Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
✝ Sigrún Sturlu-dóttir fæddist
á Suðureyri við
Súgandafjörð 18.
apríl 1929. Hún
lést 1. nóvember
2019. Sigrún var
dóttir hjónanna
Kristeyjar Hall-
björnsdóttur hús-
móður og Sturlu
Jónssonar oddvita
og hreppstjóra á
Suðureyri við Súgandafjörð.
Systkini Sigrúnar eru Eva, Krist-
ín, Jón og Eðvarð. Sigrún giftist
1949 Þórhalli Halldórssyni verk-
stjóra og sveitarstjóra, f. 21.
október 1918, d. 23. apríl 2015.
Foreldrar hans voru Steinunn
Jónsdóttir húsmóðir og Halldór
Jónsson bóndi á Arngerðareyri
við Ísafjörð.
Dætir Sigrúnar og Þórhalls
eru: 1) Inga Lára, f. 1949, maki
Elvar Bæringsson, f. 1948. Börn
a) Sigrún Arna, maki: Stein-
grímur Þorgeirsson, þau eiga
fjögur börn. b) Þóra Björk, maki:
Bjarki Jónsson, þau eiga tvö
börn. c) Hrafnhildur Ýr, maki:
Sigurður Ólafsson, þau eiga eitt
barn. 2) Sóley Halla, f. 1953, maki
Kristján Pálsson, f. 1944. Börn a)
Kristín Sif, maki: Ólafur Rafns-
son, þau eiga þrjú börn. 2) Bryn-
dís, f. 1949, maki Vilbergur Stef-
ánsson, f. 1948. Börn hennar og
Bergþórs Hávarðarsonar eru a)
Ragnheiður Bergdís, maki: Þór-
arinn Jakobsson, þau eiga tvö
börn. b) Páll Björgvin, maki: Re-
beca Aquado Primo, þau eiga
eitt barn. c) Kjartan Hávarður,
maki: Svanhvít Ingibergsdóttir.
Sigrún stundaði nám við Hér-
aðsskólann á Núpi og við Hús-
mæðraskólann Ósk á Ísafirði.
Sigrún og Þórhallur kynntust á
Suðureyri og hófu þar búskap. Á
Suðureyri var Sigrún mjög virk í
félagsmálum. Hún var í stjórn
kvenfélagsins Ársólar og hélt
uppi öflugu starfi í barnastúk-
unni. Eftir að þau hjón fluttu til
Reykjavíkur vann hún ýmis störf
og síðustu starfsárin var hún
kirkjuvörður við Bústaðakirkju.
Sigrún var m.a. í stjórn Kven-
félagasambands Íslands, var í
orlofsnefnd húsmæðra í Reykja-
vík og sá um orlofsdvöl þeirra í
mörg ár og tók þátt í starfi
IOGT. Hún var virk í starfi
Framsóknarflokksins.
Sigrún hlaut fjölda viður-
kenninga fyrir störf sín að fé-
lagsmálum og árið 2006 var hún
sæmd heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir störf að
félagsmálum.
Sigrún verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju í dag, 8. nóv-
ember 2019, og hefst athöfnin
klukkan 11.
Hallgerður Lind,
maki: Magnús Þór-
arinsson, þau eiga
þrjú börn. b) Sigrún,
maki: Guðmundur
Sigmundsson, þau
eiga þrjá syni. Börn
Kristjáns og Að-
alheiðar Jóhann-
esdóttur eru a) Arn-
dís, á tvo syni, maki:
Ingólfur Ásgeirs-
son. b) Ólöf, á tvær
dætur, maki: Dave Meadows. 3)
Auður, f. 1958, maki Siggeir Sig-
geirsson, f. 1959. Börn a) Sigríð-
ur Rún, maki: Hlynur Gylfason,
þau eiga þrjá syni. b) Þórhallur.
c) Vilhjálmur, maki: Edda Sif
Pálsdóttir. 4) Steinunn, f. 1966,
maki Einar Þór Einarsson, f.
