Morgunblaðið - 08.11.2019, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
✝ Birgir ÍsleifurGunnarsson
fæddist í Reykjavík
19. júlí 1936. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 28.
október 2019.
Foreldrar hans
voru Gunnar Espól-
ín Benediktsson,
hrl. og forstjóri, og
Jórunn Ísleifsdóttir
ritari. Systir hans
er Lilja Jóhanna Gunnarsdóttir,
f. 1940.
Birgir giftist eiginkonu sinni,
Sonju Backman, 6. október
1956. Sonja lést 5. október sl.
Börn þeirra eru: 1) Björg Jóna,
námsstjóri hjá Listaháskóla Ís-
lands, f. 1957, gift Má Vilhjálms-
syni, rektor Menntaskólans við
Sund. Dætur Bjargar eru Sonja
Bjarnadóttir, f. 1982, og Ingi-
björg Jóhanna Bjarnadóttir, f.
1985. Dætur Más eru Vaka Más-
dóttir, f. 1983, og Harpa Más-
Björg Sóley Kolbeinsdóttir, f.
1997; Edda Lilja Viktorsdóttir,
f. 2004, og Katla Guðrún Vikt-
orsdóttir, f. 2009.
Barnabarnabörn Sonju og
Birgis eru alls sjö.
Birgir varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1955 og lauk lögfræðiprófi frá
Háskóla Íslands 1962. Birgir
varð héraðsdómslögmaður 1962
og hæstaréttarlögmaður 1967.
Hann tók virkan þátt í stjórn-
málum og var m.a. formaður
Vöku, Heimdallar, Stúdentaráðs
Háskóla Íslands og SUS. Birgir
sat í borgarstjórn frá árinu 1962
til 1982 og var borgarstjóri frá
1972 til 1978. Hann sat á Alþingi
frá 1979 til 1991 og var mennta-
málaráðherra frá 1987 til 1988.
Birgir var seðlabankastjóri frá
1991 til 2005. Hann sat um tíma í
stjórn Skógræktarfélags
Reykjavíkur og sóknarnefnd
Hallgrímskirkju. Hann var for-
seti Rótarý á Íslandi um nokkurt
skeið. Birgir var heiðraður með
ýmsum hætti fyrir störf sín og
hlaut m.a. stórriddarakross ís-
lensku fálkaorðunnar.
Útför hans fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 8. nóvember
2019, og hefst athöfnin kl. 15.
dóttir Fenger, f.
1988, gift Sigurði
Lúðvík Stefánssyni.
2) Gunnar Jóhann
lögmaður, f. 1960,
giftur Sveinbjörgu
Jónsdóttur, graf-
ískum hönnuði.
Börn Gunnars eru
Birgir Ísleifur
Gunnarsson, f.
1980, giftur Ernu
Bergmann; Unnur
Elísabet Gunnarsdóttir, f. 1984,
í sambúð með Þorgils Helga-
syni; Katrín Björk Gunnars-
dóttir, f. 1994, og Gunnar Freyr
Gunnarsson, f. 2002. Sonur
Sveinbjargar er Jón Þórarinn
Úlfsson Grönvold, f. 1993. 3)
Lilja Dögg Birgisdóttir, starfar
hjá Ási styrktarfélagi , f. 1970.
4) Ingunn Mjöll Birgisdóttir,
verkefnisstjóri hjá Menntasviði
Kópavogsbæjar, f. 1970, gift
Viktori Gunnari Edvardssyni,
söluráðgjafa hjá Sensa. Dætur:
Kær tengdamóðir mín er ný-
látin og nú kveð ég Birgi Ísleif,
tengdaföður minn og vin. Birgir
og Sonja fylgdust að í lífinu frá
því þau voru unglingar og þau
kvöddu lífið líka saman. Það var
lengi vitað að barátta Birgis við
sjúkdóminn væri töpuð. Hann tók
þeirri staðreynd með þeirri stó-
ísku ró sem einkenndi svo margt í
lífi hans.
Birgir var einstakur maður.
