Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, allir velkomnir - Hreyfisalurinn er opinn milli 9:30-11:30, líkamsræktartæki, teygjur og lóð - Zumba Gold 60+ kl.10:30 - BINGÓ kl.13:30, 250 kr. spjaldið - Kaffi kl.14:30-15:00 - Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Leik- fimi með Hönnu kl. 9-9.45. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl.13. Línudans kl. 13.30. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45- 15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Áskirkja Jólabasar Áskirkju verður haldinn þann 10. nóvember eftir messu kl. 12 Tertur lagkökur, smákökur, sultur og allskyns kruðerí til sölu. Flóamarkaðurinn góði á sínum stað með notaða og nýja hluti, fatnað og margt fleira. Vöfflukaffi 1000 kr Ef þið getið gefið okkur muni,köku eða annað kruðerí hafið samb við Petreu s 8918165. Allur ágóði rennur til starfs Safnaðarfélags Áskirkju Boðinn Vöflukaffi kl. 14:30. Línudans kl. 15:00. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10:00-10:30. Heimsókn frá Háteigsskóla kl. 10:30. Bingó kl. 13:00. Bústaðakirkja Föstuddags Karlakaffið sem átti að vera 8. nóv frestast til 15. nóvember, nánar auglýst síðar. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30- 10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11:30- 12:20. Bridge í handavinnustofu 13:00. Bingó klukkan 13:15 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8:50.Thai Chi kl. 9. Hæðarvellir ef veður leyfir kl. 10. Boccia kl. 10:15-11:20. Hádegismatur kl. 11:30. Skráning á Jólahlaðborð Hollvina þ. 15.11. stendur yfir. Myndlistanámskeið kl. 12:30-15:30. Hæðargarðsbíó kl. 13. Skráning á Jólamarkaðinn þ. 30.11. stendur yfir. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi kl. 9:45. Boccia kl. 10:00. Föstudagshópurinn hittist kl. 10:00. Tálgað í tré kl. 13:00. Frjáls spila- mennska kl. 13:00-16:30. Handaband kl. 13:00. Bingó kl. 13:30. Hádegismatur frá 11:30 til 12:30 og vöfflukaffi kl. 14:30 til 15:30. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Verið öll hjartanlega velkomin á Vitatorg. Garðabæ Dansleikf. Sjál. kl. 9:30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13:00. Smiðjan Kirkjuhv opin kl. 14:00 – 17:00 allir velkomni Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl.08:30-16:00. Prjónakaffi kl. 10:00-12:00. Leikfimi gönguhóps kl. 10:00-10:20. Gönguhópur um hverfið kl.10:30. Leikfimi Maríu 10:30-11:15. Bókband m/leiðb. kl. 13:00-16:00. Kóræfing kl.13:00-15:00. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia-æfing, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 12.45 Tréskurður, kl. 20.00 Félagsvist FEBK. Gullsmára Handavinna kl. 9.00. Leikfimi kl. 10.00. Fluguhnýtingar kl. 13.00 Gleðigjafarnir kl. 13.30. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl 8.00-12.00 Línudans kl 10.30 Bridge kl 13.00 Korpúlfar Skrustskriftarnámskeið með Þorvaldi í Borgum í dag kl. 13:00 þátttökufjöldi 9 manns. Fleiri skrautskriftarnámskeið með meistara Þorvaldi verða eftir áramót, nánar auglýst síðar. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl 9:00 í Borgum, sundleikfimi kl. 9:00 í Grafarvogssundlaug. Gönguhópar Korpúlfa leggja af stað kl 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, kaffispjall á eftir. Bridge kl. 12:30 í Borgum og hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12:30 í Borgum. Tréútskuður á Korpúlfsstöðum frá 13-16 í dag og hið vinsæla föstudagsvöfflukaffi frá kl. 14:30 til 15:30 í Borgum í dag. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi í salnum á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Kaffi á eftir. Spilað í króknum kl. 13.30 og bridge í Eiðismýri kl. 13.30. Nk. mánudag er síðasti skráningardagur vegna leikhúsferðarinnar 14. nóvember á Atómstöðina. Nk. þriðjudag 12. nóvember verður svo bingó í golfskálanum kl. 14.00. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 14. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13.00. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, Íslendingasögur / fornsagnanámskeiðið -Laxdæla kl. 10.00 og kl. 13.00. Leiðbeinandi Baldur Hafstað. Dansleikur Stang- arhyl 4, sunnudagskvöld 10.nóvember kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt NÁTT- OG HEIMAFÖT 18.900.- 29.900.- 19.900.- 15.900.- www.frusigurlaug.is Glæsileg vefverslun - Frí póstsending - Opið á laugardögum 11 - 16 MJÓDD | S. 774-7377 Í MIKLU ÚRVALI Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími 551 3366. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Misty Sabrina kjóll St: S-XXL 6.990,- Bona kjóll St: S-XXL 6.990,- Bona kjóll St: S-XXL 7.550,- Vantar þig fagmann? FINNA.is með morgun- nu ✝ SigurðurBjarnason frá Óseyri í Stöðv- arfirði fæddist 4 september 1932 á Hóli í Breiðdal. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Fossahlíð, Seyð- isfirði 29. október 2019. Foreldrar hans voru Bjarni Metúsalem Jónsson, f. 26. nóv- ember 1891, d. 1. ágúst 1974, og Jóhanna Elísabet Sigurð- ardóttir, f. 31. júlí 1899, d. 10. janúar 1986. Þriggja ára gamall fluttist Sigurður með foreldrum sín- um frá Hóli í Dísastaðasel í Breiðdal og bjuggu þau þar til ársins 1945. Þá flutti fjöl- skyldan að Randversstöðum í Breiðdal og bjuggu þar til árs- ins 1947. Þessu næst fóru þau hjón með börn og búslóð yfir að Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, en þangað hafði elzta dóttirin þá hleypt heimdraganum. Fjölskyldan settist að á Hval- nesi í Stöðvarfirði árið 1952 og bjó þar til ársins 1960. Þá flutti hún að Óseyri við Stöðv- arfjörð og þar bjó Sigurður lengst af síðan. Alsystkini Sig- urðar voru: a) Elín, f. 14. maí 1922, d. 3. júní 2002, b) Sigríð- ur Ingibjörg, f. 9. júlí 1924, d. 16. október 1974, c) Herborg, f. 9. júlí 1924, d. 14. ágúst 2003, d) Jón, f. 21. júní 1930, d. 8. apríl 1999 og e) Þórir f. 3. mars 1936, d. 8. janúar 2012. Börn Elínar og eiginmanns henn- ar, Ragnars Björgvinssonar, eru: a) Sigurvin, f. 22. júlí 1945, d. 15. júlí 1948, b) Sig- rún, f. 28. júlí 1946, c) Jó- hanna Sigurbjörg f. 10. maí 1948, d) Gunnar Þórður, f. 5. júlí 1949, d. 22. september 1975, e) Bjarni Metúsalem, f. 27. nóvember 1950, d. 13. ágúst 2004, f) óskírður dreng- ur, f. 8. marz 1953, d. 13. marz 1953, og g) Björgvin Jónas, f. 5. maí 1958. Sigurður og Þórir bjuggu áfram á Óseyri eftir lát for- eldra þeirra og stunduðu þar búskap. Lengst af voru þar með þeim systkinin Herborg og Jón. Sigurður var sam- vinnumaður að upplagi og glöggur fjármaður, sem hugs- aði vel um bústofn sinn. Hann naut sín vel í allri útivist, enda náttúruunnandi. Útför