Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
að vinna með þér í skólamálum,
fylgjast með þér leysa fjölmargar
áskoranir við uppbyggingu og
rekstur á stórum og flóknum
framhaldsskóla. Þar naustu þín
til hins ýtrasta og skilaðir drjúgu
ævistarfi.
Þú varst nýbyrjaður í verð-
skulduðu námsleyfi – farinn að
læra aftur og grúska til að end-
urnýja þig. Trúr þeirri mennta-
hugsjón að við erum alltaf að
læra.
Það er sárt að kveðja svona
skyndilega og svona sviplega.
Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdags kveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið
stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Benediktsson)
Þessi drengur verður áfram í
lífi okkar. Í sögunum sem við
segjum þegar við hittumst, í
minningum okkar og sem fyrir-
mynd um hvernig á að lifa lífinu
af heilindum.
Þínir vinir
Ágúst Hjörtur Ingþórsson,
Ásgeir Gunnarsson,
Magnús Ingvason,
Ólafur Jónsson og
Sölvi Ólafsson.
„Hann Helgi fékk heilablóðfall
og þetta lítur ekki vel út.“ Þetta
voru fréttirnar sem okkur bárust
sunnudaginn 6. október. Stuttu
síðar fengum við að vita að það
væri engin von, að tími hans hér á
jörðu væri á enda. Við erum enn
að meðtaka það að hann Helgi
okkar sé farinn og sorgin nístir
hjörtu okkar.
Helga kynntumst við í
Menntaskólanum í Kópavogi þar
sem við kenndum mismunandi
greinar og myndaðist strax með
okkur vinátta sem dýpkaði með
árunum. Öll tókum við að okkur
önnur störf innan skólans sem
þýddi að samstarfið jókst enn
frekar. Margs er að minnast eftir
öll þessi ár, undirbúningur og
samvera í haust- og vorferðum
innanlands sem utan, þorrablót-
um og starfsdögum að ógleymd-
um stuttum fundum í lok dags þar
sem farið var yfir lífið og til-
veruna og ýmis mál rædd til hlít-
ar. Á þessum fundum gæddum
við okkur oft á kókosbollum sem
voru í sérstöku eftirlæti hjá
Helga. Ekki getum við sleppt því
að minnast á brauðsúpu með
miklum rjóma en Helgi passaði
að hún væri reglulega á matseðl-
inum í skólanum. Hann var líka
alltaf tilbúinn að fórna sér í
smakk þegar nemendur skólans
voru að æfa sig í hvers kyns
matargerðarlist.
Við áttum það til að stríða
Helga. Einu sinni tókum við okk-
ur til og snerum bókstaflega öllu
við á skrifstofunni hans. Síðasta
prakkarastrikið var svo eftir síð-
asta páskafrí þegar við vorum
búnar að dúlla okkur í að plasta
alla skrifstofuna og alla hluti
meðan hann brá sér í frí. Hann
hafði gaman af þessu brölti okkar
og stríddi okkur góðlátlega með
því til dæmis að lauma sæt-
indamolum inn á skrifstofurnar
okkar. En þó að Helgi væri mikið
fyrir sætindi og góðan mat hugs-
aði hann vel um sig. Hann synti
reglulega og æfði fimleika af
kappi og reyndi án árangurs að fá
okkur til að slást í hópinn hjá
Gerplu. Helgi var driffjöðrin í því
að afreksíþróttasvið var stofnað
við skólann nú í haust en hann
hafði mikinn áhuga á því að styðja
og hlúa að íþróttafólkinu okkar.
Helgi var einstaklega ljúfur og
góðhjartaður maður sem vildi allt
fyrir alla gera. Hann mátti ekkert
aumt sjá og átti það bæði við um
starfsmenn og nemendur skól-
ans. Það var ótrúlegt hvað hann
var næmur á líðan og tilfinningar
allra í kringum sig. Hann var allt-
af til staðar fyrir okkur, hann
passaði upp á okkur hvort sem
það var á álagstímum í vinnunni
eða ef eitthvað bjátaði á í lífi okk-
ar utan skólans og fyrir það erum
við þakklátar.