Hann var eldklár, minnugur, ein-
staklega vel lesinn og með djúpan
skilning á því sem skiptir máli í
lífinu. Í pólitískum skilningi var
hann íhaldsmaður en hann hugs-
aði oft út fyrir rammann eins og
listamönnum er tamt og kunni
sannarlega að meta það sem vel
var gert, óháð því hvaðan það
kom. Aldrei heyrði ég hann tala
illa um nokkurn mann. Það var
ekki hans stíll að fara í manninn
en málefnin var hann tilbúinn að
ræða og hann gat sannarlega
rætt margt. Þekking hans var
einstaklega víð og hann rak ekki í
vörðurnar. Hann gat, meðal ann-
ars, rætt um dægurmál, fótbolta
og dans, pólitík, skipulagsmál,
kvikmyndir og umhverfismál.
Hann var fjölfróður um mennta-
og menningarmál og hafði ástríðu
fyrir skógrækt, tónlist og bók-
menntum. Birgir var hinn mesti
lestrarhestur. Aldrei kom ég svo
á Fjölnisveginn að ekki væri opin
bók á borðinu og tónlistartímarit í
seilingarfjarlægð. Langoftast var
einhver dásemdartónlist á fónin-
um. Hann las eiginlega allt og
tónlistaráhuginn var langt í frá
einskorðaður við eina tegund tón-
listar þó svo að djassinn hafi átt
stærstan sess í hjarta hans. Hann
virtist nánast vita allt um tónlist-
ina og þá sem spiluðu hana. Hann
virtist líka muna allt sem hann las
og hvenær hann las það. Í því ljósi
er skondið að segja frá því að
hann tók þann sið upp 12 ára
gamall að skrifa niður allt sem
hann las og þeim sið hélt hann í
yfir 70 ár allt til dánardags. Hann
skráði samviskusamlega höfund
og heiti hverrar einustu bókar
sem hann las og hvenær lestrin-
um lauk. Á líknardeildinni las
hann sem aldrei fyrr og allt var
skráð. Ég hef stundum hugsað
um það til hvers hann væri að
skrá þetta því hann mundi hvort
sem er allt og gat auðveldlega
sagt frá innihaldi bóka sem hann
las fyrir áratugum. Þetta voru
tugir bóka á ári hverju og þar var
allt undir; fagurbókmenntir, ljóð,
ævisögur, sagnfræði og glæpa-
sögur. Þá las hann mikið magn
tímaritsgreina um hugðarefni sín
eins og um skógrækt, tónlist og
fleira og auðvitað var djassinn
þar fyrirferðarmikill.
Það var gaman, gefandi og gott
fyrir sálartetrið að vera með
Birgi og Sonju. Við Birgi var
hægt að ræða um lífið og til-
veruna, gleðina og sorgina, dauð-
ann, fótbolta, kvikmyndir, bók-
menntir og tónlist á svo eðlilegan
hátt. Birgir kvaddi sáttur við lífið,
veikindi sín og hið óumflýjanlega.
Hann vildi, þrátt fyrir lífsorkuna,
fara í sitt síðasta ferðalag því lífið
án Sonju var honum nær óhugs-
andi. Ég græt Birgi Ísleif sem
hafði svo mikið að gefa. Sorginni
sem fylgir því að kveðja fylgir
líka gleði yfir því að vita að enda-
lokin voru eins og hann vildi hafa
þau. Þau Sonja studdu hvort ann-
að, gáfu fjölskyldunni allt og
fylgdust að allt á leiðarenda.
Már Vilhjálmsson.
Í dag kveð ég tengdaföður
minn Birgi Ísleif Gunnarsson.
Það er í raun ótrúlegt að ég sé að
skrifa þessi orð um hann núna
þegar ekki eru liðnar nema þrjár
vikur síðan við kvöddum Sonju
Backman, eiginkonu Birgis og
tengdamóður mína. Ég kynntist
Birgi og Sonju fyrst fyrir hart-
nær 20 árum þegar yngsta dóttir
þeirra kynnti þau fyrir tilvonandi
tengdasyni í heimsókn á Fjölnis-
veginn. Þar var mér svo sannar-
lega tekið opnum örmum og boð-
inn velkominn í fjölskylduna.
Margt kemur upp í hugann
þegar farið er yfir þennan tíma
sem er liðinn frá fyrstu kynnum.
Óteljandi matarboð á Fjölnisveg-
inum, heimsóknir í sumarbústað-
inn á Þingvöllum ásamt ferðalög-
unum til útlanda. Þar minnist ég
Danmerkurferðarinnar okkar ár-
ið 2005 þegar Birgir var að klára
starfsferilinn sinn og við það að
setjast í helgan stein. Áttum við
þar frábærar tvær vikur í sumar-
húsi í Gilleleje. Einnig verð ég að
minnast á 80 ára afmælisferðina
til Ítalíu 2016 þar sem öll fjöl-
skyldan átti ógleymanlegan tíma
saman.