1962, d. 2014. Börn a) Steinar
Þór. b) Fannar Þór. Barn Einars
Þórs og Stellu Hafsteinsdóttur a)
Ágústa Ósk, maki: Einar Jóns-
son, þau eiga þrjú börn. Dætur
Þórhalls og Ásthildar Pálsdóttur
eru: 1) Björg, f. 1949, maki
Gunnbjörn Ólafsson, f. 1938.
Barn a) Drífa, maki: Guðjón Þor-
steinsson, þau eiga eitt barn.
Börn Bjargar og Gunnars Garð-
arssonar a) Ásgeir, maki: María
Jensdóttir, þau eiga þrjú börn. b)
Þegar ég hugsa um Rúnu
tengdamömmu mína á þessari
kveðjustund dettur mér Súg-
andafjörður fyrst í hug. Rúna
elskaði að tala um fjörðinn sinn
fyrir vestan, „það er svartalogn
núna“, sagði hún gjarnan þegar
við horfðum yfir spegilsléttan
fjörðinn hennar úr „Afahúsi“ í
Selárdal. Við áttum margar ferð-
irnar vestur til að dytta að „Afa-
húsi“ og njóta fegurðarinnar svo
ég tali ekki um berjatínsluna en
hvergi eru aðalbláberin stærri og
betri en í Selárdal í Súgandafirði.
Við fórum stundum gangandi upp
í dalinn og þá vildi Rúna fá mynd
af sér með tröllskessunni, „við er-
um vinir“ sagði hún brosandi.
Rúna var alin upp á miklu
rausnarheimili í Súgandafirði
sem var í raun hjarta sveitarfé-
lagsins í embættistíð föður henn-
ar, Sturlu Jónssonar, sem var
bæði oddviti og hreppstóri Suð-
ureyrarhrepps um áratugaskeið
auk þess sem hann var með eigin
útveg. Rúna var því alin upp í
hringiðu sveitarstjórnarmálanna
og var heimili þeirra mjög gest-
kvæmt og fólk að koma daginn út
og inn í hinum ýmsu erindagjörð-
um.
Vegna veikinda móður sinnar
þurfti Rúna að taka mikinn þátt í
heimilisstörfunum en hún fór í
Húsmæðraskólann á Ísafirði 17
ára gömul. Rúna var lagin í sam-
skiptum við fólk og vildi leysa
hvers manns vanda, það var því
sóst eftir hennar starfskröftum í
mörgum félagasamtökum sem
döfnuðu vel undir hennar stjórn.
Þegar Rúna flutti með fjöl-
skylduna til Reykjavíkur varð
hún ein af forystukonunum í
Kvenfélagasambandi Ísland,
Stórstúku Íslands og hjá Fram-
sóknarflokknum í Reykjavík. Það
lá því alltaf beint við að mér
fannst að hún gæfi kost á sér til
forustu í stjórnmálum enda mjög
áhugasöm og vinnusöm Fram-
sóknarkona. Það átti þó ekki fyrir
henni að liggja þó svo hún skipaði
sæti á listum flokksins bæði til
borgarstjórnar Reykjavíkur og
til Alþingis.
Hún vildi frekar vinna að gras-
rótarstarfi flokksins og stofnaði
m.a. Framsóknarkvenfélög og
hjálpaði frambjóðendum flokks-
ins á alla lund. Hún var ein af
þeim sem bökuðu kökur fyrir
flokkinn „sinn“ og þegar það var
hringt þá spurði hún? „Hvað
margar? Er það nóg?“ Já, hún
bakaði ófáar kökurnar fyrir
Framsókn.
Þegar sýnt var frá fundum
flokksins þá kom ævinlega bros-
andi andlit Rúnu á skjáinn. Ég öf-
undaði Framsóknarflokkinn af
því að eiga svona öfluga konu í
sínum röðum. Rúna var ötul í
störfum sínum fyrir kirkjuna og
stjórnaði tómstundastarfi aldr-
aðra. Fyrir störf sín var Rúna
sæmd margskonar viðurkenning-
um, m.a. hinni íslensku fálkaorðu.
