Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
Kennarar og for-
eldrar sem sitja nám-
skeið og kynningar um
Vináttu – forvarnaverk-
efni Barnaheilla gegn
einelti eru spurðir hvað
þeir telji mikilvægast að
börn upplifi og læri í
skólanum sínum. Svörin
eru öll á sömu leið,
hvort sem um er að
ræða kennara eða leið-
beinendur í leik- eða
grunnskólum eða foreldra barna á
mismunandi aldri. Að barninu líði vel,
það eigi vin, barnið finni fyrir öryggi
og það fái góða sjálfsmynd eru svörin
sem alltaf koma.
Og af hverju er það svo?
Við höfum alla tíð haft þörf fyrir að
tilheyra samfélaginu og vera sam-
þykkt af eigin verðleikum. Þegar
mannkynið var frumstæðara var það
lífsspursmál að vera hluti af hópi ann-
ars fólks og ef einhver var útilokaður
var óvíst að hann myndi lifa af. Í dag
er það ef til vill ekki spurning um líf
eða dauða, og þó. Þegar afleiðingar
útilokunar, sem er ein birtingarmynd
eineltis, eru skoðaðar kemur í ljós að
einelti getur haft mikil áhrif á líðan
einstaklinga til lengri tíma og haft
mótandi áhrif á líf þeirra um alla
framtíð.
Að bjóða upp á einelti
Ekkert barn býður upp á að vera
útilokað, beitt ofbeldi eða niðurlægt á
ýmsan máta. Það er ólíklegt að nokk-
urt foreldri fari með leyfisbréf í skóla
barnsins og tilkynni opinberlega að
barnið sé skotmark fyrir alla hina og
megi leggja í einelti. Samt sem áður
eru dæmi um að kennarar hafi út-
skýrt einelti þannig að börnin bjóði
upp á það. Slík mál hafa því miður
stundum verið „leyst“ þannig en
sömu börn hrökklast jafnvel úr skól-
anum, þjökuð eftir þá meðferð sem
þau fengu og fá nýtt tækifæri í nýjum
skóla. Í tveimur af hverjum þremur
tilfellum líður barninu betur í nýja
skólanum og segir það skýrt til um að
barnið sjálft bauð ekki upp á eineltið
heldur hafði það með menninguna í
barnahópnum að gera.
Að koma út
með reisn
Hugmyndafræði Vin-
áttu byggist á fjórum
gildum, umburðarlyndi,
umhyggju, virðingu og
hugrekki og er þeim
fléttað inn í námsefni
verkefnisins sem er fyr-
ir börn á aldrinum 0-9
ára. Börnin læra að hafa
orð á líðan sinni, setja
sig í spor annarra og
leysa úr þeim deilum
sem upp geta komið
þannig að allir komi út með reisn.
Forðast er að finna sökudólga og
fórnarlömb með tilheyrandi vitna-
leiðslum sem eiga að leiða í ljós hverj-
um ber að segja lykilorðið fyrirgefðu.
Þess í stað er áhersla lögð á hópinn
sem heild, einblínt á þá menningu
sem hefur myndast og að aðstoða
börnin í að reynast hvert öðru góðir
félagar.
Snemmtæk íhlutun –
forvarnir og fræðsla
Sífellt fleiri rannsóknir benda til að
börn séu gríðarlega móttækileg strax
á fyrstu æviárum sínum. Þau tileinka
sér fljótt það sem þau læra úr um-
hverfinu og taugabrautir þeirra
þroskast og tengjast. Því er mik-
ilvægt að börn læri sem fyrst góð
samskipti sem eru grunnur að velferð
þeirra síðar meir. Fyrirbyggja þarf af
öllum mætti að börn þurfi að upplifa
þá vanlíðan sem fylgir því að vera
lagður í einelti eða verða vitni að slíku.
Ábyrgðin er okkar
fullorðna fólksins!
