Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
✝ Eiríkur GarðarSigurðsson vél-
virkjameistari
fæddist í Hafnar-
firði 27. febrúar
1933. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 7. októ-
ber 2019. Foreldr-
ar hans voru Sig-
urður Eiríksson, f.
1903, d. 1977, vél-
stjóri og Jenný
Ágústsdóttir, f. 1908, d. 1995,
húsmóðir. Systkini: Þorsteinn, f.
1928, d. 2017, Steinvör, f. 1930,
d. 2014, Ágúst, f. 1931, Sigrún, f.
1935, Reimar, f. 1937, d. 1995,
Hafsteinn, f. 1938, Bergur, f.
1941, d. 2016, Gestur Breiðfjörð,
f. 1943, d. 2004, Sigurður Jens, f.
1945 og Kolbrún, f. 1952, d.
2014.
Garðar kvæntist Erlu Elísa-
betu Jónatansdóttur, 16.10.
1934, dóttur Jónatans Ólafs-
sonar hljóðfæraleikara, f. 1914,
d. 1997, og Þorbjargar Guð-
mundsdóttur húsmóður, f. 1917,
d. 1993. Börn Garðars og Erlu:
1) Jónatan, f. 1955, kvæntur
Rósu Sigurbergsdóttur, f. 1957,
börn þeirra: a) Erla, f. 1981, b)
Davíð, f. 1989, í sambúð með
Berglindi Hlín Aðalsteinsdóttur
og eiga þau eina dóttur; 2)
jónssyni, f. 1970. Sonur Krist-
ínar er Eiríkur Grímar, f. 1994, í
sambandi með Erlu Sigurjóns-
dóttur. Dætur Kristínar og
Hlyns: Irma, f. 1999, í sambandi
með Bergþóri Snæ Gunnarssyni,
og Una, f. 2002; 6) Sigurður, f.
1968 d. 1977; 7) Drífa, f. 1969,
gift Ármanni Úlfarssyni, f. 1968.
Börn þeirra: Orri, f. 1996, í sam-
búð með Rebekku Dan Rakel-
ardóttur, þau eiga eina dóttur,
og Salka, f. 2000, í sambandi
með Daníel Sighvatssyni. Dóttir
Ármanns og uppeldisdóttir
Drífu er Hrefna Sif, f. 1986, í
sambúð með Stefáni Jóni Sig-
urðssyni, þau eiga tvo syni.
Garðar lærði vélvirkjun í Vél-
smiðjunni Kletti 1953-57, vann í
Vélsmiðju Hafnarfjarðar 1957-
63, var verkstjóri í skipasmíða-
stöðinni Stálvík 1963-73 og rak
Stýrisvélaþjónustu Garðars Sig-
urðssonar 1973-2001. Garðar
var formaður Sundfélags Hafn-
arfjarðar, í stjórn Íþróttabanda-
lags Hafnarfjarðar og formaður
Sundsambands Íslands. Hann
var fararstjóri sundlandsliðsins
í keppnisferðum erlendis og á
Ólympíuleikum. Hann var heið-
ursfélagi Sundfélags Hafnar-
fjarðar og hlaut gullmerki
Sundsambands Íslands og
Íþrótta- og ólympíusambands Ís-
lands.
Útför Garðars fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18.
október 2019, klukkan 13.
Jenný, f. 1958, gift
Arnóri Friðþjófs-
syni, f. 1958. Dóttir
Jennýjar er Bryndís
Marteinsdóttir, f.
1981, í sambúð með
Gunnari E. Annels-
syni, þau eiga tvo
syni. Börn Jennýjar
og Arnórs: a) Úlfar
Karl, f. 1988, í sam-
búð með Carmen
Maju Valencia, þau
eiga tvær dætur, b) Elín, f. 1991
í sambúð með Símoni Þórólfs-
syni; 3) Erla Björg, f. 1959, gift
Arnlaugi Ólafssyni, f. 1963.