Eftir að þau hjón hættu að
vinna eignuðust þau sitt annað
heimili í Dunedin í Flórída sem
þau voru dugleg að dvelja í yfir
hörðustu vetrarmánuðina á Ís-
landi. Oftar en ekki fékk ég að
skutla þeim út á flugvöll og sækja
þau síðan aftur nokkrum vikum
síðar. Þetta voru sannkallaðar
gæðastundir fyrir mig með Sonju
og Birgi.
Birgir var mikill lestrarhestur
og nánast alæta á bókmenntir.
Hann hafði alltaf mikið dálæti á
reyfurum bæði íslenskum og er-
lendum sem ég naut góðs af og
það verður undarlegt að geta ekki
farið lengur í heimsókn á Fjöln-
isveginn og fengið spennandi bók
að láni.
Birgir var einnig mikill áhuga-
maður um enska knattspyrnu og
hélt þar með Arsenal og þar sem
ég studdi Liverpool var alltaf
mikil spenna að horfa á leiki þess-
ara liða með Birgi á Fjölnisveg-
inum. Ég held þó að á endanum
hafi hann alltaf stutt við bakið á
mínum mönnum í Liverpool þeg-
ar þeir voru ekki að etja kappi við
Arsenal.
Birgir var alltaf höfðingi heim
að sækja, skemmtilegur sögu-
maður og fyrst og fremst fjöl-
skyldumaður sem undi sér best
með Sonju, Lilju Dögg og okkur
hinum.
Ég er þakklátur fyrir þann
tíma sem ég fékk með þeim hjón-
um. Hvíl í friði.
Viktor Gunnar Edvardsson.
Við Fjölnisveg 15 geng ég inn
um hvítt látlaust hlið. Við mér
blasir einn fegursti garður í
Reykjavík, en krónan í garðinum
er ægifagur hlynur sem staðið
hefur undir steinveggnum í rúm
áttatíu ár.
Ég er að heimsækja tengda-
foreldra mína sem búið hafa alla
sína hjúskapartíð á æskuheimili
Birgis Ísleifs.
Birgir Ísleifur er enginn venju-
legur maður. Af látleysi og hóf-
semi en jafnframt festu hefur
hann stigið frá því að vera lítill
drengur í blómum prýddum
garði, með lítinn hlyn sem er að
vaxa, yfir í það að stýra borginni
með framsýni og metnaði. Borgin
skiptir hann máli. Fólkið í borg-
inni skiptir hann máli. Að hlut-
irnir séu í lagi skiptir hann máli.
Stofninn í lífi Birgis er þó fyrst
og fremst fjölskyldan. Sonja og
börnin. Afkomendur sem eru svo
ríkir að geta tileinkað sér og
þroskað með sér viðhorf Birgis,
viðmót og lífsgildi. Hann miðlar
af visku og víðsýni þannig að aldr-
ei er á neinn hallað. Hann ræktar
garðinn sinn þannig að hver ein-
asta jurt fær notið þess besta.
Það er okkar fjársjóður.
Nú hallar hausti og hlynurinn
hefur fellt laufin. Að vetri loknum
með hækkandi sól mun gróðurinn
dafna á ný og hlynurinn skarta
sínu fegursta. Sár söknuður mun
breytast í ljúfar minningar, þakk-
læti og andlegan auð. Saman
ganga þau heiðurshjónin Sonja
og Birgir hönd í hönd, niður trjá-
göngin á Fjölnisvegi 15 og halla
hvíta hliðinu á eftir sér. Það ómar
djass í fjarska. Að baki þeim
stendur einn fegursti garður í
Reykjavík.
Elsku Birgir Ísleifur og Sonja
– takk fyrir allt.
Ykkar tengdadóttir,
Sveinbjörg.
