Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Washington. AFP. | Þegar geimfarar
NASA fara næst til tunglsins eiga
þeir að geta gengið á yfirborðinu
nánast alveg eins og þeir væru á
jörðinni – án þess þurfa að hoppa
eins og kanínur – þökk sé nýjum
geimbúningi sem bandaríska geim-
vísindastofnunin hefur kynnt. Þeir
eiga að vera betri að mörgu leyti en
búningarnir sem notaðir voru í
Apollo-geimferðunum.
NASA kynnti annars vegar
Orion-áhafnarbúning sem geimfar-
ar eiga að vera í á leiðinni til
tunglsins og hins vegar búning sem
nefnist xEMU og er ætlaður til
notkunar á yfirborði fylgi-
hnattarins.
NASA segir að xEMU-búningur-
inn sé stækkanlegur og eigi því að
passa á alla, auk þess sem hann geri
geimförum kleift að ganga og
hreyfa sig eðlilega á yfirborði
tunglsins. „Þeir sem muna eftir
Apollo-geimferðunum minnast
væntanlega þess að Neil Armstrong
og Buzz Aldrin hoppuðu eins og
kanínur á yfirborði tunglsins,“
sagði Jim Bridenstine, forstjóri
NASA. „Núna getum við gengið á
yfirborði tunglsins og nýi
búningurinn er því mjög ólíkur
þeim gömlu.“
Bandaríkjamenn hættu tungl-
ferðum 1972 en samkvæmt
Artemis-áætluninni stefnir NASA
að því að senda geimfara til tungls-
ins ekki síðar en 2024 og síðan
u.þ.b. einu sinni á ári eftir það.
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur kynnt nýjan geimbúning, xEMU,
sem er ætlaður til notkunar á yfirborði tunglsins
Hámarkar hreyfanleika
mjaðma, handa og fóta
Búnaður sem tekur í sig CO2
Getur viðhaldið öndun í allt
að sex daga
Skv. Artemis-áætluninni
á geimfar NASA að lenda
á suðurskauti tunglsins
og rannsaka merki
um vatnsís sem fundust
árið 2009
Á að passa á alla, stækkanlegur
Hanskar
Eru með hitara fyrir
fingurna og hannaðir
með það fyrir augum
að auðvelt sé að hreyfa þá
Neðri hluti
Verndar fæturna
gegn hrjúfu
yfirborði
Færanleg
öndunarvél
Orkugjafi
Vatnsgeymir til kælingar
Senditæki
Búnaður:
Stjórnborðshylki
„Heili geimbúningsins“
stjórnar öndunarvélinni
og öðrum búnaði
Harður efri hluti
Tengir tæki geimbúningsins
saman
Hjálmur
Hjálmgríma sem verndar
geimfarann gegn geislum sólar
Loftræstingarbúnaður sem
sér geimfaranum fyrir súrefni
Nýr geimbúningur NASA
Heimild: NASA
Ljósmynd: Andrew Caballero-Reynolds
Þurfa ekki að hoppa eins
og kanínur á tunglinu
NASA kynnir nýja geimbúninga fyrir tunglfara
Fjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa birt
myndir af einræðisherranum Kim
Jong-un ríða hvítum hesti á snævi-
þöktu Paektu-fjalli, helgum stað í
augum Norður-Kóreumanna, og lýs-
ingar meðreiðarmanna hans þóttu
benda til þess að hann væri að undir-
búa mikilvæga yfirlýsingu.
„Ferð hans á hestbaki á Paektu-
fjalli er stórviðburður og hefur mjög
veigamikla þýðingu í sögu byltingar-
innar í Kóreu,“ sagði norðurkóreska
fréttastofan KCNA. Hún hafði eftir
fylgdarmönnum einræðisherrans að
þeir hefðu séð „göfugan ljóma“ í
augum hans. „Þeir eru vissir um að í
vændum sé stórvirki sem geri alla
heimsbyggðina agndofa af undrun
og marki stórt skref fram á við í kór-
esku byltingunni.“
Paektu-fjall er um 2.750 metra
hátt og sagt er að faðir Kims hafi
fæðst þar, eins og Dangun, stofnandi
fyrsta kóreska konungdæmisins fyr-
ir rúmlega 4.000 árum. Sérfræð-
ingar í málefnum Norður-Kóreu
segja að Kim hafi áður farið á fjallið í
aðdraganda mikilvægra pólitískra
ákvarðana, til að mynda í desember
2017 þegar hann undirbjó áramóta-
ræðu sem markaði upphaf samn-
ingaumleitana hans við stjórnvöld í
Suður-Kóreu og Bandaríkjunum.
Ferð Kims á fjallið hefur vakið
vangaveltur um að hann sé að
endurskoða loforð sitt um að hætta
tilraunum með kjarnavopn og lang-
drægar eldflaugar vegna óánægju
með þráteflið í viðræðunum við
bandarísk stjórnvöld. Einræðisherr-
ann hefur krafist þess að Banda-
ríkjamenn slaki á efnahagslegum
refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu
áður en hann hefji kjarnorku-
afvopnun en stjórnin í Washington
hefur ekki fallist á það.
Embættismenn landanna tveggja
ræddu málið í Stokkhólmi fyrr í
mánuðinum en samningamaður
Norður-Kóreustjórnar sagði að við-
ræðunum hefði verið slitið vegna
þess að þær hefðu ekki borið þann
árangur sem hún hefði vonast eftir.
bogi@mbl.is
AFP
Heimsbyggðin slegin undrun? Kim Jong-un einræðisherra þungt hugsi á
hvítum hesti í skógi á Paektu-fjalli eftir fyrstu snjókomu vetrarins.
Telja „stórvirki“
vera í vændum
Sáu „göfugan ljóma“ í augum Kims
„Tvíburahöfuðborg heimsins,“
stendur á stóru skilti sem blasir við
þeim sem aka inn í bæinn Igbo-Ora
í suðvestanverðri Nígeríu. Íbúar
hans segja að þar sé tíðni fjölbura-
fæðinga sú hæsta í öllum heiminum
og þeir halda upp á það með árlegri
tvíburahátíð. Hundruð tvíbura
hvaðnæva af landinu taka þátt í há-
tíðinni, syngja og dansa í litríkum
skrautbúningum. „Með hátíðinni
viljum við stuðla að því að öll
heimsbyggðin geri sér betur grein
fyrir mikilvægi tvíbura sem sér-
stakra barna og gjafa frá Guði,“
sagði fertug kona á meðal hátíðar-
gestanna. Samkvæmt niðurstöðum
rannsóknar í Nígeríu fæðast að
meðaltali 45-50 tvíburar á hverjar
þúsund fæðingar í héraðinu sem
Igbo-Ora tilheyrir. Á Íslandi hefur
tíðni fjölburafæðinga verið u.þ.b.
14 á hverjar þúsund fæðingar.
GUÐSGJÖFUNUM FAGNAÐ
AFP
Guðsgjafir Mæður halda á tvíburum
sínum á hátíð í höfuðborg tvíburanna.
Hátíð í tvíbura-
höfuðborg heimsins
100% Merino ull
Flott og þægileg
ullarnærföt
við allar aðstæður
Frábært verð
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins
Eyjólfssonar • Heimkaup • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland,
Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Verslun Grétars Þórarinns-
sonar, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi
Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði
Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum
Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum