Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 31
Svo hræðast þau flest flugvélar því þau eru með minningar frá loft- árásum í Sýrlandi,“ segir Beghan. Hún segir að mörg þeirra séu hrædd við ókunnuga og eigi erfitt með að treysta. Þau upplifa streitu foreldra sinna og það hefur mikil áhrif á þau. Stundum koma áföllin ekki fram fyrr en síðar. Alls konar smáatriði verða stór og stundum nánast óyfirstíganleg fyrir þau, til að mynda smáatriði eins og að gleyma kennslubók heima. Sezen segir að það hafi alls ekki verið auðvelt fyrir tyrkneska skóla- kerfið að taka við þessum mikla fjölda barna frá Sýrlandi. Ekki síst vegna þess að það vantaði þjálfun starfsfólks í að takast á við þau vandamál sem mörg þeirra glíma við. Miklu skipti líka að þau hafi mörg hver ekki gengið í skóla í lang- an tíma og kunni jafnvel ekki tungu- málið, það er tyrknesku. Skólaganga á grunnskólaaldri Skólaganga á framhaldsskólastigi Á heimsvísu Á heimsvísu Flóttamenn Flóttamenn 91% 63% 24% Flóttamenn Á heimsvísu 37% 84% 3% 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Íhlas er tólf ára og býr með fjölskyldu sinni í Gazian- tep. Foreldrar hennar eru á fimmtugsaldri og eiga sex dætur, auk Íhlas og tvíburasystur hennar eiga þau tví- tuga dóttur, 16 ára, 14 ára og átta ára. Dæturnar ganga allar í skóla nema sú elsta sem er gift en býr samt hjá foreldrum sínum þar sem eiginmaður hennar vinnur í Istanbúl. Fjölskyldan, sem kom frá Aleppo, hefur verið í Gaziantep í sjö ár. Íhlas byrjaði að koma í Al Farah-miðstöðina í nóv- ember 2017 og hefur sótt margvísleg námskeið þar, svo sem tölvukennslu og myndlist. Hún kemur í Al Farah- miðstöðina alla laugardaga ásamt tvíburasystur sinni og syngur þar í kór og lærir á trommur. Hún segist eiga fullt af vinum og margir þeirra eru með henni í tómstundastarfinu í Al Farah-miðstöðinni. „Ég vona að ég fái tækifæri til þess að koma hingað áfram. Ég kem eins oft og ég get en það fer líka eftir því hvað er mikið að gera í skólanum,“ segir hún og bætir við að það hafi skipt hana miklu máli að fá sálrænan stuðning í Al Fa- rah-miðstöðinni. Íhlas var fyrst í sérstökum skóla fyrir sýrlensk börn en hefur undanfarin þrjú ár verið í skóla í hverfinu sem hún býr í. Þar sem hún kemur af svæði þar sem tyrk- neska er töluð og var svo ung þegar hún kom til Tyrk- lands hefur hún aldrei lært að tala eða skrifa arabísku heldur tyrknesku. Íhlas hefur mjög gaman af því að teikna og er mjög góð í tyrknesku. Þrátt fyrir það hef- ur ekki alltaf verið auðvelt að verða hluti af bekknum. „Krakkarnir tala stundum við mig og stundum ekki.“ Þetta er svipað og margir starfsmenn mannúðar- samtaka í Gaziantep tala um. Einelti gagnvart flótta- börnum hefur aukist í skólum á sama tíma og þeim hef- ur fjölgað. Hafa verði í huga að fleiri hundruð þúsund flóttabörn hafa bæst inn í almenna skólakerfið í Tyrk- landi og til þess að takast á við þessa fjölgun eru skólar tvísetnir. Kennarar eru flestir ekki þjálfaðir í að takast á við vandamál sem þessi börn glíma við og þau hafa mörg hver ekki gengið í skóla í langan tíma. Skólinn hennar Íhlas byrjar klukkan 6.30 á morgn- ana og er búinn klukkan 12 á hádegi. „Eftir hádegi eru aðrir krakkar í skólanum því það komast ekki allir fyr- ir á sama tíma,“ segir hún. Þegar blaðamaður hváir og hugsar til umræðunnar á Íslandi um hversu erfitt er fyrir börn að vakna á morgnana segir Ihlas að henni finnist ekkert erfitt að vakna á morgnana enda vön því. Hún vaknar klukkan 5 á hverjum morgni og líkt og mörg barnanna í Al Farah-miðstöðinni getur hún varla beðið eftir því að komast í skólann því þeim finnst svo