Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 Ég hef misst sjónar á þér nefnist einkasýning sem Anna Júlía Frið- björnsdóttir opnar í Neskirkju á sunnudag kl. 12 að lokinni messu. „Anna Júlía gerir samband manns og náttúru að viðfangsefni sínu og sækir efnivið í andstæða póla; annars vegar í hinn tilbúna manngerða heim og hins vegar í náttúrulegt lífríki sjávar. Sýningin ber með sér áríðandi en þögul skila- boð um stöðu sjávarspendýra á vá- lista og vekur til umhugsunar þá firringu eða fjarlægð sem orðið hefur milli manns og náttúru. Verkin byggjast á morskóða, sem notaður er í alþjóðlega stöðluð kall- merki, og birtist m.a. í ljósaseríum í gluggum og utanhúss. Þannig seil- ist sýningin út í almannarýmið og tengir saman tvær opinberar stofn- anir í næsta nágrenni hvor við aðra; Safnaðarheimili Neskirkju (miðstöð hins andlega) og Náttúruminjasafn Íslands (varðveislustofnun hins náttúrulega),“ segir í tilkynningu. Sýningin er gerð í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands og styrkt af Myndlistarsjóði. Sýningin stend- ur til 23. febrúar 2020. Ég hef misst sjónar á þér í Neskirkju Sjávarspendýr Eitt verka Önnu Júlíu Frið- björnsdóttur sem sýnt verður í Neskirkju. Jean-Paul Dubois hlaut Goncourt-- verðlaunin 2019, sem eru virtustu bókmenntaverð- laun Frakka, fyr- ir skáldsöguna Tous les hommes n’habitent pas le monde de la même façon. Skáldsagan fjallar um karlmann sem situr inni í kan- adísku fangelsi fyrir óþekktan glæp. Philippe Claudel, sem sæti á í dómnefnd, segir bókina meistara- verk „fullt af manngæsku, depurð, íróníu“. Segir hann ákvörðun Dubois að staðsetja margar skáld- sagna sinna í Norður-Ameríku end- urspegla þversagnakennda afstöðu Frakka til heimsálfunnar. Dubois hlýtur Goncourt-verðlaunin Jean-Paul Dubois Árni Matthlíasson arnim@mbl.is Ármann Jakobsson sendir frá sér tvær bækur býsna ólíkar fyrir þessi jól, sína hjá hvorum útgefandanum, annars vegar reyfarann Urðarkött og hins vegar barnabókina Bölvun múmíunnar. Athygli vekur að höf- undur síðarnefndu bókarinnar er ekki „bara“ Ármann Jakobsson, heldur segir Prófessor Ármann Jak- obsson á kápu. Ármann segir að sú tilhögun sé ekki hans hugmynd, heldur útgef- anda barnabókarinnar. „Ég veit ekki hvort þetta sé vísun í Ævar vís- indamann, sem er reyndar ekki al- vöruvísindamaður, en ég er alvöru- prófessor,“ segir hann og hlær, „en kannski finnst þeim það gefa ein- hvern blæ á bókina. Það á svo sem líka við því ég nota heilmikið af því sem ég er að rannsaka í minni vinnu í bókunum mínum, líka í barnabók- unum.“ – Hvað kom til að þú skrifaðir barnabók? „Barnabókin er skrifuð á undan Urðarketti, þótt þær komi út á sama ári. Mig dreymdi bókina, dreymdi mæðgur sem bjuggu á þjóðminja- safni og að þar yrðu dularfullir at- burðir tengdir múmíu og blóðbletti. Það var ekki meira í þeim draum, en ég bjó bókina út frá honum. Það er nú svo að þegar mann dreymir svona er eins og það sé búið að skora á mann og ég fór því af stað að skrifa. Fæðingarhríðirnar urðu svolítið langar, því ég var að skipta um út- gefanda á þeim tíma, en ég held að bókin hafi bara batnað á meðan. Fyrsti útgefandinn sem ég fór til vildi að ég hefði hana meira fyrir yngri börn, en ég vildi það ekki, vildi hafa hana fyrir eldri börn. Um leið og ég byrjaði að skrifa bókina fann ég að hræðslan við múmíuna hjá stelpunni er í raun hræðsla við að missa móður sína. Móðirin er búin að vera veik, barnið þorir ekki að ræða það við hana og móðirin vill hlífa barninu og ræðir því ekki veik- indin við stúlkuna sem eykur bara áhyggjur hennar. Hún setur svo all- an þenna ótta í múmíuna af því múmían er fyrir henni tákn dauðans og lífsins. Af þessu spinnst nú sag- an.“ Glímt við glæpi – Svo ertu að glíma við annað form, þar sem er glæpasagan Urðar- köttur. „Já, þetta er glæpasaga númer tvö hjá mér. Í fyrri bókinni, Útlaga- morðunum, var ég með margar per- sónur, eins margar og ég hélt að les- andinn þyldi, og kynnti þær allar smávegis, og í framhaldsbókum ætl- aði ég að taka tilteknar persónur og kynna þær betur. Stíllinn er líka annar, fyrri bókin var mjög leikrits- kennd, það var mikið af samtölum. Þannig vildi ég hafa það en það var allaf ætlunin að hafa þessa bók öðru- vísi, hafa meiri textaþunga í henni og öðruvísi fléttu. Í fyrri bókinni vildi ég hafa atburðarásina tilvilj- unarkenndari, en það er ráðgáta í henni sem Bjarni þarf að ráða fram úr. Ég vildi líka hafa skýrari hvörf í sögunni, nákvæmlega hvað það var sem leiddi lögregluna á slóð rétta morðingjans. Ég vil líka hafa bæk- urnar þematískar. Í fyrri bókinni var það útlegðin sem morðinginn er í í raun og veru, en nú er það for- eldrar; hvaða máli skipta foreldrar börn og hvaða vandamál skapast ef sambandið er ekki í lagi.