Við biðjum góðan Guð að
styrkja Selmu, Baldur, Bryndísi
og fjölskyldur þeirra, Bryndísi og
Kristján og aðra aðstandendur á
þessum erfiðu tímum. Minningin
um góðan vin mun lifa áfram í
hjörtum okkar.
Helene og Sigríður Guðrún.
Sunnudagsmorgunn og yfir-
þyrmandi sorg hellist yfir. Helgi
er farinn frá okkur.
Elsku Helgi – brosmildur, já-
kvæður og hjartahlýr, sannkallað
gull af manni, hefur kvatt þennan
heim.
Sorgin er ólýsanleg, en þó taka
fljótlega við góðar minningar um
yndislegan mann sem hafði svo
mörg hlutverk og sinnti hverju
þeirra betur en öðru.
Helgi, eiginmaður Selmu, faðir
Baldurs og Bryndísar og ekki síst
yndislegur sonur og frábær afi.
Hann var nefnilega fjölskyldu-
maður í húð og hár og sinnti því
með stakri prýði. Við systur urð-
um þeirra forréttinda aðnjótandi
að njóta þessa og hans hlýju nær-
veru árum saman. Það var alltaf
gott að koma í heimsókn í Berg-
staðastrætið. Nærveru Helga og
stóra brossins verður sárt saknað
um ókomin ár. Stórmenni er fallið
frá og kviknað hefur á nýrri
stjörnu á himnum.
Elsku Helgi. Við erum svo
mörg sem munum sakna hans
sárt og munum leitast við að
styðja við elsku Selmu hans,
Baldur, Bryndísi og fjölskyldur
þeirra, sem nú standa saman í
sorginni. Við minnumst allra
góðu stundanna, með brosi í
gegnum tárin.
Megi hann hvíla í friði.
Steinunn Björt, Heiðrún
Arna og Árdís Björg.
Helgi fór á námssamning í ket-
il- og plötusmíði í Stálsmiðjunni
1978. Hann var einkar laghentur
smiður og varð með tímanum sér-
fræðingur í að valsa plötustál. En
hugurinn stefndi annað og hann
lagði einnig stund á nám í sagn-
fræði og fékk kennsluréttindi í
framhaldsskóla. Þegar hann loks
þreytti sveinsprófið í iðn sinni
1994 var búið að breyta heiti
hennar í stálvirkjasmíði. Þá kom
sagnfræðingurinn upp í honum
og hann heimtaði að fá að taka
sveinspróf undir upprunalegu
heiti samkvæmt námssamningi.
Við kynntumst sumarið 1986
þegar ég flutti heim frá Svíþjóð
og hóf störf í Stálsmiðjunni.
Efnafræðin milli okkar gekk full-
komlega upp og við vorum settir
saman í vinnuteymi. Við það varð
til sterkur strengur vináttu og
væntumþykju sem aldrei slitnaði.
Á þeim árum höfðu menn áhuga á
stjórnmálum og ræddum við mik-
ið saman um vinstripólitíkina,
baráttuna gegn aðskilnaðarstefn-
unni í Suður-Afríku og samstöð-
una með Níkaragva. Einhverjum
kann að hafa þótt meira talað en
unnið. Á þessum árum var Helgi
uppátækjasamur grallari og var
ýmislegt brallað á vinnutíma sem
kom vinnunni ekkert við.
Af gömlu mönnunum í smiðj-
unni lærðum við ekki einasta
vinnubrögð og verklag, við lærð-
um að brúka neftóbak, sem hét
„schnauses in nauses“ á okkar
leynimáli. Áhrifin voru notaleg
þegar við flettum vísnaheftinu
góða eða ræddum lífsíns „píleg-
aana“ og vorum þá komnir út í
djarfari umræðuefni.
