Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 34
BREIÐABLIK
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Mér líst bara mjög vel á liðið. Við
erum með sama kjarna í liðinu og í
fyrra. Ég hef fulla trú á okkur,“
sagði Björk Gunnarsdóttir, leik-
maður Breiðabliks, þegar Morgun-
blaðið spjallaði við hana í gær um
tímabilið sem er nýhafið í Dominos-
deild kvenna í körfuknattleik.
„Það eru auðvitað bara þrjár um-
ferðir búnar en mér líst vel á er-
lendu leikmennina okkar. Þær
styrkja hópinn,“ sagði Björk en
Breiðablik teflir í vetur fram Violet
Morrow frá Bandaríkjunum og
Paulu Önnu Tarnachowitz frá Pól-
landi. Morrow er 22 ára gömul og
leikur sem bakvörður en Tarnacho-
witcz er 28 ára og getur leikið sem
framherji eða miðherji.
Ívar stýrir nú Blikunum
Ívar Ásgrímsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari, er tekinn við liðinu
og kemur með mikla reynslu inn í
hópinn en lið Breiðabliks er skipað
fremur ungum leikmönnum. „Ég er
mjög ánægð með hann og hann hef-
ur komið vel inn í þetta. Hann er
flottur enda erum við allar rosalega
ánægðar með Ívar. Hann er að gera
góða hluti. Við vorum með erlendan
þjálfara á síðasta tímabili og
áherslubreytingarnar eru töluverð-
ar. Við erum ekki með mjög reynt
lið en við fengum Fanneyju Lind og
Bryndís Hreinsdóttir sem var með
okkur á síðasta tímabili er að byrja
aftur eftir smá pásu. Þær hafa verið
lengi í deildinni og það hjálpar okk-
ur. Á hinn bóginn er Sóllilja farin
(til KR) og Ragnheiður (Björk Ein-
arsdóttir) er farin til Bandaríkj-
anna. Það eru stærstu breyting-
arnar á leikmannahópnum fyrir
utan erlendu leikmennina.“
Góð frammistaða gegn KR
Breiðablik tapaði fyrstu þremur
leikjum sínum í deildinni fyrir Snæ-
felli, KR og Keflavík. Þrátt fyrir það
er Björk nokkuð bjartsýn en
Breiðablik átti góðan leik gegn vel
mönnuðu liði KR þótt leikurinn hafi
tapast 69:78. „Við stóðum í þeim all-
an tímann og sýndum þá að við eig-
um heima í þessari deild. Við getum
gert alla leiki að hörkuleikjum þeg-
ar við finnum taktinn. Okkar mark-
mið er að halda okkur uppi í efstu
deild en ég sé samt alveg fyrir mér
að við getum barist um sæti í úr-
slitakeppninni. Stóra markmiðið er
að komast þangað og ég hef fulla
trú á að það sé möguleiki ef liðið
smellur vel saman,“ sagði Björk
ennfremur.
Vel á málum haldið
Hjá Breiðabliki er unnið um-
fangsmikið starf í hinum ýmsu
íþróttagreinum og Björk segir vel
vera staðið að málum varðandi körf-
una í Smáranum.
„Að mínu mati er unnið frábært
starf hjá körfuknattleiksdeildinni,
bæði í yngri flokkunum sem og
meistaraflokkunum. Þar ríkir jafn-
rétti á milli kynjanna sem mér
finnst vera rosalega flott. Mjög vel
er haldið utan um starfið,“ sagði
Björk Gunnarsdóttir sem er 21 árs
gömul og hefur skorað rúm 6 stig að
meðaltali í fyrstu leikjum liðsins.
Gætu komist
í efri hlutann
ef vel gengur
Morgunblaðið/Hari
Breiðablik Björk Gunnarsdóttir er í stóru hlutverk hjá Blikunum.
Þjálfaraskipti en svipaður kjarni
leikmanna hjá Breiðabliki í vetur
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Isabella Ósk Sigurðardóttir
Linda Marín Kristjánsdóttir
Melkorka Sól Péturadóttir
Paula Tarnachowicz
Þjálfari: Ívar Ásgrímsson.