“ – Í Urðarketti kemur við sögu for- vitnileg menningar- eða fræðaklíka sem starfar í ónefndri stofnun. „Ég er náttúrlega búinn að vinna í háskóla í þrjátíu ár og ef það er eitt- hvað sem ég þekki þá er það háskólatýpan og reyni að nota það eins og ég get. Það eru margar litlar rannsóknastofnanir og ég hef unnið á nokkrum, hef verið viðstaddur kaffitíma og svo framvegis, og mig langaði að analýsera kollega mína pínulítið, háskólatýpuna. Í háskóla vinnur fólk við að muna það sem aðr- ir hafa gleymt og langrækni er eitt helsta einkenni háskólakennara og kennara kannski yfirleitt. Ein persónan segir að það sé fá- ránleg tilhugsun að þetta fólk sé hættulegt, það sé óhættulegasta fólk sem hún geti ímyndað sér. Tilfinn- ingar og flækjur og alls konar hlutir geta samt sprungið út og gera það í þessari bók af því að ein persónan fær vondar fréttir um heilsu sína. Annars hefði morðið kannski aldrei verið framið.“ Múmíur og menningarklíkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölhæfur Ármann Jakobsson sendir frá sér reyfara og barnabók.  Ármann Jakobsson sendir frá sér tvær ólíkar bækur fyrir jólin: glæpasögu og óttalega barnabók  Alvöruprófessor Efni af plötunni A Historical Glimpse of the Future sem The Magnetics gáfu út árið 1981 verður flutt á tón- leikum í Gamla bíói í kvöld kl. 21.20-22. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem stendur nú sem hæst. Alan Howarth, sem skipar The Magnetics ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, á ekki heiman- gengt. Í hans stað kemur því Hermigervill, sem að sögn Jakobs er ekki síðri liðsmaður. Platan þótti á sínum tíma brjóta blað á sviði elektrón- ískrar tónlistar á Íslandi. The Magnetics fylgdu plötunni eftir með tónleikum bæði hér- og erlendis. Elektrónískt endurlit í Gamla bíói Jakob Frímann Magnússon VINNINGASKRÁ 168 9123 20882 28558 38301 47600 55340 69780 893 9133 20926 29066 38873 48236 55656 71012 1514 9847 20963 29165 38893 48352 56012 71137 1593 10515 21005 29819 39038 48550 56277 71652 1630 10527 21150 30048 39047 49195 57443 71690 1847 10835 21514 30254 39148 49317 57711 71844 1979 10950 21583 30393 39651 49396 57924 71850 2349 11454 21961 30529 39756 49884 58059 72272 2644 11617 22027 30607 40026 49971 58478 72409 2681 11838 22422 30861 40320 50042 59030 72586 2723 12350 22504 31195 40583 50342 59842 72761 2910 12488 23188 31680 41041 50822 60191 73202 3173 12793 23404 31940 41284 50944 60211 73683 3690 12887 23422 31972 41354 51773 60885 74066 3786 13340 23507 32506 41749 51791 61012 74235 4243 13517 24348 32916 42877 51811 61273 74347 4331 13716 24395 33026 43215 51879 61555 74407 4587 13821 24567 33110 43499 52000 61993 74682 4679 14464 24626 33419 43693 52423 62675 74881 4680 14626 24958 33747 43786 52529 63634 75499 4714 14689 25217 34412 43908 52581 63985 75582 4803 15093 25406 34494 43991 52642 64311 75738 4845 15955 25871 34577 44251 52887 64355 75768 5492 16026 25946 34579 44528 53100 64387 75878 5599 16102 26009 34614 44623 53239 64752 75920 5622 16149 26110 35165 44899 53913 64821 76370 6860 16608 26817 35468 44902 53992 65281 76651 7015 16718 26912 35564 45176 54038 65338 76751 7394 17127 27018 35632 45297 54479 65473 78324 7494 17514 28058 36867 45848 54551 65869 78358 7535 17826 28169 36949 45945 55019 65906 79514 7576 17861 28201 37162 46253 55072 65926 7914 17951 28315 37323 46508 55130 66020 8289 18523 28374 37447 46573 55171 66650 8370 19919 28382 37540 46695 55222 67169 8429 20146 28425 37843 46720 55299 67493 8744 20260 28478 38137 47091 55301 69696 596 10017 19990 29327 40871 49661 61085 70985 785 11893 20394 29477 41398 53152 61329 71671 1189 12259 20656 31575 42001 54339 61764 72273 2194 12687 22123 32206 42910 54650 61794 73301 2343 14733 22727 32293 43249 54672 62161 74705 2480 14760 23344 33431 43489 55043 62179 75202 2689 15344 23978 35048 44049 55153 62892 75829 3943 17450 24317 35050 45103 56280 63848 76080 4202 18245 25382 35461 46397 56351 65555 78760 4328 18403 25588 38460 46686 57869 66849 6372 19157 27209 38490 48894 59613 67527 7958 19227 28924 38758 49590 60230 69627 9988 19232 29007 39856 49598 60777 70502 Næstu útdrættir fara fram 14., 21. & 28. nóvember 2019 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 7036 16745 24542 30674 73253 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 857 13171 30799 43226 50509 62486 1496 21670 31070 44120 54042 65435 4039 23314 33484 44329 54882 68251 4702 30727 39304 49911 59170 72630 Aðalv inningur Kr. 4.000.000 Kr. 8.000.000 (tvöfaldur) 3 4 7 0 8 27. útdráttur 7. nóvember 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.