Elsku afi. Á síðustu stundum
þínum rifjuðum ég og þú saman
upp gamlar minningar. Þú mund-
ir svo skýrt eftir þeim tíma þegar
ég var lítil. Þér fannst einstaklega
gaman að segja frá því þegar ég
brá mér í hlutverk eiganda kaffi-
húss í stofunni ykkar á Fjölnis-
veginum. „Kaffihús Bjargar
Backman“. Þú hafðir alltaf tíma
fyrir mig og mín uppátæki. Til
dæmis þegar ég var tíu ára skotta
hjálpaði ég ykkur við ýmis verk í
sumarbústaðnum. Í kjölfarið setti
ég á fót „Hjálparhönd Bjargar
Backman“ og bauð upp á ýmiss
konar þjónustu, til dæmis upp-
vask og tiltekt. Eitt skiptið hjálp-
aði ég þér að taka til í geymslunni
undir bústaðnum. Þú vildir að
sjálfsögðu borga fyrir vinnuna
enda strangheiðarlegur maður.
Þú réttir mér pening og ég hristi
hausinn og sagði við þig: „Ég
mun taka hærra gjald fyrir svona
hreinsun, afi minn.“ Þú varst allt-
af með bros á vör þegar þú sagðir
þessa sögu.
Brosið þitt var einkennandi
fyrir þig afi minn og þú varst
ótrúlegur sögumaður.
Þú varst alltaf jákvæður þótt
aðstæður væru erfiðar eins og
síðustu mánuðina í þínu lífi. Alveg
fram á síðustu stundu hélstu í
húmorinn og varst ánægður með
litlu hlutina, eins og þegar ég kom
með uppáhaldsbakkelsið þitt, cro-
issant eða vínarbrauð. Jú, eða
nýja bók fyrir þig til að lesa, því
fljótur varstu með þær. Þú varst
kletturinn hennar ömmu í gegn-
um veikindi hennar eins og amma
var kletturinn þinn í þínum. Sam-
band ykkar var einstaklega fal-
legt. Þið verðið ávallt mínar fyr-
irmyndir og ég er stolt af því að
hafa fengið að vera barnabarn
þitt.
Hvíldu í friði elsku afi minn og
ég bið að heilsa ömmu.
Afi minn er sætur og fínn,
alltaf í sumarbústað.
Kemur heim í hádeginu
og fær sér örlitla síld.
Afi minn les margar bækur,
því það er mikil hvíld.
Enda alltaf hress og sprækur.
(Björg Sóley, 19. júlí 2006)
Björg Sóley Kolbeinsdóttir.
Afi Birgir er látinn. Tilfinning-
in er sár og furðuleg. Margar af
mínum fyrstu og fallegustu minn-
ingum eru af Fjölnisveginum,
heimili afa og ömmu, þar sem ég
var svo oft sem strákur. Ég sat á
teppinu í stofunni og hlustaði dol-
fallinn á afa spila djass á píanóið.
Ákvað svo með tímanum að þetta
yrði ég að kunna sjálfur líka. Ætli
megi ekki segja að þessi flotta
spilamennska afa á píanóið sé
mikill örlagavaldur í þessari fjöl-
skyldu minni. Það er jú spila-
mennskunni að þakka að amma
sá afa fyrst og heillaðist af hon-
um. Ekki veit ég hvað flaug í
gegnum huga hennar á leið sinni
á ballið í Framheimilinu þetta
kvöld. En varla vissi hún að fram-
tíðareiginmaður hennar léki fyrir
dansi. Amma á auðvitað sinn þátt
í þessu líka. Það var hún sem
gekk upp á sviðið í miðju lagi og
settist á píanóbekkinn við hlið
afa. Nokkrum árum síðar voru
þau gift. Eitt er ljóst að ég væri
ekki sjálfur hér í dag ef afi hefði
slegið margar feilnótur þetta
kvöld. En svona fannst mér afi
vera. Hann sló fáar feilnótur fyrir
mér og við sáum hvor annan alltaf
í fallegu ljósi. Eftir því sem árin
liðu varð samband okkar nánara
og samverustundirnar fleiri. Við
fórum til að mynda alltaf reglu-
lega í sérstakar ferðir í bæinn þar
sem við keyptum hvor sína plöt-
una, helst á vínil, og fórum svo
heim á Fjölnisveginn að hlusta og
pæla. Afi hafði óbilandi áhuga og
mikla þekkingu á sinni uppá-
haldstónlist. Ætli hann sé ekki
einn mesti djassgeggjari sem
fæðst hefur á þessu landi. Ég trúi
því. Þessi tónlistaráhugi leiddi
okkur alltaf saman í lífinu og það
er erfitt að þurfa að sætta sig við
að þessar samverustundir verði
ekki fleiri. Þegar við fjölskyldan
sátum í kringum afa á líknar-
deildinni daginn sem hann lést
setti ég djass á fóninn. Oscar Pet-
erson, Erroll Garner og Dave
Brubeck hljómuðu í græjunum og
okkur þótti þetta öllum svo sjálf-
sagt og rétt. Auðvitað varð afi að
fá að heyra almennilega tónlist
þessi síðustu andartök. Það kom
ekki annað til greina. En nú er
þessu lokið. Það er ekkert hægt
að gera annað en að ylja sér við
minningarnar sem lifa um afa og
ömmu og reyna að sjá þau fyrir
sér í huganum. Það er fallegt að
ímynda sér að nú séu þau sam-
einuð á ný. Að einhvers staðar
sitji þau, hlið við hlið, á píanó-
bekk. Að amma halli höfðinu á
öxlina á afa. Að afi spili áfram
djass.
