Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 14

Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 14
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Íslendingar skera sig úr meðáberandi hætti meðal OECD-ríkjanna í mikilli notkunþunglyndislyfja, sem er langtum meiri hér en í nokkru öðru landi samkvæmt nýjum samanburði OECD. Íslendingar hafa um árabil notað þunglyndislyf mest OECD- þjóðanna en í nýrri skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildar- löndunum, Health at a Glance, kem- ur fram að notkunin hér á landi fær- ist enn í aukana og var 141 dag- skammtur á hverja þúsund íbúa árið 2018. Meðalnotkunin í OECD- löndunum var hins vegar á sama tíma 103 dagskammtar. Kanada kemur á hæla Íslands með 110 dag- skammta þunglyndislyfja á hverja þúsund íbúa. Birt er mikið magn upplýsinga um heilbrigðismál í skýrslu OECD. Þar kemur m.a. fram mikill munur á útgjöldum til heilbrigðismála í aðild- arlöndunum mæld sem hlutfall af landsframleiðslu. Útgjöldin á sein- asta ári voru mest í Bandaríkjunum eða 16,9% af vergri landsfram- leiðslu. Heilbrigðisútgjöldin á Ís- landi voru lítið eitt undir meðaltali OECD-landanna eða 8,3% af lands- framleiðslu og er 21 land fyrir ofan Ísland á þeim lista. Aukin áfengisneysla en færri reykja daglega Þegar bornir eru saman áhættuþættir heilbrigðis meðal þjóðanna kemur í ljós að enn dregur úr reykingum meðal íbúa OECD- landanna en mikill munur er þó á daglegri tóbaksnotkun milli landa. Að meðaltali reykja 18% full- orðinna íbúa OECD-landa daglega en reykingar eru hvergi minni í Evr- ópu en á Íslandi. 8,6% fullorðinna Ís- lendinga reykja og hefur þeim fækk- að frá árinu á undan þegar 9,7% fullorðinna reyktu daglega. Aðeins tvö lönd, Ísland og Mexíkó, eru und- ir 10% markinu í daglegum tóbaks- reykingum. Íslendingar eru nálægt meðal- talinu meðal íbúa OECD þegar áfengisneysla fullorðinna er borin saman milli landa og er að meðaltali 7,7 lítrar á hvern íbúa 15 ára og eldri hér á landi. Það er aukning frá árinu 2016 þegar fullorðnir Íslendingar neyttu að jafnaði 7,5 lítra af hreinum vínanda. Töluverður munur er einnig á offitu meðal fullorðinna samkvæmt skýrslu OECD. Mikill meirihluti fullorðinna Íslendinga eða 65,5% telst vera of þungur samkvæmt sam- anburðinum, sem er nokkru yfir meðaltali 36 aðildarríkja OECD (58,2%). Samanburður á sjúkrastofn- unum og heilbrigðiskerfum land- anna leiðir m.a. í ljós að á árinu 2017 voru 3,1 sjúkrarúm á hverja þúsund íbúa á Íslandi en að meðaltali voru 4,7 sjúkrarúm á hverja þúsund íbúa í OECD-löndunum á því ári. Eru 25 lönd fyrir ofan Ísland í samanburði á fjölda legurýma skv. skýrslunni. Fjöldi starfandi lækna á Íslandi miðað við íbúafjölda er aðeins fyrir ofan meðaltal OECD-landanna eða 3,9 á hverja þúsund íbúa. Að með- altali voru 3,5 læknar á hverja þús- und íbúa í OECD-löndunum. Hjúkrunarfræðingar eru mun fleiri hér sem hlutfall af íbúafjölda eða 14,5 hjúkrunarfræðingar á hverja þúsund íbúa samanborið við 8,8 að meðaltali í löndum OECD. Hér voru 3,7 hjúkrunarfræðingar á hvern lækni, samanborið við 2,7 að meðaltali í OECD. Hlutfall hjúkr- unarfræðinga af íbúafjölda er ein- göngu hærra en hér á landi í Sviss og Noregi. Forskotið eykst í notk- un þunglyndislyfja Heilsufar á Íslandi og meðaltal OECD-ríkja Hlutfall íbúa með sykursýki af gerð 1 eða 2 Hlutfall 15 ára og eldri með ofþyngd eða offitu Hlutfall 15 ára og eldri sem reykja daglega 65% 56% Ísland OECD- meðaltal 5,3% Ísland 6,4% OECD Árleg áfengisneysla í lítrum af hreinum vínanda á íbúa 7,7 8,9 Ísland OECD- meðaltal Ísland OECD- meðaltal 8,6% 18% Heimild: OECD – Health at a Glance 2019 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ EmmanuelMacronFrakk- landsforseti var í athyglisverðu við- tali við tímaritið The Economist í vikunni, en þar