Einelti þrífst best í aðstæðum sem
börn hafa ekki val um að vera í og
dæmi um slíkar aðstæður eru bekk-
urinn sem þau „lenda í“ eða deildin
sem þau eru „sett á“. Þar eru börnin
margar klukkustundir á dag, fimm
daga vikunnar, stóran hluta ársins. Ef
þeim líður illa þar þurfa þau að
þrauka, þau komast ekki í burtu. Ef
okkur fullorðna fólkinu líður illa á
vinnustað eða í öðrum hópum sem við
tilheyrum höfum við val um að fara,
hætta í vinnunni. Börnin hafa ekki
það val. Það erum við fullorðna fólkið
sem sköpum þær aðstæður sem börn-
in eru sett í og ábyrgðin er því okkar.
Við þurfum að muna að við erum fyr-
irmyndirnar.
Allir eru með
Þegar unnið er með forvarnir gegn
einelti er mikilvægt að allir taki þátt.
Námsefni Vináttu er ekki eingöngu
fyrir börnin heldur einnig fyrir kenn-
ara og foreldra og er byggt á ítarleg-
um rannsóknum og tekið reglulega út.
Unnið er með Vináttu í rúmlega 55%
íslenskra leikskóla auk þess sem 19
grunnskólar hafa verið að tilrauna-
kenna grunnskólaefnið og kemur efn-
ið út í endanlegri útgáfu á nýju ári.
Vinátta kemur frá Danmörku og þar
er unnið með efnið í 60% leikskóla,
40% ungbarnaskóla og 45% grunn-
skóla og gefa rannsóknir sterklega til
kynna að einelti hafi minnkað veru-
lega þar í landi með tilkomu þessa
verkefnis. Vinátta er einnig í Eist-
landi, Færeyjum, Grænlandi og Rúm-
eníu auk þess sem mörg önnur lönd
sýna hugmyndafræðinni og námsefn-
inu mikinn áhuga. Boðið er reglulega
upp á námskeið fyrir kennara auk
kynninga fyrir foreldra.
Að lokum
Barnið þitt býður ekki upp á einelti,
það gerir ekkert barn. Börn eiga rétt
á vernd gegn ofbeldi eins og kemur
fram í barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna og það verðum við að
tryggja. Við þurfum að tryggja að öll
börn fái tækifæri til að upplifa allt það
sem við erum sammála um að sé mik-
ilvægast. Með því stuðlum við að ham-
ingjusamari börnum sem um leið
verða margfalt meðtækilegri fyrir
öllu öðru námi og aukum um leið lík-
urnar á að þau komist öll í gegnum líf-
ið með reisn.
Býður barnið þitt upp á einelti?
Eftir Lindu Hrönn
Þórisdóttur » Við þurfum að
tryggja að öll börn
fái tækifæri til að
upplifa allt það sem
við erum sammála
um að sé mikilvægast.
Linda Hrönn
Þórisdóttir
Höfundur er verkefnastjóri hjá
Barnaheillum – Save the Children á
Íslandi, leik- og grunnskólakennari
og uppeldis- og menntunarfræð-
ingur.
linda@barnaheill.is
Í dag, 8. nóvember
2019, fagnar Zonta-
hreyfingin 100 ára af-
mæli sínu. En fyrir
hvað stendur Zonta?
Markmið Zonta, sem
er alþjóðafélagsskapur
fagfólks, er að vera
leiðandi í víðtækum
hjálpar- og stuðnings-
verkefnum fyrir konur
hvarvetna þar sem
þess er þörf. Zonta starfar bæði al-
þjóðlega, á landsvísu og í gegnum
svæðisbundin verkefni sem miða að
því að styrkja konur og efla lífsgæði
þeirra. Í samvinnu við Sameinuðu
þjóðirnar er stuðlað að verkefnum
sem bæta heilsu og menntun kvenna
um allan heim.
Í dag eru um 30.000 félagar í
Zontasamtökunum í 67 löndum.
Zontasamtökin eru upprunnin í
Bandaríkjunum, Buffalo í New
York-ríki, 8. nóvember 1919 í lok
fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á þess-
um tímum höfðu orðið miklar þjóð-
félagsbreytingar, en á stríðsárunum
fóru fleiri konur út á vinnumark-
aðinn en áður hafði tíðkast. Þær
tóku að sér stjórnunarstörf og við-
skipti ýmiss konar sem karlar höfðu
haft svo til einungis á höndum og
þær stóðu ekki jafnfætis körlum.