Árangur 2018-19: 8. sæti úrvals-
deildar en fékk boð um að halda
sæti í úrvalsdeild þegar Stjarnan
dró lið sitt úr keppni.
Íslandsmeistarar: 1995.
Bikarmeistarar: Aldrei.
Breiðablik hefur tapað þremur
fyrstu leikjum sínum í deildinni,
gegn Snæfelli, KR og Keflavík, og
mætir næst Haukum á útivelli 23.
október.
BAKVERÐIR:
Björk Gunnarsdóttir
Guðrún Heiða Hjaltadóttir
Sara Dagný þórarinsdóttir
Selma Pedersen Kjartansdóttir
Telma Lind Ásgeirsdóttir
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir
FRAMHERJAR:
Elín Lára Reynisdóttir
Fanney Lind Thomas
Hafrún Erna Haraldsdóttir
Marta Ellertsdóttir
Violet Morrow
Þórdís Rún Hjörleifsdóttir
MIÐHERJAR:
Eyrún Ósk Alfreðsdóttir
Lið Breiðabliks 2019-20
KOMNAR
Fanney Lind Thomas frá Skalla-
grími, eftir hlé
Linda Marín Kristjánsdóttir frá
Stjörnunni
Paula Tarnachowicz frá Durham
(Englandi)
Violet Morrow frá Eastern Wash-
ington-háskólanum í Bandaríkj-
unum
FARNAR
Aníta Rún Árnadóttir til Vals
Arndís Þóra Þórisdóttir til ÍR
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir óvíst
Ivory Crawford óvíst
Lovísa Falsdóttir hætt
Ragnheiður Björk Einarsdóttir í
California Baptist University
Sóllilja Bjarnadóttir til KR
Breytingar á liði Breiðabliks
Of fáar kanónur til að ná að vera með í barátt-
unni um Íslandsmeistaratitilinn en það er væntan-
lega ekki endilega markmiðið enda í þeirri stöðu
fyrir stuttu að vera á leið í 1. deildina.
Reynsla í þjálfaranum sem vonandi færir þeim
nokkra sigra og jafnvel bikarúrslit.
Ágætur átta manna kjarni sem verður sýnd veiði
en ekki gefin.
Hjálpar mikið þegar Isabella kemur inn sem verður vonandi í
kringum áramót og Björk Gunnarsdóttir fær dýrmæta reynslu við að
stjórna liðinu í efstu deild, lærir að taka af skarið og skora þegar það
þarf eins og sönnum leiðtoga sæmir.
Violet er í sínu fyrsta verkefni eftir háskóla og því óþekkt stærð en
Paula er hávaxin og hjálpar vonandi til þangað til Isabella er klár.
Margrét Sturlaugsdóttir
um Breiðablik
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hafa lokið
keppni á 2. stigi úrtökumótanna fyrir
LPGA-atvinnumótaröðina í golfi í
Bandaríkjunum. Þær eru báðar úr leik
og komast ekki inn á lokaúrtökumótið.
Ólafía Þórunn lék hringina fjóra á 292
höggum (74-75-72-71) og var samtals á
fjórum höggum yfir pari. Ólafía endaði í
94. sæti Valdís Þóra lék hringina fjóra á
296 höggum (75-76-74-71) og samtals
á átta yfir pari. Hún endaði í 134. sæti.
Hefðu þær þurft á leika á þremur undir
pari til að komast áfram.
