skráning eru á slóðinni CSLew-
is.is. Stjúpsonur C.S. Lewis, Douglas
Gresham, mun rifja upp kynni sín af
Lewis. Einnig flytja erindi dr. Jerry
Root og dr. Melody Green sem bæði
eru sérfróð um C.S. Lewis. Flest er-
indin verða túlkuð á íslensku.
Ungur heillaðist C.S. Lewis af Ís-
lendingasögunum og goðafræði Ís-
lendinga og má nefna að ævilöng vin-
átta hans við höfund Hringadróttins-
sögu, J.R.R. Tolkien, hófst með
sameiginlegum áhuga þeirra á Ís-
lendingasögum. Síðar snerist Lewis
frá guðleysi til kristinnar trúar og
gerðist mikilvirkur trúvarnarmaður.
gudni@mbl.is
Ráðstefna um
C.S. Lewis
Heillaðist af Íslendingasögum
Ljósmynd/CSLewis.is
Áhrifamikill C.S. Lewis ritaði fjölda
áhrifamikilla bóka.
Narnia Vinsælar
barnabækur.
m.
Lítil og létt loftpressa. Kemur með
fjórum stútum sem passa á dekk,
bolta, vindsængur og fleira.
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu
Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu)
M12 Inflator
Alvöru loftpressa
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888