Morgunblaðið - 18.10.2019, Page 12
BAKSVIÐ
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Unbroken er fæðubótarefni sem er
nýkomið á markað. Það er einstakt
að því leyti að það inniheldur svo-
kölluð vatnsrofin (e. hydrolyzed)
prótín úr ferskum laxi sem gera
upptöku þeirra mun auðveldari og
hraðvirkari. Var-
an kemur í
freyðitöflum sem
settar eru í vatn
og leysast upp
áður en vatnið
með uppleysta
efninu er drukk-
ið.
„Ferska laxa-
prótínið er í raun
formelt á náttúr-
legan máta niður
í byggingarefni próteins sem er
amínósýrur. Líkaminn þarf því ekki
að eyða neinum tíma eða orku í að
brjóta niður fæðuna,“ segir Steinar
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
og einn eigenda Unbroken ehf. sem
framleiðir vöruna. Hann segir upp-
töku næringarefnanna í vörunni
vera mun hraðari en fólk á að venj-
ast.
„Vöðvanæringin er komin út í
blóðið innan 10 mínútna og þetta er
ein sú hraðvirkasta vöðvanæring
sem við höfum séð varðandi upp-
töku og gæði,“ segir Steinar en
hann segir klíníska rannsókn sem
framkvæmd var af Íþróttaháskól-
anum í Osló standa á bak við þessa
fullyrðingu.
Að prótínið sé formelt á náttúr-
legan máta þýðir einfaldlega að
ensím úr laxinum sjálfum hafa verið
notuð til að brjóta niður prótínið í
amínósýrur, steinefni og vítamín
sem gerir upptöku líkamans auð-
veldari. „Við erum þeir einu í heim-
inum sem gera þetta, aðrir nota iðn-
aðarensím úr svínum eða gerjun,“
segir Steinar.
Fyrir fólk undir álagi
Steinar segir efni á borð við Unbro-
ken vera mikilvæg fyrir fólk sem er
undir miklu álagi, hvort sem það er
vegna æfinga, veikinda eða annars.
Þá nefnir hann einnig aldraða í því
samhengi. „Álagið takmarkar getu
meltingarkerfisins,“ segir hann og því
komi varan sér vel fyrir íþróttafólk og
aðra þar sem meltingarkerfið er undir
álagi. Hann vill meina að varan nýtist
betur strax eftir æfingar heldur en
t.d. heil mjólkurprótín við að flýta fyr-
ir endurheimt. Þetta hafi rannsóknin í
Íþróttaháskólanum í Osló sýnt fram á.
Unbroken hefur fjóra þekkta cross-
fit-kappa á sínum snærum, þar á með-
al Íslendingana Björgvin Karl Guð-
mundsson og Ragnheiði Söru
Sigmundsdóttur. „Íslendingar eiga
marga af bestu crossfiturum í heimi
og við tókum því þann pólinn í hæðina
að nálgast íslenska og norræna cross-
fitara,“ segir Steinar en Norðmaður-
inn Kristin Holte og Svíinn Lukas
Högberg, eru
einnig í sam-
starfi við Unbroken.
„Þau eru búin að vera á þessu í
meira en hálft ár til þess að vita
hvernig þau upplifa vöruna varðandi
endurheimt, líðan og annað slíkt og
gefa þessu mjög góða dóma. Þau
finna mikinn mun á sér þegar þau eru
undir miklu álagi og finna fyrir minni
strengjum og öðru slíku.“
Steinar telur vöruna einnig geta
nýst til að vinna gegn næringarskorti
sjúklinga sem eiga erfitt með melt-
ingu heilla próteina og upptöku nær-
ingar. „Við erum að vinna með lækn-
um og næringarfræðingum við að
skoða klínískar rannsóknir sem tengj-
ast þessu.“ Þá gæti varan aðstoðað við
að koma í veg fyrir vöðvarýrnun(e.
sarcopenia), að sögn Steinars.
Hannað fyrir geimfara
Varan er framleidd í Noregi þar
sem aðgangur að ferskum laxi er mik-
ill auk þess að tæknin sem varan
byggist á þróaðist þar. „Þessi hug-
mynd kemur upphaflega frá geim-
ferðastofnun Sovétríkjanna þar sem
þetta var hannað fyrir geimfara. Það
er vísindamaður þar sem flytur til
Noregs eftir fall Sovétríkjanna og
undirbýr byggingu á verksmiðju til að
framleiða vöruna,“ segir Steinar en í
Sovétríkjunum hafði hugmyndin ekki
enn færst úr tilraunastofunni og yfir í
framleiðslu.
