Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 ✝ Þorvaldur G.Óskarsson fæddist á Minni- Ökrum í Blönduhlíð 2. október 1933. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 1. nóv- ember 2019. Foreldrar hans voru Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 16. okt. 1910, d. 23. septem- ber 1988, og Óskar Gíslason, f. 12. júlí 1897, d. 27. júlí 1977. Systir Þorvaldar var Arndís Guðrún, f. 28. júlí 1941, d. 1. desember 2007, gift Brodda Björnssyni. Þorvaldur kvæntist 17. júní 1955 Sigurlínu Eiríksdóttur, f. 30. ágúst 1932, d. 28. ágúst 2016. janúar 1963, gift Finni J. Niku- lássyni, synir þeirra Þorvaldur Örn, sambýliskona Jóhanna Jónsdóttir, og Nikulás Már, sambýliskona Særún Erla Baldursdóttir. Þorvaldur fluttist ungur ásamt foreldrum sínum að Sleitustöðum og bjó þar ætíð síðan. Hann gekk í barnaskóla Óslandshlíðar í Hlíðarhúsi og síðar Iðnskólann á Sauðárkróki, þar sem hann lauk námi í bif- vélavirkjun. Síðan lá leið hans til Reykjavíkur þar sem hann starfaði í nokkur ár við fagið. Heim kominn rak hann Bif- reiðaverkstæðið á Sleitustöðum og einnig kenndi hann nokkur ár við Bændaskólann á Hólum. Hann hafði mikinn áhuga á fé- lagsmálum, var í Lions, söng með Hörpunni á Hofsósi og Karlakórnum Feyki, síðar Heimi, þar sem hann var formaður um árabil. Þorvaldur verður jarðsung- inn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 8. nóvember 2019, og hefst athöfnin klukkan 11. Foreldrar henn- ar voru Herdís Ólöf Jónsdóttir, f. 11. ágúst 1912, d. 1. sept. 1996, og Eiríkur Guð- mundsson, f. 28. júní 1908, d. 9. maí 1980. Börn Þorvaldar og Línu eru: 1) Eyrún Ósk, f. 26. maí 1956, gift Rúnari P. Björnssyni. Börn þeirra: Ingi Þór, kvæntur Fjólu Bjarnadóttur, þeirra börn Rak- el Heba, Sebastian Þór, Jóhann- es Rúnar og Inga Lea. Þórdís Ósk, í sambúð með Yngva Jósef Yngvasyni, sonur þeirra er Kristófer Rúnar. 2) Sigurður, f. 1. janúar 1959, d. 6. september 2009. 3) Edda Björk, f. 24. Í dag kveð ég Þorvald tengdaföður minn og á þeim tímamótum er gott að rifja upp genginn veg. Ég var svo lánsamur að kynnast Eyrúnu á unga aldri og fljótlega eftir það var Ingi Þór kominn í heiminn, og dótt- irin aðeins sextán ára, sem var að vísu ekkert einsdæmi á þeim árum. Aldrei reyndu Þorvaldur og Lína að stjórna lífi okkar, við fengum að spjara okkur sjálf. Þorvaldi féll aldrei verk úr hendi, hann var alltaf eitthvað að brasa. Endalaus verkefni á verkstæðinu og Sleitustaða- virkjunin þurfti mikið viðhald í gegnum árin. Honum óx ekkert í augum og þeir voru ófáir bíl- arnir, sem margir hefðu úr- skurðað ónýta, sem hann gerði eins og nýja. Þegar ég spurði hann hvernig gengi með hitt og þetta sem hann var að lagfæra var svarið oftar en ekki „það versta er búið“ þó svo að hann væri nýbyrjaður á verkinu. Mig langar að nefna eitt dæmi sem sneri að mér, en það var eftir eina af mörgum törn- um okkar við lagfæringu á Sleitustaðavirkjun að hann sagði við mig að hann og Nonni (Jón Sig.) ætluðu að koma með beltavél, jarðýtu og tvo vöru- bíla út í Tungu í Fljótum, þar sem við Eyrún erum með sumarbústað, og bera ofan í af- leggjarann, sem var hálfófær 2 km moldartroðningur. Ég taldi þetta fráleita hugmynd, en þeim frændum varð ekki hagg- að