Morgunblaðið - 18.10.2019, Page 40

Morgunblaðið - 18.10.2019, Page 40
Christopher Lund opnar ljósmynda- sýningu í Gallery Grásteini við Skólavörðustíg 4 í dag kl. 17 í tilefni af útgáfu nýrrar ljósmyndabókar. „Það er von mín að myndirnar mín- ar geti fært fólk nær þeim fjársjóði sem í landinu býr og um leið verði til fleiri talsmenn þess og vernd- arar,“ segir Christopher um sýn- ingu sína og bók. Christopher Lund sýnir í Gallery Grásteini FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Hlaupaskór sem eru nýir á mark- aðnum verða væntanlega teknir til skoðunar hjá Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandinu á næstunni. Þau Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei, bæði frá Keníu, náðu nýlega bestu tímum sem náðst hafa í maraþoni og hlupu í þessari nýju skótegund. Fjallað er um málið á íþróttasíð- um blaðsins í dag. »32 Stór afrek í maraþoni vekja spurningar ÍÞRÓTTIR MENNING Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands leikur þætti úr konsertum eftir Corelli og Händel undir stjórn enska fiðluleikarans Matthews Truscotts á hádegistónleikum í Norðurljósum Hörpu í dag kl. 12. Truscott hefur getið sér gott orð sem konsertmeistari upprunasveit- arinnar Orchestra of the Age of Enlightenment. Bar- okktónlist, sem hef- ur hátíðlegan blæ, er ekki meðal hinna daglegu verkefna stórra sinfóníu- hljómsveita. Aðgangur er ókeypis. Barokk á hádegistón- leikum Sinfóníunnar Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sjö Íslendingar eru nú staddir í St. Paul í Minnesota-ríki, þar sem fram fer heimsmeistaramótið í X- Wing, borðspili sem hermir eftir flugbardögunum í Stjörnustríðs- heiminum. Spilið sameinar kænsku og heppni, og má stundum segja að það sé líkt því að spila skák og póker á sama tíma. „Þetta er búið að ganga framar vonum,“ segir Gísli Baldur Braga- son, einn af sjömenningunum, en hann mun spila í dag, á seinni degi mótsins, ásamt fjórum öðrum úr hópnum. „Af okkur sjö voru þrír búnir að tryggja sér sæti á sjálfu mótinu fyrirfram og þrír af hinum fjórum tryggðu sér keppnisréttinn í sér- stakri undankeppni á miðvikudag- inn,“ segir Gísli, en hann, Egill Björnsson og Hákon Davíð Hall- dórsson sjá um vinsælan hlað- varpsþátt um spilið, Thule Squad- ron Radio. - En hvernig standa Íslendingar samanborið við aðrar þjóðir í spilinu? „Við höfum í fullu tré við alla andstæðinga, enda launar spil- ið þeim sem æfa sig og stunda það af kappi,“ segir Gísli og bætir við að höfðatalan sé einnig okkur í vil. „Hér eru átta Frakkar og sjö Ís- lendingar, sem segir ýmislegt.“ „Svo er það bara staðreynd, að X-Wing samfélagið er frábært, við höfum allir eignast marga góða vini fyrir lífstíð,“ segir Gísli að lok- um Eins og að spila skák og póker á sama tíma  Sjö Íslendingar keppa á HM í Stjörnustríðsborðspili Ljósmynd/Carlos Ramirez StarWars Borðspilarar á X-Wings heimsmeistaramóti í USA, f.v. Freyr Magnússon, Egill Björnsson, Arnar Björns- son, Andri Baldvinsson, Hákon Davíð Halldórsson, Gísli Baldur Bragason og Stefán Gunnar Sveinsson. Ljósmynd/Andri Baldvinsson Keppni Hákon Davíð einbeittur við keppni á mótinu í St. Paul í gær. Picasso rmúla 24 • S. 585 2800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.