Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
Á leið minni frá Árósum til
Álaborgar 18. júní 2011, í rútu
fullri af hressum Íslendingum, var
komið við á bensínstöð. Þar inni
rak ég augun í danskan 1x2-bás
og ákvað að skoða hver stuðullinn
væri á að Ísland ynni nú Christian
Eriksen og félaga í liði heima-
manna, á EM U21-landsliða í fót-
bolta. Í ljós kom að trúin á ís-
lenska liðið virtist sáralítil,
stuðullinn á sigur íslensku gull-
kynslóðarinnar var að minnsta
kosti 6-7, nema þá að talan hafi
stækkað eins og lax eftir því sem
ég rifja þetta oftar upp.
Ég hafði óbilandi trú á ís-
lensku strákunum og borgaði upp
ferðina með því að veðja á leikinn,
enda unnu þeir 3:1-sigur og voru
að lokum aðeins einu marki frá
því að komast í undanúrslit EM
með tilheyrandi möguleika á sæti
á Ólympíuleikunum.
Síðan þá hef ég eins og marg-
ir Íslendingar áfram haft nánast
óbilandi trú á íslenska liðinu, sem
enda hefur komist í lokakeppni
EM og HM og staðið sig vel á báð-
um mótum.
Ég hef líka fulla trú á því að Ís-
land komist á þriðja stórmótið í
röð. Ég er ekki svo bjartsýnn að
halda að það takist í þessum
mánuði en samt gælir maður við
það að liðið vinni sigur í látunum í
Tyrklandi, gegn þessu sterka tyrk-
neska liði sem tók fjögur af sex
stigum gegn heimsmeisturum
Frakka. Og þá sendir maður sína
bestu strauma til Ildefons Lima
og félaga í Andorra.
Líkurnar eru auðvitað litlar á
að Ísland komist svona beint á EM
en stærri kraftaverk hafa gerst.
Að öðrum kosti tekur við umspil í
lok mars og þó að því miður sé
ekki hægt að ganga að því vísu að
Ísland geti spilað á Laugardals-
velli hef ég tröllatrú á að okkar
menn kæmust í gegnum það um-
spil.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Árósum, Bakken Bears, hafa
nokkra sérstöðu í Danmörku.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá
er Bakken Bears í hálfgerðum sér-
flokki. Þeir eru með meira fjár-
magn en önnur lið og eru að reyna
að komast lengra en í Evr-
ópukeppnunum. Erfitt er því að
keppa við þá og þeir hafa verið
stöðugir í mörg ár. Í úrslitarimm-
unni hafa þeir unnið tólf leiki í röð
á síðustu árum. Þeir eru risinn
hérna. Við erum ásamt tveimur til
þremur öðrum liðum sem reyna að
narta í hælana á þeim. Hjá Hor-
sens vilja menn ná árangri og liðið
varð meistari 2015 og 2016. Liðið
hefur auk þess verið í úrslitum
undanfarin ár, er núverandi bik-
armeistari og menn vilja vera í
toppbaráttunni.“
Spurður um hvernig það kom til
að Finnur fór til Danmerkur segir
hann landsliðsþjálfarann Craig
Pedersen, sem lengi hefur búið í
Danmörku, hafa átt hlut að máli.
„Ég held að Craig eigi nú
stærstan þátt í því. Hann spilaði í
Horsens og var vinsæll leikmaður
hér í gamla daga. Þeir settu sig í
samband við hann og mér skilst að
Craig hafi bent þeim á mig. Þegar
þeir fóru að skoða þá sáu þeir að
ég hafði náð athyglisverðum ár-
angri og var eitthvað sem þeir
vildu skoða betur. Svo gekk þetta
frekar fljótt fyrir sig eftir að við
ræddum saman í fyrsta skipti. Þá
snerist þetta bara um hvort ég vildi
taka stökkið,“ sagði Finnur þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til
hans.
Finnur Freyr stýrir alþjóðlegri
blöndu leikmanna í Danmörku
Krefjandi áskorun hjá Horsens Þarf ekki að kvarta yfir úrslitunum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samstarfsmenn Finnur Freyr ræðir við Craig Pedersen en þeir hafa unnið vel saman hjá íslenska landsliðinu.