og mættu þeir með tækin og vorum við tvær langar helgar að bera ofan í slóðann sem var eins og „malbik“ á eftir. Svona var hjálpsemi þeirra frænda á Sleitustöðum. Félagsstörf áttu mikinn þátt í lífi Þorvaldar og Línu. Þau voru í Lions og sungu saman í Hörpu á Hofsósi og kirkjukór Hólahrepps. Einnig starfaði og söng Þorvaldur í Karlakórnum Heimi og var formaður kórsins í mörg ár. Með kórnum fór hann í margar ferðir bæði inn- an- og utanlands. Þau eru ófá handtökin sem við Þorvaldur höfum unnið saman í gegnum áratugina og lærði ég margt af honum, enda hann með eindæmum laghentur maður. Ef eitthvað þurfti að dytta að bílunum okkar Ey- rúnar var hann ávallt tilbúinn að aðstoða mig og ekki lá Siggi á liði sínu. Þorvaldur var ekki skaplaus maður og hafði fastmótaðar skoðanir á flestum málum eins og algengt er með framtaks- sama menn. Þrátt fyrir það bar aldrei skugga á okkar samband og er ég ákaflega þakklátur fyrir það. Alveg frá upphafi hefur verið mikill samgangur okkar á milli og oft gistu Ingi og Þórdís í sveitinni. Það er ómetanlegt að börn geti umgengist afa sína og ömmur, sérstaklega þegar þau hafa eitthvað uppbyggilegt að miðla til þeirra. Ég minnist Þorvaldar með hlýhug og er þakklátur fyrir einlæga vináttu. Rúnar. Elsku besti afi minn. Orð fá ekki lýst hversu vænt okkur þótti um þig og þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda. Það var alltaf gaman að koma í sveitina til ykkar ömmu, þrátt fyrir að þið Siggi væruð meira og minna á verkstæðinu eitthvað að brasa, jafnt virka daga sem um helgar. Amma sá um að hafa matinn og kaffið tilbúið þegar ykkur hentaði að koma, klukk- an stjórnaði ekki ykkar vinnu- tíma, það voru verkin. Oft undraðist ég þolinmæði ömmu, t.d. í eitt skiptið þegar við ætl- uðum að borða með ykkur kvöldmat og þið Siggi og Yngvi voruð ekki komnir í mat klukk- an að verða átta og þolinmæði mín var löngu þrotin, þá sagði amma: „Þórdís mín, við skulum bara koma inn í stofu og spjalla saman, þeir koma bráðum.“ Þeir eru ófáir bílarnir sem þú ert búinn að gera við í gegn- um árin og ekki var kastað til hendinni. Þú smíðaðir hús á jeppa, rútur og húsbíla, einnig nokkur hjólhýsi og er eitt þeirra enn í flottu standi eftir tæp fimmtíu ár. Einnig eru ófá dagsverk þín við Sleitustaða- virkjunina, sem þú komst á laggirnar ásamt félögum þínum og vinum þeim Ólafi Jóns og Jóni Sig. Þú hafðir mikinn áhuga á félagsmálum, starfaðir í Lions og Karlakórnum Heimi þar sem þú varst formaður um ára- bil. Þú hafðir mikinn metnað fyrir hönd kórsins og vildir koma honum í fremstu röð kóra á Íslandi. Það vantaði ekki stórhuginn; útgáfa á plötum og ferðir til útlanda með kórnum eru gott dæmi þar um. Þær eru ófáar utanlands- ferðirnar ykkar ömmu og minnir mig að þú hafir sagt að löndin sem þið hefðuð heimsótt væru á þriðja tuginn. Einnig ferðuðust þið mikið innanlands, þar sem þið voruð oft í góðra vina hópi. Það var og er gaman að skoða allar myndirnar sem þú varst svo duglegur að taka á ferðalögum ykkar ömmu. Þær ylja okkur um hjartarætur um ókomin ár. Þið amma voruð ákaflega samrýnd og aldrei varð ég vör við ósætti ykkar á milli. Það sem þurfti að gera, það gerðuð þið saman, jafnt í félags- málunum og á verkstæðinu, þar