Í gær var dregið til 16-liða úrslitanna
í Coca Cola-bikarkeppni karla og
kvenna í handknattleik. Stórleikurinn
hjá körlunum er viðureign Hauka og
Vals en hjá konunum leikur Stjörnunnar
og Fram. Leikirnir fara fram 21. nóv-
ember hjá körlunum en 6. nóvember
hjá konunum. Í 16-liða úrslitum í karla-
flokki mætast: Stjarnan - HK, Aftureld-
ing - KA, Haukar - Valur, Grótta - FH,
Þróttur - ÍBV, Fjölnir - Fram, Mílan - ÍR
og Þór Akureyri - Selfoss. Í 16-liða úr-
slitum í kvennaflokki mætast: Selfoss -
KA/Þór, Haukar - ÍBV, HK - Afturelding,
Fylkir - Fjölnir, ÍR - Grótta, Víkingur -
FH, Stjarnan - Fram en Valur situr hjá.
Í frétt á heimasíðu KKÍ í gær kemur
fram að mistök hafi verið gerð þegar
læknismenntuðum leikmanni KR var
ekki hleypt inn á völlinn til að huga að
samherja í leik KR og Vals. „Eftir á að
hyggja er dómarinn þeirrar skoðunar
að það hafi verið mistök af sinni hálfu
að hleypa ekki leikmanninum inn á völl-
inn. Dómaranefnd er sammála dóm-
aranum um að mistök hafi verið að
ræða,“ segir á vef KKÍ.
Kristinn Guðmundsson, annar af
þjálfurum karlaliðs ÍBV í handknattleik,
gæti átt yfir höfði sér refsingu en sam-
kvæmt heimildum mbl.is hefur Róbert
Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ,
sent ummæli sem höfð voru eftir
Kristni eftir tap ÍBV gegn Aftureldingu í
fyrrakvöld til aganefndar HSÍ.
Hrafnhildur Hauksdóttir skrifaði í
dag undir þriggja ára samning við
knattspyrnudeild FH. Hafnarfjarðarliðið
verður nýliði í efstu deild næsta sumar
eftir eins árs veru í 1. deild. Undanfarin
tvö keppnistímabil hefur Hrafnhildur
spilað með Selfossi og varð m.a. bikar-
meistari síðasta sumar. Þar áður var
hún í Val og Selfossi.
Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Jó-
hannesson tjáði mbl.is í gær að hann
ætlaði að taka sér frí frá þjálfun. „Ég er
búinn að fá fullt af fyrirspurnum frá lið-
um hér heima og frá
Færeyjum en ég ætla
að taka mér frí á
næsta ári. Ég held að
það sé bara ágætt
að hvíla sig að-
eins frá þessu en
ég er ekki hætt-
ur. Það er öðru-
vísi með mig
heldur en
marga aðra
þjálfara. Ég
fer bara að
smíða eins
og ég er
vanur að
gera,“ sagði
Ólafur meðal
annars.
Eitt
ogannað
Íslands-, deildar- og bikarmeistarar
Vals sóttu í gærkvöldi tvö stig til
Akureyrar í Olís-deild kvenna í
handknattleik þegar liðið heimsótti
KA/Þór í KA-heimilið.
Valur vann með átta marka mun
32:24 en ekki verður heiglum hent
að eiga við Valsliðið í vetur. Meist-
ararnir hafa byrjað Íslandsmótið
með látum og unnið fyrstu fimm
leikina. Stórt tap fyrir Fram í
Meistarakeppni HSÍ í aðdraganda
deildakeppninnar virðist ekki hafa
truflað Valskonur mikið.
Sandra Erlingsdóttir var marka-
hæst með 8 mörk en þær Díana
Dögg Magnúsdóttir og Hildur
Björnsdóttir skoruðu 5 mörk hvor
fyrir Val.
Martha Hermannsdóttir átti stór-
leik fyrir KA/Þór og skoraði 10
mörk. Var hún langmarkahæst en
næstar komu Aldís Ásta Heimis-
dóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir og
Martina Corkovic með 3 mörk hver.
KA/Þór hefur unnið tvo leiki en
tapað þremur í fyrstu fimm um-
ferðunum og er í 4. sæti.
Morgunblaðið/Eggert
Markahæstar Sandra Erlingsd. og Martha Hermannsd. skoruðu grimmt.
Fimmti sigur Valskvenna
í fyrstu fimm leikjunum