Dóttir Erlu Bjargar er Tinna
Magnúsdóttir, f. 1979, hún á
þrjú börn og er í sambandi með
Gunnari Guðmundssyni. Dætur
Erlu Bjargar og Arnlaugs: a) El-
ísabet Ruth, f. 1995, í sambandi
með Sævari Pálmarssyni, b)
Birna Karen, f. 1997, í sambúð
með Þorsteini Ara Hallgríms-
syni, þau eiga einn son; 4) Hrafn-
hildur, f. 1962, gift Sigurjóni
Þórðarsyni, f. 1963, börn þeirra:
a) Garðar Hrafn, f. 1985, kvænt-
ur Önnu Ósk Stefánsdóttur, b)
Kristinn Örn, f. 1992, í sambúð
með Rakel Hjelm Jónsdóttur, og
Hanna Jóna, f. 1999, í sambandi
með Stefáni Birni Björnssyni; 5)
Kristín, f. 1966, gift Hlyni Guð-
Pabbi átti merkilega ævi og ólst
upp í stórum systkinahópi við gott
atlæti. Hann var skírður Eiríkur
Garðar, nafni afa síns Eiríks í
Görðum Sigurðssonar. Hann var í
sveit hjá afa sínum í Breiðuvík-
urhreppi og seinna hjá frænku
sinni á Hömrum í Grímsnesi.
Hann fékk ungur liðagigt og Ak-
ureyrarveikina og lá lengi á
sjúkrahúsi en náði undraverðum
bata. Hann var í Skátafélaginu
Hraunbúum, æfði glímu hjá
Glímufélaginu Ármanni, var í
handbolta, fótbolta og frjálsum
íþróttum í FH og eru fótboltaskór
hans til sýnis í Kaplakrika. Hann
var einn af stofnendum Skíða- og
skautafélags Hafnarfjarðar og
Sundfélags Hafnarfjarðar, var
sundkóngur Hafnarfjarðar, með
þeim fyrstu sem kepptu í flug-
sundi og þjálfaði sigursælt sundlið
SH. Hann lærði vélvirkjun, fékk
meistararéttindi, kom lærlingum í
gegnum námið og var virkur fé-
lagi í Iðnaðarmannafélagi Hafnar-
fjarðar. Hann byrjaði ungur að
hreinsa kolakatla, var annar
kokkur á togara og vélstjóri á síld-
ar- og humarvertíðum. Lengst af
vann hann við skipaviðgerðir og
skipasmíðar og annaðist stýris-
vélaþjónustu fyrir íslenska skipa-
flotann. Pabbi og mamma hófu
búskap ung og áttu 68 góð ár sam-
an. Þau byggðu einbýlishúsið sitt
rétt rúmlega tvítug og bjuggu þar
í 60 ár. Við systkinin vorum sjö
talsins og hvíldi uppeldið mest á
mömmu því pabbi vann mikið og
lét sig félagsmál miklu skipta.
Hann var í forystusveit sund-
íþróttarinnar, tók að sér alls kon-
ar trúnaðarstörf fyrir íþrótta-
hreyfinguna, sinnti dómgæslu á
sundmótum og keppti á sínu síð-
asta sundmóti þegar hann var um
áttrætt. Hann hafði áhuga á tón-
list, einkum óperum, klassískri
tónlist og fögrum listum. Pabbi og
mamma sóttu tónleika og listvið-
burði hvar sem þau voru stödd í
heiminum. Pabbi var í skátunum
og kynntist útivist, ferðalögum og
þekkti landið vel. Við fórum í
margar ferðir um landið frá fyrstu
tíð, bæði að sumri og vetri. Gist
var í tjöldum eða hjá ættingjum
úti á landi, farið í gönguferðir,
sund og berjamó og skíðaíþróttin
iðkuð af kappi á vetrum. Það þótti
einstakt þegar öll fjölskyldan, níu
manns, fór í sumarleyfi til Spánar
árið 1974. Svo mannmörg fjöl-
skylda hafði ekki áður verið í slíkri
ferð, en við systkinin vorum á
aldrinum frá fjögurra til 19 ára.
Eftir að við fluttum að heiman
héldu pabbi og mamma áfram að
ferðast og létu sig ekki muna um
að aka Evrópu þvera og endi-
langa, ferðast til Kína, Suður-Afr-
íku og annarra landa. Hér heima
var sælureitur þeirra í Grímsnesi
þar sem þau gróðursettu fjölda
trjáplantna, en trjá- og blóma-
rækt höfðu þau jafnan í hávegum.
Pabbi fylgdist með öllum íþrótt-
um, var minnugur á met og tíma
sundmanna og miðlaði af þekk-
ingu sinni. Síðustu áratugi var
golfið helsta afþreyingin. Pabbi
mætti daglega á golfvöllinn, sama
hvernig viðraði. Síðustu misserin
var heilsan farin að daprast og
þótti honum verst að geta ekki
gripið í kylfu og notið útiverunnar.