sem amma sá jafnvel um að ganga frá bílum að innan o.fl. Þú hafðir mikinn áhuga á hvernig okkur gengi og nú hin síðari ár hvernig barnabarna- börnin spjöruðu sig. Kristófer Rúnar var þér mjög hjartfólg- inn og þið áttuð margar góðar stundir saman sem gott er að minnast. Ég er ekki frá því að hann hafi smá verklagni frá þér. Okkur fjölskyldunni þótti óendanlega vænt um ykkur ömmu og reyndum við að sýna það í verki eins og við gátum og við þurfum ekki að hugsa eftir á að við hefðum átt að. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa verið hjá þér undir lokin ásamt Inga og Yngva. Nú ert þú kominn í Sumarlandið að dansa við fallegustu stelpuna á ballinu, eins og þú sagðir svo oft um ömmu. Elsku afi, þú knúsar Sigga og ömmu frá okkur. Þín er sárt saknað. Þórdís Ósk. „Kveð ég fagra fjörðinn Skaga.“ Fallinn er frá Þorvaldur G. Óskarsson frá Sleitustöðum í Skagafirði. Þorvaldur söng með Karlakórnum Heimi í þrjá ára- tugi og veitti kórnum forstöðu nánast allan þann tíma. Hann gekk til liðs við kórinn árið 1971, um það leyti sem kórarnir tveir í Skagafirði, Karlakórinn Feykir og Karlakórinn Heimir, sameinuðust formlega undir merkjum Heimis. Þorvaldur var valinn til formennsku stuttu síðar eða árið 1973 og gegndi þeim starfa óslitið næstu 27 ár- in af mikilli elju og trú- mennsku. Hann bar hag kórsins mjög fyrir brjósti og var vakinn og sofinn yfir velferð hans. Svo var um þau hjón bæði, Þorvald og Línu. Þær verða trúlega ekki taldar þær stundir sem þau hjón unnu kórnum þann tíma sem Þorvaldur léði honum krafta sína. Þorvaldur stóð í stafni á þeim tíma þegar kórsöngur al- mennt átti nokkuð undir högg að sækja. Hann var dugnaðar- forkur, ákveðinn og fylginn sér, fastur fyrir þar sem hann taldi þörf á. Þess nutum við Heimis- menn. Hann var einnig við stjórnvölinn á mesta uppgangs- tíma kórsins, um og upp úr 1990, og átti sinn þátt í vel- gengni hans, sem enn eimir eft- ir af. Fyrir rúmum tveimur árum hélt kórinn til vesturstrandar Kanada, í samstarfi við Vest- urfararsafnið á Hofsósi, afar vel heppnaða ferð. Þorvaldur átti þess kost að koma með okkur í þessa ferð og naut sín vel í gleði og söng, í félagsskap er hann þekkti svo vel. Þessar samverustundir voru Þorvaldi afar mikils virði og svo er um alla Heimisfélaga sem þátt tóku í þessari ferð. Við þökkum samfylgdina og vottum aðstandendum innileg- ustu samúð okkar. Fyrir hönd Heimisfélaga, Gísli Árnason. Horfinn er á braut góður vin- ur og félagi. Kynni okkar Þor- valdar eru búin að vera löng og góð, allt frá því ég var bóndi í Bæ á Höfðaströnd. Ég á honum líka mikið að þakka. Við Áróra, konan mín sáluga, ákváðum að hætta búskap á sínum tíma og flytja suður. Þorvaldur og Lína gátu ekki hugsað sér að missa okkur í burtu og buðu okkur bæði vinnu og húsnæði á Sleitu- stöðum. Ég hef alltaf sagt að það hafi verið mín guðs náð og gæfa. Ég vann hjá Þorvaldi í þrjú ár og var það góður og skemmtilegur tími. Alla tíð síð- an hef ég mátt koma með bílinn minn til að gera við ef ég hef þurft. Við ferðuðumst mikið saman og minnist ég sérstak- lega ferðar sem við hjónin fór- um saman á Strandirnar og síð- an um Vestfirðina. Svo allar ferðirnar sem við fórum saman með karlakórnum Heimi. Þor- valdur gekk mikið á eftir mér áður en ég lét eftir og hef ég aldrei séð eftir því, þetta var góður tími. Einnig má minnast skemmti- legra samverustunda í Mun- aðarnesi þegar Þorvaldur var meðal gesta í sjötugsafmæli mínu. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og flutti eftirminni- lega ræðu. Að endingu vil ég þakka Þor- valdi góð kynni og vináttu sem aldrei bar skugga á. Aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri vinur. Haukur Björnsson. Þorvaldur G. Óskarsson HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þín Eyrún. ✝ Halla KristjanaHallgrímsdótt- ir fæddist á Akur- eyri 1. maí 1925. Hún lést 28. októ- ber 2019 á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Foreldrar henn- ar voru Ragnheið- ur Maren Söebech kaupmaður, f. 10.3. 1894, d. 22.7. 1977, og Hallgrímur Þorvaldsson bif- reiðastjóri, f. 27.9. 1893, d. 8.12. 1925. Systur Höllu voru tvær; Sigríður Ingibjörg, f. 14.5. 1920, d. 15.1. 2008, og Karólína Frið- rika, f. 26.7. 1921, d. 23.1. 2013. Halla lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og BA-prófi í frönsku frá Háskóla Íslands. Hún giftist þann 11. október 1952 Óla Kr. Guðmundssyni lækni, f. 27. mars 1925, d. 13. ágúst 1995. Dætur þeirra eru Sigríður, f. 18.1. 1953, maki Calum Campbell, f. 14.10. 1943; Þóra Karó Mörk, f. 18.12. 1953; Ragn- heiður, f. 16.11. 1954; Guðný, f. 14.8. 1958, d. 20.3. 2018, eftirlifandi maki er Torsten Lindman, f. 1.6. 1956; Guðrún Edda, f. 5.8. 1960; Solveig Lilja, f. 26.4. 1962, maki Victor G. Cilia, f. 15.10. 1960; Ólöf Halla, f. 27.3. 1968, maki Pálmi Bernhardsson Linn, f. 15.5. 1972. Barnabörn Höllu eru 18 og barnabarnabörnin 14. Útförin fer fram frá Guðríð- arkirkju í dag, 8. nóvember 2019, klukkan 13. Kjarninn, akkerið, lífið. Nú hefur mamma kvatt, 94 ára að aldri. Mamma var kjarn- inn í fjölskyldunni sem hélt öllu gangandi. Það að koma heim úr skólanum og hún var ekki heima var erfitt því það var svo nauð- synlegt að tala við hana, fá ráð og hjálp eða bara spjalla um lífið og tilveruna. Heimilið virkaði tómt án hennar og nú upplifi ég tóm- leika. Þegar ég fór t.d. í fyrsta frönskutíma minn og kom í öng- um mínum heim settist mamma niður með mér og las í gegnum efnið með mér og útskýrði. Þá komst ég að því að hún kunni frönsku. Hún lumaði á alls kyns hæfi- leikum og var alltaf tilbúin að hjálpa. Og það var ekki bara franska sem hún hjálpaði með, hún var viskubrunnur þegar kom að íslenskri málfræði. Reyndar gat maður komið með hvað sem er og fengið hjálp. Hún var reglusöm og dugleg kona sem gaf mér svo mikið með mér inn í framtíðina. Það gilti það sama um heimilið og sum- arbústaðinn, mömmu tókst að gera allt svo yndislegt og hlýlegt. Ég lærði af henni mikilvægi þess að vera tilgengileg og hjálp- leg og hef nýtt það í uppeldi barnanna minna. Þau minnast vel allra fjölskyldusamkvæm- anna hjá ömmu með hlýju og gleði. Hún var ótrúlega spræk kona mestan partinn af lífinu og bjarg- aði sér sjálf. Svo fór ellin að segja til sín og hún fór 93 ára gömul inn á Elliheimilið Grund. Þar var hún mjög ánægð með allt og þakklát fyrir alla góðu hjálpina sem hún fékk. Ég kveð þig, elsku mamma mín, með söknuði og er svo þakk- lát fyrir að