Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Átak í samgöngumálum  Mörgum verkefnum verður flýtt  Unnið verði í einum jarðgöngum á hverjum tíma  Gerð Fjarðarheiðarganga hefjist árið 2022  Hringtenging fylgi í kjölfarið Guðni Einarsson Anna Lilja Þórisdóttir Bein framlög til samgöngumála nema alls tæpum 633 milljörðum króna á 15 ára tímabili samgöngu- áætlunar. Drög að uppfærðri sam- gönguáætlun fyrir árin 2020-2034 eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Einnig er kynnt uppfærð aðgerða- áætlun fyrir fyrsta tímabilið, 2020- 2024. Frestur til að skila umsögnum er til 31. október 2019. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti samgönguáætlun á opnum fundi ráðuneytisins í Norræna hús- inu í gærmorgun. Síðan voru pall- borðsumræður um samgöngumál. Fundurinn var sendur út á netinu. Lögð er áhersla á að flýta fram- kvæmdum innan tímabilsins frá því sem áður var áætlað. Þá eru kynntar nýjar stefnur um flug á Íslandi og al- menningssamgöngur milli byggða. Til vegagerðar eiga að falla tæpir 560 milljarðar, til flugvalla og flug- leiðsögu um 37 milljarðar, rúmir 14 milljarðar til hafnamála, rúmir 19 milljarðar í stjórnsýslu, öryggi og eftirlit og rúmir 2,5 milljarðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa, að því er fram kemur á vef sam- gönguráðuneytisins. Sérstök jarðgangaáætlun er í samgönguáætlun og er gert ráð fyrir að unnið sé að jafnaði í einum jarð- göngum á landinu á hverjum tíma. Ráðgert er að flýta upphafi fram- kvæmda við Fjarðarheiðargöng til ársins 2022. Í kjölfarið verði farið í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóa- fjarðar og svo frá Mjóafirði til Norð- fjarðar sem myndi hringtengingu. Gert er ráð fyrir að framlög af sam- gönguáætlun standi undir helmingi framkvæmdakostnaðar jarðganga. Gjaldtaka af umferð í jarðgöngum standi undir hinum helmingi kostn- aðarins við framkvæmdir. Sigurður Ingi sagði að stefnt væri að samvinnuverkefnum einkaaðila og ríkisins við sumar framkvæmd- irnar. Þar yrði gjaldtaka í afmark- aðan tíma, t.d. við akstur um Sunda- braut, nýja brú yfir Ölfusá, tvöföld Hvalfjarðargöng og jarðgöng um Reynisfjall og Axarveg. Ríkið mundi síðan eignast innviðina í lok samn- ingstímans. Gjaldtakan helgaðist af því að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar samgöngubætur á næstu 15 árum sem myndu taka 50 ár með hefð- bundinni fjármögnun hins opinbera. Málum, sem árlega hafa borist nefnd um eftirlit með lögreglu, hefur fjölg- að mikið frá því nefndin var sett á stofn fyrir þremur árum. Á árinu 2017 voru málin alls 81, árið 2018 voru þau 100 og það sem af er árinu 2019 hafa nefndinni borist 86 mál. Þetta kemur fram í umsögn Skúla Þórs Gunnsteinssonar, formanns nefndarinnar, um þingsályktunar- tillögu sem liggur fyrir Alþingi en samkvæmt tillögunni, sem Helgi Hrafn Gunnarsson og fleiri þing- menn Pírata lögðu fram, á forseti Al- þingis að leggja fyrir forsætisnefnd þingsins að semja lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi eftirlit með störfum lög- reglu. Í umsögn Skúla kemur fram, að nefndinni, sem nú starfar, séu settar ákveðnar skorður hvað varðar vald- heimildir, meðal annars hafi nefndin engar sjálfstæðar rannsóknarheim- ildir og geti ekki beitt lögreglumenn eða lögreglustjóra viðurlögum vegna brota í starfi, né lagt slíkt til við lög- reglustjóra sem þeirra yfirmenn. Telja þörf á auknum fjárveitingum Hlutverk nefndarinnar sé ein- skorðað við að koma kvörtunum eða kærum í viðeigandi farveg og eftir atvikum koma með athugasemdir við afgreiðslu og meðferð mála. Nefndin geti þó beint tilmælum til lögreglustjóra um breytingu á verk- lagi eða gert tillögur um aðrar að- gerðir en þær sem afgreiðsla emb- ættanna kveði á um. Þau tilmæli séu þó ekki bindandi. Einnig kemur fram í umsögninni að fjárveiting til nefndarinnar sé um 18 milljónir á ári, en auknar fjárveit- ingar þyrfti til þess að eftirlit nefnd- arinnar geti verið viðunandi og hún sinnt starfsskyldum sínum með við- hlítandi hætti. Fjöldi mála til eftirlitsnefndar  86 mál hafa borist það sem af er árinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögreglan Fjöldi mála berst til nefndar um eftirlit með lögreglu. Eldur kom upp í Vesturborg ÍS 320 frá Suðureyri þar sem báturinn var í slipp í Stykkishólmi í gær. Nokkrir menn unnu við bátinn þegar eldurinn kom upp síðdegis en engan sakaði. „Þetta var heilmikið mál og bát- urinn er mikið skemmdur. Það bjargaði þessu að það var hægt að draga hann út úr húsinu,“ sagði Álf- geir Marinósson, slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Slökkviliðið í Stykkishólmi kom fljótt á vettvang eftir að útkall barst. Slökkvilið Grundarfjarðar og Snæ- fellsbæjar voru kölluð út til að að- stoða ef eldurinn hefði náð að berast í húsnæðið en sem betur fer varð það ekki raunin og einu skemmdirnar á húsnæði voru vegna reyks. Rannsókn málsins er komin í hendur lögreglunnar í Stykkishólmi. Bátur brann í Hólminum  Miklar skemmdir en engan sakaði Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Bruni Vesturborg er mikið skemmd. Sænska jólageitin var sett upp við IKEA í Garða- bæ í gær og minnti á að það styttist til jóla. Löng hefð er orðin fyrir því að verslunin setji upp jólageit við verslunina. Jólageiturnar á Ís- landi hafa þó ekki allar náð að standa til jóla. Dæmi eru um að brennuvargar hafi kveikt í jóla- geitinni, þrátt fyrir að hennar sé vandlega gætt, og eins hefur komið fyrir að íslenskt vetrarveður hafi feykt geitinni um koll. Svipmikil geit minnir á að það styttist til jóla Morgunblaðið/Árni Sæberg „Ég held að það sé nú ekki neinn gríðarlegur titringur. Minn skjálftamælir mælir smá- vægilegan titring og það er nú líka venjan þegar samgöngumál eru rædd,“ sagði Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra, spurð um meintan titring í rík- isstjórnarsamstarfinu vegna kynningar Sigurðar Inga Jó- hannssonar samgönguráðherra á samgönguáætlun í gærmorg- un. Áætlunin hafði þá hvorki verið kynnt ríkisstjórn né þing- flokkum stjórnarflokkanna. thor@mbl.is Smávægileg- ur titringur SAMGÖNGUÁÆTLUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.