Báðir hættum við í stálsmíð-
inni og snerum okkur að skóla-
málum. Þar lágu leiðir aftur sam-
an og fann ég þá að vináttan var
traust og Helgi samur við sig,
þótt báðir hefðu tamið sér fágaðri
framgöngu og gamli grallara-
skapurinn að mestu látinn eiga
sig.
Við sviplegt fráfall vinar míns
verður mér hugsað til þess hvað
lífið er gott og vináttan dýrmæt.
Hver dagur er Guðs gjöf og við
getum verið þakklát fyrir þær
stundir sem við fáum. Mér er efst
i huga þakklæti fyrir að hafa átt
Helga að sem vin. Minning hans
lifir ljós og yljar um ókomin ár.
Ólafur Grétar Kristjánsson.
Þegar hugsað er til baka rifjast
fyrst upp minningarnar þar sem
Breiðholtið er nýtt og í byggingu,
barnmargar fjölskyldur í hverju
húsi og ein af þeim var Bryndís og
Kristján með barnahópinn sinn.
Helgi elstur, ábyrgðarfullur og
umhyggjusamur fyrir yngri
systkinum sínum og Helgi móð-
urafi sem var mikið á heimili dótt-
ur sinnar. Foreldrarnir glaðvær,
gestrisin og áttu auðvelt með
tengjast vinum Helga tryggða-
böndum. Gamli Skódinn hans
Stjána var alltaf til staðar fyrir
Helga sem ók svo oft með okkur
strákana á vit ævintýranna. Helgi
var íþróttamaður, fjölhæfur og
fallega skapaður. Hann var veiði-
maður sem veiddi af næmni og til-
finningu.
Þegar kom að því að velja sér
námsbraut og starfsvettvang
valdi Helgi fyrst að feta í fótspor
föður síns. Hann lærði járnsmíði
samhliða stúdentsprófinu og
sagnfræði nam hann við Háskóla
Íslands. Á námsárunum vann
hann í Stálsmiðjunni og síðar
tóku fræðin yfir með kennslurétt-
indum og starfi við Menntaskól-
ann í Kópavogi þar sem hann var
fyrst vinsæll kennari og síðar að-
stoðarskólameistari. Helgi hafði
sterkan bakgrunn til að starfa
sem skólastjórnandi í framhalds-
skóla sem bæði býður upp á bók-
nám og verknám auk þess sem
hann hafði sérstakt lag á að að-
stoða nemendur við það að finna
fjölina sína og stýra þeim á rétta
braut og er opna brautin á afreks-
íþróttasviði í MK gott dæmi um
það.
Það var ást við fyrstu sýn þeg-
ar Helgi og Selma hittust fyrst.
Hún 18 ára og hann 17 ára. Þau
voru glæsilegt par og ást þeirra
stækkaði og þroskaðist eftir því
sem árin liðu.
Sveitin togaði alltaf í hann
hvort sem það var Öxl í Þingi,
Kjósin, Mývatnssveitin eða hver
sá staður sem bauð upp á útvist
og tengingu við náttúruna. Helgi
var í eðli sínu sáðmaður sem
dreifði fræjum og fyllti hlöður af
góðmennsku, tryggð og gleði. Ef
við höldum okkur við myndmálið
og skoðum í hlöður sáðmannsins
þá sjáum við fjölskylduna og um-
gjörð hennar, vinahópana, vinnu-
félagana, Oddfellowana og alla
nemana sem hann aðstoðaði. Allir
þessir hópar eiga það sameigin-
legt að hafa átt vináttu Helga og
hjálpsemi. Síðustu hlöðuna sem
sáðmaðurinn fyllti, fyllti hann eft-
ir andlát sitt, en með líffæragjöf
gefur Helgi alvarlega veiku fólki
von um bata. Áþreifanlegra getur
ævistarf eins manns ekki orðið og
lykillinn var einfaldlega að rækta
garðinn sinn og jú jú garð ná-
grannans líka ef á þurfti að halda.