Blaðakonan Marian de Forest gerði
sér grein fyrir þessu ójafnvægi og að
það væri mikilvæg og sjálfsögð krafa
kvenna að njóta sömu réttinda á
vinnumarkaðnum og karlar. Þessi
róttæka hugmynd hennar um jafn-
rétti var auðvitað óþekkt á þeim
tíma og jafnvel áratugum á undan
þeirri umræðu sem við þekkjum í
dag og finnst sjálfsögð.
Vöxur hreyfingarinnar hélt áfram
innan Bandaríkjanna. Það er síðan
árið 1927 að hreyfingin breiddist út
til Kanada og síðar, árið 1930, til
Evrópu en þá varð Zontahreyfingin
alþjóðleg. Í Evrópu var fyrsti klúbb-
ur stofnaður í Vínarborg árið 1930.
Árið 1935 voru fyrstu klúbbarnir
stofnaðir á Norðurlöndum, annar í
Kaupmannahöfn og hinn í Stokk-
hólmi. Zontahreyfingin kemur síðan
til Íslands árið 1941 þegar Zonta-
klúbbur Reykjavíkur var stofnaður.
Nú í dag eru Zontaklúbbar á Íslandi
6 og í þeim eru 160 félagar.
Zontahreyfingin er skipt upp í
vinnuumdæmi í heiminum, Ísland er
13. umdæmi með Noregi, Danmörku
og Litháen. Það eru síðan svæð-
isstjórar þessara landa sem mynda
stjórn yfir umdæminu og vinna að
markmiðum Zontahreyfingarinnar
með félögum klúbbanna.
Zonta-merkið sam-
anstendur af fimm
táknum Sioux-indjána
sem saman mynda orð-
ið ZONTA en það þýðir
ljós, tryggð og sam-
heldni, samábyrgð,
skjól og vernd.
Alþjóðasamtök
Zonta og klúbbar um
víða veröld hafa valið
verkefni til að vinna að
hverju sinni. Alþjóða-
samtökin velja verkefni
annað hvert ár á alþjóðlegri ráð-
stefnu sem haldin er á mismundandi
stöðum í heiminum, 100 ára afmæl-
isráðstefnan verður haldin í höf-
uðstöðvum Zontasamtakanna í Chi-
cago í júlí á næsta ári.
Aðalverkefni samtakanna fram til
ársins 2020 er að koma í veg fyrir
barnahjónabönd. Það er gleðilegt að
minnast á það að UN Women á Ís-
landi stóð fyrir landssöfnun fyrir
þessu málefni um síðuastu helgi.
Zontahreyfingin er ein af samstafs-
aðilum Unicef, Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna.
Zontahreyfingin styrkir árlega
konur til náms. Þessir styrkir eru
veittir námskonum sem stunda nám
í viðskiptum, almannatengslum,
tæknigreinum og til kvenna sem lok-
ið hafa námi í geimvísindum, flug-
vélaverkfræði og skyldum greinum.
Framtíðarsýn Zontasamtakanna
er heimur þar sem réttindi kvenna
eru viðurkennd sem mannréttindi og
þar sem sérhver kona getur nýtt
möguleika sína að eigin vild. Þar
munu konur geta nýtt öll tækifæri
sem þeim gefast og staðið jafnfætis
körlum við ákvarðanatöku.
Í slíkum heimi mun engin kona
þurfa að lifa í ótta við ofbeldi.
Í tilefni af 100 ára afmælinu held-
ur Zontasamband Íslands afmæl-
isráðstefnu í dag í Veröld, húsi Vig-
dísar Finnbogadóttur og í Borgum í
Háskólanum á Akureyri. Yfirskrift
ráðstefnunnar er: Ísland í heim-
inum, heimurinn á Íslandi.
Rástefnan hefst klukkan 15 og eru
allir hjartanlega velkomnir.
Eftir Þóru
Ákadóttur
»Zonhreyfingin er
alheimssamtök
fagfólks og er leiðandi
í víðtækum hjálpar- og
stuðningsverkefnum fyr-
ir konur hvarvetna þar
sem þess gerist þörf.
Þóra Ákadóttir
Höfundur er svæðisstjóri
Zontasambands Íslands.