Rúna var ágætlega minnug og
átti auðvelt með að rifja upp lífið í
Súganda á árum áður en hennar
sterkustu minningar voru tengd-
ar átthögunum. Var hún ávallt
trúr og tryggur Súgfirðingur og
formaður Súgfirðingafélagsins í
Reykjavík um tíma og heiðurs-
félagi þess. Rúna hafði yndi af því
að prjóna á barnabörnin sín og
eiga þau ófáa vettlingana, peysur
og húfur sem hún prjónaði lista-
vel.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Rúnu fyrir hennar miklu og góðu
áhrif sem hún hafði á allt mitt líf
og fjölskyldu minnar. Guð blessi
minningu Sigrúnar Sturludóttur
frá Súgandafirði.
Kristján Pálsson.
Elsku amma.
Þegar ég var 22 ára gömul
flutti ég til Reykjavíkur og byrj-
aði að búa með Bjarka í bílskúr
við Ægisíðuna. Við áttum ekki
lúxusgræju eins og þvottavél og
því kom ég a.m.k. aðra hverja
viku, í nokkur ár, í Espigerðið til
þess að þvo þvottinn. Síðan komu
Ísabella Sól og Jökull Máni í
heiminn og ég reyndi að halda því
að heimsækja ykkur afa reglu-
lega og alltaf voru krakkarnir
glaðir og ánægðir að fara í heim-
sókn til ömmu og afa-lang. Síðan
afi dó þá fannst mér þú allt í einu
vera orðin eitthvað svo gömul og
þreytt, en það var eitthvað sem
mér fannst ekki áður. Kannski
var það afi sem hafði þessi yng-
ingaráhrif á þig, en hann var 11
árum eldri en þú, eða að þú varst
að vinna með eldri borgurum í
Bústaðakirkju og þá talaðir þú
um að fara og vera með gamla
fólkinu, eins og þú værir ekki ein
af því, þó þetta væru oft á tíðum
jafnaldrar þínir.
Þú varst bara ein af þessum
hörkuduglegu konum sem verða
eiginlega aldrei veikar og þegar
þú varðst 90 ára þá sagðist þú
aldrei hafa aldrei átt von á því að
verða níræð því enginn í þinni
sveit varð svo gamall þegar þú
varst ung. Ég mun sakna þess að
sitja með þér og spjalla um lífið
og tilveruna eða hlusta á þig tala
um hvernig lífið var hjá þér í
gamla daga en ég veit að þú varst
orðin þreytt og lúin og í stað þess
að halda lífinu áfram eins og það
var síðustu vikurnar þá er gott að
vita að þú hafir fengið að fara á
vit feðra þinna og ég veit að afi
mun taka vel á móti þér.
Elsku besta amma mín, takk
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig. Ég segi svo við þig eins og
afi sagði alltaf við mig, að þú
varst bæði einstök og sérstök og
þú munt alltaf skipa stóran sess í
hjarta mínu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku amma.
Þín
Þóra Björk.
Elsku amma, stundum verða
manns eigin orð svo fátækleg,
fann þetta ljóð sem lýsir svo vel
hvernig mér líður og hvernig ég
minnist þín.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Elsku besta amma, takk fyrir
allt. Fyrir faðmlög, kossa og kær-
leikann sem þú alltaf sýndir og
takk fyrir að þú baðst alltaf Guð
að geyma mig og svo seinna meir
okkur fjölskylduna. Ég er svo
þakklát fyrir að ég og Svanhildur
gátum kvatt þig með kossum og
faðmlögum, og að ég bað Guð um
að geyma þig.
Þín
Hrafnhildur.
Elsku amma mín.
Nú er komið að kveðjustund.
Takk fyrir dýrmætar sam-
verustundir og lærdómsríkar.
Við áttum margar ógleyman-
legar stundir með handavinnuna
okkar – hvort sem það var út-
saumur, hekl eða prjónarnir. Þú
alltaf svo natin við að hjálpa mér
og kenna.
