Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ekki tókst heildarsamkomulag á milli
strandríkja um stjórnun makrílveiða
á Norðaustur-Atlantshafi á næsta ári
í þriggja daga samningalotu sem lauk
í London í gær. Ísland verður því
áfram utan samnings á næsta ári og
segir Kristján Freyr Helgason, aðal-
samningamaður Íslands, að fljótlega
hafi orðið ljóst á þessum fundum að
ekki væri vilji til þess að svo stöddu að
taka nýja aðila inn í samkomulag um
stjórnun veiðanna.
„Við sögðum í upphafi funda að við
værum komnir til London með það að
markmiði að verða aðilar að samn-
ingi,“ segir Kristján Freyr. „Við for-
menn sendinefnda Íslands, ESB,
Noregs og Færeyja áttum nokkra
fundi. Þar viðruðum við sjónarmið og
hugmyndir Íslendinga og færðum rök
fyrir okkar máli, en það komst síðan
ekki lengra. Okkur var fljótlega gert
ljóst með skýrum hætti að á þessum
tímapunkti yrði samningur þriggja af
strandríkjunum; Evrópusambands-
ins, Noregs og Færeyja, ekki útvíkk-
aður.“ Kristján Freyr vill ekki ræða
einstök efnisatriði í viðræðunum.
Harma ákvörðun Íslendinga
Noregur, Evrópusambandið og
Færeyjar endurnýjuðu hins vegar
samning sinn um makrílveiðar og
miða þjóðirnar við 922 þúsund tonna
heildarafla á næsta ári, sem er í sam-
ræmi við ráðgjöf ICES. Af þessu
magni verða 15,6% tekin frá fyrir Ís-
land, Grænland og Rússland. Skipt-
ingin á milli samningsaðila er sú að
455 þúsund tonn koma í hlut Evrópu-
sambandsins, Noregur fær 208 þús-
und tonn og í hlut Færeyja koma 116
þúsund tonn.
Í bókun með samningnum segjast
strandríkin þrjú harma þá ákvörðun
Íslendinga að auka makrílkvóta sinn
einhliða síðasta sumar. Sú ákvörðun
standist engar vísindalegar kröfur og
grafi undan viðleitni Evrópusam-
bandsins, Færeyja og Noregs til að
viðhalda sjálfbærni stofnsins til lengri
tíma og þeirri ákvörðun sem tekin var
fyrr á árinu að auka ekki heildarkvót-
ann. Loks eru Íslendingar gagnrýnd-
ir fyrir að hafa ekki ráðfært sig við
samstarfsþjóðir sínar áður en einhliða
ákvörðun um makrílkvótann var til-
kynnt. Sömuleiðis eru Grænland og
Rússland gagnrýnd fyrir að gefa út
einhliða kvóta.
Aðrir stofnar í næstu viku
Í dag verða viðræður um veiðar á
úthafskarfa og frá þriðjudegi til
fimmtudags í næstu viku ræða
strandríkin um veiðar og stjórnun á
norsk-íslenskri síld og kolmunna.
Samningar eru ekki í gildi milli Ís-
lands og annarra strandríkja um síld
og kolmunna frekar en makríl.
Kristján segir að Íslendingar hafi í
lok fundar lýst því yfir að nú sem
endranær væru Íslendingar tilbúnir
að vinna með öllum aðilum að gerð
heildarsamkomulags um stjórnun
veiða á uppsjávarstofnunum þremur.
Hvort heldur sem samið væri um
makríl sérstaklega eða sameiginlega
um makríl, norsk-íslenska síld og kol-
munna.
Enn utan sam-
komulags um
makrílveiðar
Var gert ljóst að samningur yrði
ekki útvíkkaður að svo stöddu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðni Einarsson
Þór Steinarsson
Árangur í kjarasamningum er lang-
hlaup og stjórnvöld og atvinnurek-
endur þurfa að leggja sitt af mörk-
um til þess að tryggja jöfnuð í
samfélaginu svo að þeir launalægstu
beri ekki þyngstu byrðarnar. Þetta
kom fram í máli Katrínar Jakobs-
dóttur forsætisráðherra á ársfundi
Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær.
Ársfundurinn var haldinn í Eldborg
í Hörpu. Þetta var í fyrsta sinn sem
ársfundurinn er haldinn að hausti.
Það var gert í tilefni af því að 20 ár
eru liðin frá stofnun SA.
