Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
um fyrir öllu í lífinu, þá getur
maður verið nokkuð sáttur.
Þessi ytri ró gerði allt sem
hann sagði enn áhugaverðara,
því að hann eyddi ekki óþarfa
orðum þegar hnitmiðuð setning
miðlaði innihaldinu svo miklu
betur. Afi talaði hæglátlega og
oft hljómaði það alvarlega en
samofið öllu sem hann sagði var
stórkostlegt skopskyn og bros
sem gat bjargað deginum þegar
það birtist. Hann átti það líka
til að koma manni á óvart með
dálitlum stríðnistóni.
Þagnirnar ágerðust enn þeg-
ar afi varð langafi dætra minna
og Juliu Cassells. Lilja Rachel
er átta ára og Emilia Florence
sex. Þar sem við búum í London
hafa þær aldrei lært íslenssku
og þar sem afi kunni ekki ensku
voru samræður þeirra á milli að
mestu útilokaðar. Það kom ekki
að sök. Ekki vitund.
Það var merkilegt að horfa
upp á ástina sem virtist ríkja
milli afa og Lilju og Emiliu.
Þær sátu hjá honum glaðar,
voru alltaf til í að heimsækja
hann og vera vissar um að hann
sæi hversu mikils þær mátu
hann. Sorg þeirra þegar þær
fréttu af því að hann væri far-
inn, einkum Lilju sem er farin
að skilja svolítið meira en systir
hennar, er meðal þess dapur-
legasta sem ég hef séð. En hví-
lík náðargjöf er það líka að þær
fengu að elska hann og átta sig
á því hversu sérstakur hann
var.
Vertu sæll, afi, vertu sæll,
langafi. Þakka þér fyrir öll æv-
intýrin, fallegu trégripina sem
þú skarst út, notalegu fríin í
sumarbústaðnum þínum og þinn
innri mann – sem alltaf skein í
gegn og sem ég, Julia, Lilja og
Emilia fundum svo skýrt fyrir.
Almar Örn Hafliðason.
Afi minn stóð í mínum augun
fyrir lífshætti og lífsafstöðu sem
er mér afar kær. Sú veröld sem
hann ólst upp í heillaði mig,
enda er hún svo gerólík þeirri
sem við þekkjum í dag. Frá-
sagnir af ævi hans gáfu mér
innsýn í það hvernig bæði Ís-
land og heimurinn hafa breyst,
ekki síst í því hvernig við mann-
fólkið komum fram hvert við
annað.
Eins og margir sem þekktu
hann vissu var Árni maður
fárra, vel valinna orða. Þegar
ég var lítill fannst mér hann
mjög góður en oft afar alvöru-
gefinn út á við, og undir niðri
hafði ég nokkuð reglulega
áhyggjur af því að ég hefði gert
eitthvert skammarstrik (sem
var líka raunin þegar ég var
þriggja ára og kveikti í servíett-
unum í brúðkaupi Sissúar móð-
ursystur minnar. Þá sagði hann
rólega:
„Þetta er ekki nógu gott, vin-
ur,“ og var fljótur að slökkva
eldinn. Þar kom reynsla hans
sem slökkviliðsmanns á Húsa-
vík að góðum notum).
Þegar fram liðu stundir átt-
aði ég mig á að það hversu fá-
skiptinn hann gat stundum
sýnst var einfaldlega arfur frá
því sem líklega var annar tími
og opnaði þannig sömuleiðis
glugga að reynslu minna eigin
foreldra og að stað þaðan sem
ég er upprunninn, þó að ég sé
ekki fæddur þar. Einfalt dæmi
um þetta er að reynsla hans
sem bifvélavirki leiddi til þess
að hann grandskoðaði margvís-
legar vélar, reglulega og skipu-
lega, tók þær varlega í sundur,
gerði við þær og setti saman á
ný, ofur rólega og íhugull, ger-
ólíkt því sem tíðkast í einnota-
menningu nútímans.
Mér fannst mjög áhugavert
að heyra söguna af forfeðrum
hans sem hétu Sören og Árni til
skiptis – alveg þangað til kom
að honum sem eignaðist fjórar
dætur – og ekki síst eftir að ég
komst að því að uppruni nafns-
ins er talinn vera í latínu,
„Severus“ eða „Severin“, sem
merkir strangur eða alvarlegur.
