Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Á umdæmisþingi Rótarý á Ís-
landi, sem haldið var í Kópavogi
sl. laugardag, voru veittar viður-
kenningar og styrkir úr verð-
launa- og styrktarsjóði hreyfing-
arinnar. Árlega eru veittir
styrkir til aðila á félagssvæði
þess rótarýklúbbs sem heldur
umdæmisþingið en í ár var það
Rótarýklúbburinn Borgir í Kópa-
vogi. Ákvörðun sjóðstjórnar var
að veita tvenn 500 þúsund króna
verðlaun að þessu sinni fyrir
framúrskarandi og nýstárlegt
framtak á sviði mennta og vís-
inda. Jón B. Guðnason, formaður
sjóðstjórnar, kynnti verðlauna-
hafana.
Menntun í ferðatösku er verk-
efni sem Gunnar Stefánsson pró-
fessor hefur stjórnað. Tutor-web
er ókeypis netkennslukerfi í
stærðfræði og tölfræði sem hann
hefur þróað og kynnt í háskólum
í Keníu. Þá átti Gunnar frum-
kvæði að stofnun styrktarfélags-
ins Broskarla, sem safnar fé til
kaupa á spjaldtölvum og tölvu-
þjónum fyrir nemendur í fátæk-
um héruðum Afríku.
Fræðslusetrið í Guðmundar-
lundi á vegum Skógræktarfélags
Kópavogs hlaut einnig verðlaun
Rótarý. Í tilefni af 50 ára afmæli
félagsins tók það í notkun
Fræðslusetrið í Guðmundarlundi í
Kópavogi, sem vígt var 30. ágúst.
Fræðslusetrið verður meðal ann-
ars nýtt af leik- og grunnskólum í
Kópavogi og stefnt er að því að í
Guðmundarlundi verði boðið upp
á fyrsta flokks aðstöðu til úti-
kennslu þar sem lögð verður sér-
stök áhersla á náttúrulæsi, um-
hverfis- og náttúruvernd og áhrif
loftslagsbreytinga á umhverfið.
Fræðslu-
setur og
menntun í
ferðatösku
Ljósmynd/Markant
Verðlaun Margrét Friðriksdóttir, fulltrúi í stjórn verðlaunasjóðs, Gunnar Stefánsson, stjórnandi verkefnisins Menntunar
í ferðatösku, Bernhard Jóhannesson og Kristinn H. Þorsteinsson, fulltrúar Skógræktarfélagsins, Anna Stefánsdóttir,
umdæmisstjóri Rótarý, og Jón B. Guðnason, formaður verðlauna- og styrktarsjóðs.
Lagastofnun HÍ, Norræna ráð-
herranefndin, Persónuvernd,
dómsmálaráðuneytið og dóm-
stólasýslan standa að ráðstefnu í
dag með yfirskriftinni: „Njóta börn
nægrar persónuverndar í stafræn-
um heimi? Áskoranir fyrir stjórn-
sýslu, dómstóla og skóla.“
Ráðstefnan verður í hátíðarsal
Háskóla Íslands og stendur frá kl.
13-17. Hún fer fram á ensku, undir
stjórn Bjargar Thorarensen.
Fundað um börn og
persónuvernd í dag
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, og Eliza Reid forsetafrú
halda til Japans í næstu viku og
verða viðstödd krýningarhátíð Na-
ruhitos Japanskeisara þriðjudaginn
22. október. Munu þau taka þátt í
opinberum viðburðum í tengslum
við krýningarhátíðina ásamt fjöl-
mörgum öðrum þjóðarleiðtogum
hvaðanæva úr veröldinni.
Þau sitja m.a. hátíðarkvöldverð í
keisarahöllinni að kvöldi 22. októ-
ber og kvöldverð Shinzos Abes for-
sætisráðherra til heiðurs Naruhito
Japanskeisara að kvöldi miðviku-
dagsins 23. október.
Forsetahjónin á
leiðinni til Japans
Morgunblaðið/Eggert
Til Japans Forsetahjónin Eliza Reid og
Guðni Th. Jóhannesson.
Ökumaður, sem
lögreglan á Suð-
urnesjum tók úr
umferð í fyrra-
kvöld vegna gruns
um fíkniefnaakst-
ur, var með kanna-
bisefni í kaffi-
könnu í bílnum. Sýnatökur á
lögreglustöð gáfu til kynna að
hann hefði neytt kannabisefna, að
því er segir í dagbók lögregl-
unnar.
Þá hafa allmargir ökumenn ver-
ið kærðir fyrir of hraðan akstur í
umdæminu það sem af er vikunni.
Sá sem hraðast ók mældist á 130
km hraða þar sem hámarkshraði
er 90 km á klukkustund.
Með kannabis
í kaffikönnu
Paralympic-
dagurinn 2019
Frjálsíþróttahöllin í Laugardal 19. október frá 13-16
Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson stýrir deginum
Paralympic-dagurinn er risavaxinn kynningar-
dagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Það verður
nóg við að vera fyrir alla þann 19. október en
opið verður í Frjálsíþróttahöllinni frá kl. 13-16.
Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson
tekur vel á móti gestum og mun spreyta sig í
hinum ýmsu íþróttum fatlaðra, við skorum
á ykkur að mæta og skora Hauk á hólm