Dásamlegar og notalegar
stundir hjá ykkur afa í Espigerð-
inu ylja manni á þessum erfiðu
tímamótum. Heimsóknirnar til
þín í Bústaðakirkju og sumarbú-
staðaferðir vestur í Afahús eða
Galtalæk.
Sofðu nú blundinn væra,
blessuð sé sálin þín hrein.
Minningin, milda og tæra,
merluð, minning í stein.
Man ég þig ástkæra meyja,
meðan að ég lifi hér.
Minning sem aldrei skal deyja
samverustundin með þér.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Fyrir hönd litlu drengjanna
minna – sem nú eignast einn
verndarengil til viðbótar, vernd-
arstjörnu sem skín skærast á
himnum og fylgir þeim allt,
þakka ég þér hlýhug til þeirra á
þeim stutta tíma sem þið fenguð
saman.
Það er notalegt að hugsa til
þess að nú sért þú á ný með elsku
besta afa – hann hefur tekið á
móti þér með ylvolga jólaköku og
ástarpunga.
Takk fyrir allt – þín verður
sárt saknað, elsku amma mín.
Þín yngsta dótturdóttir,
Sigríður Rún
Siggeirsdóttir.
Elsku amma Rúna er nú fallin
frá. Minningarnar sem koma upp
í hugann þegar við hugsum um
ömmu eru opinn faðmur og stórt
bros. Á heimili hennar og afa
Þórhalls vorum við ávallt vel-
komnar og var okkur fagnað vel
og innilega. Amma var einstak-
lega hjartahlý og hugsaði vel um
okkur. Við vorum ekki fyrr
komnar inn um dyrnar á heimili
þeirra en búið var að bjóða okkur
upp á hinar ýmsu kræsingar.
Amma var virkilega áhugasöm
um okkar hagi og var mikið í mun
að okkur og líka langömmubörn-
unum liði vel hjá henni.
Barnabarnabörnin vildu líka
alltaf koma til þeirra, en á heimili
langömmu og langafa máttu þau
gera það sem þau vildu. Þau
máttu leika sér í sjúkrarúminu
hans afa og ýta því upp og niður,
fá sér ótakmarkað af nammi og
kökum og leika sér með allt fí-
neríið sem amma átti.
Í gegnum tíðina varr amma
dugleg að gera ýmsa hluti fyrir
barnabörnin og langömmubörnin
eins og jólasokka, peysur, út-
saumaða púða og ótal pör af vett-
lingum og sokkum. Aldrei fór
maður tómhentur út frá ömmu
Rúnu.
Amma passaði vel upp á alla í
kringum sig og var einstaklega
gjafmild á afmælum og jólum
enda voru bestu jólagjafirnar frá
langömmu Rúnu þar sem hún var
oft búin að pakka mörgum litlum
hlutum inn svo það voru margar
litlar gjafir að opna sem krakk-
arnir elskuðu.
Hjálpsemi einkenndi ömmu
alla tíð, bæði gagnvart okkur fjöl-
skyldunni sem og öðrum í gegn-
um hjálparstarf og ýmsar nefndir
sem hún sat í. Ef við nefndum það
að okkur vantaði sumarvinnu
sem unglingar þá greip hún það á
lofti og var komin með símann í
hönd til að nýta sitt stóra tengsl-
anet til að útvega okkur vinnu.
Hún var afskaplega vinmörg og
hafði eflaust hjálpað mörgum
öðrum í gegnum tíðina eins og
hún gerði við okkur.
Við munum eftir ömmu sem
dugnaðarforki bæði inni á heim-
ilinu sem utan. Hún vann í Bú-
staðakirkju þegar við vorum
krakkar og virtist stjórna öllu
þar, með afa með sér til halds og
trausts. Amma vildi vera vel inni í
hlutunum jafnvel þegar hún var
komin á efri ár, lærði m.a. á fa-
cebook til að geta skoðað myndir
og fylgst með.