Það er mikilvægt að hafa aðgang að
stöðugu framboði af ferskum laxi og
það höfum við í Noregi, að sögn Stein-
ars. „Þar sem laxinn er á
fóðri myndast þessi stöð-
ugleiki í amínósýrunum,“
segir Steinar og bætir við
að slíkt sé mikilvægt.
„Nálægðin við ferska
hráefnið er lykillinn að
þessu.“
Aðaleigendur fyrir-
tækisins eru Íslendingar
þó að framleiðslan fari
fram í Noregi og segir Steinar verk-
smiðjuna hafa farið í íslenska eigu í
fyrra. „Þá var tekin sú stefna að fara
inn á íþróttavörumarkaðinn með eigið
vörumerki.“
Markaðssetning vörunnar hófst um
síðustu helgi og er hún komin í sölu á
netinu í Bandaríkjunum og Evrópu,
þar með talið á Íslandi. „Stefnt er að
því að varan verði fáanleg á öllum
helstu líkamsræktar- og crossfit-
stöðvum á landinu innan nokkurra
vikna,“ segir Steinar.
Ein fljótvirkasta vöðvanæringin
Nýtt fæðubótarefni sem byggist á tækni sem þróuð var fyrir geimfara lítur dagsins ljós
Samkvæmt rannsóknum er næringin komin út í blóðið innan 10 mínútna Framleitt í Noregi
Steinar
Kristjánsson
Fæðubótarefni Norræn Unbroken hefur fengið hrausta crossfit-iðkendur til liðs við sig.
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
18. október 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.07 125.67 125.37
Sterlingspund 159.33 160.11 159.72
Kanadadalur 94.58 95.14 94.86
Dönsk króna 18.456 18.564 18.51
Norsk króna 13.603 13.683 13.643
Sænsk króna 12.747 12.821 12.784
Svissn. franki 125.34 126.04 125.69
Japanskt jen 1.1503 1.1571 1.1537
SDR 171.43 172.45 171.94
Evra 137.91 138.69 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8274
Hrávöruverð
Gull 1482.55 ($/únsa)
Ál 1701.5 ($/tonn) LME
Hráolía 58.9 ($/fatið) Brent
STUTT
Líklegt er að eitt vaxtalækkunar-
skref verði stigið til viðbótar fyrir
áramót að því er fram kemur í nýj-
asta Korni Íslandsbanka. Nefndar-
menn í peningastefnunefnd Seðla-
bankans voru á einu máli um að
lækka stýrivexti um 0,25 prósentur á
síðasta vaxtaákvarðanafundi í byrj-
un október og er það annað skipti í
röð sem samstaða er um vaxtalækk-
un. Í greiningu Íslandsbanka segir
að talsverðar líkur séu á að vextir
verði lækkaðir. Enn syrti í álinn er-
lendis og hljóði nýjar spár OECD og
AGS fyrir 2019-2020 upp á hægasta
vöxt á heimsvísu í áratug. Þá hafi
gengi krónunnar áfram haldist stöð-
ugt og horfur eru á að verðbólga
verði komin í markmið fyrir áramót.
Hljóðar nýjasta verðbólguspá bank-
ans upp á 2,7% verðbólgu í október
og að verðbólgan verði komin niður í
2,2% í jánúarmánuði næstkomandi.
Morgunblaðið/Ómar
Efnahagur Greinendur Íslands-
banka telja líkur á vaxtalækkun.
Lækkun
er líkleg
● Icelandair leiddi lækkanir gærdags-
ins í Kauphöll Íslands þar sem rautt
var um að litast. Félagið lækkaði um
3,44% í 36 milljóna króna viðskiptum
og nemur gengi þess nú 5,61 kr. Gengið
var síðast svo lágt í mars 2012 og hafa
hlutabréf Icelandair lækkað um 41% á
þessu ári. Þau félög sem viðskipti voru
höfð með í gær lækkuðu öll. Næstmest
lækkaði TM eða um 2,19% í 29 milljóna
króna viðskiptum og stendur gengi
bréfanna í 29 krónum. Bréf Sýnar
lækkuðu um 2,16% í 31 milljónar króna
viðskiptum og stendur gengi bréfanna í
24,9 krónum. Mest voru viðskipti með
bréf Arion banka sem lækkaði um
0,7% í 343 milljóna króna viðskiptum
og stendur gengi bankans nú í 71,2 kr.
Icelandair leiddi lækk-
anir í kauphöllinni