Viðburðaríkri ævi er lokið og
hvíldin komin. Þakkir færir fjöl-
skyldan starfsfólki heimahjúkrun-
ar, HERU og líknardeildar fyrir
einstaka alúð og góða umönnun.
Jónatan Garðarsson.
Elsku pabbi er látinn, þessi
sterki og raunsæi maður sem ég
leit alltaf upp til.
Þegar ég var að alast upp vann
pabbi mikið, þrátt fyrir það var
hann til staðar. Það var gaman að
fá tækifæri til að fara með honum
í vinnu þá í Stálvík, hann var verk-
stjóri þar til margra ára við bygg-
ingu stálskipa. Við fórum stolt
fjölskyldan við sjósetningu í
Garðabæ. Alla tíð var hann sund-
maður og þjálfari, einnig lengi
dómari og yfirdómari á sundmót-
um. Á tímabili fór hann snemma á
morgnana og synti í Sundhöllinni í
Hafnarfirði, ég stakk mér gjarnan
með, ómetanlegar stundir.
Pabbi og mamma voru mjög
dugleg að fara með okkur krakk-
ana í útilegur og varð Laugarvatn
gjarnan fyrir valinu; tjaldað, farið
í fjallgöngur, synt í Laugarvatni
og gufan á eftir. Útilegurnar voru
um landið þvert og endilangt,
hvar sem við komum var farið í
sundlaug og bleytt í okkur. Við
höfðum mjög gaman af því að fara
í sund og var ég orðin synd
snemma enda ekki annað í boði.
Þær eru fáar sundlaugarnar á
landinu sem við vorum ekki búin
að prufa. Þegar búið var að fara í
sund var bryggjan skoðuð og
heilsað upp á sjómenn sem þar
voru.
Pabbi var lengi vel með verk-
stæði í bílskúrnum heima, þar
smíðaði hann og vann mikið fyrir
útgerðina. Kallarnir hringdu þeg-
ar þá vantaði að láta gera við bát-
inn, vélina eða stýrisvélina, þá
þurfti að hlaupa út og sækja
pabba eða slá í handriðið sem er
uppi á skúrnum, þá kom hann
hlaupandi inn. Ég fékk tækifæri
til að vinna fyrir pabba á verk-
stæðinu þar sem við vorum að
sækja hluti og saga niður rör. Þeir
voru oft hissa karlarnir sem við
hittum á að stelpur væru að vinna
svona vinnu, hlógu að okkur, sem
þeir þurftu svo að kyngja. Seinna
byggði pabbi verkstæði uppi á
Hrauni og var þar í mörg ár með
fyrirtæki sitt, Stýrisvélaþjónustu
Garðars.
Pabbi fylgdist mjög vel með öll-
um íþróttum. Á uppvaxtarárunum
tók hann virkan þátt í íþrótta-
starfi; spilaði handbolta og fót-
bolta með FH og synti með SH.
Það var dásamlegt í seinni tíð að
sitja með pabba á áhorfendapöll-
unum þegar við vorum að horfa á
Kidda og Hönnu Jónu okkar Sig-
urjóns keppa í handbolta. Pabbi
hvatti þeirra lið, lét skoðanir sínar
í ljós og lét dómarana heyra það ef
hann var ósáttur við þeirra störf.
Eftir að pabbi hætti að vinna fór
hann að spila golf, mamma fylgdi í
kjölfarið og spiluðu þau mikið
saman. Seinna spilaði ég með
þeim golf og naut ég leiðsagnar
hjá honum.
Síðasta árið hef ég fengið mikla
hjálp og stuðning í mínu verkefni
og þau ávallt verið til staðar. Þeg-
ar pabbi veiktist fórum við stund-
um þrjú saman inn á Landspítala;
hann í sína meðferð og ég í mína.
Þrátt fyrir að pabbi væri orðinn
mjög veikur fylgdist hann vel
með, sýndi það sig þegar Garðar
sonur okkar kom í heimsókn til
hans, nýkominn úr skíðaferð frá
Síle. Þeir ræddu af áhuga saman
um ferðalagið.