Eftir unglingsárin héldum við
vinirnir hópinn með því að spila
fótbolta, lengi á sunnudags-
morgnum þar sem börnin komu
með og samverustundin endaði í
ísbúðinni. Síðan þróaðist þetta í
kvöldfótbolta og eftir að skrefin
styttust og menn hættu að elta
boltann er boðið upp á göngutúra
einu sinni í viku.
Á þessari kveðjustund þökkum
við allar góðu minningarnar úr
útilegum, veislum, veiðitúrum,
skákmótum og öðru sem haldið
hefur hópnum saman. Alla þessa
áratugi stóð Helgi vaktina og
ræktaði vináttuna.
Elsku Selma, Baldur og Bryn-
dís. Við vottum ykkur og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúð.
Fyrir hönd Gulldrengjanna,
Óskar Bergsson.
Fleiri minningargreinar
um Helga Kristjánsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar
Elsku Erla er farin frá okkur.
Hún fékk loksins hvíld eftir erfiða
tíma undanfarin ár.
Erla kom okkur í ömmu stað
þegar amma Halla féll frá og við
vorum heppin að fá að eiga hana
svolítið út af fyrir okkur. Foreldr-
ar okkar og Erla voru alltaf mjög
náin, pabbi og Erla litu hvort eftir
öðru á ólíkum æviskeiðum og
mamma og hún voru afar góðar
vinkonur.
Við eigum yndislegar minning-
ar um Erlu hvort sem var fyrir
austan þegar við vorum lítil og
fengum að fara með henni í rútu
eða flugi til Neskaupstaðar, í
Álftalandinu þar sem hún bjó
með ömmu og tók alltaf vel á móti
okkur á unglingsárunum, í
Kirkjulundi eða undir það síðasta
á Ísafold þar sem hlutverkin
höfðu snúist við.
Erla leit eftir okkur þegar
mamma og pabbi ferðuðust til út-
landa og við áttum alltaf vísan
stað hjá henni og fundum fyrir
kærleikanum. Í seinni tíð höfum
við fengið að hugsa um Erlu og
börnin okkar fengið hlutverk og
stað í hjarta frænku og notið sam-
vista við hana. Hún elskaði fátt
meira en að hitta þau sem voru á
vissan hátt hennar barnabarna-
börn og eiga við þau samskipti.
Heimilið var hlaðið góðgæti og
útbreiddur faðmur tók á móti
þeim fram á það síðasta.
Við munum alltaf sakna Erlu
og erum þakklát fyrir að hafa átt
hana að alla okkar ævi. Okkur
langar að þakka starfsfólki Ísa-
foldar fyrir auðsýndan hlýhug á
undanförnum árum og auðvitað
pabba fyrir einstaka umhyggju
við umönnun systur sinnar.
Erla, góða Erla!
ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
(Stefán frá Hvítadal)
Hvíldu í friði, elsku frænka.
Takk fyrir allt.
Steinunn Ýr, Erla Hrönn,
Pálmi Freyr og fjölskyldur.
„Ég trúi því að hver maður hafi
tilgang, ekki aðeins einhvern til-
gang, heldur hinn mesta hugsan-
lega tilgang.“ Þessi orð Gunnars
Dal finnst mér eiga einkar vel við
Erlu Ármannsdóttur, tengdaf-
rænku mína, sem nú er kvödd
hinstu kveðju. Hún hafði marg-
þættan tilgang, ekki síst göfugan,
bjartan og kærleiksríkan, og því
skilur hún eftir birtu og þakklæti
í hjarta okkar margra.
Tæp hálf öld er liðin síðan ég
sá hana fyrst. Með hnút í mag-
anum klöngraðist ég upp langar
tröppurnar á Hlíðargötunni þeg-
ar ég var kynntur fyrir stórfjöl-
skyldunni á Norðfirði fyrsta
sinni.