hafa notið þess að alast upp hjá þér. Ég elska þig. Guðrún Edda Óladóttir. Nú kveðjum við yndislega mömmu, ömmu og tengda- mömmu, Höllu Kristjönu Hall- grímsdóttur. Söknuðurinn er mikill en við erum þakklát fyrir tímann sem við áttum með henni og yljum okkur við dýrmætar minningar. Hún var stoð og stytta, dásamleg mamma með hlýjan faðm. Hún var skemmti- leg amma sem nennti að spila endalaust ólsen-ólsen og löngu- vitleysu og kenndi lítilli ömmu- skottu að leggja kapal af ein- stakri þolinmæði. Hún var hvetjandi og óspör á hrós. Samgladdist innilega þegar vel gekk, var stoð og stytta í erf- iðleikum. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Ólöf Halla, Dagbjört Lilja og Pálmi. Halla móðursystir hefur lokið þessari jarðvist eftir gifturíkt líf. Hún ólst upp á Akureyri, falleg- asta bæ landsins, við leik í Lysti- garði og Gróðrarstöð. Hún gaf hröfnum, sem að launum fylgdu henni upp „Menntaveginn“ svo- kallaða í skólann, en alla ævi var hún mikill göngugarpur. Ung veiktist hún af berklum og var á Kristneshæli í ár og leið þar vel að sögn. Hún hafði einkar fallega rithönd og talaði og ritaði gott mál. Hlakkaði hún til að læra ís- lensku í HÍ en leist ekki á blik- una þegar hún leit yfir salinn, þéttsetinn svartklæddum körl- um, hrökklaðist út og innritaði sig í ensku! Búandi á Gamla Garði, í fæði á Njálsgötu 72 og vinnandi sem blaðamaður í mið- bænum á Vikunni rann henni til rifja gróður- og trjáleysið á göngu sinni. En síðar var gróð- ursett umtalsvert í Grímsnesi og að Löndum. Á námsárum Óla leigðu þau kjallaraíbúð á Laugavegi 18 og deildu baðherbergi með annarri fjölskyldu, dæturnar þá orðnar þrjár. Við tóku flutningar til Dan- merkur og Svíþjóðar og ótal staða innanlands. Mamma vor- kenndi Höllu litlu við kolavélina á Ströndum en hún lærði fljótt á gripinn. Í gosinu bjuggu þau í Vest- mannaeyjum og dásömuðu flutn- ingamennina, fengu alla sína bú- slóð óskerta til lands, fyrir utan það sem brann í herbergi ferm- ingarbarnsins Guðnýjar, sem lát- in er langt fyrir aldur fram. Sama hvenær maður kom í heimsókn í Stigahlíðina var heimilið alltaf jafn tandurhreint og fínt og móttökurnar innilegar. Því kynntist ég á Blönduósi, þeg- ar ég hljóp undir bagga með þeim um tíma, hef aldrei þvegið eins mörg gólf eða straujað jafn stóra stafla af bleium og líni í ein- um rykk. Svo hneykslaður varð doktor- inn við beiðni um verkjatöflu sem aldrei var til á heimilinu, eins og hefði ég beðið hann að eitra fyrir mig! Upplestur á kvöldin úr skemmtilegum bókum eins og „Syndin er lævís og lipur“, á vís- um og frásögur af skrítnum körl- um bætti það upp við sokkastopp eða annað dútl. Langt genginn af Alzheimer mundi hann vísur úr uppvextinum, og lýsti í smáat- riðum skjaldkirtilssaum sem hann gekk svo snilldarlega frá að vart sást. Enginn rúllupylsu- saumur þar! Vikulegar samverustundir og ökuferðir undanfarin ár á söfn, málverkasýningar, í hressandi sjávarloftið í Gróttufjöru eða bara út í búð, skilja eftir góðar minningar um frænku mína. Við Ásgeir vottum yndislegum dætrum hennar og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Ólöf Þórey Haraldsdóttir. Halla Kristjana Hallgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.