lýsti hann því meðal annars yfir að Atlants- hafsbandalagið ætti nú við „heiladauða“ að stríða, þar sem lítil sem engin samræm- ing væri í ákvarðanatöku á milli Bandaríkjanna og hinna aðildarríkjanna. Þá dró Macron í efa vilja Banda- ríkjastjórnar til þess að grípa inn í, ef öryggi Evrópu væri ógnað, en það hefur ver- ið kjarninn í Atlantshafssátt- málanum, sem fagnaði fyrr í vor 70 ára afmæli. Vísaði Macron meðal ann- ars til árásaraðgerða banda- lagsþjóðarinnar Tyrklands í Sýrlandi þar sem bandalagið hefði ríka hagsmuni en að- gerðirnar væru í óþökk flestra hinna ríkjanna. Benti Macron á að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði ekki ráðfært sig við hin ríki bandalagsins áður en hann skipaði bandarískum her- sveitum á brott og gerði Tyrkjum um leið kleift að hefja sókn sína gegn Kúrd- um. Gagnrýni Macrons er að einhverju leyti hugsuð til þess að efla hugmyndina um að Evrópusambandið geti sinnt vörnum sínum án þess að Bandaríkjamenn haldi verndarhendi yfir því, en Macron hefur verið iðinn að tala fyrir hugmyndum á borð við að sambandið haldi úti eigin hersveitum. Því til marks má benda á að Frakk- landsforseti sagði meðal ann- ars í viðtalinu að hann tryði því að Evrópuríkin gætu var- ið sig sjálf. Að vissu leyti má taka und- ir gagnrýni Macrons, þar sem ljóst hefur verið á síð- ustu árum, að nokkur mein- ingarmunur er á milli núver- andi Bandaríkjastjórnar og bandamanna þess. Aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi hefðu til að mynda aldrei komist í fram- kvæmd, hefðu öll ríki banda- lagsins haft eitthvað um þær að segja. Á hinn bóginn er ekki gagnlegt innlegg hjá Macron að draga í efa vilja aðildarríkjanna til að standa við fimmtu grein Atlants- hafssáttmálans. Slíkt tal ger- ir lítið annað en að veikja samstarfið og þar með varnir aðildarríkjanna. Þá má benda á, að Trump hefur frá embættistöku sinni ýtt á eftir því að hin ríki bandalagsins standi við skuld- bindingar sínar í öryggis- og varnarmálum, meðal annars með því að verja meira fé til málaflokksins eftir að hafa vanrækt hann í mörg ár. Slík gagnrýni af hálfu Banda- ríkjamanna hefur raunar heyrst lengi og á mikinn rétt á sér, enda hafa þeir mátt bera hitann og þungann af varnarsamstarfinu frá upp- hafi og það þrátt fyrir að efnahagsástand ríkja Evrópu hafi gjörbreyst á þessum ár- um og þau hafi fulla burði til að standa undir kostnaði af eigin vörnum. Og víst er, að ef Evrópusambandsríkin ætla sér að vera virkari í eig- in vörnum munu þau ekki komast hjá því að auka fram- lög sín til öryggis- og varn- armála. Auk þessa gagnrýndi Macron í viðtalinu afstöðu bandalagsins og Evrópusam- bandsins til Rússa og sagði nauðsynlegt að reyna að draga úr þeirri spennu sem ríkt hefur þar á milli frá því að Rússar innlimuðu Krím- skagann fyrir fjórum árum. Vakti sérstaka athygli að Macron hrósaði Viktor Or- ban, forsætisráðherra Ung- verjalands, sem til þessa hef- ur ekki notið velvilja embættismannavaldsins í Brussel. Sagði Macron Orb- an standa sér nærri í skoð- unum hvað þetta varðaði, en Orban hefur meðal annars verið sagður of hallur undir núverandi ráðamenn í Kreml. Sagði Macron að auki að hann teldi að til lengri tíma yrði Vladimír Pútín Rússlandsforseti að sækjast eftir betri samskiptum við Evrópusambandið. Vert er að gefa þessum orðum Frakklandsforseta góðan gaum. Þó að ekki sé hægt að afsaka allar aðgerðir Rússa verður einnig að leiða hugann að því hvert lokatak- mark refsiaðgerðanna gegn þeim er. Augljóst virðist að þær verða ekki til að knýja Pútín til þess að skila Krím- skaganum og þá hlýtur að verða að svara því hvert markmiðið er. Væntanlega er markmiðið ekki að ýta Rúss- um í fangið á Kínverjum, en það kann þó að verða helsta afleiðing þeirra. Macron fer mikinn í viðtali sem er at- hyglisvert en ekki að öllu leyti gagnlegt} Efasemdir um varnarsamstarf N ýlega kom fram að stefna Frétta- blaðsins er „að halda uppi borg- aralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum [og blaðið] aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vett- vangi og horft sé til þess að dýpka slíkt sam- starf til framtíðar.