Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 ✝ Einar BragiBragason fæddist 11. ágúst 1965 í Reykjavík. Hann lést 4. októ- ber 2019. Foreldrar hans voru: Bragi Einarsson, f. 11.6. 1930, d. 9.12. 1994, og Margrét Bettý Jónsdóttir, f. 9.9. 1930, d. 15.5. 1997. Einar Bragi var yngstur fjögurra bræðra. Elstur er Sturla, fæddur 16. apríl 1950, kvæntur Hrafnhildi Guðnadótt- ur, 2) Þór, fæddur 18. sept- ember 1951, kvæntur Hafdísi Guðjónsdóttur, 3) Jón, fæddur 23. september 1952, d. 8.1. 2002. Einar Bragi kvæntist Ásu Kristínu Árnadóttur og eiga þau þrjú börn: Elmar Bragi, fæddur 23.11. 1988, sambýliskona hans er Katla Mist Brynjarsdóttir, f. 25.08. 1991. Ásdís Birta, fædd 30.12. 1994, d. 1.1. 1995. Elísa Björt, fædd 27.1. 1997. Þau slitu samvistum. Núverandi sambýliskona Ein- ars Braga er Hafdís Rut Ru- dolfsdóttir, f. 3.8. 1966. Hann syrgja börn Hafdísar: Ágústa Ósk, f. 18.5. 1989, Heiðrún Svala, f. 12.3. 1991, og Hrefna lagði Einar Bragi leið sína á Vopnafjörð og þaðan til Pat- reksfjarðar þar sem hann starf- aði sem skólastjóri Tónlistar- skóla Vesturbyggðar fram til síðasta dags. Einar Bragi var afkastamikill tónlistarmaður og eftir hann liggur fjöldi lagasmíða og út- setninga. Einar Bragi gaf út tvær sólóplötur og var með þá þriðju í vinnslu, en af henni hafa nokkur lög nú þegar verið gefin út. Einar Bragi spilaði inn á yfir hundrað platna fyrir fjölda ann- arra tónlistarmanna sem og hljómsveita. Hann tók tvisvar sinnum þátt fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Fyrst árið 1990 með lagið „Eitt lag enn“ í flutn- ingi Stjórnarinnar og síðan árið 1993 með lagið „Þá veistu svar- ið“ ásamt Ingibjörgu Stef- ánsdóttur. Einar var í miklu samstarfi við aðra hljómlist- armenn búsetta erlendis, meðal annars lék hann á djasshátíðinni Sortland Jazzfestival í Norður- Noregi nokkrum sinnum og myndaðist við það ævarandi vin- skapur og samstarf milli hans og annarra tónlistarmanna sem sóttu hátíðina. Einar Bragi var tilnefndur til Íslensku tónlist- arverðlaunanna árið 1993 fyrir saxófónleik. Einar var einnig valinn Austfirðingur ársins árið 2008. Útför Einars Braga fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 18. október 2019, kl. 15. Björk, f. 15.2. 1995, Aronsdætur. Einar Bragi ólst upp á Holti í Garða- bænum sem þá hét Garðahreppur. Hann hóf skóla- göngu í Flataskóla, hélt sem leið lá í Gagnfræðaskóla Garðabæjar og síð- an í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar. Hann stundaði framhaldsnám í Tónlistarskóla Reykjavíkur og útskrifaðist þaðan árið 1987 úr blásarakennaradeild en var einnig á sama tíma í djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Einar starf- aði fyrstu ár sín við Tónlistar- skóla Seltjarnarness og sem tón- listarkennari við Melaskóla. Árið 1994 tók litla fjölskyldan sig upp og flutti austur á Seyð- isfjörð þar sem Einar Bragi tók við skólastjórastöðu Tónlistar- skóla Seyðisfjarðar. Þar átti hann eftir að marka spor margra nemenda sinna á tónlist- argöngu þeirra. Einar Bragi var farsæll kennari og hafði ótrú- lega hæfileika við að vekja áhuga nemenda sinna á tónlist og tónlistarnámi. Eftir áralanga farsæla kennslu á Seyðisfirði Mælikvarðinn á kærleik og ást er ekki metinn af árunum sem við þekktum hvert annað heldur í orði og verki. Á þann hátt sýndir þú svo heitt hversu mikils virði við vorum þér. Þú sýndir það með faðmlögunum, öllum ævintýrunum sem við átt- um saman og öllu spjallinu yfir heitu kaffi. Það er erfitt að ná utan um það, elsku Einar, að við fáum ekki að sjá þig aftur. Síðustu dagar hafa verið erfiðir og við skiljum ekki hvernig maður í blóma lífsins hefur nú verið tek- inn frá okkur. Þú sem gerðir veröld okkar svo sannarlega lit- ríkari. Þú tókst okkur opnum örmum frá fyrsta degi og varst duglegur að minna á að það sem skiptir mestu máli í lífinu er að njóta og elska sína nánustu. Eins og þú sagðir alltaf: „Þetta er ekki flókið; bara njóta og elska.“ Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Það eru engin orð sem geta lýst þessari sorg en eftir situr þakklætið. Þakklæti fyrir það að þú komst inn í líf mömmu þar sem hamingja ykkar leyndi sér svo sannarlega ekki. Þessi tími sem við áttum með ykkur er okkur svo kær. Þakklæti fyrir það að þú tókst okkur sem þínum eigin og síðast en ekki síst þakklæti fyr- ir alla tónlistina, snöppin, myndirnar og fimmaurabrand- arana. Engar áhyggjur, elsku Einar, það verður áfram hryggur á sunnudögum. Ágústa Ósk og Anna Kristín. Haustið 1984, þá 19 ára, kynntist ég þér á leikskólanum Klettaborg þar sem við höfðum bæði nýhafið vinnu. Það var ekki ást við fyrstu kynni en svo tókst þér að heilla mig upp úr skónum því þú varst svo sætur og skemmtilegur. Og við ráðvilltu unglingarnir fórum að búa saman. Á þessum árum varstu í nám- inu þínu við Tónlistarskólann, að vinna á leikskóla og mikið að gera í ballspilamennsku á öllum helstu skemmtistöðum landsins og þú blómstraðir í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það var mikil og djúp ham- ingja þegar frumburðurinn okk- ar og fjörkálfurinn hann Elmar Bragi fæddist 23. nóvember 1988 og þú naust þess svo inni- lega að verða pabbi. Þú varst algjört náttúruta- lent þegar kom að tónlistarhæfi- leikum; hafðir ekkert fyrir því að blása, hvort sem það var í saxófóninn eða flautuna. Í því varstu bestur. Svo kom Stjórnin þar sem þú varst annar tveggja stofnenda þeirrar hljómsveitar (Matthías Hemstock hinn) og þá fór nú að verða mikið að gera í spilamennskunni og við Elmar Bragi sáum ekki mikið af þér. Árin liðu og við svo ham- ingjusöm, en óveðursskýin fóru að hrannast upp, Bakkus tók öll völd. Í maí 1994 er tekin sú ákvörðun að flytja til Seyðis- fjarðar, sem var mikið gæfuspor fyrir okkur litlu fjölskylduna. Þar tókst þú við stjórn Tón- listarskóla Seyðisfjarðar og skil- aðir því hlutverki ofurvel af þér í 20 ár. Þú varst vinsæll kennari og mikill vinur barnanna sem voru í námi hjá þér. Þú áttir svo sannarlega góð ár á Seyðisfirði, komst þér í ým- iskonar vinnu með tónlistar- skólastarfinu, m.a. lögreglu- starf, í stjórn skíðafélagsins og varst óþrjótandi í alls konar sjálfboðavinnu í þágu bæjar- félagsins. Árið sem við flytjum, 1994, deyr pabbi þinn í desember og Ásdís Birta okkar fæðist og deyr nokkrum dögum seinna. Þetta voru erfiðir tímar fyrir okkur eftir allt annað sem hafði gengið á. En hamingjan er val og svo kom yndið okkar hún Elísa Björt 27. janúar 1997. Þú varst svo mikill og besti pabbi í heimi og gerðir alltaf mikið af því að sinna og sýna Elmari Braga og Elísu Björt allan þinn áhuga þegar að kom að námi þeirra og tómstundum, alltaf varstu fyrstur að bjóða þig fram í hvers konar sjálf- boðavinnu sem tengdist því. En aftur varð Bakkus besti vinur þinn og ekki við neitt ráð- ið. Leiðir okkar skildi en von mín og barnanna þinna um að þú kæmist í bata rættist og þín mesta gæfa á þessum tíma var að hefja vinnu fyrir vestan á Patreksfirði við tónlistarskólann og hitta Hafdísi þína, með henni áttir þú tvö góð ár. Ég óska þér alls hins besta á nýjum stað og þakka fyrir árin þrjátíu sem við áttum saman. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Sig. frá Hlöðum) Hvíl í friði. Ása Kristín. Í dag kveðjum við góðan vin og samstarfsmann, Einar Braga Bragason, sem lést aðeins 54 ára að aldri. Einar Bragi var einn af stofnendum Stjórnarinn- ar og átti svo sannarlega sinn þátt í velgengni hjómsveitarinn- ar og vinsældum. Strax á ung- lingsárunum kom í ljós hversu flinkur hann var á saxófóninn, enda leið ekki á löngu þar til hann var orðinn einn af eft- irsóttustu hljóðfæraleikurum landsins. Hann var fagmaður fram í fingurgóma, vandvirkur og mætti ávallt einstaklega vel undirbúinn, hvort sem var á æf- ingar, í hljóðver eða á tónleika. Hann hafði mikla ástríðu fyrir starfinu og lagði sig allan fram. Á fyrstu starfsárum hljóm- sveitarinnar var álagið oft mik- ið. Við spiluðum allar helgar yf- ir vetrartímann og á sumrin ferðuðumst við um landið þvert og endilangt og spiluðum á sveitaböllum. Á þessum ferða- lögum var ýmislegt brallað og mikið hlegið. Einar Bragi gaf þar mikið af sér, enda mikill fjörkálfur og húmoristi. Hann átti það til að vera stríðinn, en þó aldrei þannig að særði held- ur bara til að létta stemn- inguna. Ef draga ætti fram eitt helsta persónueinkenni Einars Braga væri það tryggð við vini og vandamenn. Hann var traustur vinur og duglegur að halda sambandi. Í lífi Einars Braga skiptust á skin og skúrir. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að fylgj- ast með honum undanfarin ár. Hann blómstraði í starfi sínu sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og var ham- ingjusamur í sínu einkalífi. Þau Hafdís Rut höfðu eignast fallegt hús á Patreksfirði með útsýni yfir hafið. Einar Bragi þreyttist ekki á að birta myndir af lita- dýrð himinsins við sólarupprás og sólarlag yfir firðinum. Þá duldist engum hve stoltur hann var af börnunum sínum og hve heitt hann unni Hafdísi. Við vorum svo lánsöm að eiga dýrmætar stundir með Einari Braga í fyrra þegar Stjórnin fagnaði 30 ára afmæli. Ekki ór- aði okkur fyrir að þetta yrði síð- asta skiptið sem við spiluðum öll saman. Þetta eru dýrmætar minningar en jafnframt áminn- ing um að njóta hvers dags og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Við þökkum Einari Braga samfylgdina um leið og við sendum fjölskyldu hans og vin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Eiður, Grétar, Jón Elvar, Sigríður (Sigga) og Þorsteinn. Það var mikið áfall að fregna að Einar Bragi Bragason væri allur. Kynni okkar Einars Braga hófust á fyrri hluta tíunda ára- tugar síðustu aldar með því að Þorvaldur Jóhannsson bæjar- stjóri á Seyðisfirði hnippti í mig fyrir utan Karrann og kynnti mig fyrir nýjum tónlistarskóla- stjóra. Svo leiddi eitt af öðru. Börnin stunduðu nám í tónlist- arskólanum og lúðrasveitinni hjá Einari Braga þannig að snertifletir urðu strax margir. Einar Bragi stjórnaði Tónlistar- skólanum og lúðrasveitinni með miklum glæsibrag svo eftir var tekið. Hann var mjög barngóð- ur og hafði einstakt lag á krökkunum. Í gegnum þessi kynni tókst með okkur vinátta sem hélst allt til loka. Ég minnist þess með sér- stakri ánægju þegar við fórum til gæsaveiða í árdaga vináttu okkar. Þótt aflinn hafi ekki allt- af verið merkilegur voru þessar ferðir einstaklega ánægjulegar og kom góð kímnigáfa Einars Braga þá oft við sögu. Margar góðar sögur voru sagðar og fór húmor okkar ágætlega saman, enda skiptumst við oft á upplýs- ingum um undarlega sjónvarps- þætti og fleira í þeim dúr. Seinna reyndi einnig á þennan þátt vináttu okkar þegar við hjónin lentum með þeim Einari og Ásu í þorrablótsnefnd. Þar kom hinn frjói hugur Einars Braga að góðu gagni við að búa til glens og grín, að ekki sé nú talað um óeigingjarnt starf hans við að stjórna tónlistaratriðum við slik tækifæri. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar vill koma kæru þakklæti á framfæri fyrir alla þá hjálp sem Einar Bragi veitti við hinar árvissu jólaskemmt- anir með undirleik og stjórnun söngatriða. Einar Bragi vann ómetanlegt starf sem formaður skíðadeildar Hugins um árabil og þegar krakkarnir voru yngri hittumst við oft í fjallinu. Þá var ekki leiðinlegt að rekast á Einar Braga á fótboltavellinum. Skoð- anir hans á frammistöðu ein- stakra leikmanna og þá ekki síst dómara voru sterkar. Einar Bragi vann hjá emb- ætti Sýslumannsins á Seyðis- firði frá 1. febrúar 1997 sem héraðslögreglumaður og sumar- afleysingamaður í lögreglunni um langt árabil. Einar Bragi vann líka hjá tollinum á Seyð- isfirði. Við hjónin komum oft á heim- ili Einars Braga og Ásu á Múla- veginum og þar var ætíð mikil gestrisni ríkjandi og gott að koma. Ýmislegt var brallað og Einar Bragi hafði gaman af að sýna það sem hann var að vinna að í tónlistinni. Þá kom hann að máli við mig og bað mig að vera veislustjóri þegar þau Ása giftu sig og þótti mér mjög vænt um það. Einhverju sinni fóru fjöl- skyldurnar saman á jólahlað- borð á Skriðuklaustri og er það mjög minnisstætt. Góður drengur er fallinn í valinn. Við Hrafnhildur sendum þeim Ásu, Elmari Braga og El- ísu Björt okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góð- an Guð að blessa þau í þeirra miklu sorg. Þá sendum við sam- úðarkveðjur til sambýliskonu Einars Braga, Hafdísar Run- ólfsdóttur, sem nú sér á eftir góðum vini. Kveðjum svo góðan vin með eftirfarandi orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Seyðisfirði, 14. október 2019, Lárus Bjarnason. „Ekkert mál. Ég mæti, verð kominn eftir viku.“ Þannig svaraði Einar Bragi þegar ég bað hann að taka við Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tæpum fjórum árum. Og það stóð heima. Hann kom, sá og sigraði. Einar varð strax aðalspraut- an í tónlistarlífinu fyrir vestan. Það var ekki samkoma án hans og krakkanna. Það var ekki messa án Einars og allt varð fallegra. Við grínuðumst með að markmiðið yrði að hafa lúðra- sveit næst þegar kveikt yrði á jólatré í Vesturbyggð. Auðvitað lét Einar Bragi það gerast. Ell- efu mánuðum seinna var komin lúðrasveit sem lék jólalögin þegar ljósin voru kveikt á jóla- trjánum á Patreksfirði og í Bíldudal! Mikið varð ég stolt. Hann hreif börnin með sér, stofnaði hljómsveit og fékk krakkana til liðs við sig. Lúðra- sveit og rokkband, allir fundu sína fjöl. Ég leyfi mér að full- yrða að það eru fáir staðir á landinu þar sem jafn hátt hlut- fall barna stundar tónlistarnám eins og í Vesturbyggð. Það er Einari Braga að þakka. Við Einar urðum strax miklir vinir. Hann hafði hlýja nærveru og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Ræddi breysk- leika mannanna og var opinn með alla sína lífsreynslu. Þau voru ófá skiptin sem hann kom upp á skrifstofu til mín til að spjalla um framtíð tónlistarskól- ans og hvernig við ættum að haga málum. Og hann talaði tæpitungulaust við mig, sem var gott. Starfsfólkinu á bæjarskrif- stofunum fannst ekki verra að fá hann í kaffi. Það var alltaf gaman. Eftir að við Hafþór fluttumst með börnin okkar norður á Akureyri heyrðumst við Einar Bragi reglulega og alltaf urðu fagnaðarfundir þeg- ar við komum vestur. Það var gott að heyra í Einari og finna vináttuna sem aldrei bar skugga á. Stuttu eftir að Einar Bragi fluttist vestur sagði hann mér frá því að hann hefði hitt gamla skólasystur sína á leiðinni vest- ur og núna ætlaði hún að flytja til hans. Hafdís kom eins og ferskur blær inn í samfélagið á Patreksfirði og þau kærustu- parið sáu framtíðina á Patró. Nýbúin að kaupa hús og taka við nýjum verkefnum. Fram undan var bjart. Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit hið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt um síki og engi. Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund þó fölur beygur hægt um sviðið gengi er laut hann höfði og sagði í sama mund: Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi. (Hannes Pétursson) Það voru hörmulegar fréttir sem bárust árla morguns 4. október frá Patreksfirði. Einar Bragi hafði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Það er mikið högg fyrir lítið samfélag þar sem hver íbúi skiptir máli. Ein- ars Braga verður sárt saknað af öllum þeim sem hann þekktu en minning hans mun lifa. Við Haf- þór vottum Hafdísi og börnum þeirra Einars Braga okkar dýpstu samúð. Ásthildur Sturludóttir. Það er erfitt að hugsa til þess að Einar Bragi skólastjóri tón- listarskóla Vesturbyggðar sé fallinn frá og mikill missir fyrir okkur öll. Það var mikil spenna í loftinu þegar hann var ráðinn nýr skólastjóri í janúar 2016 og það er óhætt að segja að Einar Bragi hafi komið inn í líf okkar í Vesturbyggð með lúðrablæstri. Einar Bragi lagði áherslu á allar tónlistarstefnur og blást- urshljóðfærin voru dregin upp úr geymslum þar sem enginn kennari hafði verið í mörg ár. Tónlistarskólinn fylltist af börn- um og var frábært að sjá hvern- ig krakkarnir voru á vappi í kringum tónlistarstofurnar og greinilegt að þeim leið vel. Nýi skólastjórinn var frekar poppaður og sumir spurðu sig hvort þetta væri nógu hátíðlegt og formlegt allt saman en fljót- lega sást árangurinn. Einar Bragi var óþreytandi að hvetja nemendur til dáða og tónlistar- kennararnir náðu að mynda frá- bæra heild sem smitaði gleði og tónlist til allra. Á vortónleikunum síðastliðið vor var öllum ljóst hversu mikill árangur hafði náðst í tónlistar- skólanum og vorum við afskap- lega stolt af krökkunum, kenn- urunum og skólastjóranum sem voru öll að uppskera árangur af æfingum síðustu ára. Það var oftast stutt í brosið hjá honum og hann gat verið uppátækja- samur og glettinn með nemend- um sínum sem var auðvitað lyk- illinn að góðum árangri því það var gaman að spila. Einar Bragi var óþreytandi á samfélagsmiðlum og átti hann þá til að blása um málefni líð- andi stundar milli þess sem hann sendi upptökur úr tónlist- arskólanum eða af nýjum lögum sem hann hafði verið að semja. Síðan hans var orðin fréttaveita út af fyrir sig. Einar Bragi hafði mikil áhrif á samfélagið allt því hann bauð öllum frísklega góðan daginn og var duglegur að hrósa fyrir það sem vel var gert og ef hann var beðinn að aðstoða var svarið oftast “já, ekkert mál“. Það lifn- aði því mjög yfir viðburðum bæjarins þar sem hann mætti og spilaði eða aðstoðaði aðra við tónlistina. Á síðasta ári, þegar Pólverjar í Vesturbyggð héldu glæsilega hátíð vegna 100 ára sjálfstæðisafmælis Póllands, gerði hann því góð skil á sam- félagsmiðlum og skrifaði meðal annars: “Pólverjar lita sam- félagið hér á frábæran hátt“ og þótti öllum vænt um ummæli hans. Hann kom ferskur inn í tón- listarlífið og dreif upp öflugan tónlistarskóla með jákvæðni og hvatningu. Eitt sinn er við sát- um á spjalli um mikilvægi tón- listar vorum við sammála um að það væri fátt betra en að hafa tónlistina með út í lífið sama hvert framtíðarstarfið yrði. Svo bætti hann við: „En mikið óskaplega er ég stoltur af öllum þeim nemendum sem hafa valið tónlistina sem starfsvettvang.“ Hann var óþreytandi að sá góð- um tónlistarfræjum þar sem hann kom. Við viljum votta Hafdísinni hans Einars og fjölskyldu okkar dýpstu samúð og erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að verða samferða hér í Vest- urbyggð. Guðrún Anna Finnbogadóttir og Wioletta Kozuch. Einar Bragi Bragason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.