gaman að læra. Sama á við um laugardaga þegar þau bíða eftir að komast í miðstöðina. „Mér finnst mjög gaman í skólanum því kennararnir mínir eru svo góðir,“ segir Íhlas. Þegar blaðamaður spyr hana hvort það séu notaðar spjaldtölvur eða tölv- ur í skólanum segir hún að svo sé ekki því það sé allt of dýrt. Sumir eiga svoleiðis heima en alls ekki allir, segir Íhlas. Hún vonast til þess að geta klárað menntaskóla en hún veit að það er ekki öruggt og hún veit að það er ekki möguleiki á að hún geti farið í frekara nám, ekk- ert frekar en systur hennar áttu möguleika á. Íhlas dreymir um að fara í nám í matreiðslu. Hún hjálpar oft til í eldhúsinu heima og pasta er eftirlætis- maturinn hennar. „Spagettíið mitt er frábært. Það finnst öllum það hrikalega gott,“ segir hún og hlær. Rúmlega sjö milljónir barna eru á flótta. Af þeim eru 3,7 milljónir ekki í skóla, samkvæmt skýrslu UNHCR. 63 prósent flóttabarna á grunnskólaaldri njóta mennt- unar, miðað við 91 prósent á heimsvísu. Um 84 prósent barna á gagnfræða- og menntaskólaaldri fá menntun í heiminum á meðan aðeins 24% barna á flótta gera það. Filippo Grandi, framkvæmdastjóri UNHCR, segir nauðsynlegt að fjárfesta í menntun flóttabarna. Annars alist upp kynslóð sem geti ekki fundið vinnu við hæfi eða orðið fullgildir samfélagsþegnar í framtíðinni. Í skýrslu UNHCR kemur fram að börn sem eru í skóla séu ólíklegri til að hafna í barnaþrælkun eða leið- ast út í glæpi. Ólíklegra sé að stúlkur séu gefnar í hjónaband og eignist börn þegar þær eru sjálfar á barnsaldri. Skólar eiga að vera öruggur griðastaður fyrir börn. Þeir eru það ekki á meðan skotmark stríð- andi fylkinga er skólabyggingar. Eitt það mikilvægasta sem hvert samfélag getur boðið börnum og ungmenn- um er tækifæri til að afla sér menntunar og það á að vera réttur allra barna – alltaf. Ekkert mál að vakna snemma á morgnana  Skólar eru tvísetnir vegna mikillar fjölgunar nemenda Morgunblaðið/Gúna Skólaganga Íhlas er ein þeirra fjölmörgu barna sem sækja Al Farah-fjölskyldumiðstöðina í Gaziantep. Systkinin Esma og Muhammed hafa bæði átt frekar erfitt uppdráttar í Tyrklandi en þau búa ásamt afa sín- um og ömmu og langömmu í Gazi- antep. Pabbi þeirra lést í stríðinu í Sýrlandi og móðir þeirra er enn í Sýrlandi. Esma er 14 ára og Mu- hammed er tæplega 16 ára. Þau hafa verið rúm sex ár í Tyrklandi og byrjuðu fyrst í almennum skóla í haust. Þau tóku bæði þátt í sérstöku námi hjá Al Farah þar sem þau voru búin undir almenna skólakerfið eft- ir að hafa fengið skilríki og skráð löglega inn í landið. Muhammed vann langa vinnudaga í plastverk- smiðju áður en hann byrjaði í skól- anum. Hann hefur ekki náð að vinna upp forskot jafnaldra sinna og gengur ekki vel við námið. Esma eyðir miklum tíma í heima- námið en hann ekki. Hvorugt þeirra kemur lengur í Al Farah-miðstöðina þrátt fyrir að þau búi rétt hjá og að Esma hafi mikinn áhuga á að fara þangað. Amma þeirra segir að Esma sé í tímum í Kóraninum og það sé mikilvægara fyrir hana en að fara í miðstöðina. Spurð hvort Muhammed fari einnig í tíma í Kóraninum neitar amma þeirra því enda séu þeir tímar bara fyrir stúlkur. Hann vinnur aftur á móti um helgar. Morgunblaðið/Gúna Systkini Esma og Muhammed flúðu Sýrland með afa sínum og ömmu. Nýlega byrjuð í skóla eftir 6 ár í Tyrklandi  Næsta fimmtudag verður fjallað um stöðu mála í flóttabarna í Grikklandi og rætt við kennara þeirra í Aþenu. Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 LISTHÚSINU Ný sending af vinyl gólf- og diskamottum Stærðir: 160x100 200x80 250x90 Fleiri stærðir væntanlegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.