Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019
LÍFSSTÍLL
S
á dagur rann að því verk-
efni yrði ekki slegið á
frekari frest að aka Will
Rogers Highway eins og
hann hét, The Mother
Road sem John Steinbeck gerði að
ódauðlegu heiti í Þrúgum reiðinnar,
The Main Street of America eða bara
U.S. Route 66 eins og vegurinn hét í
opinberu þjóðvegakerfi Bandaríkj-
anna þar til hann var lagður niður
sem þjóðvegur árið 1985. Að frum-
kvæði sveitarfélagsins Springfield í
Missouri var þessi tæplega 4.000 kíló-
metra langa leið endurvakin árið 1990
undir heitinu Historic Route 66, Hinn
sögulegi 66, og hér má þá lesa ágrip
af því þegar miðaldra íslensk hjón
leigðu sér blæjubíl, þóttust vera 25
ára og lögðu til atlögu við goðsögnina.
Eftir að hafa sótt eldrauða Ford
Mustang-blæjubifreið úr véum
Alamo-bílaleigunnar á Logan-
flugvellinum í Boston mánudaginn 2.
september ókum við á nokkrum dög-
um til Chicago, en þar sem annað
þótti ótækt en að aka alveg stranda
landsins á milli hófst förin við Atl-
antshafið og lauk við Kyrrahaf.
Í Chicago var áð tvær nætur enda
borgin hin skemmtilegasta og spillti
ekki fyrir að á sakleysislegu kráarölti
síðari daginn var okkur fyrirvara-
laust boðið í brúðkaupsveislu tveggja
ungra manna hinum megin í borg-
inni, í Andersonville, eftir að hafa
rekist á tvo vini þeirra, Frakka og
Bandaríkjamann sem linntu ekki lát-
um fyrr en þeim auðnaðist að draga
íslensku ferðalangana með í brúð-
kaup vina sinna og hlaust af hin besta
skemmtun.
Byrjunarreiturinn þrífluttur
Daginn eftir var komið að brottför frá
Chicago og fyrsta degi á Route 66.
Byrjunarreitur leiðarinnar er auð-
kenndur með skilti á horni Michigan
Avenue og Adams Street en rétt er
að geta þess að hin upprunalega
Route 66 átti sér ekki þann upphafs-
punkt. Hann var við Jackson Boule-
vard fram til 1937 en færðist þá og
svo aftur 1955 þegar Jackson varð
einstefnugata vestan Michigan Ave.
Nú er það allmisjafnt hvað heillar
fólk á ferðalögum en líklega yrðu ein-
hverjir til að sammælast okkur um að
fyrsti þriðjungur Route 66, rúmlega
1.300 kílómetra kafli frá Chicago nið-
ur til Oklahoma-borgar, er ekki lík-
legur til að drepa meðalmanneskju úr
spennu. Leiðin er án mikillar tilbreyt-
ingar, mest þráðbeinn vegur með
bleika akra og slegin tún til beggja
handa enda farið um mikil landbún-
aðarríki svo sem Kansas og Missouri.
Að mati þeirra sem hér skrifa magn-
ast hinir eiginlegu töfrar Route 66
þegar ekið er í vestur frá Oklahoma
áleiðis til Amarillo í Texas. Eftir það
er varla dauður punktur á leiðinni og
lítill hörgull á sögulegum áningar-
stöðum.
Dvöl í Oklahoma-borg hófst á að
skoða minnismerkið The Field of
Empty Chairs sem stendur á því sem
var grunnflötur Alfred P. Murrah-
stjórnsýslubyggingarinnar þar í borg
þar til Timothy McVeigh, fyrrverandi
hermaður úr Persaflóastríðinu,
sprengdi þar fyrir utan bifreið með
2,3 tonnum af ammóníumnítrati og
nítrómetani 19. apríl 1995 klukkan
09:02 að staðartíma. Í raun er um
nokkur minnismerki að ræða auk
safns um atburðinn.