Það var ástæða þess að ég
ákvað seinna á ævinni að taka
það upp sem millinafn og nota
gömlu dönsku stafsetninguna,
en afi átti ættir að rekja til
Danmerkur. Ég ber þetta nafn
til minningar um gæsku hans,
hlýju og óhagganleika.
Þakka þér, afi, fyrir sam-
veruna, veiðarnar, viðgerðirnar
og rannsóknirnar.
Andri Søren Hafliðason.
Ég mun alltaf muna eftir afa
sem hlýjum og umhyggjasöm-
um manni. Þótt hann liti stund-
um svolítið alvarlega út hafði
hann góða kímnigáfu og hann
kom okkur oft til að hlæja með
viðbrögðum sínum, sérstaklega
þegar hann var hissa á ein-
hverju sem við gerðum sem var
svolítið kjánalegt.
Hann breytti mínu lífi þegar
hann gaf okkur notaða tölvu
sem hann sendi alla leið til
Skotlands. Þó ég væri bara 8
ára skildi hann hvað ég var
hrifinn af tölvum. Með því hófst
ævilangur áhugi minn og ferill,
og fyrir það er ég eilíflega
þakklátur. Þegar ég nota tölvur
finnst mér ég alltaf vera tengd-
ur honum.
Afi var svo klár, hann gat
lagað nánast hvað sem var. Þó
hann segði oft: „Ég veit ekkert
um þetta,“ þá tókst honum samt
að gera við alla hluti. Þessir
hæfileikar hans hafa alltaf verið
mér til fyrirmyndar.
Blessuð sé minning afa míns,
hans verður minnst með kær-
leika og mikilli virðingu.
Stefán Sölvi Hafliðason.
Nú þegar leiðir okkar Árna
skilur er mér efst í huga rík vit-
und og þakklæti fyrir að hafa
átt góðan frænda. Við Ragn-
heiður dóttir Árna urðum sam-
ferða í gegnum barnaskólann og
gagnfræðaskólann á Húsavík
eins og þeir hétu í okkar ung-
dæmi og ég man að mér var
líka hlýtt til stóru frænkna
minna, Unnar Bjargar og Mar-
grétar. Sigþrúði náði ég því
miður ekki að kynnast, það var
svo langt á milli okkar í aldri.
Mér hefur alla tíð verið ljóst
að Árni frændi minn var maður
mikilla hæfileika og þegar ég lít
til baka sé ég að dagsverk hans
er óvenju stórt.
En svo höguðu örlögin því að
leiðir okkar Árna lágu óvænt
saman og það var fyrir rúmum
tveimur áratugum. Ég og bróð-
ir minn Árni höfðum færst mik-
ið í fang, höfðum þá hafið út-
gerð á fyrrverandi fiskibátum
og það til farþegaflutninga á
Skjálfandaflóa. Þá þegar var
pabbi okkur stoð og stytta við
endurbyggingu bátanna, en nú
var komið að bróður hans.
Ég knúði dyra hjá Árna Sör.
og Þórdísi í Borgarsíðu hér á
Akureyri og þar var nú ekki
komið að tómum kofunum.
Næstu árin áttum við hjónin
oftar en ekki erindi til þeirra í
Borgarsíðuna. Þar var yndislegt
að koma; Þórdís brosmild og
bjóðandi sínar góðgerðir og
Árni þyngri á brún, en hlýjan
sem umlukti okkur á því fallega
heimili var sönn og gefandi.
Árna mun vart verða minnst
sérstaklega fyrir glaðlyndi eða
augljósa kátínu af neinu tagi, en
undir niðri leyndist djúpt og
gott skopskyn.
Með því að ögra frænda mín-
um á því sviði fékk ég oft fram
hans fallega og íbyggna bros,
jafnvel skellihlátur.
Vinátta okkar og gagnkvæm
virðing þroskaðist og dafnaði og
dugði fram að banadægri hans.
Kveðjustund mín með honum
einum skömmu fyrir andlátið
mun verða með mér það sem ég
á ólifað.
Kærar kveðjur til aðstand-
enda Árna og Þórdísar frá
Herði Sigurbjarnar
og Sigríði (Siggu).