Zontahreyfingin
100 ára
Hópur af nýnasistum
hefur verið á síðustu
dögum að dreifa hat-
ursáróðri um há-
skólasvæðið, m.a. að
dreifa einblöðungum á
stúdentagörðunum og í
byggingar háskólans.
Háskóli Íslands er stað-
ur sem fagnar fjöl-
breytileikanum og eru
um 10% af nemendum
skólans af erlendu bergi
brotin, þar á meðal ég.
Þar sem ég sjálfur er múslimi í
minnihlutahóp og ber nafnið Muham-
med leyfist mér að segja að þessi
gjörningur er ekki einungis sorglegur
heldur hryllir mann líka við honum
þar sem þetta minnir okkur á það
hvernig hugsunarháttur tíðkaðist í
Evrópu árum áður. Sjálfur veit ég að
stúdentahreyfingin Vaka sem ég hef
verið meðlimur í síðan 2016 fordæmir
þennan gjörning, einnig veit ég að
vinir mínir í Röskvu gera það líka.
Þetta er eitthvað sem varðar alla
stúdenta og þurfum við þess vegna að
taka öll á þessu saman og mótmæla
þessum hatursfullu skilaboðum. Hið
þversagnakennda við þetta atvik í
heild sinni er að þessum áróðri hefur
verið dreift um svæði þar sem erlend-
ir nemendur dvelja, til
dæmis í kringum Stúd-
entagarðana. Þessir er-
lendu nemendur koma
víðs vegar að úr heim-
inum og fá því afar
skakka hugmynd af því
hvað Íslendingar standa
fyrir. Í Háskóla Íslands
eru yfir 1.000 erlendir
nemendur en nú hafa
bæði erlendir og inn-
lendir nemendur for-
dæmt þennan áróður,
þá sérstaklega í hópn-
um Alþjóðlegir náms-
menn við Háskóla Íslands (Inter-
national Students at the University of
Iceland) þar sem ég er meðal annars
stjórnandi.
Þessi áróður táknar ekki það sem
Ísland stendur fyrir, né háskóla-
samfélagið eða Íslendingar almennt.
Áróðurinn táknar heldur ekki já-
kvætt viðhorf til friðar eða samstöðu.
Þessi áróður hefur skýr skilaboð um
vilja til aðgreiningar, hatur og öfga-
fulla hugsýn um framtíð Íslands. Við í
Vöku fordæmum þessar aðgerðir á
alla vegu! Við í Vöku viðurkennum
ekki svona áróður, hvort sem það er
innan eða utan veggja háskólans þar
sem þetta fellur ekki undir siðferð-
islegt málfrelsi. Þetta fellur undir hat-
ursorðræðu sem hvetur til aðgrein-
ingar og ofbeldis. Þessi áróður er
framsetning á fáfræði og einangrun
frá samfélagslegum veruleika og það
er eitthvað sem Vaka stendur alls
ekki fyrir. Við viljum biðja nemendur
Háskóla Íslands að hafa samband við
fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Ís-
lands ef þeir telja sig hafa orðið fyrir
áhrifum tiltekins atviks, þar sem
þetta er algjörlega ólíðandi. Við búum
í nútímasamfélagi þar sem ekki á að
skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar
trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum
öll saman í þessu samfélagi þar sem
fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og
verður hann það alltaf. Þessi litli hóp-
ur sem samanstendur af öfgafullum
ódæðismönnum og vinnur að því um
allan heim að koma á aðgreiningu
með valdi og ofbeldi stendur fyrir
skoðanir sem almenningur mun aldr-
ei endurspegla.
Öfgasinnar endurspegla
ekki háskólasamfélagið
Eftir Muhammed
Emin Kizilkaya » Þessi áróður hefur
skýr skilaboð um vilja
til aðgreiningar, hatur og
öfgafulla hugsýn um
framtíð Íslands. Við í
Vöku fordæmum þessar
aðgerðir á alla vegu!
Muhammed Emin
Kizilkaya
Höfundur er meðlimur í Vöku,
hagsmunafélagi stúdenta.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra
miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felligluggi
þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Allt um sjávarútveg