Frá Oklahoma liggur leiðin í vest-
ur, rúma 400 kílómetra til Amarillo í
Texas þar sem finna má hið annálaða
steikhús Big Texan Steak Ranch &
Brewery og kannast margir vafalítið
við áskorun hússins sem felst í því að
hesthúsa tveggja kílógramma nauta-
steik sem er á kostnað hússins takist
það. Hvorugum greinarhöfunda
hugnaðist sú hólmganga.
Billy the Kid-safnið
Margt er þó að skoða á leiðinni til
Amarillo og má þar nefna Route 66-
safnið í Elk City í Oklahoma, en er
nær dregur Amarillo birtist Cadillac
Ranch á vinstri hönd við þjóðveg 40,
ákaflega myndrænt listaverk hóps
sem kallaði sig Ant Farm og gróf árið
1974 tíu Cadillac-bifreiðar af árgerð-
um 1949 til 1963 í jörðu með aftur-
endann upp. Býsna myndrænt og til-
valið að gera stutt hlé á akstri og
skoða.
Nær óumflýjanlegt er að líta örlítið
út fyrir sjálfa Route 66 og skoða staði
sem eru spölkorn frá veginum en þó
fullkomlega þess virði að heimsækja.
Má þar nefna Santa Fe, höfuðborg
New Mexico, sem þó hýsir aðeins
rúmlega 70.000 íbúa en liggur rúm-
lega 2.100 metra yfir sjávarmáli og er
þar með sú ríkishöfuðborg allra
Bandaríkjanna sem hæst liggur.
Annar bær sem óhætt er að nefna
rétt utan við Route 66 á þessum slóð-
um er Fort Sumner sem áhugafólk
um útlagann sem gekk ýmist undir
nöfnunum Henry McCarty, William
H. Bonney eða bara Billy the Kid
ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Í
Fort Sumner skaut Pat Garrett
lögreglustjóri Billy the Kid til bana
14. júlí 1881 og þar í bænum er rekið
safn um útlagann, Billy the Kid
Museum.
Apache-dauðahellirinn
í Two Guns
Full ástæða er til að koma við í
draugabænum Two Guns skömmu
eftir að Arizona tekur við af New
Mexico. Sú var tíðin að Two Guns ið-
aði af lífi og var fjölsóttur ferða-
Í kompaníi
við malbikið
Atli Steinn Guðmundsson og Rósa Lind Björns-
dóttir höfðu haft það á stefnuskrá sinni síðustu
sex ár að aka hinn goðsagnakennda þjóðveg
Route 66 frá Chicago til Santa Monica þegar þau
létu loks slag standa nú á haustdögum og
auðguðu höll minninganna sem aldrei fyrr.
Hér er stiklað á því allra stærsta úr för sem
seint fellur í gleymskunnar dá.
Texti og myndir: Atli Steinn Guðmundsson
Nei sæll, kemurðu oft hingað? Í gullnámubænum Oatman í Arizona virðist tíminn hafa staðið kyrr síðan á 19. öld,
meira að segja enn þá virkar gullnámur í bænum sem sjá 70 manns fyrir atvinnu. Asnar rölta í rólegheitum um göturnar
og eru í raun í vinnu við að sitja fyrir á myndum ferðamanna. Án þess að vera með klukku þekkja þeir sinn vitjunartíma
og rölta heim á bæinn sinn um klukkan sex og eru þá ekkert að hugsa um hvort þeir þvælist fyrir umferð eða ekki, stinga
jafnvel snoppu sinni inn um bílglugga ferðalanga sem bjóða þeim viðurgerning til að seðja sárasta hungrið.
(Í engri sérstakri röð)
Field of Empty Chairs, OK
Cadillac Ranch, TX
Grand Canyon, AZ
Petrified Forest, AZ
Santa Fe, NM
Two Guns, AZ
Oatman, AZ
Indian Village Gift Shop,
NM
Adrian, TX (66 hálfnuð)
Route 66 Museum, OK
TOPP TÍU STAÐIR
VIÐ ROUTE 66