Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019
Þ
að var fátt um fréttir á heimavíg-
stöðvum síðustu vikurnar og er það
þakkarefni. En margt kallaði á eftir-
tekt annars staðar frá.
Splunkunýtt samsæri
Demókratar í Washington láta enn eins og þeir hafi
ákært Trump forseta til embættismissis, þótt þeir
hafi ekki gert það. Trump tönglast á því í tísti að það
skuli þeir endilega gera en jafnvel það dugar ekki til.
Regluverkið sem leyfir slíka atlögu fulltrúadeildar-
innar að forseta Bandaríkjanna er óljóst um sumt en
ekki þetta. Deildin, sem Nancy Pelosi er í forsvari
fyrir, þarf að bera tillögu um slíkt undir atkvæði og fá
samþykkta og þá má hefja rannsóknir sem geta eftir
atvikum leitt til ákæru. Pelosi, sem verður áttræð
næsta vor, og ætti af þeim ástæðum að vera í fram-
boði til forseta er hrædd og hikandi. Hún veit að verði
gengið götuna til enda á öldungadeildin lokaorðið.
Forseti Hæstaréttar sest þá í forsæti og hann er ekki
veikur fyrir skrípalátum.
En demókratar hafa fram að þessu ekki þorað að
bera tillögu sína undir atkvæði enda óöruggir um að
hún fái meirihluta, þannig að þeir gætu með lögmæt-
um hætti byrjað fyrri hluta leikþáttarins. Seinni hlut-
inn, kæmi hann til, er sjálfdauður. Ekki vegna þess að
repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni, held-
ur vegna þess að dómur gegn forsetanum er ónýtur
nema tveir þriðju hlutar þingmanna deildarinnar, 67
þingmenn af 100, samþykki hann.
En næðu demókratar að fá deildina til að sam-
þykkja rannsókn sem leitt gæti til ákæru, fengju
repúblikanar í fulltrúadeildinni hlutverk við rann-
sóknina og eins fulltrúar Hvíta hússins og lögfræð-
ingar þaðan svo að demókratar gætu ekki haldið
áfram með sinn löglausa einleik lengur eins og þeir
komast upp með núna þegar sviðsetningin minnir á
lokað réttarhald í höfuðstöðvum Demókrataflokksins.
En um þetta er nánast óþarfi að fjalla því að enn
sem komið er þá er þetta eingöngu á farsastiginu.
Demókratar settu „impeachmentið“ af stað tengt
þörf á að rannsaka símtal Trumps við forseta Úkra-
ínu þótt þeir hefðu í tvö og hálft ár fullyrt að slíkt
kæmi til eftir að Mueller saksóknari hefði afhjúpað
hið ógurlega rússneska samsæri.
En símtalið dugar lítt til rannsókna því að forsetinn
gerði þeim þann óleik að láta birta það uppskrifað, en
slíkt hefur ekki verið gert áður. Vitnaleiðslur yfir
„litlu símamönnunum“ sem sögðust hafa heyrt ein-
hvern segja sér um hvað símtal forsetanna væri hefðu
aldrei orðið gott efni. Þeir höfðu sagt að sínir heimild-
armenn hefðu verið viðstaddir eða legið löglega á
hleri eða hefðu sagt einhverjum sem hefði sagt þeim
hvað hefði verið sagt.
Þótt slíkir væru yfirheyrðir með höfuðpoka sem
„whistleblowers“ um samtal sem allir hefðu uppskrift
að myndi það seint kalla á áhorf eða hlustun!
Önnur og kræsilegri símtöl
Það yrði hins vegar miklu æsilegra hefðu demókratar
beðið um að öll samtöl Merkel, kanslara Þýskalands,
yrðu birt. Ekki bara samtöl hennar við Obama og
Hillary heldur samtöl hennar við alla sem hún hefði
talað við síðustu átta árin, því eins og menn muna, þá
lét Obama sendiráð sitt í Berlín hlera öll samtöl
kanslarans.
Þegar sá ótrúlegi leikur uppgötvaðist sagðist frið-
arverðlaunahafi Nóbels vera yfir sig leiður (les. yfir
því að þetta komst upp). Sagðist hann þegar í stað
hafa gefið fyrirmæli um að nú skyldi hætt að hlera
síma þessa helsta bandamanns í Evrópu.
En fyrrverandi leyniþjónustumenn hafa bent á að
Obama hefði engu lofað um að símar þeirra sem
Merkel talaði við yrðu ekki hleraðir. En svo lengi sem
Merkel talar eingöngu við sjálfa sig í síma er hún þó
algjörlega örugg í þessum efnum.
Væri þess vegna ekki ósanngjarnt að hún legði til
að Obama forseti fengi friðarverðlaunin aftur því í
upphafi fékk hann verðlaunin fyrir ekkert, en þetta
væri þó að minnsta kosti eitthvað, þótt lítið væri. Og
ekki gæti það spillt að Obama studdi Bræðralag
múslíma í aðför þeirra að forseta Egyptalands, að
valdahruni í Túnis og Líbíu, með tilheyrandi falli her-
manna og almennra borgara og „vorhreingerningar“
í Sýrlandi með öllum þeim ósköpum sem þeim fylgdu.
Og að auki þá er Assad enn við völd í Sýrlandi eftir
allan hryllinginn og með Pútín forseta Rússlands þar
í aðalhlutverki á svæðinu.
En þótt fátt væri fréttnæmt í næsta nágrenninu þá
var eins og fyrr segir meira að frétta utan úr heimi.
Það má segja að bókmenntaverðlaun Nóbels hafi ver-
ið frétt því að fréttin var í mörgum tilvikum það
fyrsta sem hafði frést af verðlaunahöfunum.
Getur unnið aftur
Hillary Clinton sagði opinberlega á fundi í liðinni
viku, sem sýnt var frá, að hún teldi sig auðveldlega
getað „unnið Trump aftur“ haustið 2020 eins og hún
hefði gert síðast!
Það vakti athygli að Donald Trump sat á sér og tísti
ekkert um þetta nóttina eftir yfirlýsinguna en sagt er
að leitarsveitir hafi farið um Hvíta húsið því forset-
Aldrei hafa jafnmargir legið
jafn víða jafn illa undir grun
af jafnmörgum og nú
Reykjavíkurbréf11.10.19