Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 Framkvæmdir eru í fullum gangi á vegum Olís við gerð nýrrar Ób-stöðvar á Akureyri. Unnið var að því í gær- morgun að koma stærðarinnar birgðatönkum fyrir í grunni stöðvarinnar. Rís hún við Sjafnargötu, við þjóð- veginn út úr bænum að norðanverðu, skammt frá Húsa- smiðjunni og Byko. Að sögn Páls Baldurssonar hjá Olís á Akureyri er stefnt að því að taka stöðina í notkun um miðjan desem- ber. Á stöðinni verða tvær dælueyjar, með öflugum dælum, þar sem áhersla er lögð á að þjónusta stærri ökutæki sem þurfa gott pláss, eins og rútur og vöru- flutningabíla. „Minni bílar geta að sjálfsögðu tekið þarna eldsneyti en planið er sérstaklega hannað fyrir stóru bílana þar sem aðgengið verður betra en á hefð- bundinni bensínstöð,“ sagði Páll en um viðbót er að ræða á Akureyri. Fyrir eru tvær Ób-stöðvar og tvær Olís-stöðvar, þar af ein sem afgreiðir metan í samstarfi við Norðurorku. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Stöðin hönnuð fyrir stærri bíla Birgðatönkum komið fyrir í grunni nýrrar Ób-stöðvar á Akureyri PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu SÍÐAN 1969 FLOTTUSTU BÚNINGARNIR ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA FRAMLEIÐSLU EÐAMERKINGAR 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS TIL MERKINGA EÐA EKKI SENNILEGA FJÖLHÆFASTI FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS ÞÓVÍÐARVÆRI LEITAÐ! Brautarholti 24 · 105 Reykjavík · S.: 562 6464 · henson@henson.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is HS Orka kaupir raforku frá 13 smá- virkjunum sem samtals eru með tæplega 24 megavött í uppsettu afli og framleiða um 147 gígavattstundir á ári. Að auki eru þrjár virkjanir í byggingu sem teknar verða í notkun á næsta ári. Þá verður uppsett afl smávirkjana sem fyrirtækið er í við- skiptum við 42 MW og framleiðslan 247 GWst á ári. Þetta er svipuð fram- leiðsla og 4. stærsti orkuframleiðandi landsins er með og meira uppsett afl. Kom þetta fram í erindi Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra framleiðslu og sölu hjá HS Orku, á erindi sem Orkustofnun hélt í gær um uppbyggingu smávirkjana á Ís- landi. Ráðstefnan var fjölmenn. Á hana mættu 250 manns og um 220 að auki fylgdust með í beinni útsend- ingu á netinu. Aukinn áhugi er hjá orkufyrir- tækjum og landeigendum að byggja upp smávirkjanir og er fjöldi verk- efna í þróun um allt land. Í erindum á ráðstefnunni var fjallað um ýmsar hliðar málsins. Meðal annars var sagt frá þróun mála í Noregi en þar hafa 837 smávirkjanir verið byggðar upp á síðustu átta árum með 6.400 GWst framleiðslugetu. Þær eru ým- ist byggðar af landeigendum eða þá að landeigendur leigja fjárfestum vatnsréttindin. Spara í kaupum á toppafli Grunnorka HS Orku er frá jarð- varmavirkjunum fyrirtækisins. Hún er mjög jöfn. Fyrirtækið selur mun meiri orku en það framleiðir og þarf að kaupa orku frá öðrum. Þá eru sveiflur í almenna markaðnum, ekki síst milli dags og nætur. Friðrik Friðriksson sagði að ork- an sem fyrirtækinu stæði til boða frá „einu ákveðnu fyrirtæki“, eins og hann tók til orða og á væntanlega við Landsvirkjun, væri með stífum skil- málum og litlum sveigjanleika. Þess vegna hefði fyrirtækið leitað eftir kaupum á raforku frá litlum orkuframleiðendum fyrir hluta afl- og orkuþarfar. Eftir að raforku- markaðurinn opnaðist var samið við eigendur þriggja smávirkjana sem hafa möguleika