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Körfuknattleiksþjálfarinn Finnur
Freyr Stefánsson lætur vel af sér í
Danmörku. Þar er hann að stíga
sín fyrstu skref í þjálfun utan land-
steinanna en síðasta sumar var
hann ráðinn þjálfari karlaliðs Hor-
sens. Finnur hafði tekið sér ársfrí
frá þjálfun í meistaraflokki, að því
undanskildu að vera aðstoðarlands-
liðsþjálfari. Þar á undan stýrði
hann karlaliði KR í fimm ár og
varð Íslandsmeistari í öll skiptin. Í
Danmörku þarf hann ekki að
kvarta yfir úrslitunum í upphafi
deildakeppninnar. Horsens hefur
unnið sex af fyrstu sjö leikjunum
hingað til.
„Ég kom frekar hratt inn í þetta
hjá Horsens í aðdraganda deilda-
keppninnar eftir að hafa verið í
landsliðsverkefnum í ágúst. Það
hefði verið óskandi að fá aðeins
meiri tíma til að byrja með. Hér er
ýmislegt öðruvísi en heima. Eins
og við þekkjum öll eru Íslendingar
sérstakir á jákvæðan hátt. Ég er
að læra inn á umhverfið en í leik-
mannahópnum er ég með þrjá
unga Bandaríkjamenn, tvo Serba,
Dana af serbneskum ættum og
Dani. Þetta er blanda sem maður
þarf að venjast og ég þarf að eiga
við mismunandi persónur sem er
virkilega krefjandi en skemmti-
legt,“ sagði Finnur en hann stýrir
ekki jafn reyndum mönnum hjá
Horsens og hann gerði hjá KR.
„Heima var ég að vinna með
mjög reyndum leikmönnum en nú
er ég kominn í deild sem er svolítið
öðruvísi. Ég er með yngri leikmenn
í liðinu heldur en heima. Þetta er
því bara mjög skemmtileg áskor-
un,“ sagði Finnur en hann er með
liðið á æfingum átta til níu sinnum
í viku. Þrisvar til fjórum sinnum í
viku eru morgunæfingar þar sem
80% af liðinu mætir. Allir nema
skólastrákarnir eins og hann kallar
þá.
Spurður hvort munur sé á því
hvernig Danir og Íslendingar nálg-
ast íþróttina segir Finnur að ákefð-
in sé meiri hjá Dönunum.
Fleiri góðir leikmenn
„Mér finnst ákefðin vera meiri
hérna í Danmörku. Ég tel að
ástæðan sé sú að hér eru fleiri góð-
ir leikmenn. Hér eru meiri gæði í
grunninn en hæfileikaríkustu
mennirnir hér eru ekki endilega
betri en hæfileikaríkustu mennirnir
heima. Erlendu leikmennirnir á Ís-
landi eru til að mynda almennt
reyndari og dýrari en hérna. Bestu
Íslendingarnir myndu einnig vera á
meðal bestu leikmanna hérna,“
sagði Finnur og hann segir liðið í
Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína
Lea Vilhjálmsdóttir voru á skotskón-
um fyrir íslenska U19 ára landslið
kvenna í knattspyrnu sem vann þægi-
legan 2:0-sigur gegn Svíþjóð í vin-
áttulandsleik í Egilshöll í gær.
Leikurinn fór fjörlega af stað og
strax á 2. mínútu kom Sveindís Jane
íslenska liðinu yfir með laglegu skoti
úr teignum.
Karólína Lea bætti svo við öðru
marki Íslands á 66. mínútu eftir lag-
legan undirbúning Áslaugar Mundu
Gunnlaugsdóttir og Hafrúnar Rakel-
ar Halldórsdóttur.
Þetta var annar vináttuleikur lið-
anna á þremur dögum en á þriðju-
daginn síðasta vann íslenska liðið 3:0-
sigur gegn því sænska í Fífunni í
Kópavogi. bjarnih@mbl.is
Markaskorari Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni við varnarmenn Svía.
Stelpurnar endurtóku
leikinn gegn Svíum
Rauðarárstígur 12–14, sími 551 0400 · www.gallerifold.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. lokað
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ KOMA VERKUM
Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
ÁHUGASAMIR GETA
HAFT SAMBAND
Í SÍMA 551-0400