Birgir Ísleifur.
Nú á haustdögum kvöddum við
systkinin Birgi Ísleif móðurbróð-
ur okkar, aðeins þremur vikum
eftir að eiginkona hans Sonja féll
frá. Við urðum þess láns aðnjót-
andi að alast upp í sannkölluðu
fjölskylduhúsi, þar sem amma
okkar Jórunn bjó á efstu hæðinni,
Birgir og Sonja á miðhæðinni og
okkar fjölskylda á neðstu hæð-
inni. Samgangurinn var mikill á
árum áður og við systkinin tíðir
gestir á heimili þeirra hjóna.
Það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar við minnumst
frænda okkar er án efa tónlistin.
Hann var afskaplega músíkalsk-
ur maður, mikill áhugamaður um
djass og spilaði sjálfur listilega
vel á píanó, og naut sín þar vel.
Ósjaldan bárust því ljúfir tónar
niður til okkar sem fylltu húsið
lífi. Á þeim árum þegar fjölskyld-
urnar héldu jólin saman fengum
við að njóta góðs af spilamennsk-
unni þegar Birgir settist við pí-
anóið og spilaði jólalög. Eitt árið
gerði hann sér líka lítið fyrir og
klæddi sig upp sem jólasvein.
Þetta vakti auðvitað mikla kátínu
hjá yngstu kynslóðinni sem vissi
ekki fyrr en mörgum árum seinna
hver hinn raunverulegi sveinki
hafði verið. Svona mann hafði
Birgir að geyma, hann var hjarta-
hlýr og hafði húmor fyrir lífinu.
Heilsteyptur maður, sem gott var
að hafa nærri sér, og skapaði
fjölda góðra minninga.
Það var fallegt að sjá ástina og
virðinguna á milli þeirra hjóna
blómstra fram á síðasta dag. Okk-
ur er mjög minnisstæð ræða sem
Birgir hélt eiginkonu sinni á
áttræðisafmæli hennar í fyrra.
Þar fór hann yfir upphaf þeirra
kynna og talaði svo fögrum orð-
um til konu sinnar að varla var
þurr vangi í salnum. Birgir var af-
ar góður ræðumaður og mælskur,
ígrundaði orð sín vel og talaði
alltaf af mikilli ró og staðfestu.
Birgir tókst á við veikindi sín
og fráfall eiginkonu sinnar af
aðdáunarverðu æðruleysi. Hann
var jafn yfirvegaður og endranær
með húmorinn að vopni allt fram
á síðasta dag. Hann hræddist
ekki dauðann en talaði um líf sitt
og fjölskyldu af mikilli hlýju og
var sáttur við æviverkin. Það er
skammt högganna á milli hjá fjöl-
skyldunni og biðjum við Guð að
blessa Björgu Jónu, Gunnar Jó-
hann, Ingunni Mjöll, Lilju Dögg
og fjölskyldur þeirra á þessum
erfiðu tímum.
Stefán, Jórunn Sjöfn
og Halla Sif.
Ég naut þeirrar gæfu að eiga
langa samleið með Birgi Ísleifi
Gunnarssyni á lífsgöngu minni.