En frjálslegt viðmótið, sem
ætíð einkenndi fólkið þar, var
fljótt að rekja hnútinn, og enn er
mér í fersku minni hlýtt handtak-
ið, þegar Erla bauð mig velkom-
inn með blíðu brosi.
Erla fæddist árið 1929. Þá var
Erla
Ármannsdóttir
✝ Erla Ármanns-dóttir fæddist
12. janúar 1929.
Hún lést 3. október
2019 á Hjúkrunar-
heimilinu Ísafold.
Foreldrar Erlu
voru Ármann
Magnússon útgerð-
armaður og Halla
Hallsdóttir hús-
móðir.
Systkin: Agnar
Hall Ármannsson, Hrönn Ár-
mannsdóttir, Kolbrún Ármanns-
dóttir, Ægir Ármannsson og
Randver Ármannsson.
Útför hennar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 18. október
2019, klukkan 13.
öldin og þjóðin að
vakna til stórra
verka. Fjölskyldan
var stór og samhent
og gestagangur
mikill og víst er að
hugur Erlu mótaðist
mjög af uppvaxtar-
árunum á Norðfirði.
Tengdafrænku
minni var augljós-
lega búið gott vega-
nesti úr foreldra-
húsum, sem hún hefur búið að
alla tíð. Líf hennar hefur sýnt það
og sannað.
Erla starfaði lengst af hjá
kaupfélaginu Fram á Norðfirði
og sinnti hún starfi sínu af ein-
stakri alúð og trúnaði. Einhvern
veginn var það svo í mínum huga
að starfsemi kaupfélagsins á
Norðfirði stæði og félli með þeim
stöllum: Erlu, Hrönn, Nönnu og
Sigríði, enda töluðu þær einum
rómi af hugsjón og lotningu um
reksturinn þar. En auðvitað
komu þar fjölmargir aðrir við
sögu og augljóst að samheldnin
og vinskapurinn var mikill í
starfsmannahópnum. Og ekki
bara þar, heldur í samfélaginu
öllu á Norðfirði. Það heyrðist
best, þegar Erla lýsti fyrr og síð-
ar æskubyggð sinni. Enda var
það svo, að eftir að Erla flutti
ásamt móður sinni til Reykjavík-
ur þráði hún að heimsækja æsku-
stöðvarnar svo oft sem frekast
var kostur.
Erla var mikil mannkostakona.
Hún gerði alltaf strangari kröfur
til sjálfrar sín en annarra, var
trygg í lund, hjálpsöm með af-
brigðum og einstaklega elsk að
fólkinu sínu. Hún umvafði kær-
leika alla þá sem hún umgekkst,
jafnt unga sem aldna, þar var
enginn undanskilinn. Þegar aðrir
lutu í gras miðlaði hún huggun í
hógværð sinni og íþyngdi aldrei
öðrum með sínum sorgum; þeim
deildi hún með æðri máttarvöld-
um. Allt hennar fas bar vott um
virðingu fyrir lífinu.
Erla naut sín á fjölskyldumót-
um og skipaði hún jafnan öndveg-
issætið. Ekki það sem trónir á
toppnum, heldur hitt sem er mitt
á meðal allra hinna í stórri fjöl-
skyldunni og þá ekki síst við hlið-
ina á þeim sem þurftu mest á
henni að halda. Hún lifði fyrir
okkur og með okkur: systkinum,
systkinabörnum, tengdafólki og
barnahópnum. Og ekki var um-
hyggjan síst fyrir börnunum.
Erla frænka fagnaði þeim ávallt
sem fulltíða tignum gestum og
gladdi þau á marga lund. Nú eru
þessi börn alvarleg og hljóðlát og
bera fram margar spurningar,
sem erfitt er að svara. Allir elsk-
uðu þessa hjartahlýju konu frá
fyrstu kynnum, og náði „Erla
frænka“ persónulegum tengslum
langt út fyrir hóp blóðskyldra
barna.