“ Glöggur greinandi Viðskiptablaðsins sagði réttilega: „Menn þurfa ekki að vera neitt sér- staklega læsir á pólitík til þess að átta sig á því að blaðið er að gera erindi Viðreisnar að sínu.“ Auðvitað dettur engum í hug að annar flokkur á Íslandi standi vörð um þessi sjálfsögðu grunngildi. Líklega er ekkert eins skaðlegt efnahagslíf- inu og þegar ríkið réttir atvinnuvegum hjálparhönd. Hlut- verk stjórnmálanna er að setja reglur sem tryggja heil- brigðan og heiðarlegan rekstur, ekki að segja hvaða atvinnugreinar eru þeim þóknanlegar. Fyrirtæki mega sannarlega ekki misnota stöðu sína til þess að þvinga keppinauta út af markaði eða gera þeim skráveifur með óeðlilegum viðskiptaháttum. Sterkt fyrir- tæki freistast til að selja vörur með tapi, meðan keppi- nautnum sem ekki hefur bolmagn til slíkrar niðurgreiðslu blæðir út. Aðilar nýta einokunarstöðu á markaði oft til þess að selja neytendum lélega vöru á háu verði. Fáir efast nú um að frjáls samkeppni með eðlilegum leikreglum er besta leið neytenda til betri og ódýrari vöru. Tollar, höft og niðurgreiðslur draga úr hag- kvæmni. Enginn þarf að tortryggja það að lyk- illinn að efnahagslegri velgengni Íslendinga síðasta aldarfjórðunginn er viðskiptafrelsi á flestum sviðum. Fyrr í vikunni birti stórblaðið New York Times hvassa gagnrýni á niðurgreiðslur Evr- ópusambandsins til landbúnaðar, en sam- kvæmt úttekt blaðsins hafa lýðskrumarar í Suður- og Austur-Evrópu nýtt sér stöðu sína í stjórnmálum til þess að auðgast á styrkjakerf- inu. Í landbúnaði á Íslandi blasir við önnur mynd. Hér eru mun umfangsmeiri niður- greiðslur, tollar og innflutningshöft en í Evr- ópusambandinu. En ólíkt popúlistavinum sín- um í Austur-Evrópu hefur íslensku vinstri stjórninni tekist að viðhalda kerfi sem tryggir hátt vöruverð til neytenda, takmarkar vöruúrval, leggur byrðar á skattgreiðendur, en færir bændum fátækt. Auk beinna styrkja til landbúnaðar upp á um 15 millj- arða króna árlega felst stuðningur upp á að minnsta kosti annað eins í höftum og tollvernd. Alls jafngildir þetta um 10 milljónum króna á hvert bú sem eru miklir peningar. Viðreisn vill borga styrki beint til bænda sem stunda þann landbúnað sem þeir telja skynsamlegastan. Á móti verði allri tollvernd aflétt og sérreglur afnumdar. Neytendur mættu líka borða þann mat sem þeir helst vilja, eins skelfi- lega og það hljómar í eyrum ríkisstjórnarflokkanna. Benedikt Jóhannesson Pistill Betri er sauðkind en mannkind Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Útgjöld til heilbrigðismála munu aukast umfram hagvöxt í nánast öllum aðildarríkjum OECD á næstu 15 árum að því er fram kemur í skýrslu OECD, sem birt var í gær. Má að jafnaði gera ráð fyrir að heilbrigðisútgjöldin muni vaxa um 2,7% á ári í aðildarlönd- unum og verði komin í 10,2% af landsframleiðslu að meðaltali á árinu 2030 samanborið við 8,8% á seinasta ári. Þegar kostnaður við heilbrigðisþjónustuna er skoðaður eftir löndum kemur m.a. í ljós að útgjöldin jukust töluvert minna á Íslandi frá alda- mótum til 2015 en í meirihluta OECD-landanna en því er spáð að vöxtur heilbrigðisútgjaldanna á Íslandi verði nálægt meðalvexti útgjaldanna í OECD til ársins 2030 og verði þau þá komin í 10,4% af vergri landsfram- leiðslu. Hlutur heilbrigð- isútgjaldanna verður þó viða- meiri í 16 öðrum löndum, þ. á m. Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Mikill vöxtur til 2030 HEILBRIGÐISÚTGJÖLD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.