Síðustu dagana sást vel hvað
mamma og pabbi voru samrýnd
og var dásamlegt að sjá þegar
mamma var að hlúa að honum
undir það síðasta, þá setti hann
stút á munninn sem mamma svar-
aði svo fallega. Takk fyrir dásam-
leg ár saman kæri pabbi.
Hrafnhildur Garðarsdóttir
(Habba).
Það er skrítið að segja ekki
lengur mamma og pabbi eða
amma og afi því þau voru alltaf
saman, gerðu nánast allt saman
og okkur finnst nánast óhugsandi
að tveir verði allt í einu einn. Þeg-
ar við horfum til baka og rifjum
upp minningar um hann kemur
fyrst upp í hugann hvað hann var
duglegur, ósérhlífinn, hreinskilinn
og tryggur.
Hann kenndi mér að synda
þegar ég var fimm ára og við synt-
um saman í sjónum á hverju
sumri þegar við fjölskyldan fórum
saman utan. Hann kenndi mér
líka margt þegar ég vann hjá hon-
um í Stýrisvélaþjónustunni, þar á
meðal að taka í sundur vélar,
slípa, saga og bora í járn, vera
skítug upp fyrir haus, drullu-
þreytt en keyra samt á milli staða
því þá gat pabbi sofið á meðan.
Hann kenndi mér vinnusemi og að
redda mér, hugsa í lausnum og
vera ekki með neitt væl.
Það var alltaf skemmtilegt að
koma upp í sumarbústað, þar sem
afi og amma tóku hlýlega á móti
manni, afi kenndi okkur að flagga
íslenska fánanum, fór með okkur í
gönguferðir upp á leiksvæði og
borðaði með okkur skonsur sem
hann hélt fram að hann hefði bak-
að sjálfur og við kölluðum þær því
afaskonsur.
Þegar við sáum golfkúlu varð
okkur hugsað til afa, geymdum
þær í vasanum og glöddum afa
þegar við komum með þær til
hans. Það var alltaf gott að koma
til afa og ömmu að fá saltfisk,
kartöflur og smjör. Afi flysjaði
kartöflurnar fyrir okkur og skellti
nógu af smjöri á fiskinn. Hann fór
svo inn í svefnherbergi eftir mat-
inn að horfa á íþróttir og þá var
gott að leggjast við hliðina á hon-
um til að horfa og spjalla saman.
Rauðköflóttur vasaklútur mun
alltaf minna okkur á afa, hann fór
aldrei langt án þess að vera með
einn í vasanum. Hann tók lengi í
nefið og reyndi oft að fá Eirík
Grímar til að prófa að taka í nefið
því hann hafði tröllatrú á að það
myndi lækna kinnholusýkingarn-
ar. Hann mætti á sundmót, tók út
sundstíla, reiknaði út lokatíma og
gaf okkur góð ráð. Einnig kom
hann á tónleika og aðrar tóm-
stundir sem börnin tóku þátt í.
Mér eru mjög minnisstæð sein-
ustu orðin hans til mín, þá vorum
við mæðgurnar búnar að sitja hjá
honum og spjalla. Hann horfði til
okkar á leiðinni út og sagði: „Takk
fyrir komuna og takk fyrir
skemmtilegheitin.“
Kristín Garðarsdóttir,
Hlynur Guðjónsson,
Eiríkur Grímar,
Irma og Una.
Mín gæfa í lífinu var að hitta
Hrafnhildi og það sem samvistun-
um hefur fylgt. Börnin okkar og
foreldrar hennar.
Garðar og Erla tóku strax vel á
móti mér og buðu velkominn. Tók
stund að kynnast en á kynnin hef-
ur aldrei fallið. Garðar var
skemmtilegur maður, blanda af
sinni kynslóð og nýjum, birtist t.d.
í viðhorfi hans til kynjanna. Hann
var ríkur af konum, eiginkona og
fimm dætur af sjö börnum. Þrjú
fyrstu barnabörnin stúlkur en
fagnaði fæðingu fyrsta drengsins,
Garðars Hrafns okkar Hrafnhild-
ar með því að stíga dans með
kampavínsflösku að sögn tengda-
mömmu. Hann var maður jafn-
ræðis, þoldi ekki óréttlæti, kunni
að meta dugnað, heiðarleika og
bjartsýni. Traustari og ábyggi-
legri maður finnst ekki og var góð
fyrirmynd okkar er fengu að
þroskast í skjóli þeirra hjóna.