Frá fyrstu kynnum hefur fjöl-
skylda mín notið vináttu og um-
hyggju Erlu frænku. Fyrir það
og samfylgdina alla er ljúft að
þakka á skilnaðarstund. Samver-
unnar verður ekki lengur notið
nema í minningunni, en þar er
hún líka hlý eins og fyrsta hand-
takið. Minning hennar lifir í
þakklátum huga okkar allra, sem
hana þekktum.
Ingimundur Sigurpálsson.
Mín kæra vinkona Erla Ár-
mannsdóttir er fallin frá. Við Erla
vorum frænkur, fæddar og upp-
aldar austur á Norðfirði. Nokkur
ár aðskildu okkur og því kynntist
ég henni fyrst þegar ég um tví-
tugt hóf að starfa hjá Kaupfélag-
inu Fram á Norðfirði. Erla hafði
þá unnið þar í nokkur ár. Hún
vann þar af dugnaði og trú-
mennsku og jafnframt bar hún
umhyggju fyrir samstarfsfólki
sínu.
Þeirrar umhyggju varð ég
strax aðnjótandi sem óöruggur
nýr starfsmaður. Í kaupfélaginu
störfuðu einnig Hrönn systir
Erlu og Nanna Pétursdóttir vin-
kona þeirra og frænka mín. Ég
var orðalaust tekin inn í hóp
þeirra og hafa ekki aðrir hópar
reynst betur. Þarna stofnaðist til
varanlegrar vináttu sem aldrei
hefur borið skugga á.
Margt rifjast upp þegar litið er
til baka sem of langt er upp að
telja en geymast mun í minning-
unni. Erla hafði gaman af að
ferðast og gera sér dagamun.
Hún var ávallt hvetjandi í því
efni.
Margt var sér til gamans gert
og á góðum stundum átti Erla
auðvelt með að koma auga á bros-
legar hliðar tilverunnar. Á Norð-
fjarðarárunum var flest sumur
farið norður í land til Akureyrar
og þá gjarnan dansað í Sjallanum.
Ekki má gleyma ferð okkar
Erlu sumarið 1968 á Ólafsvöku í
Færeyjum. Sú ferð var ævintýri
líkust enda oft rifjuð upp. Þá var
fótbolti sameiginlegt áhugamál
og farið um fjallvegi á aðra firði
til að hvetja Þrótt, heimaliðið
okkar.
Á þessum árum dvöldum við
Erla einn vetur í Reykjavík þar
sem við leigðum saman litla íbúð
og unnum báðar í KRON á Skóla-
vörðustígnum. Þótt sambúðin
hafi gengið vel og nokkur ánægja
verið með borgarlífið kom þó ekki
annað til greina en að halda heim
til Norðfjarðar um vorið.
Um tíma vorum við Erla bú-
settar hvor á sínu landshorninu
en eftir að við vorum báðar flutt-
ar á höfuðborgarsvæðið fjölgaði
samverustundum á ný. Voru þær
þá oft ásamt sameiginlegum
norðfirskum vinkonum, ánægju-
legar sumarbústaðaferðir á
sumrin og leikhúsferðir á vet-
urna.
Erla átti um árabil við van-
heilsu að stríða. Með mikilli
seiglu og stuðningi fólksins síns,
sem hún var þakklát fyrir, gat
hún lengi búið á heimili sínu í
Garðabæ og tekið þátt í samveru
okkar vinkvennanna. Seinustu
árin dvaldi hún á Hjúkrunar-
heimilinu Ísafold og langt fór að
verða milli samverustunda. Alltaf
var mér samt jafn vel tekið. Á
kveðjustund er mér efst í huga
þakklæti fyrir þá vináttu og um-
hyggju sem Erla ávallt sýndi
mér. Randveri og öðrum aðstand-
endum Erlu sendi ég samúðar-
kveðju.
Guðný Björnsdóttir.