Við systurnar erum ævinlega
þakklátar og glaðar að hafa feng-
ið að njóta nærveru ömmu eins
lengi og við fengum og yljum okk-
ur nú við minningarnar um allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman. Hvíl í friði elsku amma.
Sigrún og Hallgerður
Kristjánsdætur.
Í dag kveð ég elskulega föð-
ursystur mína Sigrúnu Sturlu-
dóttur sem lést eftir skammvinn
en erfið veikindi. Rúna, eins og
hún var alltaf kölluð, ólst upp
vestur í Súgandafirði en þaðan
flutti hún sama dag og ég fædd-
ist, 20. júlí árið 1971. Það leið hins
vegar ekki á löngu þar til hún og
Þórhallur reistu sér sumarhús í
Selárdal, hinum megin í firðinum
fagra. Á uppvaxtarárum mínum
fannst mér sumarið komið þegar
Rúna frænka var komin vestur í
fjörðinn sinn en í minningunni
kom hún alltaf færandi hendi með
eitthvert lítilræði handa okkur
unga fólkinu.
Það er margs að minnast.
Samvera frá í vor stendur vissu-
lega upp úr þegar hún fagnaði
með eftirminnilegum hætti 90
ára afmælisdegi sínum í faðmi
fjölskyldu og vina, en Rúna var
mikil félagsvera og naut sín vel
innan um fólkið sitt, sem hún
ræktaði af alúð og umhyggju.
Hún sýndi mér og mínu fólki
ætíð mikla væntumþykju og fyrir
það verð ég ætíð þakklát. Það
sýndi sig vel þegar hún deildi
með mér sögu ömmu minnar í
kjölfar veikinda, en ég hafði þá
verið greind með sama sjúkdóm
og hún. Á þeim tíma var fátt vitað
um sjúkdóminn en að sögn Rúnu
hafði amma verið með þeim
fyrstu hér á landi sem greind
voru formlega með hinn svokall-
aða MS-sjúkdóm. Það var mér
því ómetanlegt að fá þarna inn-
sýn í líf og líðan ömmu minnar og
fjölskyldunnar frá þessum tíma.
Saga sem mögulega hefði aldrei
verið skráð ella.
Það kom augljóslega fram í
samtölum okkar að óvænt veik-
indi móður hennar, sem hafði
skyndilega misst mátt og tilfinn-
ingaskyn í bæði höndum og fót-
um, setti strik í líf fjölskyldunnar
á Aðalgötu 12. Á þessum tíma, ár-
ið 1942, var Rúna 13 ára og næst-
elst systkina sinna og faðir minn
yngstur, þá nýorðinn fimm ára.
Þau höfðu fram að þeim tíma lifað
áhyggjulausu og góðu lífi en
stóðu nú allt í einu frammi fyrir
alvöru máli eins og hún orðaði
það og breyttum kringumstæð-
um. Rúna tók því snemma mikla
ábyrgð og gerði hvað hún gat til
að létta undir með föður sínum á
þessum óvissutímum en lengi var
ekki vitað hvað amaði að móður
hennar. Hún sýndi því fljótt hvað
í henni bjó og finnst mér þetta er-
indi úr ljóði föður míns til Rúnu
þegar hún var sjötug lýsa henni
vel og þeirra einstaka og nána
sambandi sem á rætur að rekja til
bernskuáranna:
Ég hugsa stundum
til ára áður
er ungur ég var
þá lamaðist móðir,
ok var þá lagt á ungar herðar
en öruggt var skjól
í faðmi þínum.
(Eðvarð Sturluson)
Rúna var ætíð mjög virk í
félagsmálum, en hún sat í gegn-
um árin í stjórnum og nefndum
hinna ýmsu félagasamtaka, ýmist
sem formaður þeirra eða stjórn-
armaður. Hún var alin upp á
miklu félagsmálaheimili og án efa
fylgdi henni margt bæði úr móð-
ur- og föðurgarði sem nýttist
henni síðar vel í lífinu.