Þegar ég vann sem mest vakta-
vinnu vann ég með Garðari í bát-
um og skipum. Lærði mikið af
honum um verklag og lausnar-
hugsun sem einkenndi vinnu-
brögðin. Snillingur í vinnu, af-
kastamikill en leiðbeinandi.
Margar stundir líka á verkstæð-
inu þar sem hann framdi galdra
sína á rennibekk og suðutækjum.
Garðar er ein af mínum fyrir-
myndum í lífinu, hvað hann elsk-
aði hana Erlu tengdamömmu,
saman heil 68 ár í blíðu og stríðu.
Kunnu alveg að gera vel við sig,
ótrúlegir ferðagarpar, fóru um all-
an hnöttinn, hugrökk eins og ljón
og úræðagóð með afbrigðum.
Hrein unun að hlusta svo á ferða-
sögurnar þegar þau komu heim.
Miklir áhrifavaldar barna okkar
með hvatningu og hafa smitað þau
af ferðabakteríunni.
Garðar Hrafn, afi og amma allt-
af verið mjög samrýnd og gott að
eiga þau að. Auðvitað er smáauka
að vera nafni og með því áttum við
eitthvað sérstakt. Afi hefur alltaf
haft áhuga á skíðum og hafði gam-
an af að heyra hvernig gekk að
verða fjallaskíðaleiðsögumaður.
Hann vissi vel að þetta er frekar
erfið vinna og ég upplifði að hann
var stoltur af mér, takk afi fyrir
allt.
Kristinn Örn, þau voru að gera
það sem þau langaði, fyrirmynd-
arhjón í að lifa sér til ánægju. Gott
að tala við þau um ferðalög, sam-
eiginlegt áhugamál okkar. Þau
hafa alltaf verið sjálfstæð og því
ekki auðvelt að hjálpa þeim, en
þegar það gerðist þá voru þau
mjög þakklát. Alltaf stolt af mér,
hvetjandi og jákvæð. Kunnu að
meta árangur og sjá þegar maður
stendur sig, takk fyrir mig, afi.
Hanna Jóna, hann var alltaf
duglegur að koma á handbolta-
leiki hjá mér, sérstaklega í yngri
flokkunum. Heyrði í afa þegar
hann var í stúkunni. Svo var hann
næstum því eins montinn og ég í
vor þegar ég kláraði stúdentinn,
takk, afi, hvatningin þín mun allt-
af fylgja mér.
Tengdapabbi hefur fengið
hvíldina, við verðum að spjara
okkur án hans. Það mun taka okk-
ur einhvern tíma að finna út úr
því, en höfum lært að horfa á
praktísku hliðina og halda áfram.
Hanna Jóna fimm ára kenndi okk-
ur „þegar maður saknar er gott að
fara í hjarta sitt og sækja fallegar
minningar“.
Takk, kæri tengdapabbi og afi,
fyrir allt. Við leggjum okkur fram
við að styðja Erlu ömmu og
tengdamömmu, það er komið að
okkur, þú hefur vísað veginn og
gert þitt.
Sigurjón, Garðar Hrafn, Krist-
inn Örn og Hanna Jóna.
Garðar Sigurðsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN MARGRÉT ÁRNADÓTTIR,
Hæðargarði 35,
lést 9. október á Landspítalanum við
Hringbraut.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sólveig Guðrún Pétursdóttir
Hannes Pétursson Júlíana Sigurðardóttir
Grétar Vilhelmsson
barnabörn og langömmubörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN BJÖRG JÓHANNSDÓTTIR,
Árskógum 6,
lést 1. október á Landspítalanum í
Fossvogi.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hjördís Hafnfjörð Rafnsd. Hjörtur R. Zakariasson
Birna H. Rafnsdóttir Gunnar Örn Kristjánsson
Hrafnhildur H. Rafnsdóttir Kristján Gunnarsson
Elín Þóra Rafnsdóttir
Þyri Rafnsdóttir Elvar Örn Unnsteinsson
Jóhann Hafnfjörð Rafnsson Dómhildur Árnadóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR GRÉTA ÚLFSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 2, Njarðvík,
lést á Hrafnistu, Nesvöllum, föstudaginn
11. október.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Magnús Jónsson Hrönn Þorsteinsdóttir
Unnur Sig. Gunnarsdóttir Johan Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát