Morgunblaðið - 08.11.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 08.11.2019, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  263. tölublað  107. árgangur  FÉKK HUGMYND AÐ BARNABÓK Í DRAUMI MÓTUÐ AF NÁTT- ÚRUNNI TEKUR Á BRÝNUM VANDAMÁLUM JÓHANNA 75 ÁRA 30 HELKÖLD SÓL 37ÁRMANN JAKOBSSON 36 Ísland sett á bannlista  Cyprus Development Bank lokar á millifærslur til Íslands  Stefnubreyting hjá bankanum sem tók gildi í byrjun nóvember  Millifærslur hafa gengið treglega lista hjá bankanum yfir þau lönd sem ekki er heimilt að opna á millifærslur af neinum toga. Athygli vekur að Kýpur er ekki aðili að alþjóðlegu samtökunum Financial Action Task Force (FATF) sem settu Ísland í síð- asta mánuði á gráan lista vegna ónógra varna gegn peningaþvætti. Krefjast mikils magns gagna Í frétt ViðskiptaMoggans frá því á miðvikudag var haft eftir heimildum að ekki hefði verið haldið nægilega vel á spilunum hér á landi undanfar- in ár hvað varðar reglur sem kveða á um að kanna eigi bakgrunn við- skiptavina áður en þeir hefja við- skipti (e. know your customer, KYC) ásamt innleiðingu laga um peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Var þar haft eftir heimildum að sá möguleiki væri talinn raunverulegur að athuganir íslenskra fjármálafyr- irtækja á viðskiptavinum sínum yrðu ekki teknar gildar. Því gætu erlendir bankar þurft að framkvæma eigin sjálfstæðar athuganir án þess að hafa til hliðsjónar athuganir íslensku bankanna vildu íslenskir einstak- lingar eða lögaðilar stofna til við- skipta. Heimildir Morgunblaðsins herma enn fremur að treglega hafi gengið undanfarnar vikur að millifæra greiðslur frá CDB til Íslands og að krafist hafi verið mikils magns gagna og vottana frá mörgum að- ilum til þess uppfylla þau skilyrði sem bankinn krefst núorðið í anda KYC. Frá því í byrjun nóvember hafi svo slíkar millifærslur verið stöðvaðar að öllu leyti. Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Íslenskum viðskiptavinum Cyprus Development Bank (CDB) var á dögunum neitað um millifærslu um- talsverðrar fjárhæðar á bankareikn- inga hér á landi. Samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur séð lýtur ákvörðunin að breyttri stefnu bank- ans um hvaða viðskiptavini hann samþykkir sem sína. Sú breyting tók gildi nú í nóvember. Samkvæmt heimildum er Ísland á Nemendur og kennarar Hagaskóla héldu góð- gerðardaginn í 11. sinn í gær. Nemendur opnuðu stofur sínar fyrir gestum og boðið var upp á ýmsar skemmtanir. Meðal þeirra var leit að blöðru með spotta í einni stofunni. Að venju var safnað fé til góðra málefna. Ákveðið var að halda áfram að styrkja Iklaash-munaðarleys- ingjahælið í Kenía og við kosningu varð Land- vernd fyrir valinu sem nýtt verkefni. Morgunblaðið/Eggert Leitað að blöðru með spotta á góðgerðardaginn Nýlegar jarðsjármælingar benda til þess að fornar rústir kunni að leynast undir túni á Keldum á Rangárvöllum. Dr. Steinunn J. Kristjánsdóttir, forn- leifafræðingur og prófessor, segir að uppgröft þurfi til að sannreyna hvað er þarna undir og hvers eðlis þessar byggingar hafi verið. Einnig þurfi að gera aldursgreiningu til að vita hvað þetta er gamalt. Ekki er vitað um neinar byggingar á þessum stað á seinni tímum. Sagt er að íbúðarhús Jóns Lofts- sonar, þess mikla höfðingja og stofn- anda Keldnaklausturs, hafi staðið á þessu túni. Lækur skilur að túnið og bæjarhúsatorfuna og lítil náttúruleg brú yfir hann. Nú sjást engar rústir á þessum stað. »6 Ljósmynd/Steinunn J. Kristjánsdóttir Keldur Þar stóð Keldnaklaustur. Fornar rústir undir túni á Keldum  Grafa þarf rúst- irnar upp og greina H V ÍT A H Ú S IÐ / A c ta v is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 H Fæst án lyfseðils VÍKINGUR OGDANÍEL FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 19:30 AUKATÓNLEIKAR Edvard Grieg Pétur Gautur, valdir þættir Daníel Bjarnason Processions, píanókonsert W.A. Mozart Hornkonsert nr. 3 Jean Sibelius Sinfónía nr. 5 Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri Radovan Vlatković einleikari nossfalÓraðieHrugnikíV einleikari TÓNLEIKUNUMER STREYMTBEINT Í MYNDÁSINFONIA.IS ÖRFÁSÆTI LAUS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.