„Svigrúm til óábyrgra kjarasamn-
inga er minna en áður. Launin duga
betur en nokkru sinni og almenn vel-
megun og jöfnuður hefur aldrei ver-
ið meiri,“ sagði Eyjólfur Árni Rafns-
son, formaður SA, í ávarpi. „Ólík
sjónarmið, heilbrigt samtal og gagn-
kvæmur skilningur leiða af sér nið-
urstöðu þar sem enginn einn fær
ráðið öllu né nær öllu sínu fram. Um
málamiðlun þarf að skapast sátt
allra aðila og sannfæring fyrir því að
innistæða fyrir nýjum samningum
sé til staðar,“ sagði Eyjólfur.
„Ábyrgð samningsaðila við gerð
kjarasamninga er mikil, og þó að
ekki væri nema vegna þess þá gegna
Samtök atvinnulífsins og launafólks
mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu.
Samskipti okkar við verkalýðshreyf-
inguna byggjast á gagnkvæmu
trausti og virðingu fyrir sjónar-
miðum hvert annars.“
Auk Katrínar forsætisráðherra
og Eyjólfs Árna, formanns SA, töl-
uðu þau Ásdís Kristjánsdóttir, for-
stöðumaður efnahagssviðs SA, og
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri SA, á fundinum.
Þau litu um öxl í sögu SA og einnig
fram á veg. Ásmundur Stefánsson,
fyrrverandi forseti ASÍ, og Þór-
arinn Viðar Þórarinsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands Íslands, sögðu frá
Þjóðarsáttinni 1990. Gestir ársfund-
arins fengu að gjöf nýja bók Guð-
mundar Magnússonar, Frá þjóð-
arsátt til lífskjarasamnings, Samtök
atvinnulífsins 1999-2019, þar sem
rakin er saga vinnumarkaðar og
efnahagslífs síðustu tveggja ára-
tuga.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
SA 20 ára Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ársfund SA sem var 20 ára afmælisfundur.
Velmegun og jöfnuður
aldrei meiri en nú
Samtök atvinnulífsins fögnuðu 20 ára afmæli með ársfundi
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
STIMPILPRESSUR
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
Mikið úrval af aukahlutum
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Farfuglum hefur fækkað um 20-30
prósent í Evrópu á síðustu fimmtíu
árum, sérstaklega hvað varðar lang-
dræga farfugla, fugla sem fljúga
2.000 kílómetra eða lengra á milli
varp- og ætisstöðva.
Helsta ástæðan fyrir þessari
miklu fækkun er eyðing búsvæða á
heimsvísu. Farfuglar virðast við-
kvæmari fyrir henni en staðfuglar.
Þetta segir Tómas Grétar Gunnars-
son, líffræðingur og forstöðumaður
Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á
Suðurlandi, sem hélt erindi á líf-
fræðiráðstefnu sem hófst í Öskju í
gær. Hérlendis hafa íslenskir vað-
fuglar verið rannsakaðir í um tutt-
ugu ár. „Við erum að reyna að nota
íslenska vaðfugla til að skýra almenn
mynstur sem sjást í hnignun far-
fuglastofna um heiminn,“ segir Tóm-
as.
„Þeir hafa að mörgu leyti líka lífs-
hætti á Íslandi en þeir hafa mjög
mismunandi farlengdir. Við erum að
reyna að nota þetta kerfi til að sjá
hver munurinn er á viðkomu lang- og
skammdrægra farfugla í þessum
hópi. Það sem kemur í ljós er að
skammdrægu farfuglarnir koma
miklu fyrr til landsins. Það veldur
því að þeir hafa meiri tíma á vorin til
að bregðast við því að það séu hlý
vor,“ segir Tómas. Því verpa fugl-
arnir fyrr og þeim gengur betur með
varp.
„Svo vantar eiginlega almennilega
vöktun á okkar algengustu mófugl-
um sem flestir okkar vaðfuglar eru
til þess að geta séð hvort þessi
mynstur sem við sjáum og þessi
mikli munur sem við sjáum sé að
koma fram í stofnbreytingum. Hvort
langdrægum farfuglum eins og spó-
um til dæmis sé að fækka á meðan
skammdrægari fuglum eins og til
dæmis jaðrakan eða lóu er ekki að
fækka.“
Fækkun farfugla
rannsökuð hér
Vaðfuglar notaðir til útskýringar
Morgunblaðið/Ómar
Jaðrakan Fækkar ekki hér á landi.