Orðstír fagur aldrei deyr
óhætt má því skrifa
á söguspjöldum síðar meir,
saga þín mun lifa.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Það er alltaf sárt að kveðja,
elsku Inga Lára, Sóley Halla,
Auður og Steinunn. Ég sendi
ykkur og fjölskyldum ykkar mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning nöfnu minnar
Sigrúnar Sturludóttur.
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir.
Sönn og traust vinátta fer ekki
eftir árum eða aldri. Hún leitar
annarra gilda í lífinu og þá helst
þeirra sem lifa amstur hvers-
dagsins. Ég naut þeirra forrétt-
inda að eiga Sigrúnu Sturludótt-
ur sem traustan og góðan vin. Við
unnum saman um árabil og
tryggari starfsmann var ekki
hægt að hugsa sér. Tæki Sigrún
eitthvað að sér þá var það í
öruggum höndum. Í raun fylgdi
henni annar starfskraftur um leið
því Þórhallur eiginmaður hennar
var sömu tegundar og hún og
hann fylgdi henni og liðsinnti og
lagði sitt til að létta henni störfin.
Það var mikil blessun að fá að
kynnast þessum heiðurshjónum
og vinna náið með þeim.
Sigrún var skemmtileg kona.
Ákveðin með sterkar skoðanir.
Ótrúlega vel tengd við háa sem
lága í þjóðfélaginu enda mikil fé-
lagsmálakona. Hún starfaði af
heilindum og lét aldrei dægurmál
breyta sinni stefnu eða lífsskoð-
un. Hún gekk ekki fram með há-
vaða eða látum en hún fylgdi sínu
eftir með festu og einurð.
Í pólitík var hún einlit og vann
af heilindum þar sem annars
staðar. Henni féll ekki vel þegar
vegið var að hennar fólki og var
óhrædd að taka sér stöðu með
mönnum og málefnum sem féllu
að hennar lífsskoðun.
Í kirkjustarfi var hún heil og
trú og hafði mikinn metnað fyrir
starfi kirkjunnar sinnar. Hún var
ung í anda þegar kom að nýjum
stefnum og leiðum og var hvetj-
andi og styðjandi. Væri henni
eitthvað á móti skapi þá fannst
það fljótt án þess að orð væri á
því haft. Fas hennar og fram-
koma var með reisn og styrk og
öll hennar framganga með þeim
hætti að það mátti endalaust læra
af henni. Að eiga Sigrúnu sem vin
og nána samstarfskonu var sann-
arlega fjársjóður sem varir, er og
verður. Hún gaf af heilindum,
vann með heiðarleika, var föst
fyrir eins og fjöllin í heimabyggð
hennar fyrir vestan. Sigrún var
líka glettin og spaugsöm á sinn
hátt.
En henni féll ekki vel þegar
grínið meiddi einhverja sem
henni voru kærir í skoðunum og
stefnumálum. Örugglega hefur
einhverjum fundist hún vera
ákveðin kona og stefnuföst. Allt
hennar fas og framganga var með
þeim hætti að tekið var eftir.
Með hlýju og þakklæti minnist
ég Sigrúnar Sturludóttur og
þakka þau forréttindi að hafa
fengið að starfa náið með henni
að málefnum sem ég veit voru
okkur báðum afar kær. Vinátta
hennar, leiðsögn og hvatning lifir
áfram enda þótt hún kveðji þetta
jarðlíf. Trú hennar sagði henni
hvað í vændum væri og ég veit að
Þórhallur mun taka á móti henni
og eiga samleið með henni áfram,
því þannig voru þau eitt og verða
það ætíð í helgri minningu hug-
ans.
Góðar og þakklátar kveðjur
okkar Unnar til fjölskyldu henn-
ar. Guð blessi hana og ykkur öll.
Pálmi Matthíasson.
Sigrún Sturludóttir er fallin
frá. Tíminn líður og hinir sterku
stofnar falla. Eftir stendur að
skapa í ófullt opið skarðið. Ég
kynntist Sigrúnu fyrst í flokks-
starfi Framsóknarflokksins.
Sigrún
Sturludóttir