á miðlun. Fram- leiðslu virkjana er stýrt af HS Orku og það hefur gefið fyrirtækinu möguleika á að minnka þörfina á kaupum á toppafli frá öðrum fram- leiðendum. HS Orka hefur samið við eigendur 10 smávirkjana til viðbótar og eru smávirkjanirnar farnar að hafa mikil áhrif á markað fyrirtækis- ins. Þrjá virkjanir bætast við á næsta ári. Það eru Brúarvirkjun í Tungu- fljóti sem HS Orka reisir sjálf í sam- vinnu við landeiganda og tvær virkj- anir í Eyjafirði. Fyrirtækið verður enn sjálfbærara þegar þær hefja framleiðslu. Þá á HS Orka aðild að Vesturverki sem er að undirbúa Hvalárvirkjun og rannsaka möguleika á virkjunum á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi. Orkan markaðssett sérstaklega Segir Friðrik að HS Orka hafi mjög góða reynslu af kaupum á raf- orku frá smávirkjunum og samstarfi við eigendur þeirra. Fyrirtækið stefni að því að nýta sérstöðu sína og markaðssetja sérstaklega raforku frá smávirkjunum. Segist hann viss um að markaðurinn svari því á já- kvæðan hátt. HS Orka kaupir raforku af 13 smávirkjunum  Þrjár bætast við á næsta ári  Uppsett afl verður 42 MW Morgunblaðið/Hari Framkvæmdir Brúarvirkjun verður tekin í notkun í janúar. HS Orka reisir hana í samvinnu við landeigandann á Brú. Framkvæmdum er að ljúka. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Frá upphafi árs til loka september voru umsóknir um hæli hér á landi alls 621. Fjölmennasti hópur um- sækjenda er ríkisborgarar frá Írak, Venesúela og Afganistan. Útlend- ingastofnun veitti 216 hælis- umsækjendum vernd, viðbótar- vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum á sama tímabili, flestum frá áðurnefndum þremur ríkjum. Er þetta meðal þess sem fram kemur í nýbirtri samantekt Útlendingastofnunar, en gögnin eru aðgengileg á heimasíðu stofnunar- innar. Það sem af er ári hefur samtals fengist niðurstaða í rúmlega 800 mál hjá Útlendingastofnun. Máls- meðferðartími umsókna sem af- greiddar voru með ákvörðun voru 157 dagar. Þeir sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi eru 621 af 68 þjóð- ernum. Er það um 15% fleiri um- sóknir en bárust á sama tímabili síðasta ár, en þá var um að ræða 532 einstaklinga um alþjóðlega vernd. Hlutfall umsókna frá svoköll- uðum „öruggum upprunaríkjum“ er lægra en á síðasta ári, eða tæp 20%. Helmingur fullorðnir karlmenn Stærstu hópar umsækjenda á þessu ári eru frá Írak (110), Vene- súela (84) og Afganistan (42). Þar á eftir koma Nígería (38), Albanía (34), Sómalía (30), Georgía (26) og Íran (25). Þá má einnig nefna að tveir sóttu um hæli hér á landi frá Bandaríkjunum, fimm frá Kína, 13 frá Rússlandi og einn frá Bretlandi. Helmingur umsækjenda um hæli var fullorðnir karlmenn og rúmur fjórðungur yngri en 18 ára. Einstaklingum í þjónustu í verndarkerfinu fjölgaði á fyrstu mánuðum ársins en fækkaði aftur um mitt árið. Í byrjun þessa mán- aðar nutu alls 577 umsækjendur um alþjóðlega vernd þjónustu í íslenska kerfinu. Umsóknir um alþjóðlega vernd Fjöldi umsókna 2016-2019* Kyn og aldur umsækjenda Janúar-september 2019 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Örugg upprunaríki Önnur upprunaríki Stúlkur Konur Drengir Karlar H e im ild : Ú tl e n d in ga st o fn u n 1.133 436 697 1.096 525 571 800 607 193 621* 506 115 2016 2017 2018 2019 *Jan.-sept. 2019 50% 23% 14% 13% Yfir 200 fengið vernd á þessu ári  Hátt í 600 í íslenska verndarkerfinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.