✝ Ingimar Stein-dór Guðmunds-
son fæddist í Ytri-
Njarðvík 17. októ-
ber 1948. Hann lést
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Hvamms-
tanga 19. septem-
ber 2019.
Foreldrar hans
eru Guðmundur S.
Guðjónsson bif-
reiðastjóri á
Hvammstanga, f. 17.7. 1923, d.
17.6. 1997, og Gunnhildur Vig-
dís Þorsteinsdóttir, f. 31.7. 1931.
Ingimar var elstur í hópi níu
systkina en systkini hans eru
Þorsteinn Gunnar, f. 17.10.
1948, d. 17.9. 2005, Guðrún Þor-
björg, f. 3.5. 1950, Kristín
Helga, f. 19.6. 1951, Garðar Þór,
f. 17.11. 1952, Edda Heiða, f.
13.2. 1955, Inga Margrét, f. 18.2.
1960, Anna María, f. 28.11. 1962,
og Davíð Eggert, f. 15.4. 1964.
Ingimar kvæntist þann 19.7.
1974 Elínbjörgu Kristjáns-
dóttur, f. 10.11. 1955. Foreldrar
hennar eru Kristján G. Sigurðs-
son, fyrrv. bóndi á Höskulds-
stöðum í Vindhælishreppi, f.
Ingimars með tvíburasyni sína,
Ingimar og Gunnar, norður í
Húnavatnssýslu, þangað sem
þau bæði áttu ættir að rekja, og
settust að á Hvammstanga. Líf
Ingimars byrjaði snemma að
snúast um búskap en eins og al-
gengt var í þá tíð var hann ung-
ur að árum sendur til starfa í
sveit, Huppahlíð í Miðfirði, þar
sem hann undi sér vel við bú-
störfin. Árið 1964 hóf Ingimar
störf við brúarvinnu hjá Guð-
mundi Gíslasyni og vann þar um
nokkurra ára skeið m.a. við
byggingu Miðfjarðarbrúar-
innar. Um tíma var Ingimar
einnig vinnumaður hjá Geir
Gunnlaugssyni á búi hans í
Lundi í Kópavogi þar sem þá
var rekið kúabú en í dag stend-
ur nýlegt íbúðahverfi. Húna-
vatnssýslan togaði þó fljótt aftur
í Ingimar og hann hóf störf sem
ýtumaður hjá Búnaðarfélagi V-
Hún. Hann starfaði um skeið á
ýtunni, bæði áður og eftir að
hann hóf sjálfur búskap.
Ingimar og Elínbjörg hófu
sauðfjárbúskap á Melstað í Mið-
firði árið 1974 og bjuggu þar til
ársins 1981. Þá fluttu þau til
Skeggjastaða í Miðfirði og
bjuggu þar til ársins 1988 en þá
keyptu þau jörðina Uppsali í
Miðfirði og stunduðu þar sauð-
fjárbúskap eftir það. Útför Ingi-
mars fór fram frá Melstað-
arkirkju 27. september 2019.
25.8. 1930, og
Helga G. Guð-
mundsdóttir hús-
freyja, f. 23.2. 1930.
Ingimar og El-
ínbjörg eignuðust
fjögur börn: 1) Guð-
mundur Helgi, f.
30.6. 1974, maki
Helena M. Áskels-
dóttir, f. 11.10.
1975. Synir þeirra
eru Áskell Ingi, f.
6.12. 2002, og Eysteinn Oddur, f.
29.6. 2015. 2) Kristján Viðar, f.
29.12. 1977. Dóttir hans og Hild-
ar Harðardóttur er María Rós, f.
1.2. 2003, og dætur hans og
Láru G. Þorsteinsdóttur eru
Vigdís Helga, f. 13.1. 2004, og
Jakobína Eik, f. 18.8. 2014. 3)
Guðrún Petrea, f. 3.1. 1979,
maki Sturlaugur V. Guðnason, f.
13.5. 1965. Börn þeirra eru Að-
albjörg Ósk, f. 11.8. 2002, og
Kristján Vilberg, f. 28.7. 2008. 4)
Guðjón Einar, f. 27.1. 1987, maki
Júlía Káradóttir, f. 21.4. 1989.
Synir þeirra eru Ingimar Kári,
f. 5.2. 2010, og Hafsteinn Elí, f.