Sigurðar fer fram frá Stöðv- arfjarðarkirkju í dag, 8. nóv- ember 2019, klukkan 14. Að Sigurði Bjarnasyni gengn- um kveðjum við sem hann þekkt- um góðan dreng er við svo mörg eigum hlýjar minningar um. Hann var af flestum kenndur við Óseyri, enda ól hann þar aldur sinn lengst af eftir að foreldrar Sigurðar keyptu þessa góðu sauðfjárjörð. Eftir að foreldrarnir brugðu búi tóku bræðurnir Sigurður og Þórir við af þeim og sinntu jörð sinni af mikilli kostgæfni. Voru þeir um- hyggjusamir við bústofn sinn og naut Sigurður sveitastarfanna í hvívetna. Tekið var eftir sam- heldni bræðranna og mikilli vand- virkni og snyrtimennsku, þegar gengið var til verka. Samhliða bú- störfum og þeim tengt má geta þess að Sigurður gegndi starfi forðagæzlumanns fyrir byggðar- lag sitt í áratugi. Hann var fjár- glöggur með afbrigðum og smali góður, enda hafði hann sinnt fjall- skilum í Stöðvardal og víðar í 52 ár, þegar yfir lauk. Örnefnafróður var Sigurður og minnugur á nöfn og staðhætti með afbrigðum. Gilti það ekki bara um hans nánasta umhverfi, heldur Stöðvarfjörð allan. Hann gat verið forn í tali og sagði gjarnan, þegar honum voru boðnar góðgjörðir: „Vandi er vel boðnu að neita.“ Margir minnast Sigurðar fyrir steinasöfnun hans. Í ferðum sín- um um fjöll og hlíðar heimabyggð- ar sinnar fór hann smám saman að taka með sér heim fágæta steina og halda þeim til haga. Það vatt svo upp á sig og ekki leið á löngu þangað til hann varð sér úti um sög til að opna undraheima þá er honum virtust búa í mörgum hnullungnum. Þær gersemar voru síðan hafðar til skrauts, bæði utan húss og innan. Þeir bræður Sigurður og Þórir nutu þess á efri árum að fara í kynnisferðir um land sitt, einkum innan fjórðungs, rifja upp örnefni og snæða nesti úti í náttúrunni að þjóðlegum sið. Á efri árum vildi Sigurður eitt sinn fara að Dísa- staðaseli til að rifja upp bernsku- minningar, en til þess hafði hann aldrei gefið sér tíma meðan bú- störfin kölluðu. Hann talaði ætíð fallega um hina fögru sveit Breið- dal og dvöl fjölskyldunnar þar, þótt vissulega hljóti stundum að hafa verið hart í ári á þeim tímum. Hug sinn til átthaganna sýndu Sigurður og Þórir vel þegar þeir gáfu árið 2009 fjármuni til að reisa klukknaport við kirkjuna á Stöðv- arfirði til minningar um systkini sín og foreldra. Síðar bætti Sig- urður við veglegri gjöf í sama skyni til minningar um Þóri. Turn- inn mun því gnæfa við loft, jafnvel um aldir, sem sannur minnisvarði um gefendurna og halda minningu þeirra á lofti, þótt flest sé for- gengilegt í heimi hér. Þeir bræður sýndu einnig vel hve mikils þeir mátu ástundun og árangur ungs íþróttafólks á Stöðvarfirði, þegar ákveðið var að tyrfa malarvöllinn utan við þorpið. Afhentu þeir allt þökuefnið í verkið, endurgjalds- laust. Munaði um minna. Ég veit að ég tala fyrir munn margra af eldri kynslóð Stöðfirð- inga þegar ég þakka Sigurði Bjarnasyni góð kynni og þá hlýju sem frá honum stafaði. Hann var hógvær, lítillátur og kurteis mað- ur, en undir bjó sterkur vilji til að gera vel í þeim verkefnum sem hann tókst á hendur. Með honum er genginn mætur maður og trúr og sannur Stöðfirðingur. Blessuð sé minning hans. Björn Hafþór Guðmundsson. Meira: mbl.is/andlat Sigurður Bjarnason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.