Við áttum samleið í stjórnmálun-
um, en Birgir átti sæti í borgar-
stjórn í 20 ár og var borgarstjóri í
sex ár og þingmaður í 12 ár. Birg-
ir hafði mjög sterka réttlætis-
kennd og vék sér ekki undan að
standa með og berjast fyrir því
sem réttlætiskennd hans bauð að
væri rétt. Það á við hann, sem
írski stjórnmálamaðurinn og lög-
fræðingurinn Daniel O’Connell
sagði á sínum tíma: „Ekkert er
pólitískt rétt ef það er siðferði-
lega rangt.“ Þetta hafði Birgir
sem leiðarvísi í allri sinni póli-
tísku göngu. Hann tileinkaði sér
góða þekkingu á þeim málum sem
hann vann að og fylgdi eftir af
rökhyggju og réttsýni. Hann til-
einkaði sér háttvísi í framkomu
og vinsemd í samskiptum.
Ég minnist þess þegar ég tók
sæti í fyrsta sinn í borgarráði eft-
ir borgarstjórnarkosningarnar
1974, þegar Birgir, sem þá var
borgarstjóri, bauð mig velkominn
og lýsti fyrir mér verksviði borg-
arráðs. Í borgarstjórnartíð Birgis
var lögð áhersla á framkvæmdir
sem snerust um umhverfi og úti-
vist og fékk heitið „græna bylt-
ingin“. Meiri áhersla var lögð á
gróður og græn svæði en áður.
Nú horfa menn hins vegar á það
að ráðist er á grænu svæðin, sem
sett hafa svo góðan svip á um-
hverfið víða í borginni og borg-
arbúar hafa notið, eru eydd og
þau nú látin víkja fyrir steyp-
umassa og eru kirkjugarðar ekki
einu sinni undanskildir.
Birgir var tónlistarunnandi og
spilaði á píanó. Stundum gerðist
það þegar hann tók á móti gest-
um í Höfða, þegar hann var borg-
arstjóri, að hann settist við píanó-
ið þegar gestir höfðu lokið við
góða máltíð og spilaði nokkur lög
og höfðu gestir, sem oft voru er-
lendir, gaman af að hlýða á vin-
sæla tónlist sem borgarstjórinn
framkallaði.
Ég og kona mín, sem nú er lát-
in, bundumst sterkum vináttu-
böndum við Birgi og elskulega
konu hans Sonju, sem er nýlátin,
þegar við Birgir unnum saman í
borgarstjórn fyrir um 40 árum.
Ég er mjög þakklátur fyrir sam-
fylgdina, sem ég og kona mín átt-
um með þessum góðu hjónum öll
þessi ár, sem aldrei bar skugga á.
Ég tel það gæfu bróðurdóttur
minnar, Sveinbjargar Jónsdótt-
ur, að hafa eignast fyrir eigin-
mann Gunnar son þessara góðu
hjóna.
Ég sendi börnum þeirra og öll-
um aðstandendum einlægar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
þessara góðu hjóna.
Magnús L. Sveinsson.
Birgir Ísleifur Gunnarsson
gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk-
inn nýbyrjaður í Menntaskólan-
um í Reykjavík um miðbik liðinn-
ar aldar. Stjórnmálaáhuginn
lifnaði þó ekki síður þegar hann
hóf laganám við Háskóla Íslands
og þátttöku í stúdentapólitíkinni.
Hann varð formaður Heimdallar
1959 og stýrði félaginu af mynd-
ugleik til 1962, en þá var hann,
bráðungur 25 ára maðurinn, fyrst
kjörinn í borgarstjórn Reykjavík-
ur. Fimm árum síðar var hann
kjörinn formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Birgir Ísleifur sat í borgar-
stjórn Reykjavíkur um 20 ára
skeið, frá 1962 til 1982, en hann
varð 9. borgarstjóri Reykjavíkur
árið 1972 þegar Geir heitinn Hall-
grímsson hvarf þaðan yfir á Al-
þingi. Árið 1974 leiddi Birgir Ís-
leifur svo sjálfstæðismenn í
Reykjavík til mesta kosningasig-
urs flokksins í borginni, þegar
flokkurinn hlaut 57,9% atkvæða.
Birgir Ísleifur naut mikilla vin-
sælda í borgarstjórastóli. Hann
tók við embættinu 36 ára gamall
og þótti hafa til að bera dug, þor
og glæsileika í jöfnum mæli við
fumleysi, öryggi og farsæld, allt
það sem góðan borgarstjóra má
prýða.
Í hinum ágæta borgarbrag
Austurstræti eftir Ladda er
sungið um mannlífið í miðborg-
inni. Í lokin spyr aldurhniginn
sögumaðurinn, dolfallinn yfir
Birgir Ísleifur
Gunnarsson
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.