25.2. 2017.
Vorið 1949 fluttu foreldrar
Að vera bóndi, ó, guð minn góður!
í grænu fanginu á sinni móður
og finna ljós hennar leika um sig
og lyfta sálinni á hærra stig!
Og bónda hitnar í hjartans inni
við helgan ilminn frá töðu sinni,
og stráin skína í skeggi hans
sem skáldleg gleði hins fyrsta manns.
Og sumardagarnir faðma fjöllin
og fljúga niður á þerrivöllinn,
og stíga syngjandi sólskinsdans
við sveittan bóndann og konu hans.
(Jóhannes úr Kötlum)
Takk fyrir allt elsku pabbi og
afi,
Guðmundur (Gummi),
Áskell og Eysteinn.
Elsku pabbi.
Maður trúir varla að þú sért
farinn í draumalandið.
Það er skrýtið að koma heim í
sveitina og hitta þig ekki. Finnst
að þú sért bara í fjárhúsunum og
rétt ókominn heim í mat. Þú elsk-
aðir að vera í sveitinni og í kring-
um féð þitt og fjölskylduna þína.
Mér fannst gaman að fara á
hestbak þegar ég var lítil og þú
hafðir engar áhyggjur af mér þeg-
ar ég fór í langan reiðtúr.
Þú varst oft spurður hvernig
væri að taka á móti litlu barni
(mér) í heimahúsi og svarið sem
þú sagðir alltaf var að þú værir
bóndi og kynnir að taka á móti
lömbum og þá líka barni.
Þú hafðir gaman af að ferðast
um landið og fræðast meira um
landið og skoða fugla.
Barnabörnin elskuðu þegar þú
fórst á fjórhjólið og horfðir á grín-
myndir með þeim. Það var mikið
hlegið.
Þú elskaðir að fá þér ís og ég
elskaði að geta fært þér ís á
sjúkrahúsið og svo komu öll
barnabörnin, tengdabörn,
mamma og systkinin mín og
bjuggum til ísveislu með þér.
En það sem huggar mig er það
að vita að þú kvaldist ekki lengi og
ég veit að þú ert í góðum höndum
hjá langömmu, afa og tvíburða-
bróður þínum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð,
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
Glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
( V. Briem)
Blessuð sé minning þín og ég
elska þig elsku pabbi.
Þín dóttir,
Guðrún Petrea.
Í fyrsta sinn sem ég hitti
tengdaföður minn, Ingimar á
Uppsölum, fannst mér eins og ég
væri orðin keppandi í spurninga-
þætti. Ingimar var nefnilega
gjarn á, bæði þá og síðar, að
spyrja mann og annan óhikað alls
kyns beinskeyttra spurninga um
allt milli himins og jarðar, stund-
um með vott af glettni saman við
og stríðnislegum glampa í augum.
Hann viðurkenndi líka fúslega (og
með stolti) að hann væri, eins og
hann orðaði það sjálfur; „afar for-
vitinn maður“.
Við nánari kynni mín af honum
þróaðist þetta yfir í hinar bestu
samræður og frásagnir því Ingi-
mar hafði góða hæfileika til að
segja skemmtilega frá. Hann
sagði mér til dæmis ýmsar sögur
frá sínum yngri árum og gjarnan
skiptumst við á fréttum úr sveit-
inni og sauðburðarsögum í sauð-
burðarlok. Einnig er mér minn-
isstætt þegar við stóðum undir
stjörnubjörtum himninum á Upp-
sölum og spáðum í stjörnufjöld-
ann og óendanleika alheimsins en
þar sýndi Ingimar svo sterkt sína
mýkri hlið, sem hann annars að
öllu jöfnu leyndi vel.
Ingimar hélt gjarnan til haga,
og fylgdist vel með, atburðum í
sveitinni. Einhvern tímann var
sagt um Ingimar eitthvað á þá leið
að ef þorrablótsnefndina vantaði
sögur af sveitungunum til að nota
í annálinn þá væri á vísan að róa
að leita til Ingimars og að ekki
skemmdi fyrir að hann hefði svo
einstaklega gaman af því að segja
þær.
Uppsalir liggja hátt í landslag-
inu og þaðan sér til margra bæja á
Miðfjarðarhringnum. Eitt árið
ræddum við um ágæti hinna mis-
munandi áburðartegunda og Ingi-
mar var búinn að taka það vís-
indalega út – var með það á hreinu
hvaða bóndi í dalnum notaði hvaða
tegund og tún hverra spryttu
best.
Ég sat í síðasta sinn á móti
Ingimar við eldhúsborðið á Upp-
sölum í sumar sem leið. Þá var
hann farinn að veikjast talsvert en
þó enn nokkuð hress. Gummi kom
inn með þær fréttir að heyrúllu-
verktakinn frá næsta bæ hefði af-
þakkað að koma inn í mat því
hann væri á hraðferð. „Nú? Hvert
var hann að fara?“ spurði tengda-
pabbi eins og ekkert væri sjálf-
sagðara en að vitneskja um allar
ferðir Barkarstaðabóndans lægju
fyrir en Gummi hafði ekki spurt.
„Var hann að fara heim eða ætlar
hann að rúlla á Torfustöðum
líka?“ Gummi yppti bara öxlum.
„Við getum séð í hvora áttina
hann beygir,“ fullyrti Ingimar
með nokkurri eftirvæntingu og
lyfti gardínunni frá eldhúsglugg-
anum en þaðan er fallegt útsýni
yfir sveitina – og í áttina að veg-
inum. Ég tók þátt í þessu og hjálp-
aði til með gluggatjaldið. „Þú
horfir til suðurs og ég til norðurs,“
lagði Ingimar til við mig og svo
sátum við þarna, sposk á svip, við
gluggann eins og tveir spæjarar
þar til við komumst að hinu sanna.
Ómetanleg andartök alveg.
Kæri tengdapabbi, ég er þess
fullviss að þú ert ekki alveg hætt-
ur að fylgjast með sveitinni þinni
(og okkur hinum) þótt þú sért far-
inn yfir móðuna miklu og þar sé
eflaust margt annað forvitnilegt
að sjá.
Þú munt eflaust líka hafa
margar skemmtisögur að segja
þegar við hittumst næst, af fólk-
inu þarna fyrir handan.
Kærar þakkir ætíð fyrir sam-
fylgdina, Ingimar.
Helena Margrét Áskelsdóttir.
Elsku Ingimar. Það er erfitt að
trúa að þú sért farinn svo fljótt.
Minningar hellast yfir mann á
svona stundum. Ég man alltaf
fyrsta skiptið sem við hittumst.
Ég kom í fjárhúsin og sauðburður
stóð yfir. Þú tókst mér fagnandi,
tókst í höndina á mér og mér
fannst ég strax vera velkomin í
fjölskylduna.
Þú varst óttalega stríðinn og
gerðir yfirleitt góðlátlegt grín að
mér og ég svaraði bara í sömu
mynt.
Þú varst yndislegur afi og son-
ur minn hann nafni þinn, Ingimar
Kári, var mikið hrifinn af afa sín-
um sem var alltaf tilbúinn að sýna
og segja frá lífinu. Þetta er mjög
erfitt fyrir ungan dreng að með-
taka en við Guðjón verðum dugleg
að halda í og rifja upp minning-
arnar ykkar og góðu stundirnar.
Hvíldu í friði kæri tengdapabbi.
Margs er að minnast, margs er
að sakna.
Júlía Káradóttir.
Ingimar Steindór
Guðmundsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR EYSTEINSDÓTTIR,
Suðurlandsbraut 68a,
Reykjavík,
lést 8. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 21. október klukkan 13.
Eysteinn Sigurðsson Elísabet Árnadóttir
Pjetur Sigurðsson
og ömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN LOFTSDÓTTIR,
Vestri-Hellum,
Gaulverjabæjarhreppi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á
Selfossi fimmtudaginn 10. október
Andrés Pálmarsson
Helga Pálmarsdóttir
Eyjólfur Pálmarsson Svanhildur Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN A. FRIÐLEIFSSON,
Gerðhömrum 25,
Reykjavík,
lést mánudaginn 9. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmundur Guðjónsson Lára Bergsveinsdóttir
Agnar Georg Guðjónsson
Örn Ómar Guðjónsson Seble Work Mamo
barnabörn og barnabarnabörn